Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Eldhúsið í Kringlunni lokað og um 20 starfsmenn í kröggum: Eigendurnir halda milljónum í vörslufé - segir Efling. Starfsfólk rukkað um skatt þrátt fyrir að hafa borgað „Þarna er um milljónir að ræða. Starfsfólkið hafði góð laun sem þýð- ir að skattar þess og lífeyrisiðgjöld voru há. Peningamir voru dregnir af þeim en skiluðu sér ekki í réttar hendur," segir starfsmaður Eflingar sem nú reynir að ná tali af eigend- um veitingastaðarins Eldhússins í Kringlunni. Fyrirtækið Úrvalsvör- ur rekur Eldhúsið. Vanskil þess á ýmsum gjöldum, sem dregin hafa verið af starfsmönnum, ná allt aftur til september á siðasta ári þegar nú- verandi rekstraraðilar tóku við fyr- ’urtækinu. Staðnum var lokað 18. júlí og starfsfólkið missti vinnuna. í ágúst- byrjun rak fólkið í rogastans því í ljós kom að skattar, sem fyrirtækið hafði dregið af því, skiluðu sér ekki. Fólk sem átti von á endurgreiðslu Bárðarson og Bó 1 Helgarblaði DV á morgun er —*.'Qallað um Eldborgarhátíðina sem enn er á allra vörum og rætt ítar- lega við forsvarsmann hennar Ein- ar Bárðarson sem tjáir sig opinskár um málið en hann hefur áður gert. Einnig er forvitnilegt viðtal við Björgvin Halldórsson, einn ást- sælasta söngvara þjóðarinnar. Fjallað er um eftirsóttar jarðir í Fljótshlíð og rakiö hveijir búa hvar í þessari sögufrægu sveit. Jón Stein- ar Gunnlaugsson lögmaður svarar Jóni Baldvin Hannihalssyni vegna ummæla hans í síðasta Helgarblaði og dregur hvergi af. Rætt er við Óla Má Aronsson, oddvita Rangárvallahrepps, um erfitt atvinnuástand og óvenjulega ..yjífsreynslu hans. 06TA5KERI 5TAÐ KÚBEINS! DV-MYND BRINK Lokaö Margrét Manda Jónsdóttir og Erna María Þrastardóttir misstu vinnuna þegar Eldhúsinu var lokaö. var rukkað um skatta sem það hafði áður greitt. Margrét Manda Jóns- dóttir var þjónustustjóri Eldhúss- ins. Hún segir skattinn hafa komið í bakiö á sér. „Ég var rukkuð um 110 þúsund krónur sem er lág upphæð, miðað við að samstarfsmaöur minn fékk bakreikning upp á 300 þúsund. Þetta bætist við þaö að við fengum engin laun um síðustu mánaðamót. Þarna er um að ræða skatta, lífeyrisgjöld og félagsgjöld sem þeir virðast hafa stungið í eigin vasa,“ segir Maria Manda. Innbrot með ostaskera Hún segist hafa spurt eigendurna um það hvort fyrirtækið ætti að fara í gjaldþrot en ekki fengið nein svör. „Þeir vilja ekki lýsa sig gjald- þrota og svara mjög loðið ef þeir eru spurðir. Það myndi leysa hluta af okkar vanda ef þeir færu í gjaldþrot því þá fengjum viö hluta af launum okkar,“ segir hún. Hún segir að skömmu áður en veit- ingastaðnum var lokað hafi hana grunað að ekki væri allt með felldu í rekstrinum. Hún hafi þá leitað ráða hjá stéttarfélaginu Etlingu þar sem henni var sagt að áríðandi væri að hún hefði launaseðla sína tiltæka. Hún kveðst hafa reynt að fá afrit af launaseðlum sínum hjá fyrirtækinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég gafst upp við að reyna það og braust inn á skrifstofu fyrirtækisins á efri hæðinni. Ég notaði ostaskera til að opna dyrnar og ljósritaði alla mína launaseðla," segir hún. Ema María Þrastardóttir var þjónn í Eldhúsinu. Hún reyndi að fá afrit af sínum launaseðlum. „Ég fékk dræm svör eigendanna og engin afrit hafa borist þrátt fyrir ítrekaðar óskir," seg- ir hún. Efling skrifaði þremur forsvars- mönnum Eldhússins og gaf þeim frest til dagsins í dag til að gera