Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
I>V
Efniviður nýrra norrænna bíómynda er brýnn samtímavandi:
Getuleysi, nauðungar-
hjónabönd og ofdrykkja
Nýjasta sænska kassastykkið
heitir Jalla Jalla - sera þýðir eigin-
lega „Drífa sig!“ - og hefst á tilbrigði
við vinsæla kaffiauglýsingu: Ungur
maður ber að dyrum og þegar ung
stúlka ansar biður hann hana að
lána sér soldið kaffi af því hann hafi
fengið óvænta gesti. Hún tekur vel í
það og sækir kaífibaukinn sinn en
meðan hann er að gá hvað sé mikið
í honum segir stúlkan hversdagsleg-
um rómi - eins og hún sé að tala um
veðrið: Eigum við að koma upp í
rúm að ríða? Já, já, svarar piltur-
inn, í sama hlutlausa rómnum og
labbar inn í íbúðina.
Næst sjáum við þau þar sem ekk-
ert gengur í bólinu og smám saman
kemur í ljós að þetta með kaffið er
erótískur leikur þeirra til að reyna
að koma piltinum til. En leikurinn
hefur ekki lengur nein áhrif og þau
ásaka hvort annað um að hafa ekki
leikið hann „rétt“. „Á ég þá að prófa
að fá lánað kaffi?“ spyr stúlkan,
samstarfsfús, en hann er leiður á
öllu saman og gefst bara upp.
Ungur snillingur
Getuleysi Máns og náttúrulaust
ástarsamband hans og Jennýar er
annar aðalþráðurinn í Jalla Jalla og
Sofi Ahlström Helleday og Torkel
Petersson fara vel með hlutverk
þeirra. Einkum er Torkel frábær
leikari og alger sexbolti þrátt fyrir
getuleysið. Hinn þráðurinn fjallar
um vininn Roro (Fares Fares) sem
elskar Lísu (Tuva Novotny) en fjöl-
skyldan vill að hann giftist Yasmin
(Laleh Pourkarim) sem er af líb-
önskum innflytjendaættum eins og
hann. Bróðir Yasmín hefur hótað að
senda hana til baka til Líbanon ef
hann losni ekki við hana inn í
hjónaband og Roro fellst á að leika unnusta til
að gefa henni gálgafrest. En bróðirinn þolir
ekki neitt hangs...
Handritshöfundur og leikstjóri Jalla Jalla er
Josef Fares, sem einmitt er af líbönskum ætt-
um, 23 ára gamall snillingur. Hann hafði áður
gert um fimmtíu stuttmyndir og vakið athygli
Lukas Moodyson (Fucking Ámál og Til-
sammans) sem gaf góð ráð varðandi handrit og
tók að sér að framleiða myndina. Helmingur
hlutverka í Jalla Jalla er leikinn af fjölskyldu
leikstjórans, m.a. pabba, bróður og ömmu, sem
öll leika eins og útlært fólk - líka amman sem'
ekki vissi einu sinni að hún væri að leika í
kvikmynd! Þetta er þörf bíómynd um nýjan fjöl-
þjóðlegan veruleika Norðurlanda (ekki fjar-
skyld East is East) og hún er dásamlega bjart-
sýn og falleg - auk þess að vera meinfyndin.
FW96W9 MWHOi MUUS.ob
Selvom alt gár gal
...kan det godt
blive rígtígtI
BOÐILJBftGENSEN
CLAUSSTRANDBStG
MíKKEL AAS fcWRTEKSEN
. MSKRIBOÍ P*ÍS«|, IMA OVM
® tts IH3_.
SMS
Von er aö gömlu hjónunum bregöi viö aö fá stríösmálaðar smátelpur í sveitina
en þetta þvæst af. Úr myndinni Send mere slik eftir Cæsiliu Holbek Trier.
kvæðin sem gamla konan syngur
fyrir þær á kvöldin. En börn eru
seig, og smám saman verða stór-
borgarstúlkurnar heillaðar af
gömlu hjónunum (enda eru þau
leikin af Per Oscarsson og Bodil Ud-
sen) og bjarga þeim að lokum frá
því aö lenda á elliheimili (sem eru
örlög verri en dauðinn í þessari
mynd). Leikstjóri er Cæcilia Holbek
Trier sem áður hefur gert vel
heppnaöar barnamyndir.
