Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 . Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Öfíigmaela-verðlaun Flestir eru þeir látnir, sem eiga verölaun skilið fyrir að veita birtu og yl í þjóðfélagið án notkunar kola eða olíu. Landið var rafvætt og hitaveituvætt fyrir mörgum áratug- um, löngu áður en núverandi ríkisstjórn tók til starfa. Hún á engan þátt í því merka umhverfismáli. Feður málsins eru löngu liðnir ráðamenn Reykjavíkur, sem stofnuðu Hitaveituna og reistu orkuverið við Ljósa- foss. Núverandi ríkisstjóm hefur ekki lagt neitt nýtt til orkumála, nema vera skyldi aukna áherzlu á stórar stífl- ur og miðlunarlón orkuvera í þágu stóriðju. Það er eins og hver önnur sviðsetning, þegar erlendir menn með mikla sýniþörf, þar á meðal Míkhaíl Gorbat- sjov, sem hefur of lítið að gera, stofna sérstök samtök fyr- ir sig í tízkugrein umhverfismála og veita verðlaun út og suður, þar á meðal íslenzku ríkisstjórninni. Vatnsorkuver og hitaveitur hafa lengi verið sérgrein og stolt íslendinga. Við teljum þetta að mestu leyti vera hvíta orkuöflun, sem sé sjálfbær og mengi ekki umhverfið. Hingað til höfum við að mestu leyti haldið okkur við fram- kvæmdir, sem valda ekki miklum skaða. Við þurfum þó að fara varlega, því að komið hefur í ljós á síðustu árum, að vatnsorkuver eru ekki eins skaðlítil og áður var haldið. í nóvember síðastliðnum skilaði Alþjóða stíflunefndin tímamótaáliti til Sameinuðu þjóðanna og Al- þjóðabankans um efnahagsáhrif af stíflum og lónum. Nefndin skoðaði þúsund stíflur og lón um allan heim og komst að raun um, að þessar framkvæmdir hefðu oftast skaðað efnahag þjóða í stað þess að bæta hann. Mesti vandinn er, að stíflur hindra eðlilegan flutning á aur nið- ur árfarvegi og valda breytingum á jarðvegi. Aswan-stíflan í Egyptalandi hindrar aur í að bætast við óshólma Nílar og hamlar móti sjávargangi. Nú er sjór far- inn að ganga á land í óshólmunum og ógnar milljónum manna. Einnig hefur jarðvegur orðið saltari í Nílardal og gefur minni gróður af sér. Þarna tifar tímasprengja. Enn verri er vandinn í Kína, þar sem risastíflum og risalónum hefur verið komið fyrir án tillits til hliðarverkana. Eins og í Egyptalandi breytist jarðvegur áveitusvæðanna í Kína og gefur sífellt minna af sér. Þar tifar tímasprengja yfirvofandi hungursneyðar. Við höfum verið svo heppin á íslandi, að öflugustu orkuverin byggjast að mestu leyti á rennslisvirkjunum, sem þurfa ekki háar stíflur og mikil miðlunarlón. Þannig hefur Þjórsár- og Tungnaársvæðið að mestu verið virkjað án mikilla breytinga á landslagi svæðisins. Miðlunarlón hafa hér á landi þann alvarlega galla að vera með breytilegu yfirborði eftir miðlunarþörfum hvers árstíma. Þannig er reiknað með, að hæðarmunur í fyrir- huguðu lóni við Kárahnjúkavirkjun verði yfir 70 metrar. Sveiflan í hæð lónsins á að nema rúmum 70 metrum. Við lónið verða því víðáttumikil landflæmi, sem stund- um eru undir vatni og stundum þurr og eru hvarvetna til óprýði. Samkvæmt biturri erlendri reynslu myndast þarna dauður foksandur og fokleir sem hindrar fjörugróð- ur og stuðlar að gróðureyðingu í nágrenninu. Miðlunarlón verða aldrei neinn áfangastaður ferða- manna, hvað þá að menn geti haft tekjur af að sigla með ferðamenn um þau. í Þórisvatni höfum við dæmi um dautt lón af þessu tagi. Það er eyðimörk eins og landið í kring og sýnir okkur, hvernig Hálsalón verður. Við höfum meira en nóga orku til frambúðar, þótt við förum að ráði Alþjóða stíflunefndarinnar og höfnum mengandi risastíflum og -lónum ríkisstjómarinnar. Jónas Kristjánsson Guð lítur á hjartað Laugardagspistill Jónas Haraldsson aöstoðar- ritstjóri Maður fer í sparifótunura og dönsku skónum til messu. Þetta veit ég enda hef ég ekki vikið mér undan því. Ég hef gengið vatnsgreiddur og strokinn til guðsþjónustu allt frá því ég fermdist í nýjum fötum, skóm og skyrtu með þverslaufu. Því miður er