Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 8
8
Viðskipti__________
Umsjón: Viðskiptablaöið
Hagnaður SH 195 milljónir
Hins vegar varö tap af starfseminni á íslandi, aöaliega vegna áhrifa gengis-
iækkunar íslensku krónunnar á skuldir eignarhaldsfélagsins (SH hf.).
Hreinn hagnaður SH á fyrri hluta
ársins nam 195 milljónum króna á
móti 189 milljónum sama tímabil
árið 2000. Hagnaður fyrir fjár-
magnsliði nam 796 milljónum króna
en 555 milljónum sama tíma árið á
undan, og hagnaöur fyrir skatta
nam 376 milljónum samanborið við
328 milljónir árið á undan.
Heildartekjur samstæöunnar á
fyrri hluta ársins 2001 námu 26,6
milljörðum króna, en þær voru 21,5
milljarðar sama tímabil árið á und-
an; aukningin er 24%. Tekjur sam-
stæðunnar eru að mestu í erlendum
myntum og vegin meðalhækkun
viðskiptamynta samstæðunnar
mæld í íslenskum krónum var um
18% milli tímabila. Raunaukning
rekstrartekna hefur þannig verið
um 5%.
í takt við áætlanir
1 heild er afkoman í ár í takt við
áætlanir ef undan er skilinn áætlað-
ur söluhagnaður fasteigna félagsins
í Bandaríkjunum, en þær hafa enn
ekki verið seldar. Hagnaður af aðal-
starfsemi, þ.e. rekstri erlendu dótt-
urfélaganna, varð 287 milljónir
króna sem er veruleg aukning frá
árinu áður (167 m) og meira en áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
Hins vegar varð tap af starfsem-
inni á íslandi, aðallega vegna áhrifa
gengislækkunar íslensku krónunn-
ar á skuldir eignarhaldsfélagsins
(SH hf.), en gengistap að frádreginni
verðbreytingafærslu nam tæpum 80
milljónum króna. Eins og áður er
gengistap fært yfir rekstur. Á hinn
bóginn færist öll hækkun á bók-
færðu verði eignarhluta í erlendum
félögum vegna gengisþróunar krón-
unnar yfir eigið fé og hefur þannig
ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu.
Veltufé frá rekstri reyndist 497
milljónir en það nam 391 milljón
sama tímabil árið áður. Veltufjár-
hlutfall var 1,08 um mitt árið en 1,05
sl. áramót.
Eigið fé hefur aukist um 29%
Niðurstaða efnahagsreiknings
var 26,2 milljarðar sem er 24%
aukning frá áramótum. Endur-
speglar þetta annars vegar aukn-
ingu rekstrartekna í íslenskum
krónum, sem jukust um 29% frá
síðasta ársfjórðungi 2000 til ann-
ars ársfjórðungs í ár, og hins veg-
ar áhrif gengislækkunar á erlend-
ar eignir og skuldir. Nettóskuldir,
þ.e. heildarskuldir að frádregnum
veltufjármunum og langtimakröf-
um, námu nú 2,5 milljörðum en
2,3 um sl. áramót. Eigið fé hefur á
árinu aukist úr 3,4 í 4,4 milljarða,
mest fyrir áhrif gengisbreytinga á
eignarhluta í erlendum félögum
en einnig vegna hagnaðar. Eigin-
fjárhlutfall er 16,8% og hefur auk-
ist um 0,8 prósentustig frá áramót-
um.
í byrjun árs gerðu áætlanir fé-
lagsins ráð fyrir að hagnaður af
aöalstarfsemi yrði yflr 300 milljón-
ir króna og tvöfaldaðist þannig
milli ára. Enn fremur var gert ráð
fyrir að söluhagnaður vegna fast-
eigna dótturfélags í Banda-
ríkjunum næmi 200 milljónum.
Þótt betur hafi gengið með rekstur
dótturfélaga ríkir mikil óvissa í
gengismálum og ekki er enn ljóst
hvenær umrædd fasteign selst.
Telja stjórnendur félagsins því
ekki efni til að endurskoða áætl-
unina að sinni.
Lögfræöideild
Ný lögfræðideild Flugleiöa hefur meö höndum framkvæmd og ráðgiöf vegna
samningamála fyrir félagiö, bæöi viö gerö og túlkun kjarasaminga
og ýmsa aöra viöskiptalega samninga.
Ný lögfræðideild hjá Flugleiðum
Flugleiðir hafa sett á laggirnar nýja
lögfræðideild undir stjórn Más Gunn-
arssonar héraðsdómslögmanns sem
hefur verið starfsmannastjóri Flug-
leiða undanfarin 26 ár. Lögfræðideild-
in verður á stefnumótunar- og stjóm-
unarsviði félagsins. Una Eyþórsdóttir
er nýr starfsmannastjóri Flugleiða en
hún hefur verið forstöðumaður starfs-
þróunar undanfarin 5 ár. I
Ný lögfræðideild Flugleiða hefur
með höndum framkvæmd og ráðgjöf
vegna samningamála fyrir félagið,
bæði við gerð og túlkun kjarasaminga
og ýmsa aðra viðskiptalega samninga,
matsgerðir um ágreiningsefni og til-
lögur til úrlausna, túlkun og leiðsögn
vegna lagaumhverfis félagsins. Þá tek-
ur deildin þátt í mótun kjarastefnu
Flugleiða. Jafnframt ber deildin
ábyrgð á hluthafaskrá og umsjón með
rafrænum viöskiptum með hlutabréf í
félaginu, auk þess að annast sam-
skipti við hluthafa Flugleiða.
