Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 I>v Fréttir Vinsælustu og óvinsælustu stjórnmálamennirnir - samkvæmt skoðanakönnun DV 7. ágúst 2001 - Halldór Ásgrímsson óssuf Skarphéðlnsson Gelr H. Haarde Inglbjörg Sólrún Jóhanna Gísladóttlr Sigurðardóttir 6,9 -4,4 4,8 iia 4.3 55^jg5jgHBB6gB Ögmundur Jónasson m 3,1 3,1 -0,9 -2,3 Bomar eru saman vin- Skoðanakönnun sældir og óvinsældir tíu umdeildustu stjómmála- mannanna camlfuawit mannanna samkvæmt skoðanakönnun DV. Grænu súlumar sýna niðurstöðu síðustu skoðanakönnunar sem var birt í janúar 2001. Siv Friðlelfsd. 1,3 -2,8 Skoðanakönnun DV um vinsældir stjórnmálamanna endurspeglar mál Árna Johnsens: Árni skrapar botninn - Davíð Oddsson vinsælastur sem fyrr Vill hlutafélagavæöa RÚV Björn Bjarnason menntamálaráð- herra telur að öll rök mæli með því að breyta Ríkisútvarp- inu í hlutafélag þó að ríkið verði áfram eigandi alls hluta- fjár. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á málþingi um fjöl- miðla í gær í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að fyrstu nemendur út- skrifuðust úr hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. Meiri Austfjarðaþoka? Austíjarðaþokan færist í aukana, verði af Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Jón Ólafsson, prófessor og sér- fræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Hann gagnrýnir að litlar rannsóknir séu gerðar á áhrifum hugsanlegrar virkjunar á lífríki sjávar. í umsögn Hafró kemur fram að áhrif í sjó verði ekki bundin við Hér- aðsflóa einan. RÚV greindi frá. Millilenti með sjúklinga Flugvél frá SAS millilenti í Kefla- vík síðdegis í gær en um borð voru tvær sjúkar konur. Tveir sjúkrabflar úr Keflavík tóku á móti flugvélinni sem var á leið frá Kaupmannahöfn og vestur um haf til New York. Þetta kemur fram 1 Víkurfréttum. Mál Árna Johnsens, fyrrverandi alþingismanns, endurspeglast rækilega í nýrri skoðanakönnun DV um vinsældir stjórnmála- manna. 54,8 prósent þeirra sem af- stöðu tóku í könnun DV sögðust hafa minnst álit á Árna. Þetta eru mestu óvinsældir stjórnmála- manns sem mælst hafa í DV-könn- un síöan í desember 1999 þegar 52,7 prósent höfðu minnst álit á Finni Ingólfssyni, þáverandi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra. En þrátt fyrir mikla óánægju með Árna Johnsen og eðli hans mála, sem er allt annað en aflað hefur stjórnmálamönnum óvinsælda síð- asta áratuginn, nær hann ekki að slá óvinsældamet Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra frá desember- byrjun 1991, 59,6 prósent. Auk Árna og Finns hefur einungis Jón Baldvin Hannibalsson att kappi við Davíð í þessum efnum. Sem ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins mældust óvinsældir hans 54,8 prósent sumarið 1993 og 55,1 prósent í janúar 1994. En Árni skrapar botninn með þessum stjórnmálamönnum. Óvinsældir Árna eru geysilegar, ekki síst í ljósi þess að undanfarin ár hefur yfirleitt nægt að 20-30 prósent segðust hafa minnst álit á tilteknum stjórnmálamanni til þess að sá hinn sami fengi að njóta heiðursins óvinsælasti stjórnmála- maður landsins þá stundina. Árni ýtir Davíð Oddssyni for- sætisráðherra úr fyrsta sæti óvin- sældalistans en Davíð hefur vermt það sæti um langa hríð. Þaö sér- staka við Davíð er hins vegar að á sama tíma hefur hann mælst lang- vinsælasti stjómmálamaður lands- ins. Hið sama er upp á teningnum i þessari könnun þar sem Davíð ber höfuð og herðar yflr aðra í vin- sældum. 