Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 Tilvera JOV Hinsegin dagar í Kaffileikhúsinu Einn af skemmtikröftum Hinsegin daga 2001, sem nú fara í hönd, kemur alla leið frá New York. Það er Mina Hartong sem hefur um árabil notið mikilla vinsælda beggja vegna Atlantshafs fyrir sýningar sínar. Mina stendur ein á sviðinu, gantast við gesti með grínþáttum sínum og beinir ærslaspjótunum í allar þáttir. Hún skemmtir í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum og spjallar þar við leikhúsgesti á þann hátt sem henni er einni lagið og bregður upp brotum úr sýningu sinni „Wet, Dykey and American“. Standandi grín Minu Hartong byrjar klukkan 21. Aðgöngumiðar við innganginn krónur 1200. Bókmenntir BOKMENNTADAGSKRA I DEIGL- UNNI Daeskrá. helguð minningu Nínu Bjarkar Arnadóttur Ijóðskálds, sem ber nafnið: „Blómið sem þú gafst mér“, eftir samnefndu Ijóðaúr- vali Nínu, verður haldin í Deiglunni í kvöld. Söngkonan Nína Björk Elías- son kemur frá Kaupmannahöfn og mun flytja lög sín við Ijóö nöfnu sinn- ar Árnadóttur. Aðrir flytjendur dag- skrárinnar eru Karl Guömundsson leikari, Hildur Inga Rúnarsdóttirrr og Kristín Bjarnadóttir. Aðgangur er ókeypis. Opnanir DIANA HRAFNSDOTTIR SYNIR I SELINU IVIvndlistamaðurinn Díana Hrafnsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Selinu Gallerí Reykjavík, Óöinsgötumegin, í dag klukkan 16.00. Sýningin ber yfirskriftina Undir niðri og eru verkin allt tréristur unnar á þessu ári. í verkum sínum fjallar Díana um einstaklingsbundna sýn manna sem tengist eflaust tilfinningum, persónu- leika og þroska hvers og eins svo úr verður einhvers konar samspil. Sumt er augljóst en annað virðist liggja duliö undiryfirborðinu. Sýningin verður opin virka daga frá 13 til 18 og laugardaga frá 13 til 16. Henni lýkur 25. ágúst. Myndlist HREFNA HARÐARDÓTTIR Á AKUR- EYRI Hrefna Harðardóttur leiriistar- kona sýnir verk sín í glugga Sam- lagsins Listhúss í Listagilinu á Akur- eyri. Verkin eru öll unnin á síðustu vikum og eru mestmegnis vasar af ýmsum stærðum og formum. Hægt er að skoða verkin dag og nótt fram til 19.8. SIGURÐUR EINARS í PAKKHÚSINU A HOFN Albvðulistamaðurinn Sig- uröur Einarsson sýnir um þessar mundir í Pakkhúsinu á Höfn. Sigurð- ur er búsettur á Selfossi en ættaður af Mýrum í Hornafirði. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars í Hornafirði. Sýning Sigurðar stendur til 17. ágúst. Pakkhúsiö er opiö kl. 14-21. DAÐI GUÐBJÓRNSSON SÝNIR í GALLERI SOLVA HELGASONAR Myndlistarmaðurinn Daöl Guðbjörnsson sýnir í Galleríi Sölva Helgasonar að Lónkoti í Skagafirði. Myndirnar eru vatnslita- myndir og hefur Daði unniö þær allar á þessu ári. Sýningunni lýkur þann 15. ágúst næstkomandi. SJá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Galdrastef á Ströndum: Víkingurinn sem fer sínar eigin leiðir Það verður mikið um dýrðir á fjöl- skyldu- og menningarhátíðinni Galdrastefi á Ströndum um helgina. Hátíðin, sem verður haldin við Laug- arhól í Bjarnarfirði, hefst klukkan átta í kvöld og skartar mörgum af helstu tónlistarmönnum þjóðarinn- ar. Meðal þess sem ber hátt á hátið- inni eru tónleikar hljómsveitarinnar Sigur Rósar ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen og strengjasveit. Einnig munu Megas, Hilmar Örn Hilmarsson og Andra Gylfadóttir koma fram. Galdramenn af Ströndum ætla að kveða niður drauga með aðstoð Leik- félags Hólmavikur og sönghópurinn Gríma flytur íslenska tónlist frá 17. öld. Helsta skrautfjöður hátíðarinnar verður þó að teljast uppákoma trú- badorsins Guðjóns Rúdólfs Guð- mundssonar. Gleði og gerningar Guðjón Rúdólf Guðmundsson, eða Gaui eins og hann er alltaf kallaður, hefur búið í Árósum í Danmörku siðastliðin fjögur ár þar sem hann starfar sem garðyrkjustjóri. Gaui er einnig hljóðfæraleikari í „víkinga- bandi", eins og hann orðar það, sem sérhæfir sig i tónlist sem er spiluð á hljóðfæri frá víkingatímanum. Áður en Gaui flutti til Danmerkur og braut sér leið inn í heim vík- ingatónlistar hafði hann verið atkvæða- mikill í gerninga og gleðipopp- sveitinni femó 5 og ein- mennis gern- ingahópnum Sköllóttu trommunni. Hann spilaði sig líka inn í hug og hjörtu landsmann eftir að hann flutti frumsamda tónlist í þættinum Gestir og gjömingar í ríkissjónvarp- inu. Málið skylt Þegar Gaui er spurður hvað hann sé búinn að vera að gera í Árósum og hvað hann ætli að gera á hátíð- inni í Bjarnarfirði lifnar yfir honum og hann brosir út að eyrum með „augunum". „Ég á hluta í jörð norður í Bjarn- arfirði þannig að mér er málið skylt og ég þurfti ekki aö hugsa mig um