Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 41
49
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
DV Tilvera
Grenjað
í grill-
veislunni
- og kveikt á kertum til minningar
um konuna sem sat á móti mér
Það er Áki Pétursson, öðru nafni
DJ Áki „Pain“, sem er matgæðingur
vikunnar að þessu sinni.
Áki er þekktastur fyrir að vera
plötusnúður á vinsælustu stöðum
bæjarins og í dag er hann að þeyta
skífur á Skuggabar. Undanfarnar
vikur hefur hann verið mjög upp-
tekinn við að aðstoða Áslaugu konu
sína við að opna þeirra annað fyrir-
tæki sem er nýtt tölvufyrirtæki,
Skaf.is, sem er fyrsti skafmiðaleik-
urinn á Netinu.
„Aðsóknin í leikinn fór fram úr
björtustu vonum, frá opnun hafa að
meðaltali eitt þúsund manns tekið þátt
í leiknum á dag. Þessar tölur sýna ber-
sýnilega hversu mikil vöntun var á vef
af þessu tagi á íslenskum netmarkaði,"
segir Áki og bætir svo við:
„Leikurinn virkar þannig byrjað
er á því að skrá sig inn i leikinn, að
því loknu er valið fyrirtæki sem
maður vill eignast vinning hjá, þá
kemur upp skafmiði. Maður skefur
með músinni og ef fást þrjár eins
myndir þá kemur upp gjafabréf sem
maður einfaldlega prentar út og fer
með í viðkomandi fyrirtæki."
En hvernig er matargerðarlistin
hjá þessum unga plötusnúði?
Hrikalegur kokkur
„Konan mín segir að ég sé hrika-
legur kokkur og ég verð bara að
kyngja því. Það er mjög sjaldan sem
ég fæ að setja upp svuntuna á mínu
heimili, það er ekki nema hún sé að
vinna fram eftir og komist alls ekki
heim. Þá er þaö nú ekki merkilegra
en að ég fæ að hita upp mat fyrir
mig og börnin sem hún hefur verið
búin að taka til. Hún er auðvitað
yndisleg kona hún Áslaug," segir
Áki.
„Mín eftirminnilegasta reynsla er
ekki af matargerð hjá sjálfum mér,
ég myndi segja að það væri hræði-
legt matarboð sem ég fór í fyrir
nokkrum árum.
Tvíbókað kvöid
Þannig var mál með vexti að viku
eftir að ég kynntist Áslaugu þá
hafði gamall vinur minn boðið mér
til foreldra sinna í grillveislu. Það
hitti svo leiðinlega á að þetta kvöld
hafði ég einmitt verið búinn að
bjóða Áslaugu út að borða. Ég
hringdi því í vin minn og sagði hon-
um frá þessari leiðinlegu tvíbókun
minni, hann sagðist bara bíða
spenntur eftir því að sjá hana og við
skyldum bara bæði iáta sjá okkur.
Það var auðvitað pínu þvingað
andrúmsloft þegar ég sótti hana þar
sem kynni okkar höfðu ekki varað
lengi. Þegar við svo komum á stað-
inn sáum við að öll fjölskyldan hans
var í grillveislunni, þ.m.t. afi hans
og amma. Kom svo í ljós að verið
var að kveðja ömmu hans þar sem
hún var að fara að heimsækja syst-
ur sína til Noregs í sex mánuði.
Áslaug var dregin inn í eldhús,
en ég og vinur minn fórum út og
stóðum við grillið eins og restin af
karlmönnunum.
Amman erlendis
Allt í einu heyri ég eitthvert það
Nýkaup
Þarseni ferskleikinn Ijýr
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
dramatískasta lag sem ég hef heyrt
um ævina spilað í botn inni í stofu
hjá dömunum. Ég fór strax að hafa
áhyggjur af því að Áslaug væri ekki
alveg að fíla sig og var að hugsa um
að tygja mig inn til hennar.
Viti menn. Kemur ekki nema
mamma vinar míns út með bjór í
hendinni og grenjaöi eins og hún
ætti lífið að leysa. Ég sá að Áslaug
stóð í dyragættinni, vægast sagt
mjög hissa á látunum í konunni.
Þetta virtist ekki koma neinum á
óvart en ég var óvanur og stökk til
hennar og spurði hana hvað væri
að. Ég heyrði varla hvað hún sagði
því dramatíska tónlistin úr stofunni
var alveg að æra mig. Loks náði
hún með herkjum að segja mér að
hún væri svo sorgmædd því „amma
Lóa“ væri að fara erléndis svo lengi
og hún ætti eftir að sakna hennar
svo mikið.
Óvæntur giaðningur
Ég fór með hana inn í stofu en þar
tók ekki betra við. Konurnar héldu
allar utan um „ömmu Lóu“ og grétu.
Ég skammaðist mín svo mikið að ég
hélt ég yrði ekki eldri.