hreint fyr- ir sínum dyrum. í gær hafði ekkert svar borist frá þeim . Viggó Sigursteinsson, einn eigand- anna, vildi í samtali við DV ekki svara því efnislega hvað væri að ger- ast í rekstrinum eða af hverju svo mikil vanskil væru í lífeyrissjóðsið- gjöldum og sköttum. Hann kannaðist ekki við að hafa fengið bréf frá Efl- ingu en sagðist sjálfur ekki sjá um bókhaldiö en hann ætlaði að kanna málið. „Reksturinn gekk ekki upp og við erum að skoða hvaða leiðir era færar. Það skýrist á næstu dögum til hvaða ráöa veröur gripið," segir Viggó. -rt Fjármál Árna Johnsens 1996-2001 rannsökuð: Ríkislögreglan hefur ekkert fengiö frá Ríkisendurskoöun Rannsókn Rík- isendurskoðunar á fjármálaum- svifum Árna Johnsens frá 1996 til 2001 er langt komin. „Aöalvinnunni er lokið og fljót- lega eftir helgina get ég svarað því hvenær þessu lýkur,“ sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi i samtali við DV í morgun. Hann sagði að samband hefði Siguröur Þórðarson. verið haft við Áma og góð sam- vinna væri þar á milli. Ríkislögreglu- stjóri er tilbúinn að rannsaka mál- efni fyrrum þing- mannsins en Sig- urður sagði í morgun að emb- Arni Johnse. ætti hans hefði ekkert efni fengið frá Ríkisendurskoðun ennþá. „Við erum að ganga frá þessari bók- haldsendurskoðun okkar,“ sagði Sigurður. -JBP FOSTUDAGUR 10. AGUST 2001 Kertafleyting á TJörnlnni Friðarhreyfingarnar á íslandi stóöu í gær fyrir kertafleytingu á Reykjavíkur- tjörn. Athöfnin fór fram í minningu þeirra sem létust í kjarnorkuárás Banda- ríkjamanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki í síöarí heimsstyrjöid- inni og til að leggja áherslu á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Steingrímur J. Sigfússon um vinsældakönnun DV: Árna Johnsen blæðir einum Næstvinsælasti stjórnmálamaður landsins, á eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra, er Steingrímur J. Sigfússon og hef- ur hann haldið þeirri stöðu um skeið. Hann er raunar líka 5.-6. óvinsælasti stjórnmálamaður Steingrímur J. Sigfusson. landsins. Stein- grímur kveðst lítið vilja lesa í vin- sældamælingar einstakra stjóm- málamanna og hann telur að bæði þessi vinsældakönnun og kannanir um fylgi ílokkanna sýni ekki í það heila tekið mikla breytingu. „Ég hef alltaf haft mikla fyrirvara við þess- ar persónumælingar en það er þó greinilegt að fólk nefnir Áma John- sen, sem er e.t.v. skiljanlegt eins og umræðan hefur verið,“ segir Stein- grímur. Steingrímur telur að það gæti verið vísbending um að sjálf- stæðismönnum hafi tekist að ein- angra málefni Árna Johnsens við einstaklinginn Árna og að fólk líti á þetta sem ógæfu hans frekar en flokksmál. Uppsveifla í fylgi flokks- ins bendi raunar líka til þess. „Sjálf- stæðismenn vom náttúrulega strax mjög á verði um að þetta myndi ekki tengjast flokknum samanber mjög reiðileg viðbrögð þegar spurt var um hina pólitísku og stjóm- sýslulegu ábyrgð. Það var augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn áttaði sig á hvað var honum hættulegt í málinu sem var að kastljósið beindist að því að Árni Johnsen væri ekki á þingi fyrir Hrekkjalómafélagið heldur Sjálfstæðisflokkninn. Ég held að það hafi að mestu leyti tekist hjá þeim, að láta Árna einum blæða,“ segir Steingrímur. -BG Rafkaup Ármúla 24 • siml 585 2800 Heilsudýnur t sérflokki! Svefn&heilsa ★ ★★★★ Heiusunnar v6Gt*^ Reykjavík581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.