Mun áhrifameiri er danska bíó-
myndin sem hlaut helstu Bodil-
stytturnar fyrir einu og hálfu ári og
er enn verið að sýna í Kaupmanna-
höfn: Bænken (Bekkurinn),
frumraun Pers Flys sem kvik-
myndaleikstjóra. Þetta er há-
dramatísk mynd um gamla fylli-
byttu, Kaj (Jesper Christensen),
sem neyðist til að horfast í augu við
sjálfan sig í fortíð og nútíð þegar
dóttirin, sem hann yfirgaf barn-
unga fyrir 19 árum (Stine Holm
Joensen), flyst í næsta nágrenni
með litla drenginn sinn (Marius
Sonne Janischefska). Hún er á
flótta undan ofbeldisfullum eigin-
manni og vandræði hennar eru svo
mikil að hún biður gamla Kaj að
líta eftir stráknum meðan hún er i
vinmmni - án þess að vita um
skyldleika þeirra. Þannig er sá
gamli dreginn til ábyrgðar í lífinu á
nýjan leik og þá er að sjá hvort
hann stendur sig.
Bænken er mögnuð kvikmynd,
einkum vegna þess hvað hún er
dæmalaust vel leikin. Bestur er
Jesper Christensen í hlutverki Kajs
og verða allar tilraunir til að orða
snilld hans óttalega máttleysisleg-
ar. Hann er bara þessi ógæfumaður.
SMS og fyllibyttur á bekk
Send mere slik (Sendið meira sælgæti) segir
frá’ tveimur litlum systrum sem eru sendar til
gamafla hjóna uppi í sveit og gæti verið samin
eftir klassískri íslenskri barnasögu. Systrunum
ofbýður margt f sveitinni, aðallega flóaða mjólk-
in með skáninni ofan á og dapurlegu vöggu-
Drífa sig!
Nýjasta sænska kassastykkiö heitir Jalla Jalla sem þýðir eiginiega Drífa sigl. Hér má sjá Laieh
Pourkarim, Fares Fares, Torkel Peterson og Tuvu Novotny i rómantiskri sænskri gamanmynd eftir
Josef Fares, 23 ára líþanskættaðan Svía.
Geta lamin í gaurinn
Jenný, sem leikin er af Sofi Ahiström, beitir óheföbundnum aöferöum viö að fá getu í Máns sem leik-
inn er af Torkel Peterson.
Ekki trúi ég öðru en Bænken gæti gengið og
gengið á íslandi, hér ekki síður en þar þekkjum
við alkóhólisma, ofbeldi á heimflum, vanrækt
börn'og tilfmningalega bælingu - og hér kunnum
við líka að meta góða list.
ítalska sem þerapía
Italiensk for begyndere (ítalska fyrir byrjend-
ur) eftir Lone Scherfig, sem fékk verðlaun á
kvikmyndahátíðinni f Berlín í fyrra, fjallar um
fólk sem leysir margvíslegan persónulegan
vanda með því að fara að læra ítölsku. Þetta er
elskuleg mynd, prýdd mörgum leikurum sem ís-
lenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Taxa-ser-
íunni, en ekki þótti mér hún jafnast á við Bæn-
ken. Samt er engin ástæða til að halda henni frá
íslenskum kvikmyndahúsagestum.
Til að hljóma ekki eins og auglýsingapési fyr-
ir Zentropa verð ég að taka fram að nýjasta
dogmamyndin, Et rigtigt menneske eftir Áke
Sandgren, er tilfinningaklám af næstverstu gerð.
En nýjasta mynd Bille August, Sáng for Martin,
um tónskáld og hljómsveitarstjóra sem fær
alzheimer skömmu eftir að hann hefur byrjað
nýtt lff með nýrri eiginkonu, sleppur vel fyrir
horn. Grípið nú símann, ágætu kvikmyndahúsa-
eigendur: Þetta eru myndir fyrir okkur. -SA
____________________Menning
Umsjón: Sigtryggur Magnason
E-541 Listhús
Um næstu helgi
tekur til starfa nýtt
fjölnotalisthús, E-541
Listhús, en það er
appelsínugult Rúg-
brauð, árgerð 1978.
