Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Síða 20
24 ^Tilvera MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001 DV Úrslit í ljóðasamkeppni DV og MENOR: . Töluverður vandi að þurfa að velja og hafna - sagði Kristín Árnadóttir, formaður dómnefndar Bernska efdr Njörð P. Njarðvik Þegar ég snerti bemsku mína með augunum afturluktum i þögn vitjar mín lognið í fjöranni logn ilmandi af þangi þar sem lækurinn hverfur í sæ með lokkandi hjali DV-MYND W Á tröppum Zonta-hússinins Hópurinn talinn frá vinstri: Sigríður Hjaltested, Emelía Baldursdóttir, Hjalti Finnsson og Roar Kvam, stjórnarmaður MENOR, gægist yfir öxlina á honum, Björn Þorláksson, fulltrúi DV, sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson, formaður MENOR, Krist- ín Árnadóttir og Svanhildur Ólafsdóttir, einnig í stjórn MENOR. Tekið við verðlaunum Sr. Ólafur afhenti Hjalta Finnssyni og Sigríði Hjaltested verðlaunin en Sigríður tók við verðlaununum fyrir hönd tengdadóttur sinnar, Hallgerðar Gísladóttur, sem ekki gat verið viðstödd, sem og sigurvegarinn Njörður P. Njarðvík. Ágæt þátttaka var í ljóðasam- keppni Menningarsamtaka Norð- lendinga, MENOR, og DV sem nú var haldin í 6. sinn en keppnin er framhald þeirrar hefðar sem borin <*■ hefur verið uppi frá árinu 1989 und- ir merkjum MENOR og Dags. Ann- að hvert ár hefur verið efnt til ljóða- samkeppni en hitt árið til smá- sagnakeppni og hefur þátttaka auk- ist ár frá ári og í ljóðasamkeppnina að þessu sinni bárust vel á annað hundrað ljóð. Skilafrestur í ljóða- samkeppnina var 1. maí sl. en þá tók dómnefnd til starfa en hana skipuðu þau Sigmundur Emir Rún- arsson fyrir hönd Dy, Emelía Bald- ursdóttir og Kristín Árnadóttir, sem jafnframt var formaður dómnefndar fyrir hönd MENOR. Fram kom í ræðu Kristínar, þegar úrslitin voru kynnt sl. fóstudag í Zontahúsinu á Akureyri, að dómnefndinni hefði vissulega verið töluverður vandi á höndum að þurfa að velja og hafna þannig að eftir stæðu einungis þrjú ljóð til verðlauna. Á endanum hefði nefndin þó komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þess má geta að í síð- ustu ljóðasamkeppni, sem haldin var árið 1999, lenti enginn í fyrsta sæti þar sem, að sögn sr. Ólafs Þ. Hallgrímssonar, formanns MENOR, miklar kröfur eru gerðar til ljóð- anna og enginn í dómnefnd treysti sér til að velja vinningsljóðið, jafn- vel þótt yfir 100 ljóð hefðu borist í *-keppnina. Allt þekkt nöfn Fyrstu verðlaun hlaut Njörður P. Njarðvík fyrir ljóðið Bernska, í öðru sæti varð ljóðið Kveðja eftir Hallgerði Gísladóttur, þjóðhátta- fræðing hjá Þjóðminjasafni íslands, og í því þriðja Snáði eftir Hjalta Finnsson, bónda í Ártúni í Eyja- fjarðarsveit. „Nöfn allra þessara höfunda eru þekkt, ýmist meðal full- trúa MENOR eða annars stað- ar,“sagði Kristín enn fremur í ræðu sinni. „Hjalti hefur áður hlotið verð- laun fyrir ljóð sín á þessum vett- vangi og er í senn fulltrúi heima- manna og alþýðumenningar eins og hún gerist best. Hallgerður er óþekkt nafn hjá MENOR að því er ég kemst næst en þeim mun þekkt- ari sem sérfræðingur á sínu sviði og ég get ekki stillt mig um að rifja upp söguna af því þegar hún fór út að borða í Naustinu og pantaði sér há- karl bæði í forrétt og eftirrétt og það þótti þjónunum þar hraustlega gert. Njörður er búinn að vera í bók- menntaumfjöllun þjóðarinnar lengi og hefur þegar gefið út bæði skáld- sögur, ljóðabækur og fræðirit, auk þess að ala upp upprennandi menn- ingarvita á undanfórnum áratug- um,“ sagði Kristín að lokum um leið og hún óskaði verðlaunahöfun- um til hamingju. Hvorki Hallgerður né Njörður