þó ekki mikil regla á minni kirkju- sókn eftir að ég komst á fullorðinsár, að frátöldum skímum, fermingum, brúðkaupum og jarðarförum. Ein undantekning er samt frá þessu og regla á hlutum. Frá því krakkarnir voru litlir hefur konan mín og móðir þeirra séð um að fjöl- skyldan sæki messu klukkan átta á páskadagsmorgni. Það fannst krökk- unum snemmt og mér raunar líka. Konan gaf sig samt ekki. Hún hafði ráð barnanna í höndum sér. Gómsætt páskaeggið beið þeirra við heimkomu úr kirkjunni en þó ekki nema allir kæmu með - og pabbi líka. Þátttakan var því almenn. Það gat verið erfitt að koma sér úr bólinu svo snemma en ágætt þegar í messuna var komið; hálfgerð synda- hreinsun. Páskarnir eru á fallegum árstíma þegar birta vorsins tekur við af vetrarmyrkrinu. Um hverja páska höfum við sótt nýja kirkju og með því móti kynnst flestum kirkjum á höfuð- borgarsvæðinu. Þær eru margar og hver annarri glæsilegri. Sú breyting hefur hins vegar orðið á að krakkarn- ir eru ýmist flognir úr hreiðrinu eða telja sig vaxna upp úr því að fylgja foreldrunum í páskamessuna. Súkkulaðieggin duga ekki lengur til þess að lokka þá á lappir. Hátíðarmessa í Skálholti Það var því sýnt að við hjónakorn- in færum ein í páskamessuna að þessu sinni. Við vorum i sunnlensku sveitarkoti okkar svo konan lagði til að við færum 1 Skálholt. Vart getur helgari stað svo ég féilst á tillöguna. Þá var ekki síður freistandi að auk morgunmessunnar var boðuð hátíð- armessa við lok kristnihátíðar, klukkan tvö. Þar átti vígslubiskupinn í Skálholti að prédika og sjálfur for- sætisráðherrann að ávarpa söfnuð- inn. Ég sannfærði konuna um að þetta væri merkari atburður en ár- degismessan og fékk að sofa út. Vandi minn var hins vegar sá, þeg- ar kom að hátíðarmessunni, að ég var í sveitinni, langt frá sparifötun- um og dönsku skónum. Ég fór að vísu úr gúmmískónum og ullarsokkunum og greip kaupstaðarskó af þokkalegri gerð, strauk af þeim for með tusku því engan átti ég í skóáburð í kotinu. Spariskyrtan var víðs fjarri en aðra fann ég bláleita sem ég taldi duga. í stað jakka fór ég í flíspeysu með rennilás. Svo vel vildi til að hún var blá og gekk því með skyrtunni. Appelsínugult brjóst Mikil var síðan gleöi mín þegar ég fann hálsbindi innarlega í svefnher- bergisskáp okkar hjóna. Við því hafði ég ekki búist. Bindið hafði greinilega orðið eftir eitthvert árið. Ekki veit ég hvenær eða hvernig ég eignaðist það hálstau. Hafi það ein- hvern tíma verið í tísku var sá tími löngu liðinn. Kosturinn var sá að meginlitur þéss var blár og gat því passað við skyrtuna og peysuna. Verra var að á miðju bindinu var appelsínugul skreyting, mjög úr stíl við allt annað sem ég hengdi á mig vegna hátíðarmessunnar í Skálholti. „Hvað er að sjá þig, maður?“ sagði konan. „Áttu ekkert annað en þetta?“ sagði hún með stút á vörun- um þar sem hún var að varalita sig. Appelsínuguli liturinn á miðju bindinu skar í augu. „Ætlarðu að láta sjá þig svona í kirkjunni?" hélt konan áfram. „Guð lítur á hjartað," svaraði ég af æðruleysi sveita- mannsins. „Það er nú óþarfi að benda honum sérstaklega á hvar hjartað í þér er,“ sagði konan og horfði stíft á appelsínugula litinn á brjóstinu á mér. „Það er lágmark að þú rennir peysunni upp fyrir þessi ósköp. Við verðum svo aftarlega i kirkjunni,“ bætti hún við, „svo lítið beri á þér.