36,9 prósent sögðust hafa mest álit á Davíð eða 8,1 prósentu- stigi fleiri en í júní í sumar. Árni Johnsen er hins vegar í 11. sæti vinsældalistans þar sem 1,5 pró- sent sögðust hafa mest álit á hon- um. Könnun DV var gerð á þriðju- dagskvöld. Spurt var tveggja spurninga: Á hvaða stjórnmála- manni hefur þú mest álit um þess- ar mundir? Og á hvaða stjórn- málamanni hefur þú minnst álit um þessar mundir? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. 34,5 prósent sögðust óákveðin eða svöruðu ekki vinsældaspurn- ingunni en 28,5 prósent óvinsælda- spurningunni. 39 nöfn voru til- nefnd tfl vinsælda en aðeins 27 nöfn til óvinsælda. Sólskinsdrengir Á vinsældalistanum eru gamal- kunnug andlit. Flokksformenn raða sér i efstu sætin eins og í síð- ustu könnun DV. Á eftir Davíð kemur Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Hann og Davíð eru langt á undan öðrum. Þá kem- ur Halldór Ásgrímsson, Framsókn og loks Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, sem var í 3. sæti síð- ast. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra tekur stórt stökk upp á við, úr 12.-13. í 5. sæti. Sama gerir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, stekkur úr 15.-16. sæti í það ní- unda. Þessir tveir stjórnmála- Vinsælustu stjórnmálamennirnir - innan sviga eru niðurstööur könnunar DV 7. júní 2001 Davíö Oddsson. 1. (1.) Davíð Oddsson 145 36,9 (28,8) 2. (2.) Steingrímur J. Sigfússon 55 14,0 (19,4) 3. (4.) Halldór Ásgrímsson 28 7,1 9,1) 4. (3.) Össur Skarphéðinsson 27 6,9 (10,6) 5. (12—13.) Geir H. Haarde 19 4,8 (1,7) 6. (6.) Ingibjörg S. Gísladóttir 17 4,3 (2,4) 7.-8. (8.) Jóhanna Sigurðardóttir 12 3,1 (1,9) 7.-8. (18.-24.) Ögmundur Jónasson 12 3,1 (0,5) 9. (15.-16.) Jón Kristjánsson 10 2,5 (1,2) 10. (-) Bjöm Bjamason 7 1,8 (0,5) menn eiga það sameiginlegt að fá ekki eitt einasta atkvæði á óvin- sældalistanum. Sannkallaðir sólskinsdrengir. Ögmundur Jónasson stekkur upp í 7.-8. sæti og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir eru á svipuðum slóð- um. Björn Bjamason mennta- málaráðherra er nýr á topp 10 list- anum. Stjóm og stjórnarandstaða eiga jafnmarga fulltrúa á topp 10. Umdeildir formenn Össur Skarphéðinsson og Stein- grímur J. Sigfússon eiga það sam- merkt með Davíð Oddssyni að vera umdeildir ef marka má út- komuna úr þessari könnun. Össur er í 3. sæti óvinsældalistans en Steingrímur í 5.-6. sæti. Siv Frið- leifsdóttir virðist föst í sessi á óvinsældalistanum, er í 4. sæti. Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir koma á eftir Stein- grími og síðan sjálfstæðismenn- irnir Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra og Björn Bjamason menntamálaráðherra. Frjálslyndir koma lítið við sögu en oddviti þeirra, Sverrir Her- mannsson, er í 8.-12. sæti. Sjálf- stæðismenn eiga flesta í efstu 12 sætum óvinsældalistans. Aðrir vinsælir 6 atkvæði: Ámi Johnsen og Guðjón A. Kristjánsson 5 atkvæði Guðni Ágústsson og Siv Frið- leifsdóttir 3 atkvæði Pétur Blöndal, Halldór Blöndal, Sturla Böðvarsson, Sverrir Her- mannson og Valgerður Sverris- dóttir. 