Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001
Fréttir DV
Hærra síldarverð í Noregi næst til baka:
Norðmenn vigta vitlaust
- allt að þriðjungur aflans hverfur
Hátt verö en léleg vigt
Beitir NK er eitt þeirra skipa sem lartdaö hafa í Noregi. Ekki eru þær feröir til fjár.
Um 17 íslensk
skip eru á veiðum
í Síldarsmugunni
og er veiðisvæðið
um 600 sjómílur
frá íslandi. En
mikið þarf að
kasta og t.d. var
Hólmaborg frá
Eskifirði búin að
fá um 950 tonn og
Jón Kjartansson 450 tonn.
Nokkur skip hafa landað í Trom-
sö í Noregi, m.a. Beitir NK frá Nes-
kaupstað sem fór þangað með 200
tonn en upp úr skipinu vigtuðust
aðeins 160 tonn eða aðeins 80 pró-
sent aflans sem skipstjórinn taldi
sig vera með. Staðreyndin er sú að
Norðmenn borga hátt verð en það
kemur hins vegar á móti að þeir
vigta aflann mjög illa, dæmi eru um
allt að 30 prósent skerðingu og það
hefur tíðkast um langt árabil.
Þessar tölur staðfestir Björgólfur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað,
útgerðar Beitis, sem segir að þetta
hafi Norðmenn stundað um árabil
og hafi því tekið mun meira úr sild-
arstofninum en þeir hafi haft kvóta
til. Það skýrir einnig að hluta af
hverju nýting norskra síldarverk-
smiðja hefur yfirleitt verið talin
mun betri en hjá íslenskum verk-
smiðjum. Björgólfur segir að á íslandi
fari frávik aldrei upp fyrir 5% og oftast
skili verksmiðjumar sömu tölum og
skipstjóramir telji sig vera með, enda
fari þeir alinærri um aflann.
Síldarkvóti Beitis er 2.200 tonn og
ef hann landaði öllum sínum afla í
Noregi mundi afli hans verða 2.750
tonn, þ.e. 550 tonn færu fram hjá
vigt. Dæmi eru þess að Norðmenn
hafi verið að greiða allt að 82 krón-
ur fyrir kílóið fyrir síld til vinnslu
en það er frekar undantekning.
Meðalverð til vinnslu mun vera þar
um 40 kr/kg og á íslandi um 38
kr/kg. Hjá SR-mjöli á Seyðisfirði
eru greiddar 9.000 krónur fyrir
tonnið til bræðslu en 10.000 krónur
í Noregi. Ef tekið er tillit til þessar-
ar miklu skerðingar er verðið á
Seyðisfirði í raun hærra. -GG
Staða Kristins
í heita pottinum ræða menn nú um
stöðu Kristins H. Gunnarssonar í Fram-
sðknarflokknum og sýnist sitt hveijum.
Kristinn hefur sem kunnugt er
nokkuð aðra línu í
sjávarútvegsmálum
en forasta flokksins
og telja margir að
hann hafi við það
veikt mjög stöðu
sína. Hann hafi ek
vitað hvenær full-
reynt var og hafi \
haldið uppi and-
spymu lengur en klókt var. Aðrir telja
hins vegar að Kristinn hafi náð að
styrkja stöðu sína og benda á að hörm-
ungamar sem fram koma i ráðgjöf Hafró
muni hjálpa og styrkja máiflutning
Kristins. Ljóst er að bakland Kristins á
Vestfjörðum hefur heldur veikst þrátt
fyrir smábátaumræðuna og afstöðu hans
þar og ráða þar áhyggjur manna af því
að þingmaðurinn sé að missa stöðu sína
innan flokksins og sérstaklega gagnvart
forustunni. Hins vegar er ljóst að Krist-
inn hefur verið að styrkja sig í ákveðn-
um kreðsum í Reykjavík og á hriflu.is,
vef reykviskra framsóknarmanna, er
Kristinn t.a.m. maður vikunnar fyrir
sannfæringu sina og afstöðu í máiefnum
smábáta...
