Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
Helgarblað
„Þetta er heimur sem við
leikarar þekkjum mjög
vel. Bassaleikarinn talar
mikið um „fastráðning-
arbrjálœðið“ og sú hug-
mynd var aldrei langt
undan þegar við vorum
að æfa verkið. Leikarar
sœkjast mikið eftir fast-
ráðningu en þeir vilja
líka listrœnt frelsi.
Þannig má segja að ör-
yggið og frelsið séu and-
stœðir hlutir sem við vilj-
um samt eiga báða
óskerta. “
„Getur þú sagt mér hvers vegna
hálffertugur maður, nefnilega ég, er i
sambýli með hljóðfæri sem stendur
honum stöðugt fyrir þrifum. Mann-
lega, samfélagslega, umferðarlega,
kynferðislega og músíkalskt. Stendur
honum fyrir þrifum. Getur þú útskýrt
það fyrir mér!?
Fyrirgeíðu að ég skuli öskra en hér
get ég öskrað eins mikið og ég vil. Það
heyrir enginn. Það gerir hljóðeinangr-
unin. Það heyrir ekki nokkur sála til
mín... Ég drep hann. Einhvern daginn
myrði ég hann...
Þannig farast söguhetjunni i ein-
leiknum Kontrabassanum orð um sitt
þrekvaxna og fyrirferðarmikla hljóð-
færi sem honum fmnst vera að kæfa
sig. „Það lærir enginn á kontrabassa
af fúsum og frjálsum vilja,“ segir
hann meðal annars.
Kontrabassinn er einleikur eftir
Patrick Súskind sem er frægur þýsk-
ur rithöfundur og hefur meðal annars
skrifað Ilminn sem allir sem hafa ein-
hverja nasasjón af bókmenntum hafa
lesið.
Elnn með bassanum
Þessi einleikur fjallar um mann
sem leikur á kontrabassa og býr í
hljóðeinangruðu herbergi aleinn með
bassanum sínum. Hann talar í einn og
hálfan tíma við áhorfendur um bass-
ann, hlutskipti bassaleikarans, ástina
og einsemdina.
Þetta leikrit var frumsýnt í
Múnchen árið 1981 og hefur síðan far-
ið sigurför um heiminn og notið tals-
- Ellert stendur einn á sviðinu með kontrabassann
Ellert A. Ingimundarson leikur ein-
leik í Borgarleikhúsinu í Kontra-
bassanum eftir Patrick Súskind.
„Þetta er auövitað í rauninni um ein-
semdina. Þessi maöur er einn og yf-
irgefinn, beiskur og gengur
illa aö ná sambandi viö fólk. “
verðra vinsælda. Það var sýnt í bak-
húsi við Laugaveginn árið 1988 og þá
var það Guðjón Pedersen sem leik-
stýrði Árna Pétri Guðjónssyni i gegn-
um þjáningar bassaleikarans.
Nú er verið að sýna leikritið öðru
sinni á íslandi og nú í Borgarleikhús-
inu, þar sem Guðjón er leikhússtjóri.
Hann hlýtur að hafa mikið dálæti á
þessu verki. I þetta sinn er það Kjart-
an Ragnarsson sem leikstýrir Ellert
A. Ingimundarsyni og verkið er sýnt á
litla sviðinu i Borgarleikhúsinu.
í návígi við okkur
Sýningin sem ég mætti á er sú
fjórða í röðinni og það er komið sum-
ar. Það má því greina gleðibragð yfir
þeim 49 áhorfendum sem fara langt
með að fylla þetta litla rými þar sem
leikarinn er i seilingarfjarlægð við
áhorfendur í miklu návígi. Ég sé út
undan mér að minnsta kosti einn
bassaleikara sem er Haraldur Þor-
steinsson. Ég hef aldrei séð hann spila
á kontrabassa en hann getur það
áreiðanlega. Rétt áður en ljósin
slokkna sest Stefán Baldursson þjóð-
leikhússtjóri aftarlega og rýnir í leik-
skrána. Sennilega er hann að athuga
hvað samkeppnin er að fást við.