í frétt frá Flugleiðum segir að það
sé mat stjórnenda félagsins að mikill
akkur sé í þessari nýju deild því
margvísleg málefni af lögfræðilegum
toga koma til kasta stjórnenda í sam-
stæöu með um 37 milljarða króna ár-
lega veltu og yfir 2000 starfsmenn.
Með stofnun lögfræðideildar leitast fé-
lagið við að tryggja hagkvæmni í úr-
vinnslu lögfræðilegra mála. Markmið
með nýju deildinni er einnig að við-
halda sérhæfðri þekkingu innan fé-
lagsins.
Nýr starfsmannastjóri Flugleiða er
Una Eyþórsdóttir. Hún hefur starfað
hjá félaginu 26 ár og undanfarin fimm
ár verið forstöðumaður starfsþróunar
og annast starfsþróunarmál s.s. þjálf-
un, þróun starfsmanna, frammistöðu-
mat og einnig haft meö höndum yfir-
umsjón með ferðaþjónustu starfs-
manna.
Verksvið starfsmannastjóra frá 8.
ágúst verður að taka þátt í mótun og
fylgja eftir starfsmannastefnu félags-
ins, taka þátt í mótun kjarastefnu og
hafa umsjón og eftirlit með ráðning-
um og ráðningarsamningum, fylgja
eftir markmiðum um framleiðni og
öðrum starfsmannatengdum mark-
miðum, veita stjórnendum tölulegar
upplýsingar um starfsmannamál,
stýra starfsþróunarmálum, mótun
fræðslustefnu Flugleiða og fram-
kvæmd hennar.
Frá og með 1. september flyst
launadeild félagsins, sem hefur með
að gera launaútreikninga og greiðslu
launa, af stefnumótunar- og stjómun-
arsviöi á fjármálasvið Flugleiða og
verður þar undir stjórn Magnúsar Kr.
Ingasonar, forstöðumanns bókhalds-
deildar.
Tap HB minna
en spáð var
- veltufé frá rekstri eykst lítillega
Tap Haraldar Böðvarssonar
fyrstu 6 mánuði ársins nam 398
m.kr. samanborið við 60 m.kr. hagn-
að sama tímabil árið 2000. Þetta er
nokkuö minna tap en fjármálafyrir-
tækin höfðu spáð eða 474 milljónir
króna. Hagnaður HB fyrir afskriftir
og fjármagnsliði nam 562 m.kr. sam-
anborið við 473 m.kr. og veltufé frá
rekstri nam 365 m.kr. á fyrri hluta
árs 2001.
Hið mikla tap HB skýrist að
mestu leyti, líkt og tap annarra ís-
lenskra fyrirtækja nú um stundir,
af óhagstæðum fjármagnsliðum.
Gengistap meöal fjármagnsliða nam
696 milljónum króna en þess ber að
geta að gengistap vegna erlendra
lána frá júnílokum til dagsins í dag
hefur gengið til baka um u.þ.b. 220
milljónir króna.
Forsvarsmenn HB gera ráð fyrir
að afkoma síðari hluta ársins verði
betri en fyrri hluta ársins og að
heildarafkoma ársins verði í járn-
um, með fyrirvara um óvissu í veið-
um og þróun á gjaldeyris- og afurða-
mörkuðum. Veiðar og vinnsla á
loðnu hafi gengið vel i upphafi ver-
tíðarinnar og afurðaverð hefur
hækkað. Ástæða sé til að ætla að af-
koma af bolfiskvinnslu á sjó og
landi verði góð, m.a. vegna þess að
kvótastaöa félagsins sé góð fyrir
seinni hluta ársins.
Seðlabankinn spáir raun-
lækkun húsnæðisverðs
Seðlabankinn
spáir því að hús-
næðisverð lækki
rnn 5% að raun-
gildi næsta hálfa
árið. Þetta kemur
fram í Peninga-
málum, ársfjórð-
ungsriti Seðla-
banka íslands.
Þessi forsenda er
nokkuð í takt við
síðustu spá bank-
ans en þá var gert
ráð fyrir 5% raun-
lækkun til eins árs.
Gert er ráð fyrir að raunlækkun
húsnæðisverðs komi fram á styttri
tíma en áður var gert ráð fyrir. Nú
þegar eru stærstu húseignir á höf-
uðborgarsvæðinu farnar að lækka í
verði og má búast við að smærri
eignir fari einnig að lækka með
haustinu enda mikið af nýju hús-
næði í boði og vísbendingar eru um
minnkandi eftirspum.
