Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
Helgarblað
Fyrrverandi forseti Filippseyja gortar af öllum ástkonunum:
Færari en Clinton
í kvennamálunum
Slétt og fellt yfirborö
Estrada hefur átt börn meö nokkrum ástkonum fram hjá eiginkonu sinni, lækninum Luisu. Sonurinn Jinggoy, sem
sést á milli þeirra, situr í fangeisi eins og faðirinn. Hann er einnig ákærður fyrir spillingu.
Það er ekki fjallað um einkalíf
Josephs Estrada, fyrrverandi for-
seta Filippseyja, i ákærunni á hend-
ur honum vegna gífurlegrar Ijár-
málaspillingar. Engu að síður kann
einkalífið að skipta verulegu máli.
Umfram allt vilja margir fá útskýr-
ingu forsetans á því hvernig hann
hafi, með þeim lágu launum sem
hann segist hafa haft, getað séð fyr-
ir eiginkonu og keypt lúxusvillur
fyrir að minnsta kosti þrjár ástkon-
ur.
Forsetinn hefur aldrei reynt að
leyna hliðarsporum sínum eins og
Bill Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, gerði. Hann hefur
þvert á móti gortað af þeim og borið
sig saman við Clinton. „Við Bill
Clinton höfum báðir lent í hneyksl-
ismálum vegna kynlífs," á Estrada
að hafa sagt um samband Clintons
við lærlinginn i Hvita húsinu, Mon-
icu Lewinsky. „En Clinton uppskar
bara hneykslismál. Ég uppsker kyn-
lif,“ mun hann hafa bætt við.
Tilbúinn að veita afnot af
ástkonunum
Skoðun Estrada á konum þykir
einfold. Eftir að Edgardo Angara
landbúnaðarráðherra gerði honum
greiða í desember síðastliðnum
kvaðst forsetinn vilja gefa honum
hvað sem væri nema eiginkonuna.
Hann gæti hins vegar valið á milli
ástkvennanna.
Þegar forsetanum var tjáð að
sumir hefðu áhyggjur af fjölda ást-
kvenna hans, sem margar eru enn í
þjónustu, svaraði hann að svo virt-
ist sem þeir hefðu meiri áhyggjur af
því en konumar sjálfar.
José Marcelo Ejercito, eins og
Estrada heitir í raun, fæddist 19.
apríl 1937. En þegar hann fékk kvik-
myndabakteríuna á unga aldri og
ákvað að verða leikari bönnuðu for-
eldrar hans honum að nota eftir-
nafn þeirra. Faðir hans var verk-
fræðingur og þótti starfsval sonar-
ins ekki nógu fint. José Ejercito tók
sér síðar listamannsnafnið Joseph
Estrada.
Flest bamanna hans 11, sem fædd
eru bæði í hjónabandinu og utan
þess, bera eftirnafnið Ejercito. Það
gerir einnig eiginkona hans, læknir-
inn Luisa Pimental, sem er sjö ár-
um eldri hann. Þau gengu í hjóna-
band 1959. Þá hafði hann þegar eign-
ast son og dóttur með Peachy
Osorio, dóttur kvikmyndaleikstjóra.
Eiginkonan flutti út með
bórnin
Þremur árum eftir brúðkaupið
kynntist Estrada leikkonunni Guia
Gomez við kvikmyndatökur og tók
upp ástarsamband við hana. Þegar
eiginkonan frétti af því 1968 hélt
hún með börn þeirra þrjú til Banda-
ríkjanna. Síðar sama ár, með
þriggja mánaða millibili, eignuðust
eiginkonan og ástkonan báðar syni.
Árið 1969 var Estrada kjörinn
borgarstjóri í San Juan sem er
hverfi i ManHa. Því embætti gegndi
hann í 17 ár. Mestan hluta þessa
tímabils kom ástkonan Guia Gomez
fram sem eiginkona hans. Það kom
þó ekki í veg fyrir að hann tæki upp
stutt samband við gengilbeinu á
bar, Rose Dungka, sem hann eignað-
ist dóttur með, að því er fram hefur
komið í fjölmiölum á FHippseyjum.