gátu verið viðstödd verðalaunaafhendinguna, en Sigríð- ur Hjaltested á Tjöm, tengdamóðir Hallgerðar, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd. Vegleg bókaverðlaun voru veitt og fengu allir verðlaunahafarnir Píslarsögu sr. Jóns Magnússonar sem Edda bókaforlag gefur út og Dagbók Anne Frank sem gefin er út af Hólum. En auk þess voru í fyrstu verðlaun 20. öldin - brot úr sögu þjóðar sem Nýja bókaforlagið gefur út og Nærmynd af nóbelskáldi sem einnig er gefin út af Hólum. Að verðlaunaafhendingunni lok- inni var gestum boðið að gæða sér á veitingum i boði Zonta-kvenna sem höfðu borið á borð ilmandi bakkelsi að ekta íslenskum sið svo það svign- aði undan þunganum. -W og lognið fyllist ljósi skinandi birtu sem sindrar á sjónum og liðast hægt yfir lognölduna flýtur til mín og fyllir mig ljósstöfum þá opna ég augun í einmuna birtu Kveðja efdr Hallgerði Gísladóttur Netta slæðu úr bringudúni hvítra engla hefur Guð lagt á leiðið hans afa í tilefni páskahátíðar og sáldrað örstjömum yfir við bautarsteininn era fór eftir tvo litla lófa Snáði eftir Hjalta Finnsson Háleggjuð flfan kinkar ljósum kolli kvöldblærinn strýkur létt um sikisbakkann. Skýst undan steini lonta í lækjarpolli lágþokuhnoðrar sveima um mýrarslakkann. Niður með læknum eigrar ungur drengur uppgötvað hefúr margt á þessu vori. Leiragum fótum móans götu gengur gutlast í skónum vatn í hverju spori. Troðið í vasa hagalögðum hefur húfunni einhversstaðar glutrað niður. Sólheitan daginn seiðir margt og tefur söngur í runni, bunulækja kliður. Góðviðris kvöldin gengur seint til náða glókollur hnýsinn. Úr þvf draumlaust sefur þar til að morgni mamma vekur snáða. Mamma sem skilur allt og fyrirgefur. J. R. BÍLASALAN www.jrbilar.is M. BENZ 300 4MATIC (4x4), árg.^ 1991, ekinn 183.000 km, ssk., rafdrifnar rúður, topplúga, álfelgur. Nýlega upptekinn millikassi af Ræsi. Verð 1.390.000. Ath. skipti. Til sölu og sýnis á JR Bílasölu. Bíldshöfða 3, 567-0333, 897-2444. ATH.! Getum bætt á okkur húsbilum, hjól- og fellihýsum, a svæðið og á skrá. Visa/Euro radgreiðslur. Norðlendingar kjördæmameistarar í bridge: Dramatík á lokamínútunum Bridgemenn á Hvanneyri Sveit Noröurlands eystra var í forystu allan tímann. Sveit Norðurlands eystra varð um helgina kjördæmameistari í sveita- keppni í bridge á stórmóti sem fram fór á Hvanneyri. Sveitin náði forystu frá fyrstu umferð og hélt óslit- ið fram á lokamínútur. Þá virtist sem liðsmenn Suð- urlands hefðu náð að „stela" sigrinum með góð- um árangri í lokaumferð en eftir mikla rekistefnu og endurútreikning úr- skurðaði keppnisstjóri að Norðlendingar hefðu unn- ið mótið með eins stigs mun. Alls fengu eystri Norðlendingar 484 stig, Sunnlendingar 483 stig en Reykvíkingar urðu þriðju með 472 stig. Sigursveit Norðurlands eystra skipuðu: Pétur Guðjónsson, Grettir Frímannsson, Skúli Skúlason, Jónas Róbertsson, Stefán Stefáns- son, Sveinn Pálsson, Reynir Helga- son, Björn Þorláksson, Stefán Vil- hjálmsson fyrirliði, Frímann Stef- ánsson, Þórólfur Jónasson, Sveinn Aðalgeirsson, Hermann Friðriks- son, Hlynur Angantýsson, Jón A. Jónsson, Jóhannes Jónsson, Hákon Sigmundsson, Kristján Þorsteins- son, Árni Bjarnason og Stefán Sveinbjömsson. Keppt var á fjórum borðum og náðist bestur árangur á 2. borði hjá sigursveitinni eða 144 stig alls. Þá höfðust 128 stig upp úr baráttunni á 1. borði hjá Norðurlandi eystra en af lægri borðum varð bestur árang- ur á 3. og 4. borði Sunnlendinga. Mótið tókst með ágætum og var gestgjöfum Vesturlands til sóma í hvívetna. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.