tvisvar þegar mér var boðið að taka þátt í hátíðinni. Framlag mitt á há- tíðinni verður að ganga á milli fólks og fremja tónlistargaldra á sams konar hljóðfæri og voru þekkt á vík- ingaöld og kynna tónlist víkinga- bandsins." Gaui segir að skömmu eftir að hann flutti út hafi hann farið að spila undir með vinkonu sinni sem er sagnaþulur. „Það má segja að út frá því hafi víkingabandið orðið til. í dag er hljómsveitn tríó en það er rokkandi. Síðustu tvö ár hafa verið miklir uppgangstímar hjá okkur og við höfum haft nóg að gera. Við vor- um til dæmis fengnir til að spila á Grænlandi á landafundahátíðinni og erum ný- komnir af Trúbator og víkingagemingamaöur Guöjón Rúdólf Guðmundsson fer sínar eigin leiöir í lífinu. Um þessar mundir starfar hann sem garöyrkjustjóri á elliheimili í Árósum og er í hljómsveit sem sérhæfir sig í tónlist sem spiluö er á hljófæri frá víkingatímanum. Minnir á ZZ Top „Ég er aö vonast til að víkingahljómsveitin komi til islands á næstunni til aö kynna geisladisk sem viö erum aö gefa út og skemmti um leiö iandsmönn- um meö hljóöfæraslæti oggleöisöng." Rugludallaþing Guðjón segir að vikingahljóm- sveitin fari á hverju ári á þing hljóð- færaleikara sem spili miðaldatónlist. „Þingið er haldið í járnaldarbænum fyrir utan Hróarskeldu og það getur verið mjög gaman að hitta alla þessa rugludalla með öll þessi skrýtnu hljóðfæri. Ég er reyndar að vonast til að hljómsveitin komi til íslands á næst- unni til að kynna geisladisk sem við erum að fara að gefa út og skemmti um leið landsmönnum með hljóð- færaslæti og gleðisöng." -Kip Ólafsvöku í Færeyjum. Hljómsveitin gerir líka mikið að því að fara i skóla og kynna sjö til tólf ára nem- endum forna tónlist og spUa á uppá- komum þar sem nútímavíkingar safnast saman." Að sögn Gauja kemur honum á óvart hvað krakkarnir hafa gam- ann af tónlistinni og hvað þau er fljót að dilla sér með. „Það er yfirleitt með okkur sögu- maður þegar við heim- sækjum skólana þvi krakkarnir hafa mjög mikinn áhuga á öllu sem viðkemur þessu tímabili." Hafnardagar - 50 ára afmælishátíð Þorlákshafnar: Forsetinn kemur í heimsókn ÞORLÁKSHÖFN. Öflugt sjávarþorp á suðurströndinni fagnar hálfrar atdar afmæiinu í dag. Flóögaröurinn skiptir verulegu máli og er í uppbyggingu. „Við höfum verið að halda upp á af- mælið allt árið, en þetta er lokahnykk- urinn, Hafnardag- ar,“ sagði Sesselja Jónsdóttir, bæjar- stjóri eins yngsta bæjarfélags lands- ins, Þorlákshafnar, sem er 50 ára, í sam- stjórl. tali við DV í gær. Þrettándinn var upphaf afmælisársins og þá tók við 600 manna þorrablót og síðan hefur hver atburðurinn rakið annan. í gær- kvöld voru Hafnardagar settir við at- höfn í Ráðhúsi Ölfuss og sögusýning- in Úr verstöð í bæ var opnuð. í kvöld verður fjörið í tjaldi á Skarfaskers- bryggu, KK og Magnús Eiríksson verða þar fremstir meðal jafningja. Á laugardaginn er mikil dagskrá í Þorlákshöfn og allir velkomnir í heimsókn. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhjúpa lista- verk við bæjarskrifstof- urnar, verk eftir Helga Gíslason og mun Ólafur Ragnar verða með hátíð- argestum fram eftir degi. Dagurinn byrjar annars á sameiginlegum morgun- verði bæjarbúa, gesta og gangandi í tjaldi á Skarfa- skersbryggju, en undir- leikur harmoníku verður með uppbyggilegri fæð- unni. Þennan morgun er dorgveiðikeppni á Suður- vararbryggju og hátíða- stund í Þorlákskirkju. Klukkan 11.30 í fyrra- málið er síðan athöfn í Ráðhúsi Ölfuss og þar mun forseti Islands af- hjúpa listaverk sem er al- gjört leyndarmál þar til á morgun. Klukkan 14 hefst fjölbreytt skemmtun á Skarfaskersbryggju og stendur til kl. 18 þegar hlé verður gert í virðing- arskyni við grillunnendur, enda stendur til að góðviðri verði í Þorláks- höfn á afmælisdaginn. Um kvöldið er söngur og eldur, meðal annars flug- eldasýning af bestu gerð, í boði Orku- veitu Reykjavíkur. Hátíðinni lýkur kl. 3 á sunnudagsnóttina. „Það hefur skapast mikil stemning í kring- um hátíðina, við gerum okkur góðar vonir," sagði Sesselja Jónsdóttir í samtali við DV. Hún segir að lífið i bænum á afmælisári hafi verið íbúunum hagstætt. At- vinnulifið er i blóma og íbúum fjölgar. „Við höf- um verið með í kynn- ingu stóran bygging- areit sunnan við núver- andi byggð og við höfum orðið vör við spenning, en höfum ekki úthlutað ennþá,“ sagði Sesselja Jónsdóttir í gær. Hún sagði að undirbúningur að afmælinu hefði staðið í allt sumar og starfsmenn bæjarsins, 20 manna hópur, hefði unnið verulega gott verk við að fegra og snyrta bæinn. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.