Sú dóttir er eina barn Estrada sem
hann hefur ekki gengist viö.
Við kvikmyndatökur árið 1983
kynntist Estrada 23 ára gamalli
leikkonu, Laami Enriquez. Þau
eignuðust dóttur 1985, son 1990 og
annan son 1996.
í millitíðinni hafði eiginkonan
tekið hann í sátt. Hún flutti aftur til
Estrada 1987 vegna tilmæla móður
hans. Sama ár var Estrada kjörinn
á þing. Fimm árum síðar varð hann
varaforseti undir stjóm Fidels
Ramos.
í stöðugri ieit að nýjum,
ungum konum
Estrada hélt ekki bara áfram
sambandi sínu við Laami Enriques
heldur einnig við Guia Gomez. Og
varaforsetinn hóf samtímis enn eitt
ástarsambandið. í þetta sinn var
hin útvalda stúdent, Joy Melendrez,
sem hann hitti á karaokebar. Hann
eignaðist son með henni 1993.
Orðrómur var á kreiki í ManUa í
vetur um að Estrada ætti von á
barni með flugfreyjunni Rowena
Gomeri sem hann hitti á ferðalagi
tU Bandaríkjanna. Estrada vísaði
þeim orðrómi á bug.
Auk eiginkonunnar og „opin-
berra“ ástkvenna á Estrada að hafa
átt í stuttum samböndum við svo-
kallaöar „vinkonur" sínar. Hann er
í stöðugri leit að nýjum, ungum
konum, að sögn svallbróður hans,
Luis Singson, sem er landstjóri í
Ilocos Sur-héraðinu.
Það var einmitt Singson sem kom
ákærunni til embættismissis af stað
fyrr í vetur þegar hann fuUyrti op-
inberlega að hann hefði afhent
Estrada upphæð sem samsvarar 1
milljarði íslenskra króna. Um var
að ræða bæði tekjur af ólöglegu fjár-
hættuspili og hlut af tóbaksskatti
héraðsins. Estrada neitar að hafa
tekið við þessari upphæð.
Samkvæmt frásögn Singsons var
oft ástkona eða vinkona viðstödd
þegar Estrada hélt svaUveislur með
ýmsum félögum sfnum að nætur-
lagi. Stundum bað forsetinn hann
um að „gefa henni 1 miUjón" sem
samsvarar tæpum 2 mUljónum ís-
lenskra króna. Singson kvaðst hafa
afrit af ávísununum sem hann skrif-
aði handa vinkonum forsetans.
Skuggalegir gestir í
næsturveislum
Veislumar voru oft kallaðar
„miðnæturráðherrafundir" forset-
ans. Gestirnir, sem voru oft
skuggalegir kaupsýslumenn, höfðu
ágætt tækifæri tU að hafa áhrif á
forsetann og þeir kváðust hafa nýtt
sér tækifærin oft og vel.
Það var vel veitt af áfengi. Eftir
að læknir forsetans ráðlagði honum
að hætta að drekka brennivín skipti
hann yfir f rauðvín af góðum ár-
gangi. Flaskan kostar að minnsta
kosti tæpar 100 þúsund íslenskra
króna. Ámeðan drukkið var spU-
uðu gestimir kínverskt teningaspil
og lögðu oft miUjónir króna undir.
Sagt er að spilað hafi verið alla
nóttina eða að minnsta kosti þar til
forsetinn var farinn að græða. Hann
þoldi ekki að tapa. í eitt skiptið mun
hann hafa unnið um 80 miUjónir
króna.
Hafði engan áhuga á að
stjórna landinu
Filippseyingar veltu því fyrir sér
hvemig í ósköpunum forsetinn gæti
sinn embætti sínu með slíkum lifn-
aðarháttum og komust auðvitað að
þeirri niðurstöðu að hann gæti það
ekki. Samkvæmt frásögnum
margra, meðal annars fyrrverandi
samstarfsmanna sem sögðu
vonsviknir af sér, sýndi hann ekki
minnsta áhuga á því hvernig ætti
að stjóma landinu.