Mér skilst að tónlistarfólk sæki
mikið á þessa sýningu og hlæi stund-
um á öðrum stöðum en aðrir áheyr-
endur enda úir og grúir af fróð-
leiksmolum um tónlist, tónlistarsögu
og kontrabassaleik í verkinu. Bassa-
leikarinn er stöðugt að leika fyrir
okkur tóndæmi og segja okkur frá
óþekktum tónskáldum milli þess sem
hann lýsir ódauðlegri ást sinni á
Söru, litlu dökkhærðu messósópran-
söngkonunni sem er nýbúið að ráða
til hljómsveitarinnar. Mér flnnst samt
flestir hlæja á réttum stöðum á þess-
ari sýningu. Kannski er tónlistar-
þekking svona útbreidd í salnum.
Hvaða Austmann?
Morguninn eftir hitti ég Ellert A.
Ingimundarson, sem heitir reyndar
Ellert Austmann fullu nafni, sem leik-
ur allt sem er leikið í þessari sérstæðu
sýningu og við fáum okkur saman
kaffi og kleinuhring. Um hvað er þetta
leikrit í raun og veru, Ellert?
„Þetta er auðvitað í rauninni um
Kynlrf
Píkur
Um daginn var ég að tala við unga
konu um kynlíf. Vegna orðspors míns
og iðju kemst fólk oft í mikinn ham
þegar ég er nærstödd og fer gjarnan
að ræða fjálglega um kynhegðun sína.
Þessi kona var að tala um munngæl-
ur. Hún sagði að sér þætti svo óþægi-
legt að láta sleikja á sér píkuna. Ég
hváði við því oftar heyri ég nú gríðar-
legar nautnasögur af vörum kvenna
og kvartanir um að þær fái ekki nóg
af gælum sem þessum í sínu kynlífi.
Það kom reyndar í ljós að henni þóttu
gælurnar í raun og veru afskaplega
örvandi og góðar, í það minnsta lik-
amlega. Óþægindin sem hún var að
vísa til voru ekki líkamleg heldur
andleg. Einhvern veginn var hún viss
um að kærastanum þætti píkan henn-
ar óaðlaðandi og lítt geðsleg en léti sig
hafa það að sleikja hana af einskærri
fómarlund og góðmennsku. Hún sagði
líka að píkan hennar væri svo ljót því
að innri barmarnir næðu út fyrir þá
ytri. Nýverið hafði hún spurt kærast-
ann að þessu og hann svarað því til að
honum þætti píkan hennar bragðgóð
og yndisleg. Hún var samt viss um að
það væri bara hvít góðmennskulygi
til að þóknast henni, eymingja
stúlkunni með ljótu píkuna!
Víst skera þeir barma, Jens!
Þessi kona er sko ekki sú eina sem
gengur um jörðina með hausinn full-
an af píkuranghugmyndum. Það er
ótrúlega algengt að konur þjáist af eft-
irfarandi haldvillum: a) að þær séu
með óeðlilega útlítandi og ljótar píkur
og b) að það sé vond lykt af pikunum
Núna er ægileg píkustemning í höfuöborglnni því á morgun veröa píkusög-
urnar hennar Eve Ensler frumsýndar í Borgarleikhúsinu.
þeirra. Hinn stóri og ljóti vestræni
neysluheimur hefur nýtt sér þetta
píkuóöryggi kvenna til hins ýtrasta,
til dæmis með framleiðslu alls konar
hreinsiefna fyrir leggöng, klósettpapp-
írs með ilmefnum, dömubinda með
ilmefnum, pikuilmvatns (þá með
blómalykt sem á að kæfa píkulykt-
ina), nærbuxnainnleggja sem eiga að
halda henni „ferskri" allan daginn og
í henni Ameriku er líka hægt að kom-
ast undir hníf lýtalækna i þeim til-
gangi að breyta útliti píkunnar svo að
konan endurheimti sjálfsöryggi sitt og
kvenleika, eins og segir í auglýsing-
um frá klíníkkum sem bjóða upp á
slíkt (þeir sem efast um sannleiksgildi
þessara frétta geta heimsótt Dr. Gary
Alter á www.altermed.com). Auðvitað
græðir neyslusamfélagið ekkert á
konum sem eru ánægðar með lögun
og lykt sinnar píku og stoltar af tjár-
sjóðnum sem þær bera milli fótanna.