“ Myndað á fremsta bekk Kirkjan var full út úr dyrum þegar við komum þangað. Davíð trekkir greinilega. Við urðum því að standa aftast. Konunni féll það miður. Hún óttaðist að vígslubiskupi fipaðist í prédikuninni festi hann augun á hin- um appelsínugula hluta bindisins. Hún fagnaði því góðhjörtuðum manni sem kom aftur í og benti okk- ur á að sæti væri að finna framar í kirkjunni. Við eltum hann en minni góðu konu brá nokkuð þegar í ljós kom að velviljaði maðurinn leiddi okkur á fremsta bekk kirkjunnar, rétt aftan við heiðurssess forsætis- ráðherrahjónanna. Á bekknum sátu fyrir vígslubiskupsfrúin og fyrsti þingmaður kjördæmisins ásamt konu sinni. Þarna settumst við hjónin, hún nýmáluð og pen en ég í blárri og app- elsínugulri múnderingu sem trauðla hæfði tilefninu. Hátíðarmessan hófst með bænum og sálmum svo sem vera ber. Þegar kom að ávarpi forsætisráðherra birt- ist myndatökumaður sjónvarpsstöðv- ar. Konan mín hélt ró sinni meðan myndavélin beindist að ráðherranum en ókyrrðist þegar tökumaðurinn vUdi festa söfnuðinn á filmu. Hætta var á að ég slæddist með á mynd þama á fremsta bekk með þing mannshjónunum og biskups- frúnni. Því brá konan á það ráð, þegar myndavélin nálgaðist fremsta bekkinn, að horfa í allt aðra átt en á elskaðan eigin- mann sinn. Hún þóttist ekki þekkja hann. Ég var hins vegar hinn sperrtasti í góðum félags- skap og appelsínubindið end- urkastaðist af linsu vélarinn- ar. Skipt um rás Þegar kom að bergingu svokallaðri eða altaris- göngu í lok athafnarinnar fór konan ein. Hún nefndi það ekki við mig sérstak- lega að ég sæti sem fast- ast en ég taldi það skyn- samlegt. Við fóram held- ur ekki í kirkjukaffið á eftir. Við fengum okkur pönnsur í kotinu en áður hafði ég tekið af mér bind- ið. „Eigum við ekki að horfa á fréttirnar, elskan?" spurði ég um kvöldið. „Það getur verið að þeir sýni eitthvað frá hátíðarmess- unni í Skálholti, Davíð, þing- „Það er nú óþarfi að benda honum sér- staklega á hvar hjartað í þér er, “ sagði konan og horfði stíft á appel- sínugula litinn á brjóst- inu á mér. „Það er lág- mark að þú rennir peys- unni upp fyrir þessi ósköp. Við verðum svo aftarlega í kirkjunni, “ bœtti hún við, „svo lítið beri á þér. “ Lygin Höröur Kristjánsson blaöamaöur Það er fyrst á allra síðustu árum að hér á landi fór að myndast eitt- hvað sem kalla mátti verðbréfamark- að. Þrátt fyrir afar skamma reynslu venjulegra íslendinga á slíkum mark- aði hefur á þessum örskamma tíma gerst hlutir sem sóma sér fullkom- lega í uppskrift að kvikmynd um átakanlega raunasögu fólks sem missir allt sitt vegna fagurgala verð- bréfabraskara. íslenskar hryllingssögur Það eru þó helst í viðskiptum á hinum gráa markaði sem búast má við að finna slíkar sögur. Þær lýsa allt frá ofsagróða á skammri stundu upp í hryllingssögum þeirra sem ekki bókfærð glata öllu sínu á augabragði. Á bak við allar tölurnar má síðan greina skelfmguna sem afmyndar andlit fjöl- skyldna hina ógæfusömu verðbréfa- spilara. Nýjasta dæmið í þessa veru, en þó langt frá því að vera það eina, er vegna kælitækjaverksmiðjunnar Thermo Plus í Keflavík. Þar ætluðu stjórnendur greinilega að sækja sér „ódýrt“ fjármagn á hinum gráa markaði með sölu hlutabréfa. Fjár- magn sem hefur þann mikla kost um- fram bankalán að það þarf aldrei að borga tU baka, - svo framarlega að samviska manna angri þá ekki. Fjöldi fórnarlamba AUt frá því í haust hefur í fréttum DV mátt lesa um að eitthvað væri bogið við þetta fyrirtæki. í ljós hefur komið að fjöldi fólks keypti hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú um mikla ávöxtun. Sú trú byggðist ekki ein- göngu á blindum væntingum fávísra einstaklinga. Hún byggðist miklu fremur á hreinni lygi forsvarsmanna fyrirtækisins sem fannst ekkert at- hugavert við. að ljúga blákalt um ágæti þess að leggja fé í fyrirtækið. Sýnt hefur verið fram á fjölmörg dæmi þess hér í DV og átakanlegasta sagan þess efnis er einmitt 1 blaðinu í dag. Það er jafnfram í fyrsta skipti sem fórnarlamb gráa markaðarins hefur sýnt þann kjark að þora að koma fram undir nafni og mynd og fletta þannig ofan af eigin bamaskap og trú á heiðarleika náungans. í þessu máli eru of margar vís- bendingar sem gefa til kynna að stjórnendur hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu til að hægt sé að trúa sögum þeirra um hið gagnstæða. Vart er hægt að trúa öðru en stjórn- endum hafi fyrir löngu verið ljóst að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.