DV-MYND VALDIMAR
Snjókarl í júní
Vestfiröirtgum brá rtokkuö í brún annan dag hvítasunnu þegar snjókoma brast á. Súgfirðingurinn Alexander Pálmi var
fljótur að bregðast viö breyttum aöstæöum og gerði snjókarl í snatri.
Úr glaða sólskini í snjókomu
Námaskarð:
Vörubíll valt
Stór vöruflutningabíll valt neðst í
norðanverðu Námaskarði í Mý-
vatnssveit síðdegis á mánudag. Bíl-
stjórinn, sem var að koma að aust-
an, var meö fulllestaðan bíl og svo
virðist sem það hafi lagt bílinn á
hliðina í neðstu beygju skarðsins
sem er kröpp og varasöm eftir því.
Björgunarsveitarmenn í Mývatns-
sveit voru fengnir til að laga til
farm bílsins, en hann var svo dreg-
inn á réttan kjöl. Bíllinn er nokkuð
skemmdur eftir óhappið. Bílstjórinn
kenndi til eymsla í handlegg og hné
eftir byltuna og var fluttur til að-
hlynningar og skoðunar á Fjórö-
ungssjúkrahúsið á Akureyri, að
sögn lögreglu á Húsavík. -sbs
Borgarfjörður:
Hundrað
of hratt
Lögreglan í Borgamesi tók um
helgina nær eitt hundrað ökumenn
fyrir of hraðan akstur. Flestir voru
teknir á hringveginum sem liggur
um umdæmið endilangt, það er frá
munna Hvalfjarðarganga upp á
Holtavörðuheiði. Lögreglumenn
segja að þetta sé í ríflegra lagi eftir
sambærilega helgi. Þá voru fimm
ökumenn teknir grunaðir um ölvun
við akstur.
Sjö umferðaróhöpp urðu í Borgar-
flrði um helgina, það versta á
sveitabæ í Stafholtstungum þar sem
dráttarvél rann á mann, með þeim
afleiðingum að hann lærbrotnaði.
-sbs
DV, SUDUREYRt:_____________________
Þokkalega hefur viðrað vestra í
vor. Á hvítasunnudag var indælis
veður, glaðasólskin og um 10 stiga
hiti. Þá notuðu sumir tækifærið og
leituðu hvíldar frá önnum hvers-
dagsins við störf í garðinum, reyttu
arfa og slógu blettinn. Daginn eftir
gerði hríð á norðan og varð hvítt
ofan í fjöru. Alexander Pálmi nýtti
sér snjóinn til að gera myndarleg-
asta snjókall. Þegar hlýna tók í
veðri rýrnaði snjókallinn er líða tók
á dag. „Hann var miklu stærri í
morgun,“ sagði Alexander Pálmi og
var augljóst að honum leist ekkert á
blikuna.
-VH
Kristján Pálsson alþingismaður:
Sýndarmennska og hræsni
Kristins H. Gunnarssonar
„Kristinn H. Gunnarsson hefur
uppi algera sýndarmennsku í smá-
bátamálinu þar sem hann geir-
negldi niður kvótakerfið með því að
samþykkja veðsetningu kvóta fyrir
fjórum árum,“ segir Kristján Páls-
son, alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi, um
framgöngu Kristins H. Gunnarsson-
ar, alþingismanns Framsóknar-
flokks og varaformanns sjávarút-
vegsnefndar Alþingis.
I helgarviðtali í DV lýsti Kristinn
því að „kvótinn eigi ekki að vera
eign, heldur atvinnutæki". Kristján
segir þessi orð lýsa hræsni því sjálf-
ur hafí Kristinn árið 1997 greitt at-
kvæði með lögum þess efnis að veð-
Kristján Kristinn H.