Þess vegna er ekki skrýtið að skilaboð
stórframleiðendanna snúist um að
eitthvað sé athugavert og þurfi endi-
lega að laga en innihaldi ekki jákvæð
skilaboð til hverrar konu um að
heiðra líkama sinn eins og hann er af
Guði gerður, píkan innifalin. Það þýð-
ir samt ekki að leggjast í eymd og
væluskap yfir ljótu viðskiptakörlun-
um sem eru allan daginn að reyna að
eyðileggja sjálfsmynd kvenna, svoleið-
is fórnarlembska er sist til bóta. Held-
ur ætti hver kona að líta i eigin barm,
eða öllu heldur skaut, og íhuga vel
samband sitt við píkuna sina og bara
líkamann í heild sinni.
Er píka píka?
Þær konur sem eru ekki ljósmæður
eða lesbíur lenda afskaplega sjaldan í
þeirri aðstöðu að geta skoðað vel og
vandlega píku annarrar konu. Mynd-
irnar sem eru okkur aðgengilegar eru
annaðhvort teiknaðar líffærafræði-
myndir sem sýna mjög samhverfar
píkur með kringlótt gat fyrir leggöng
og annað kringlótt gat fyrir þvagrás
eða pornómyndir, teknar með mjúk-
um filterum svo að ekki sést misfella
í skauti. Svoleiðis fyrirsætupíkur eru
líka alltaf mjög vel snyrtar og jafnvel
farðaðar fyrir myndatökur (alveg
satt!) og oft ansi ólíkar því sem við
sæjum ef þverskurður kvenna, til að
mynda frá Selfossi, mundi fletta upp
skautbúningum sínum og sitja fyrir
án undirbúnings. Þess vegna er allt of
algengt að konur hafi ekki hugmynd
um að hver einasta píka er sérstök í
útliti, rétt eins og hvert eyra eða hvert
nef er sérstakt í útliti. Hárin vaxa
mislangt út og suður og krullast ekki
öll á sama veg. Barmarnir eru mis-
jafnir, sá hægri getur verið miklu
stærri en sá vinstri og innri barmarn-
ir geta náð lagt niður fyrir þá ytri eða
verið nær ósýnilegir. Leggöngin eru
ekki kringlótt op eins og á myndunum
í skólabókum heldur falla mjúkir
veggir þeirra saman en geta svo þan-
ist út svo mikið að það er töfrum lik-
ast. Þvagrásin sést varla hjá sumum
konum en hjá öðrum er hún eins og
lítil stjarna fyrir ofan leggangaopið.
Snípurinn, þetta rammgöldrótta
nautnalíffæri, er stundum alveg fal-
inn undir snípshúfunni en oft er hægt
að draga hana aftur svo að hann blas-
ir við stinnur, sterkur og gljáandi.
Hver einasta píka hefur líka sína sér-
stöku lykt sem breytist eftir flæði
hormónanna í tíðahringnum eða eftir
því hvað við borðum. Stundum er hún
dálítið súrsæt, stundum mjúk eins og
púður og stundum lík hreinni jógúrt
eða reykelsi. Umfram allt er píkulykt
píkulykt og skyldi ekki reyna að
breyta í blómalykt.
Núna er ægileg píkustemning í höf-
uðborginni því á morgun verða píku-
sögurnar hennar Eve Ensler frum-
sýndar í Borgarleikhúsinu. Ég vil
hvetja allar konur til að nota tækifær-
ið, taka við innblæstrinum og vera
góðar við píkurnar sínar. Drífið ykk-
ur í leikhúsið, stelpur, og dragið endi-
lega eins marga karla með og þið get-
ið - þeir hafa ekki síður gott af smá-
uppfræðslu.
Ragnheióur Eiríksdóttir er hjúkrun-
arfrœóingur og kynlífsráögjafi.
skrifar
um