Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2001, Side 28
NISSAN ALMERA
FR ETTAS KOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2001
Veðurklúbburinn:
Veðrið skánar
Frá og með morgundeginum geta
Norðlendingar farið að vonast eftir
sumrinu, en siðustu tvo daga hefur
verið afar vetrarlegt um að litast á
norðanverðu landinu. Samkvæmt
upplýsingum veðurfræðings á Veður-
stofunni í morgun er spáð kulda í
* dag norðanlands en strax á morgun
ætti að snúast í vestlæga átt og hæð-
arhryggur þá að ganga yfir landið.
Það þýðir vaxandi hlýindi, jafnvel
einar 10 gráður á morgun, og það
mun væntanlega létta til og snjóinn
sem lagt hefur yfir þá væntanlega
taka upp.
Þessi spá er í þokkalegu samræmi
við júníspá veðurklúbbsins eldri
borgaranna á Dalvík sem segir að nú
fari veður smám saman hiýnandi en
til þess að hann hlýni þá þarf að fá
úrkomu. Á fullu tungli i dag, 6. júní,
muni hefjast ágætiskafli en sumarið
komi þó ekki af alvöru fyrr en 21.
júní og þá með fullum dampi. Þá
kviknar nýtt tungl á mjög góðum
4» stað í suösuðaustri og voru félagar al-
mennt hrifnir af tunglinu. „En viö
getum sagt að hann hlýni hægt og
bítandi fram að því og kannski líkur
á einhverri smáúrkomu, bændum og
öðrum áhugasömum um gróður til
mikillar gleði,“ sögðu þeir Dalbæjar-
menn. -HÍÁ/BG
DV með GO-tilboð:
Feiknaviðbrögö
DV kynnti í fyrri viku tilboð fyr-
ir lesendur blaðsins i tilefni ársaf-
^mælis flugs á vegum flugfélagsins
Go til íslands. Tilboðið hljóðaði upp
á flug til London fyrir 13.000
^Pj j., 1 krónur. Þurftu lesendur
ILTiI einungis að safna saman
Vyteív fiórum tilboðsmiðum sem
™ - birtust í blaðinu frá 29. maí
til 1. júní og skila þeim inn til að
eiga möguleika á miða. Viðbrögðin
urðu gríðarleg og 400 manns skil-
uðu inn tilboðsmiðum í tæka tíð þó
fyrirvari væri skammur. -HKr.
Bensínverð:
ESSO hækkar
Olíufélagið hefur ákveðið að
hækka verð á bensínlítranum um
v kr. 5.00 og kostar 95-oktan bensín í
dag hjá ESSO 107.90, en 98 oktana
bensín 112.60. Eftir hækkunina
verður eldsneytisverðið hjá Esso
það sama og hjá Olís og Skeljungi,
svo sælutíð dulbúinnar samkeppni
þessara félaga er liðin undir lok.
Gasolíutegundir fyrir bifreiðar og
skip hækka um 4 krónur, i 54,60, en
svartolía hækkar einnig. Flotolía
fyrir skip mun kosta 40,80. Olíufé-
lagið segir hækkanir þessar stafa af
hærra meðalverði á heimsmarkaði í
maí en í apríl og vegna stöðu krón-
unnar gagnvart Bandarikjadollar.
Verðákvörðunin nú er ekki nægjan-
leg til að leiðrétta gengistap vegna
eldsneytisinnkaupa að mati Olíufé-
lagsins. -GG
DV-MYND BRINK
Tjaldbúar
Það var hráslagalegt um að litast á tjaldstæöinu við Þórunnarstræti í morgun og tjaldbúar höfðu ekki mikinn áhuga á
að drífa sig á fætur og fara að taka saman. Lái þeim hver sem vill.
Kristinn H. gegn
tillögu ráðherra
Kristinn H. Gunnarsson, varafor-
maður sjávarútvegsnefndar Alþingis,
telur aflatillögurnar fyrir næsta fisk-
veiðiár afleitar.
Hann hefði viljað
sjá auknar afla-
heimildir frá því
sem nú er, enda
bendi margt til
þess að sókn í
fiskistofna hafi
ekki jafnmikil
áhrif og menn
hafa talið.
„Við eigum að
draga úr takmörk-
unum á veiði og ég
held að best væri
að byrja á þvi að
auka frelsi hjá
þeim sem nota þau
veiðarfæri sem
ólíkegust eru til að
valda skaða á
stofni."
