Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 Utlönd i>v Richard Boeken ásamt syni sínum Richard bíöur dauöa síns vegna krabbameins í heila og lungum. Tóbaksskaða- bætur lækkaðar Dómari í Kalifomíu í Bandaríkj- unum ákvað að lækka bætur sem tóbaksfyrirtækið Phillip Morris hafði verið dæmt til að borga fyrr á árinu. Upphaflega var fyrirtækið dæmt til að borga tæplega 300.000 milljarða króna en sú upphæð var lækkuð niður i 9,9 milljarða. Bóta- þeginn heitir Richard Boeken og er dauðvona með krabbamein í lung- um og heila sem rekja má til Marl- boro reykinga hans. f yfirlýsingu frá Phillip Morris er því heitið að dómnum verði áfrýjað. Bæturnar séu enn fjórum sinnum hærri en hæstu bætur sem veittar hafi verið i dómsölum Kaliforníu. Dómarinn gagnrýndi fyrirtækið í dómi sinum og sagði það ósvífni af þess hálfu að neita að taka ábyrgð á lygum stjórnenda þess. UPPBOÐ Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _______farandi eign:_______ Fiskiskipið Geysir RE 082, skipaskrár- númer: 0012, stærð 185,88 brl, þingl. eign V.H. viðskipti ehf., gerðarbeiðandi Axel Kristjánsson hrl. og Landsbanki ís- lands, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30._____________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Stofnfrumurannsóknir leyfðar að vissu marki George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, tilkynnti í sjónvarps- ávarpi í gær að hann hygðist veita fé til takmarkaðra stofnfrumurann- sókna. Samkvæmt ákvörðun Bush verða rannsóknir á stofnfrumuklös- um, sem nú þegar hafa verið fram- leiddir úr fóstrum á rannsóknastof- um, styrktar af ríkinu. Um 60 slíkir klasar eru til á rann- sóknastofum í Bandaríkjunum og telur Bush að það sé siðferðilega réttlætanlegt að nota stofnfrumur úr fósturvisum sem þegar hafa ver- ið framleiddir í rannsóknartilgangi. Hins vegar leggst Bush á móti notk- un fósturvísa sem þegar eru til á frjósemisstofnunum um landið og mun að öllum líkindum verða hent. Þar telur Bush siðferði ekki geta leyft rannsóknir þar sem enn sé möguleiki að þeir fósturvísar verði að börnum. Bush hafði sam- kvæmt heimildum sterk- lega velt fyrir sér að leyfa rannsóknir á slík- um fósturvísum. Viðbrögð við ákvörð- un Bush voru blendin. Eins og búast mátti við gagnrýndu kristin sam- tök og aðilar úr íhalds- sama hluta Repúblikana- flokksins ákvörðunina harðlega og kölluðu eftir algjöru banni á stofn- frumurannsóknum. Stuðningsmenn víðtækra rannsókna á stofnfrumum fögnuðu ákvörðun forsetans. Mörg- Erfið ákvöröun Allar ákvarðanir heföu vakiö hörö viðbrögð. um þótti þó stigið helst til stutt skref þar sem vísindamenn hafa sagt að 60 stofnfrumuklasar séu í það minnsta til að ná árangri í slikum rannsóknum. Bush virðist hafa reynt að þræða meðal- veginn enda hefur hann verið undir miklum þrýstingi frá báðum hliðum. Þ. á m. irman eigin ríkisstjórnar þar sem m.a. Dick Cheney varaforseti þrýsti á auknar rannsóknir. íhaldsöm hægri öfl í flokki forset- ans höfðu hótað að stöðva rann- sóknaleyfi á þingi. Afmæli Krishna undirbúið Indverski listamaðurinn Bappi Akhikarí málar hér styttur afguðinum Krishna og konu hans Radha úti á götu í borginni Chandigarh. Tilefnið er hátíð vegna afmælis Krishna i næstu viku. Hátíðin er köiluö Krishna Janmashtami og er ein sú stærsta sem hindúar um heim allan halda. Margir fasta í sólarhring vegna afmælisins. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættislns að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ______farandi eignum:______ Brávallagata 12, herbergi merkt 0001, 0002, 0004, og salerni, merkt 0005, í kjallara m.m., Reykjavík, þingl. eig. Sverrir Kjartansson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30._____________________ Fossagata 13,50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Gunnhildur Björg Emilsdóttir, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30. Hagamelur 41, 0101, eins herb. íbúð á 1. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Anna Dís Guðbergsdóttir, gerðarbeiðandi Jón Magngeirsson, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00._____________________ Háberg 22, parhús, Reykjavík, þingl. eig. Vilborg Benediktsdóttir og Guðmundur Arni Hjaltason, gerðarbeiðendur Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00.__________________________ Hjaltabakki 30, 0301, 4ra herb. íbúð á 3. hæð, 91,1 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Dagur Björnsson, gerðarbeiðend- ur Ibúðalánasjóður og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, þriðju- daginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Hofsvallagata 61, 0201, 5 herb. íbúð, 119,0 fm, á 2. hæð m.m. og 27,4 fm bíl- skúr ásamt hlutdeild í sameign, Reykja- vík, þingl. eig. Harpa Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Is- landsbanki-FBA hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Sparisjóður Hafnarfjarðar og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Hólmgarður 34, 0102, 113,7 fm verslun- ar- og þjónustuhúsnæði næstaustast, Reykjavík, þingl. eig. Karl G.S. Bene- diktsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður- inn Framsýn og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Hverafóld 5, 0303, sólbaðsstofa á 3. hæð t.h. með inng. frá stigahúsi m.m., Reykja- vík, þingl. eig. H&A eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Hverfisgata 56, 0201, 246,2 fm á 2. hæð í A-hluta, Reykjavík, þingl. eig. Einar Logi Einarsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Hverfisgata 82, 010101, verslunarhús- næði í A-enda, 35,7 fm, Reykjavík, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðandi Húsfé- lagið Hverfisgötu 82, þriðjudaginn 14. ágúst2001,kl. 10.00.________________ Iðufell 8, 0301, 50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Eymundsdóttir, gerðarbeiðend- ur Greiðslumiðlun hf. - Visa fsland, Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Klapparstígur 35, 0401, 103,5 fm íbúð austanmegin á 4. hæð m.m. og bflastæði nr. 5, Reykjavík, þingl. eig. Halldór Pórð- ur Ólafsson, gerðarbeiðandi Trygginga- miðstöðin hf., þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00._____________________ Langholtsvegur 180,0001, 3ja herb. íbúð í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Arnar Hilmarsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Islands hf., höfuðst., þriðju- daginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Laufásvegur 2A, 0101, 41,67% í neðri hæð, kjallari og helm. lóðar, Reykjavík, þingl. eig. Einar Jónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst2001,kl. 10.00. Laugavegur 96, 0101, verslun og skrif- stofuhúsnæði m.m. á 1. hæð og í kjallara, Reykjavfk, þingl. eig. H.Á. fasteignir ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Lóð úr landi Miðdals, Mosfellsbæ, þingl. eig. Mosfellsbær, gerðarbeiðandi Lands- banki Islands hf., aðalbanki, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 10.00. Möðrufell 9, 0202, 2ja herb. íbúð á 2. hæð í miðju m.m., Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Arni Gunnarsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst2001,kl. 10.00. Nóatún 26,0301, 55,4 fm íbúð á þakhæð auk geymslu í kjallara m.m., Reykjavík, þingl. eig. Álfhildur Eygló Andrésdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30. Reynimelur 29, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Björnsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Islands hf., höfuðst., og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30. Skipholt 50D, 0501, 207,4 fm skrifstofur á 5. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Bárðarbunga ehf., gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30.____________________ Spítalastígur 1, 0101, 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Gistihúsið Luna ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30. Undraland 4, Reykjavík, þingl. eig. Run- ólfur Oddsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30.__________________________ Vallarhús 37, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 1. íbúð frá vinstri, Reykjavfk, þingl. eig. Ása Hrönn Asbjörnsdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30.__________________________ Vesturás 25, Reykjavík, þingl. eig. Guð- jóna Harpa Helgadóttir, gerðarþeiðendur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30. Viðarás 12, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Smári Jóhann Friðriksson, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudag- inn!4. ágúst2001,kl. 13.30.__________ Viðarhöfði 6,0102,240,2 fm atvinnuhús- næði á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Bjöm Andrés Bjarnason, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001,kl. 13.30.________________ Þingás 25, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Sveinsson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 14.ágúst2001,kl. 13.30._____________ Þönglabakki 1, 0301, 1236,9 fm 3. hæð- ar, Reykjavík, þingl. eig. Bridgesamband Islands, gerðarbeiðandi Tollstjóraemb- ættið, þriðjudaginn 14. ágúst 2001, kl. 13.30._____________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Siuttar fréttir Berst gegn kynjamisrétti Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, hvatti lands- menn sína í gær til þess að vinna gegn misrétti. Forsetinn hélt ræðu í tilefni kvennadagsins í Suður-Afríku en 45 ár eru síðan 20 þús- und konur héldu mótmælagöngu gegn apartheid-stefnunni. Kyrkingar í fjármálaborg 8 manns voru kyrktir með reip- um i fjármálahöfuðborg Indlands, Mumbai, í gær. Einn þeirra var verksmiðjueigandi og er deila hans við verkamenn talin rótin að morð- unum. Dönsk kona seldi son 26 ára gömul dönsk kona er í fangelsi á Spáni fyrir að reyna að selja son sinn þarlendum hjónum. Barnið fæddist í Bilbao þann 2. ágúst og fékk móðirin rúmar 2,3 milljónir króna fyrir sinn snúð. Indíánar vilja til Svíþjóðar Sex leiðtogar indíána í Chile hafa beðið um pólitískt hæli í Sviþjóð. Þeir segjast sæta pólitískum ofsókn- um stjórnvalda. Indíánaleiðtogarnir fengu fund í sænska sendiráðinu í gær. 31 myrtur í Indónesíu Lögregluyfirvöld og aðskilnaðar- sveitir saka hver önnur um að hafa myrt 31 mann í héraðinu Aceh i Indónesíu. Morðin koma í kjölfar þess að nýbakaði forsetinn Megawati tilnefndi ríkisstjórn sína. Endurkjörinn formaður Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, hefur verið end- urkjörinn formaður Frjálslynda lýðræðis- flokksins til tveggja ára. Enginn bauð sig fram gegn forsætis- ráðherranum sem nýtur enn mikilla vinsælda. Fá pening fyrir njósnavél Bandaríska hermálaráðuneytið hefur heitið að borga Kínverjum rúmar 3 milljónir króna fyrir kostn- að vegna umstangs í kringum bandarísku njósnavélina sem nauð- lenti á Hainan-eyju í vor. Kínverjar vilja 100 milljónir. Ráðist á býli hvítra Ráðist var með ofbeldi á að minnsta kosti 15 býli hvitra í Simbabve í gær. Robert Mugabe forseti hefur fyrir- skipað að 4600 býlum verði til að hendur svörtum stuld þeirra í fortíðinni hvítra komið í bæta fyrir Fórnarlamb í lífshættu Einn af 11 sem slösuðust í sprengjuárás í London á fóstudag er i lífshættu. Lögregla leitar eftir vitn- um að ódæðinu. Geimskoti frestað Þrumuveður nærri Kennedy- geimferðarstöðinni olli því að geimskoti Discovery-skutlunnar var frestað þar til síðdegis 1 dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.