Ég tók Áslaugu með mér út og ég
sá að henni þótti þetta hálfbroslegt
svo ég róaðist aðeins. Ég skildi bara
ekki alveg þetta uppistand vegna
gömlu konunnar og ferðarinnar, mér
fannst þetta hálfmóðgandi fyrir hana,
eins og hún væri orðin of gömui til að
komast aftur til íslands.
Þegar kjötið var tilbúið og inn
var komið sá ég að stemningin var
ögn skárri, sem betur fer.
Við settumst við borðið og ég sat
á móti Áslaugu og við gátum auðvit-
að lítið talað saman þar sem kon-
urnar voru eins og fuglahrúga
talandi um hvað þær ættu eftir að
sakna gömlu konunnar. Þegar allir
höfðu klárað matinn stóð „amma
Lóa“ upp og sagðist vera með algjör-
lega óvæntan glaðning fyrir okkur.
Ég persónulega sá fyrir mér ís en al-
deilis ekki.
Þögn í eina
Hún kom til baka að borðinu með
15 handmáluð kerti. Hún lét hvern
og einn fá sitt kerti og svo áttum við
að kveikja á kertinu hjá næsta
manni. Ég hélt ég yrði ekki eldri,
þetta kvöld var algjör martröð.
Þetta hélt ég að ekkert gæti toppað
en ég hafði ekki heldur rétt fyrir
mér í það skiptið. Þarna stóð gamla
konan við borðið og sagði okkur að
við ættum að haldast í hendur, hafa
þögn í eina minútu og hugsa um
hana. Aumingja Áslaug þurfti að
halda í höndina á ókunnugum göml-
um manni og dóttur hans og hugsa
um gamla konu sem hún þekkti
ekki neitt. Ég verð bara að segja að
þetta er langskrýtnasta matarboð
sem ég hef farið í. Svo til að kóróna
kvöldið þá stóð fjölskyldan í röð við
útidyrnar til að taka utan um okkur
þegar við fórum,“ segir Áki og hlær
þegar hann rifjar þetta upp.
„Áslaug elskar að tala við mig um
þetta matarboð enn þann dag í dag.
Þetta er hennar uppáhaldssaga."
-klj
Nautakjöt með spergilkáli
fyrir 2-3
Undirbúningur er 25 mín, mat-
reiðsla 4 mín.
450 g nautakjöt, betra er að
sneiða kjötið hálffrosið
Matgæöingur
Áki Pain:
„Ég tók Áslaugu meö mér út og ég
sá aö henni þótti þetta hálfbroslegt
svo ég róaöist aöeins. Ég skildi
bara ekki alveg þetta upþistand
vegna gömlu konunnar og feröarinn-
ar, mér fannst þetta hálfmóögandi
fyrir hana, eins og hún væri oröin of
gömul til aö komast aftur
til ísiands. “
4 msk. dökk sojasósa
1 msk. komsterkja
1 msk. þurrt sérrí (má sleppa)
1 tsk. sykur
225 g ferskt spergilkál
2,5 cm bútur rifín engiferrót
6 msk. olía
salt og pipar
Skerið sem mest af fitunni af kjöt-
inu og skerið það síðan í þunnar
ræmur þvert á vöðvaþræðina.
Blandið saman kjötinu, sojasósu,
kornsterkju, sérrí, og sykri. Hrærið
vel saman þangað til kjötið er alveg
þitt.
Skerið greinarnar af stilkum
spergilkálsins og skerið þær í ten-
inga. Skerið síðan stilkana á ská í
þykkar sneiðar.
Hitið kinapönnu (wok) og setjið
spergOkál á pönnuna og kryddið
með salti og pipar eftir smekk.
Steikið spergilkálið þangað til það
verður dökkgrænt að lit en þó ekki
lengur en 2 mín. Takið kálið af
pönnunni og setið til hliðar.
Setjið það sem eftir er af olíunni
á pönnuna ásamt kjötinu og engifer.
Steikið í 2 mín. og hrærið stöðugt í
á meðan. Setjið spergilkálið á pönn-
una og hrærið í. Hitið vel í gegn í
1/2 mín. og berið strax fram.
Útsala
IGNIS frystikistur
frá 20.930
IGNIS frystiskápar
frá 33.837
IGNIS veggofnar
frá 18.165
IGNIS eldavél,
34.230
S@% srífeílo
©@% srffsl.
@9% mtfsQn
m% am7=
Hitakútar frá 10.430
White-Westinghouse þvottavél, 84.063
White-Westinghouse kæliskápar frá70.149,
m%
Perur • rör • dósir • snúrur
kaplar • raflagnaefni • verkfæri
" °® mar9*>
® 9 margt fleira
RAFVORUR
Armúla 5 • S. 568 6411
Fax 568 6961 • rafvorur@rafvorur.is
Js ' w
bR ' |
'ám L