2 atkvæði Kolbrún Halldórsdóttir, Karl Matthíasson, Kristinn H. Gunnars- son og Margrét Frímannsdóttir. Eitt atkvæði Ágúst Einarsson, Árni Mathiesen, Ásta R. Jóhannesdótt- ir, Bryndís Hlöðversdóttir, Einar K. Guðfmnsson, Gísli Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Hjálmar Árnason, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Sigurðsson, Katrhi Fjeldsted, Rannveig Guðmundsdóttir, Skúli Alexandersson, Sólveig Péturs- dóttir, Valgerður Halldórsdóttir og Vilhjálmur Egilsson. Aðrir óvinsælir 4 atkvæði Jóhanna Sigurðardóttir. 3 atkvæði Guðni Ágústsson, Halldór Ás- grímsson, Sturla Böðvarsson og Valgerður Sverrisdóttir. 2 atkvæði Gunnar I. Birgisson, Halldór Blöndal og Steingrímur Her- mannsson. Eitt atkvæði Einar Oddur Kristjánsson, Hjör- leifur Guttormsson, Kristinn H. Jónsson, Lúðvík Bergsteinsson, Margrét Frímannsdóttir, Mörður Ámason og Svavar Gestsson. Fjós og hlöðuþak brunnu Eldur eyðilagði i gær þak á gam- alli hlöðu og fjósi á bænum Ey í Vest- ur-Landeyjum, rétt austan Hvolsvall- ar. Eldur logaði glatt þegar tilkynn- ingin barst um kl 17.00 og kom mik- ill reykur frá húsunum enda var þar talsvert af einangrunarplasti. Ekki er ljóst hvers vegna kviknaði i þama. VIII vera með ------------- Bragi Guðbrands- son, forstjóri Bama- vemdarstofu, fagnar skipun dómsmála- ráðherra á sam- starfshópi um útihá- tíðir og segist telja að barnaverndarlög ------------- séu iðulega brotin á útihátíðum. Stöð 2 greindi frá. 100% verðmunur Yfir 100% verðmunur reyndist vera á grænmeti milli verslana Bón- uss og Nýkaups í verðkönnun sem Morgunblaðið stóð fyrir. Þannig var t.d. 106% verðmunur á papriku sem kostaði 339 krónur kílóið í Bónus en 699 krónur í Nýkaupi. Hrefnukjöt rauk út Rúmlega hálft tonn af hrefnukjöti seldist upp í fiskbúðinni Vör í gær en búðinni hafði áskotnast þessi hvalur frá sjómönnum úr Sandgerði sem fengu hann í netin. Kjötið var selt á 200 kr. kílóið og hafði myndast bið- röð fyrir utan búðina. Nýr aðstoðarrektor Magnús Árni Magnússon lektor hefur tekið við stöðu aðstoðarrektors við Viðskiptaháskólann á Bifröst af Bjarna Jónssyni. Magnús er fæddur 1968. Hann lauk BA prófi í heimspeki frá Háskóla íslands 1997, MA prófi í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og MPhil prófi í Evr- ópufræðum frá University of Cambridge 2001. Magnús hóf störf við Viðskiptaháskólann á Bifröst haustið 2000. Magnús er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur listfræðingi og eiga þau tvo syni. -BG/-DVÓ -rt Óvinsælustu stjórnmálamennirnir - innan sviga eru niðurstöður könnunar DV 7. júní 2001 Arnl Johnsen. 1. (5.-6.) Árni Johnsen 235 54,8 (3,5) 2. (1.) Davíð Oddsson 82 19,1 (36,1) 3. (2.) Össur Skarphéðinsson 19 4,4 (16,3) 4. (8.) Siv Friðleifsdóttir 12 2,8 (2,2) 5.-6. (14.-15.) Steingrímur J. Sigfússon 10 2,3 (1,5) 5.-6. (7.) Ögmundur Jónasson 10 2,3 (2,7) 7. (10.-13.) Kolbrún Halldórsdóttir 7 1,6 (1,7) 8.-12. (3.) Ámi Mathiesen 5 1,2 (13,1) 8.-12. (19.-22.) Björn Bjamason 5 1,2 (0,5) 8.-12. (10.-13.) Ingibjörg S. Gísladóttir 5 1,2 (1,7) 8.-12. (17.-18.) Páll Pétursson 5 1,2 (3,5) 8.-12. (5.-6.) Sverrir Hermannsson 5 1,2 (3,5)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.