Enn hetjan af hvíta tjaldinu
í augum sumra fátæklinga er
Estrada enn hetjan sem berst fyrir
þá.
Estrada las hvorki dagblöð, bæk-
ur né málsskjöl. Hann hélt aldrei
reglulega ríkisstjórnarfundi. Ritur-
um hans skildist smám saman að
ekki þýddi að skipuleggja fundi eða
aðrar athafnir fyrir hádegi. Það
mátti einnig oft lesa á opinberri
dagskrá forsetans að hann „myndi
gera sitt besta“ til að mæta.
Ráðherrar hans urðu að vera við-
búnir því að hlaupa í skarðið fyrir
hann með stuttum fyrirvara. Fyrr-
verandi húsnæðismálaráðherra FU-
ippseyja, Karina Davis, gat þess í
viðtali við dagblaðið The
International Herald Tribune að
henni hefði stundum verið fyrir-
skipað kvöldinu áður að halda ræðu
í stað forsetans. Þegar hún bað um
að fá ræðuna senda var henni svar-
að: „Þetta er kvennamál. Segðu
bara það sem þú vUt.“
Þrátt fyrir aUt hélt Estrada lengi
vinsældum sínum. Hann kom fram
sem talsmaður hinna fátæku. Hann
notfærði sér það að margir tengdu
hann við þær persónur sem hann
lék á hvíta tjaldinu. Hann lék oft
vemdara hinna fátæku sem sigraði
andstæðinginn.
Þessi mynd af forsetanum er nú í
molum. Rannsóknarblaðamennsku-
stofnun FUippseyja birti í vetur
skýrslu þar sem það kemur fram að
Estrada, fjölskylda hans og aðrir í
kringum hann hafa undanfarin þrjú
ár tryggt sér 17 fasteignir í Manila.
Andvirði 14 þeirra er yfir 3 miUjarð-
ar króna.
Forsetinn hefur einnig komið
eiginkonu sinni og ástkonum fyrir í
stórum glæsiviUum. í einni viUunni
eru þrjú eldhús og 255 fermetra
svefnherbergi með baði og fataher-
bergi. Við aðra viUu er sundlaug
með hvítum sandi umhverfis og
ölduvél. Þingmaðurinn Joker Ar-
royo sýndi fyrr í vetur ávísun upp á
300 miUjónir íslenskra króna sem
hann fuUyrti að forsetinn hefði und-
irritað með fölsku nafni. Féð fór í
gegnum skúffufyrirtæki til að
kaupa lúxusviUu handa Laarni En-
riquez, einni ástkvennanna. Forset-
inn, fjölskylda hans og ástkonur
eiga auk þess hlutabréf í um 50 fyr-
irtækjum.
Ekki á færi bestu
endurskoðenda
í skýrslunni kemur fram að
Estrada geti ekki útskýrt hvernig
hann hafi ráð á þessu öUu. Sam-
kvæmt bandaríska dagblaðinu Was-
hington Post eru opinberar tekjur
hans um 100 þúsund íslenskra
króna á mánuði. Að vísu þénaði
hann vel þegar hann var kvik-
myndastjarna. En samkvæmt
skýrslunni kvaðst hann 1999 eiga
eignir að andvirði um 60 miUjónir
króna. Tekjur sínar sagði hann
nema um 4 miUjónum króna.
Það er mat skýrsluhöfunda að
jafnvel færustu endurskoðendur
gætu ekki útskýrt muninn á þessum
tölum og lífsstU forsetans og hans
nánustu.
Estrada gekk loks fram af
mörgum fátæklinga á Filippseyjum.
Kaupsýslumenn, menntamenn,
kirkjunnar menn, vinstri menn,
herinn og lögreglan sneru einnig
baki við honum.
Estrada hefur nú verið ákærður
fyrir að hafa tekið um 7 miUjarða ís-
lenskra króna úr ríkiskassanum
þau tæp þrjú ár sem hann sat á for-
setastóli. Hann segist ekki trúa þvi
að hann sé í fangelsi.
Byggt á Reuter,
Aftenposten o.fl.