í júlíbyrjun hafði markaðsverð
íbúðarhúsnæðis, eins og það er
reiknað í visitölu neysluverðs,
hækkað um 6,6%,
en vísitala neyslu-
verðs um 7%. Að
raungildi hafði
húsnæðisverð því
lækkað um 0,4% á
einu ári. Þessi
lækkun átti sér
fyrst og fremst
stað á öðrum árs-
fjórðungi. Þá lækk-
aði raunverð hús-
næðis um 2,3% en
frá áramótum
varð 2,6% raun-
lækkun.
Enn sem komið er virðist nafn-
lækkun fyrst og fremst bundin við
stærri eignir (þ.e.a.s. einbýli) á höf-
uðborgarsvæðinu. Samkvæmt vísi-
tölum frá Fasteignamati er sérbýli
að lækka að jafnverði bæði í maí og
júní. Fyrstu vísbendingar fyrir júlí
benda til þess að fermetraverð í fiöl-
býli standi nokkurn veginn í stað
eða lækki jafnvel lítilega í verði
milli mánaða. Ekki er ólíklegt aö
niðursveiflu verði fyrst vart í minni
eftirspurn eftir stærri eignum.
Seölabanki íslands.
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
I>V
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 1900 m.kr.
Hlutabréf 135 m.kr.
Spariskírteini 500 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Q íslandsbanki 45 m.kr.
0 Landsbankinn 37 m.kr.
0 Össur 10 m.kr.
MESTA HÆKKUN
o
©
©
MESTA LÆKKUN
í Q Eimskip 4%
| Q Landsbankinn 2%
i Q íslandsbanki 1%
ÚRVALSVÍSITALAN 1034 stig
j - Breyting o 0.93 %
Lækkanir á mörk-
uðum í Evrópu
Hlutabréf tækni-, fiarskipta-, og
fiölmiðlunarfyrirtækja í Evrópu
hafa lækkað nokkuð það sem af er
degi vegna áhyggna af bandaríska
efnahagskerfinu.
„Footsie" visitalan í London
lækkaði um 1,3% i 5.404 stig í byrj-
un dags og CAC 40 vísitalan í París
lækkaði um 1,6% í 4.907 stig. Sama
var uppi á teningnum í Frankfurt
þar sem Xetra Dax vísitalan lækk-
aði um 1,3%.
Hlutabréf í bandarískum hluta-
bréfum lækkuðu þónokkuð í gær
eftir að Seðlabanki Bandarikjanna
gat um i skýrslu sinni að merki
væri um frekari samdrátt í efna-
hagslífinu. Er almennt talið að bati
efnahagslífs Bandarikjanna muni
leika lykilhlutverk í að efnahags-
kerfi heimsins nái sér á strik aftur.
Aukning útflutn-
ings hugbúnaðar
stöðvast
Aukning í út-
flutningi hugbúnað-
ar og tölvuþjónustu
á milli áranna 1999
og 2000 var tæpar 80
milljónir króna eða
3,2% sem er
minnsta aukning
milli ára frá því að
Seðlabankinn hóf að
safna upplýsingum um útílutning
hugbúnaðarfyrirtækja. Þetta er nærri
því stöðvun frá því sem var árin á
undan en frá 1990 til 2000 jókst út-
flutningurinn um 6800% að raunvirði.
Þetta kemur fram í grein Hrannar
Helgadóttur viðskiptafræðings í nýút-
komnum Peningamálum Seðlabanka
íslands.
Af hugbúnaðarfyrirtækjum í könn-
un Seðlabankans náðu einungis fiög-
ur fyrirtæki að flyfia út hugbúnað fyr-
ir meira en 100 milljónir króna á ár-
inu 2000. Þessi fiögur fyrirtæki flytja
út um helming alls hugbúnaðar frá ís-
landi. Flest fyrirtækin, rúm 61%, eru
með útflutningstekjur undir 20 millj-
ónum og yfir 80% af fyrirtækjunum
eru með útflutningstekjur undir 50
milljónum.
jtMdi.-i- 10.08.2001 k/. 9.15
KAUP SALA
m Dollar 97,800 98,300
SSPund 139,650 140,360
1*1 Kan. dollar 63,500 63,900
BBÍDónskkr. 11,7570 11,8220
tfcdNorakkr 10,9090 10,9690
BBsænskkr. 9,5440 9,5970
HHn. mark 14,7135 14,8020
J Fra. franki 13,3367 13,4168
tÍBelg. franki 2,1686 2,1817
□ Sviss. franki 58,0100 58,3300
EShoII. gyllini 39,6979 39,9365
“Þýskt mark 44,7292 44,9980
1 th. líra 0,04518 0,04545
QQ Aust. sch. 6,3576 6,3958
' j Port. escudo 0,4364 0,4390
Q_ Spá. peseti 0,5258 0,5289
1 e jjap. yen 0,80220 0,80700
i : lírskt pund 111,080 111,747
SDR 124,1700 124,9100
gECU 87,4827 88,0084