Listhúsið er þeirrar
náttúru að það ekur
um en er þó allajafna búsett í vesturbæn-
um í Reykjavík. Hugmyndin að baki list-
húsinu er fremur að hýsa listræn augna-
blik en langar og leiðinlegar, kyrrstæðar
sýningar. Yfirferð, snerpa og sveigjan-
leiki eru þess helstu kostir og sem slíkt
er það áskorun til listamanna um að
sleppa fram af sér beislinu. Hreinn Frið-
fmnsson myndlistarmaður ríður á vaðið
þegar listhúsið mætir á opnun sýningar
hans í Ljósaklifi í Hafnarflrði um kl.
16.30 á íaugardaginn.
„Skidegod film“
Kvikmynda-
þættir dönsku
sjónvarpsstöðvar-
innar DR2 eru
kallaðir Bogart og
gefa hatta í stað
stjarna. í fyrsta
Bogartþættinum
eftir sumarfrí núna á mánudagskvöldið
var meðal annars fjallað um Úngfrúna
góðu og húsið eftir Guðnýju Halldórs-
dóttur sem verður frumsýnd í Kaup-
mannahöfn núna í vikunni, og gladdi
umsögnin íslendingshjörtu í borginni við
Sundið. Þáttarstjóri var Soren Hoy en
með honum var leikarinn góðkunni Pet-
er Gantzler sem hafði meira að segja séð
Úngfrúna tvisvar til að njóta hennar enn
þá betur. Þeir voru báðir ánægðir með
myndina, einkum þó Peter Gantzler sem
sagði að þetta væri „skidegod film“. Það
er mikið hrós á máli innfæddra. Kostur-
inn við myndina fannst honum hvað hún
tæki efni sitt alvarlega og hvað leikar-
arnir lékju vel. Þar þótti honum Ragn-
hildur Gísladóttir bera af í hlutverki
Rannveigar. Verður gaman að vita hvort
dönsku dagblöðin verða sama sinnis...
Þeir félagar gáfu Úngfrúnni þrjá hatta
af sex mögulegum og nýjasta danska
myndin, Anja og Victor, hlaut sömu ein-
kunn. Jurassic Park III varð að láta sér
nægja tvo hatta.
„Heilagar Mandöl-
ur“ í Ketilhúsinu
Rannveig Helgadóttir
opnar myndlistarsýn-
ingu í Ketilhúsinu,
neðri hæð, laugardag-
inn 11. ágúst kl. 16.00 og
mun sýningin standa til
26. ágúst. Rannveig
Helgadóttir er fædd árið
1971 og stundaði nám á
Myndlistabraut Mennta-
skólans á Akureyri þaðan sem hún út-
skrifaðist 1992. Síðan lauk hún námi í
Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Ak-
ureyri 1995 og námi í Listhönnunardeild
sama skóla árið 1998. Frá 1999 til 2000
stundaði hún nám i kennslufræðum til
kennsluréttinda við Háskólann á Akur-
eyri. Síðasta einkasýning hennar var í
Turku Academy í Finnlandi síðasta vet-
ur.
Á sýningunni verða ný verk unnin
með blandaðri tækni. Viðfangsefnið er
Mandala sem er reglubundin formgerð
unnin út frá möndli og myndar munstur.
Orðið Mandala kemur úr sanskrít og
merkir „heilagur hringur" eða hringur
eilífðarinnar.
Heimstónlistardjass
á Jómfrúnni
Á elleftu tónleikum sumartónleikarað-
ar veitingahússins Jómfrúrinnar við
Lækjargötu, laugardaginn 11. ágúst, kem-
ur fram íslensk-austurríska hljómsveitin
Heavy Metal Bee Folk. Hljómsveitin leik-
ur fjölbreytta efnisskrá sem inniheldur
mikið af þjóðlagatónlist, m.a. frá Austur-
Evrópu, gjarnan með djassívafi. I farar-
broddi hljómsveitarinnar er íslenski
básúnuleikarinn Helgi Hrafn Jónsson en
aðrir meðlimir eru skólafélagar hans frá
tónlistarháskólanum í Graz: Jörg Haberl:
trommur og slagverk, Christian Wendt:
bassi, Christian Bakanic: harmoníka,
Klemens Bittmann: fiðla og Georg Gratz-
er: saxófónar, flauta og bassaklarínett.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til
kl. 18. Leikið er utandyra á Jómfrúrtorg-
inu ef veður leyfir en annars inni á Jóm-
frúnni. Aðgangur er ókeypis.