Ágúst Einars-
son, prófessor og varaþingmaður
Samfylkingarinnar, ver fiskifræðing-
ana sem legið hafa undir ámæli vegna
þorskaflabrestsins. Ágúst segir mikil-
vægt að landsmenn haldi ró sinni.
„Staðan er áhyggjuefni en við eig-
um að taka mark á fiskifræðingunum,
sem við höfum alls ekki alltaf gert.
Þeir vita ekki allt en þó mest allra um
fiskistofna og afkastagetu," segir
Ágúst. Nánar á bls. 5 -BÞ
Kristinn H.
Gunnarsson
Agúst Einarsson
prófessor.
Með stórbrotnar hugmyndir um uppbyggingu háskólasvæðisins:
Kári í byggingariðnað
- rektor stígur varlega til jarðar
Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson,
forstjóri íslenskrar
erfðagreiningar, og
Hjörleifur bróðir
hans eru með stór-
brotnar hugmyndir
um uppbyggingu há-
skólasvæðisins og
hafa kynnt þær fyrir
Páli Skúlasyni há-
skólarektor á óform-
legum fundum. Þykja
hugmyndir Kára um uppbyggingu á
svæðinu ekki síður stórbrotnar en
upphaflegar hugmyndir hans um
landvinninga á erfðafræðisviðinu.
Ef stjóm Háskóla íslands gengur til
samstarfs við Kára og hrindir hug-
myndum hans í framkvæmd verður
Kári meðal umsvifamestu einstak-
linga í islenskum byggingariðnaði.
Lykilmaður í áformum Kára er
Hjörleifur bróðir hans sem er arki-
tekt og var einn af stjórnendum
Þjóðminjasafnsins þar til nýr þjóð-
Hjörleifur
Stefánsson.
minjavörður var ráðinn fyrir
skemmstu.
„Við höfum verið að byggja hús
íslenskrar erfðagreiningar á há-
skólasvæðinu og það hefur stækkað
í meðförum okkar,“ segir Hjörleifur
Stefánsson, spurður um áform Kára
bróður síns. „Við höfum lagt fram
hugmyndir um kröftuga uppbygg-
ingu á háskólasvæðinu. Við sjáum
fyrir okkur dínamískt umhverfi fyr-
irtækja og stofnana sem eru að
vinna að rannsóknum í þekkingar-
Háskólasvæðið
Hugmyndir Kára um uppbyggingu ekki síður stórbrotnar
en upphaflegar hugmyndir hans á erfðafræðisviðinu.
iðnaðinum,“ segir Hjörleifur en
bætir því við að viðræður við
stjórnendur Háskólans hefðu enn
ekki skilað neinum árangri.
Páll Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, stígur varlega til jarðar þegar
hann er spurður út í hugmyndir
Kára Stefánssonar um uppbyggingu
á háskólasvæðinu:
„Við erum sjálflr með hugmyndir
Rúta valt við Bláa lónið í gær:
Einn liggur á gjörgæslu
um uppbyggingu á svæðinu og þær
hugmyndir munum við væntanlega
kynna í haust.“
- Eru þær í einhverju frábrugðn-
ar hugmyndum Kára?
„Ég hef ekki séð neinar teikning-
ar hjá Kára en ég ræði við hann
eins og alla aðra sem vilja vinna að
uppbyggingu á háskólasvæðinu,"
segir háskólarektor. -EIR
Kemísk WC
frá 10.900
Þrír voru fluttir slasaðir á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi eftir
að rúta valt á mótum Grindavíkur-
vegar og Bláa lónsins skömmu fyrir
klukkan 19 í gær. Að sögn læknis á
slysadeild voru tveir hinna slösuðu
útskrifaðir i gærkvöld. Sá þriðji
liggur á gjörgæsludeild en hann
skarst illa.
Sex farþegar voru í rútunni auk
ökumanns þegar slysið varð en
talið er að vindhviða hafi feykt
henni. Lögreglan í Keflavík kom á
vettvang ásamt björgunarsveitar-
mönnum úr Grindavík og gekk
EVRÓ
Grensásvegi 3
s: 533 1414
DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON
BJörgunarstörf
Rúta með sjö manns innanborðs valt við Bláa lónið í gær.
ágætlega að ná fólkinu úr rútunni.
Rútan var að koma frá Þingvöllum
og ætlaði fólkið að heimsækja Bláa
lónið. -aþ
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • simi 588 1560