Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 44
52
Tilvera
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
I>V
í
I
i-
t
i
[
I
I
1
;
í
r
í
r
:
:
;
;
|
Heimsuiðburður!
í miðbæ Ólafsfjaröar
■ Æfingar að morgni keppnisdags kl. 10
Keppnin hefst ki. 13
Aðgangseyrir kr. 1000.-
Upplýsingar gefa
Marinó 894 2967 og Gunnar 898 2099
Hannes í Egyptalandi
Hannes Hlifar stórmeistari situr
nú að tafli í borginni Tanta í Eg-
yptalandi. Hvar hún er nákvæmlega
veit ég ekki, en sennilega á þokka-
legum ferðamannastað. í mótinu
tekur þátt fjöldi stórmeistara frá ná-
grannalöndunum, þó ekki Israel.
Hvurnig ætli standi á þvi? Hannes
hefur ákveðið að reyna að taka
skákina fastari tökum og reyna að
brjóta fyrst 2600 Elo-stiga múrinn.
Hann tapaði þó í 6. umferð fyrir
búlgarska stórmeistaranum
Spassov en honum hleypur vonandi
kapp í kinn og mátar þessa karla í
lokaumferðunum þremur.
Staðan eftir 6 umferðir: 1. Azer
Mirzoev, 2488, 5 v.; 2. Vasil Spassov,
2571, 4.5 v. ; 3. Hannes ásamt mörg-
um með 4 v.
Hannes vinnur hér eftir seiglu-
taflmennsku Khamrakulovs frá Ús-
bekistan.
Hvítt: Hannes Hlífar
Stefánsson (2570)
Svart: Ibragim
Khamrakulov (2451)
Sikileyjarvörn.
Tanta, Egyptalandi (3), 20.04. 2001
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Bd3 g6 6. 0-0 Bg7 7.
Rb3 Re7 8. c4 0-0 9. Rc3 d5 10.
cxd5 exd5 11. Bg5 dxe4 12. Bxe4
Dc7 Hannes þekkir þetta afbrigði
vel enda teflt á móti því nokkrum
sinnum, m.a. á móti Jóni G. Viðars-
syni. 13. Hel f6 14. Bh4 Rbc6 15.
Bg3 Db6 16. Bxc6 Rxc6 17. Bd6!
Hd8 18. Rd5 Da7.
Hér vinnur Hannes peð á snyrti-
legan hátt. Úsbekinn teflir hér síðan
veiklulega og staðan hrynur. En það
er ekki nóg að vera með unnið, það
verður að vinna líka og það helst
auðveldlega með góða stöðu. 19.
Be7 Hd7 20. Bxf6 Hf7 21. He8+
BfB 22. Dd2 Bf5 23. Hael Hxe8 24.
Hxe8 Bd7 25. Hel a5 26. Bc3 Bh6
27. De2 Bg5 28. Rd2 Dc5 29. Re3
He7 30. DÍ3 Rd4 31. Dxb7 Bc6 32.
Dc8+ Kf7.
Hér hafa keppendur væntanlega
verið í tímahraki, annars hefði
Hannes lokað píramídanum með 33.
Dh8 og síðan ekki söguna meir. En
í staðinn skiptir hann upp á liði og
þarf að sitja nokkra klukktíma í við-
bót og tefla af nákvæmni til að inn-
byrða vinninginn. En það hefst. 33.
Bxd4 Dxd4 34. Dxc6 Dxd2 35.
Df3+ Bf6 36. Ddl Dxb2 37. Dd5+
Kg7 38. g3 a4 39. h4 Db7 40. Hcl
a3 41. Hc6 Hd7 42. De6 Bd4 43.
Rc2 He7 44. Dd5 Bb2 45. Rd4
Bxd4 46. Dxd4+ Kh6 47. Df4+ Kg7
48. Df6+ Kg8 49. h5 gxh5 50. Hcl
Hannes Hlífar Stefánsson
Stefnir aö einu af efstu sætunum
í Egyptalandi.
He8 51. Dg5+ Kh8 52. Dxh5 De4
53. Df7 Hb8 54. Kh2 Dg6 55. Df4
Hd8 56. Kgl He8 57. Hc7 Hd8 58.
De3 Kg8 59. Db3+ Kh8 60. Dc3+
Kg8 61. He7 h5 62. Kg2 HfB.
Þegar hér er komið sögu eygir
Hannes vinninginn og hefði innbyrt
hann auðveldlega eftir 65. Dd5+ Kh8
66. He5! og Kleópatra lætur lífið. 63.
Dc4+ Kh8 64. Dc4+ Kg8 65. Dd5+
l-O.