Pálsson. Gunnarsson.
setning á kvóta yrði leyfð. Þá var
hann þingmaður fyrir Alþýðu-
bandalagið og greiddi einn flokksfé-
laga sinna frumvarpinu atkvæði á
meðan aðrir Alþýðubandalagsmenn
sátu hjá. Baráttu hans nú gegn lög-
um um að smá-
bátar verði sett-
ir undir kvóta
segir Kristján
vera hræsni.
„Það þýðir
ekki fyrir
hann nú að
segja að
sumir eigi
að vera í
kvóta en
aðrir ekki.
Hann er
búinn
að koma
sér í kaþólskt hjónaband
við kvótakerfið og hlýtur ekki af-
lausn nema á löngum tíma. Með
því að leyfa veð-
setningu
kvótans
var því
komið
þannig að
ekki verður
hreyft við
kvótakerfinu
án þess að
þjóðin þurfi
að endurgreiða
kvótann sjálf.
Við þessu var-
aði ég á sínum
tíma,“ segir
Kristján. -jtr
Jafnræði verði tryggt
Reykjavíkurlistamál munu nú vera að
fara af stað og einkennist umræðan,
bæði hjá vinstri grænum og framsóknar-
mönnum, af því að
raða verði upp á
væntanlegan R-hsta á
jafnréttisgrundvelh"
eins og það er orðað. í
hvorugum þessara
flokka vilja menn una
því að hlutfóllin miili
samstarfsflokkanna
endi eins og þau eru
nú - VG ekki með neinn borgarfuiltrúa,
Framsókn með tvo og Samfylkingin með
sex. í pottinum segja menn því að líkleg-
ast sé að krafa verði gerð um að hver
flokkur fái að lágmarki tveggja sæta kvóta
í átta efstu sætin þannig að tryggt sé að
væntanlegt prófkjör riðh ekki hlutfóllum
meira en bráðnauðsynlegt er. Þetta kvóta-
kerfi mun þannig njóta mun meiri hylli
þessa dagana en að hverjum flokki sé
tryggður einn fúiltrúi í átta efstu sætin og
restin raðist inn samkvæmt prófkjöri, en
ýmsir talsmenn eru innan R-listans fyrir
síðamefhda kerfmu...
Góðídönsku
Öldur eru nú að lægja í Brekkuskóla
á Akureyri eftir snörp viðbrögð skóiayf-
irvalda við þvi að nokkrir unglingar í
10. bekk voru sendir heim úr skólaferða-
lagi i Danmöku á dögunum en sú aðgerð
olh nokkru
fjaðrafoki sem kunn- j
ugt er. Fyrir helgina
vora 10. bekkingar
útskrifaðir úr skól-
4-
anum ems og raunar
10. bekkingar úr
skólum um land allt
og kom þá í ljós í
skólashtaræðu Bjöms 1
Þórleifssonar skólastjóra að 10. bekking-
ar í Brekkuskóla vora langt yfir lands-
meðaltali i samræmdu dönskuprófi -
eins og raunar í flestöllum prófgreinun-
um. Bjöm skólastjóri, sem þekktur er
fyrir kímnigáfu, orðaði það sem svo þeg-
ar hann greindi frá góðri einkunn í
dönsku að það væri von að hún væri há,
því bömin hefðu jú verið svo dugleg að
undirbúa DanmerkurferðL.
Eldhúshjálp
í pottinum hafa jafhréttismál verið til
umræðu upp á síðkastið mest í tilefhi af
tali um súlustaði og úrsúlur. Pottveijar
hafa þó mest velt fyrir sér lítilh þátttöku
karbnanna í heimilisstörfum, enda era
það þeim kunnug-
legri mál en súlustað-
imir. Það þótti þó
saga til næsta bæjar
þegar sannfréttist af
konu i Bandaríkjun-
um sem missti mann-
inn sinn og lét brenna
líkið - eins og gengur.
Öskuna setti hún hins
vegar í htið stundaglas sem hún geymir
í eldhúsinu og notar til að mæla timann
þegar hún sýður egg. Með því móti segir
hún að sér hafi loksins tekist að fá hann
til að hjálpa til í eldhúsinu!...