Líflegt sumar fram undan
hjá skákmönnum
Það lítur út fyrir að nóg verði að
gera fyrir skákþyrsta í sumar. Hér
innanlands verða haldin 5 helgar-
skákmót, það fyrsta i Mosfellsbæ eft-
ir 2 vikur og síðan verður mót á Ak-
ureyri. Bolvíkingar verða líklega
með eitt mót og svo er áætlað að
virkja skákmenn og tefla f Blöndu-
virkjun í ágúst og einhverri annarri
virkjun, sennilega á Austurlandi. Ég
vona að náttúruvemdarmenn sjái
sér leik á borði og haldi eitthvert
gott mót í óspilltri náttúrunni svona
til að aftengja skákmenn. Taflfélagið
Hellir og vefsíðan strik.is og ICC al-
þjóðlegi netskákklúbburinn ætla að
halda 10 mót á Netinu á sunnudags-
kvöldum í sumar. Stór hópur skák-
manna ætlar til Tékklands að tefla í
júlí, þar er sterkt mót í Pardubice og
gaman að vera. Islendingar hafa
knattspyrnutitl að verja þar og svo
ætla nokkrir til Búdapest til að
hrella Ungverja líka. Það er aðallega
blóminn af ungu skákmönnunum
um og yfir tvítugt sem fer tO að öðl-
ast reynslu og ná í áfanga að alþjóð-
legum titlum og einhverju öðru líka.
Þetta er ungt og leikur sér.
Hagstæð fargjöld
fyrir skákmenn
Nýlega hafa Flugleiðir og Skák-
samband íslands gert með sér samn-
ing um fargjöld fyrir skákmenn þeg-
ar þeir fara til útlanda til skákiðk-
unar, svo og stjórnarmenn sam-
bandsins og félaganna. 'Skákmenn
eiga nú kost á farmiðum á leiðum
Flugleiða til Evrópu fyrir kr. 25.000
og til Ameríku fyrir kr. 35.000. í báð-
um tilvikum bætist við flugvallar-
skattur. Farmiðapantanir þurfa að
fara í gegnum skrifstofu SÍ. Þessi
samningur er mikið fagnaðarefni
fyrir íslenska skákmenn og bætir
verulega aðstöðu þeirra sem vilja
reyna krafta sína á alþjóðlegum
mótum úti í heimi. Rétt er að skora
á skákmenn að nýta sér þennan
ferðamöguleika til hins ýtrasta.
Kasparov vinnur
forgjafareinvígi!
Skámaður nr. 1, Garrí Kasparov,
hefur gaman af sviðsljósinu. Enskur
viðskiptafrömuður varð sér úti um
auglýsingu með því að skora á
kappann i forgjafarskákir og var dá-
góð summa undir. Kasparov gaf 2
peð í forgjöf og vann einvígið með
2,5 v. gegn 1,5 v. Viðskiptafrömuður-
inn heitir Terence Chapman og
varð einhvern tíma unglingameist-
ari Englands og var efni í efnilegan
skákmann.
En eins og svo margir aðrir þá
vildi hann verða ríkur að fé og með
þrotlausri vinnu tókst honum það
og hefur aurað saman yfir 100 millj-
ónum punda til þessa. Kasparov
varð sér úti um 100.000 pund fyrir
nokkurra daga vinnu. Annars mun
Chapman hafa reynt að taka þetta
alvarlega, réð dr. John Nunn og
Jonathan Speelman til að æfa sig og
tefldi víst þó nokkuð á opnum mót-
um í Englandi til að æfa sig og tefldi
við tölvu í vinnunni, hann mátti
það víst, hann átti vinnuna sína og
margra annarra. (Mikil speki
þetta?!)
En lítum á skákina sem hann
vann, það er ekkert gaman að skoða
þessar tvær sem Kasparov vann eða
hvað? Byrjunarstaðan var víst
þessi, takið a- og b-peð svarts út af.
Nú og svo hefur hann vit á að
ryðjast fram með „Madame" í
broddi fylkingar. Fettur og grettur
var líklega svar nr. uno. 21. Dg6 e5
22. Bxh6 Rxh6 23. dxe5 Rd7 24.
Rf4 Hxf4 25. gxf4 RfB 26. Dg3 Rf5
27. Dh3 De6 28. Rb5 Hd8 29. a5
Df7 30. a6 Re6 31. Kgl Rxf4 32.
Dg4 Rh6 33. Dh4 Kh7 34. a7 Hg8.
„Mademoiselle" er að fæðast,
en ekki halda að ég kunni eitt-
hvað í frönsku, svona rétt veit-
ingahúsfær 1 málinu. „Madame“
fómar sér fyrir bamið „s’il vous
plait“ eins og vesturheimskir
bera það fram. 35. a8D Bxe5+ 36.
Kfl Hg4 37. Dxg4. 1-0.
Hvítt: Terence Chapman
Svart: Garrí Kasparov (2827)
Forgjafareinvígi.
London (3), 22.04. 2001
1. e4 Bb7 2. d3 e6 3. Rf3 d6 4. g3
g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 Re7 7. Rc3 0-
0 8. Be3 h6 9. h4 Rd7 10. Dd2 Kh7
11. Hfel Dc8 12. a4 f5 13. Rd4 Rf6.
Nú vinnur hvítur eitt peð í viðbót,
þremur peðum yfir á móti Kaspa og
með betri stöðu er draumur
margra.14. exf5 Bxg2 15. fxg6+
c5 17. Rde2 d5 18.
Dd3+ Kg8.