Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 22
26
________________________________FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
íslendingaþættir_________________________________________________________________________________________________________x>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Fólk í fréttum
Jónína Bjartmarz
formaöur heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis
85 ára__________________________
Daníel G. Guömundsson,
Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfirði.
Gréta S. Jónsdóttir,
Viilingaholti 1, 801 Selfoss.
Jón Benediktsson,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Unnur Halldórsdóttir,
Kambi 1, 380 Króksijarðarnesi.
80 ára__________________________
Guörún Árnadóttir,
Hringbraut 50, Reykjavik.
Margrét Valdimarsdóttir,
Fífutjörn 3, Selfoss.
75 ára__________________________
Níels P. Björgvinsson,
Brekkustíg 16, Sandgerði.
70 ára__________________________
Haukur Guömundsson,
Hólavegi 30, Sauöárkróki.
Siguröur Sívertsen,
Þúfubaröi 19, Hafnarfirði.
60 ára__________________________
Bjarni Ólafsson,
Þrastarlundi 17, Garðabæ.
Kristinn Guömundsson,
Grenigrund 11, Akranesi.
Kristín Guömundsdóttir,
Helgubraut 11, Kópavogi.
Siguröur Sigurösson,
Efstahjalla 23, Kópavogi.
50 ára__________________________
Eiríkur Stefánsson,
Lækjarbakka, Akureyri.
Hanna Lára Bjarnadóttir,
Haukholti 1, Hrunamannahreppi.
Ingvar Pálsson,
Keilusíðu lld, Akureyri.
Sesselja Arthúrsdóttir,
Hlíðarvegi 16, Grundarfirði.
Þuríður Snæbjörnsdóttir,
Skútahrauni 13, Reykjahlíö.
40 ára__________________________
Bjarndís Hannesdóttir,
Heiðmörk 10, Hveragerði.
Björn Vigfús Jónsson,
Hlíöartúni 26, Höfn.
Guömundur Friögeirsson,
Skógarási 17, Reykjavík.
Guömundur Hansen,
Dvergagili 2, Akureyri.
Rafn Benediktsson,
Laxalind 7, Kópavogi.
Tomas Cajag Mayubay,
Háholti 11, Hafnarfirði.
Jónína Bjartmarz, alþingismaður
og formaður heilbrigðis- og trygg-
inganefndar Alþingis, gagnrýnir
mjög eindregið þá skoðun aðstoðar-
landlæknis að til greina komi að
leyfa neyslu svo kallaðra veikari
fíkniefna. Þetta kom fram í DV-frétt
á miðvikudag.
Starfsferill
Jónína fæddist í Reykjavík 23.12.
1952. Hún lauk stúdentsprófi frá
KHÍ 1974, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1981 og öðlaðist hdl.-réttindi
1984.
Jónína var skrifstofustjóri Lög-
mannafélags íslands samhliða laga-
námi 1978-81, fulltrúi hjá bæjarfó-
getanum í Hafnarfirði, Garðabæ og
á Seltjarnarnesi og sýslumanninum
í Kjósarsýslu 1981, fulltrúi hjá yfir-
borgarfógetanum í Reykjavík 1982
og hjá bæjarfógetanum á ísafirði og
sýslumanni ísafjarðarsýslu 1982-84,
fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Páls
Amórs Pálssonar hrl. og Stefáns
Pálssonar hrl. í Reykjavík 1984-85
og hefur, ásamt manni sínum, starf-
rækt Lögfræðistofuna sf. í Reykja-
vík frá 1985.
Jónína er formaður Landsamtak-
anna HeimOis og skóla frá 1996 og
formaður Nordisk kommite sem er
samstarfsvettvangur systursamtaka
HeimUis og skóla á Norðurlöndun-
um. Hún er einn af stofnendum og
fyrrv. formaður FKA, Félags kvenna
í atvinnurekstri, hefur verið þing-
maður Reykvikinga fyrir Framsókn-
arflokkinn frá ársbyrjun 2000 og er
formaður heUbrigðisnefndar Alþing-
is og varaformaður aUsherjamefnd-
ar Alþingis, og hefur setið í ýmsum
opinberum nefndum.
Fjölskylda
Jónína giftist 16.10.1976 Pétri Þór
Sigurðssyni, f. 29.3. 1954, hrl. Hann
er sonur Sigurðar Sigfússonar, f.
7.8.1918, húsasmíðameistara og fast-
eignasala í Reykjavík,, og k.h., Báru
Björnsdóttur, f. 19.2. 1930, húsmóð-
ur. Sigurður er kjörfaðir Péturs.
Synir Jónínu og Péturs Þórs eru
Birnir Orri, f. 25.6. 1985, Ernir
Skorri, f. 27.2. 1989.
Bræður Jónínu: Óskar Bjartmarz,
f. 14.3.1956, íögreglumaður í Reykja-
vík og formaður Lögreglufélags
Reykjavíkur; Jón Friðrik Bjart-
marz, f. 27.8.1957, yfirlögregluþjónn
Ríkislögreglustjóra; Björn Bjart-
marz, f. 23.4.1962, knattspyrnuþjálf-
ari hjá Víkingi.
Foreldrar Jónínu eru Björn Stef-
án Óskarsson Bjartmarz, f. 17.5.
1930, fyrrv. fulltrúi hjá íslenskri
endurtryggingu hf. í Reykjavík, og
k.h., Helga Elsa Jónsdóttir, f. 16.8.
1931, fyrrv. fulltrúi á skrifstofu lög-
reglustjórans í Reykjavík.
Ætt
Björn Stefán er sonur Óskars
Bjartmarz, forstöðumanns Löggild-
ingarstofunnar í Reykjavík, bróður
Guðlaugar, móður Ingólfs Jónsson-
ar frá Prestbakka, rithöfundar og
kennara, föður Ómars, fram-
kvæmdastjóra hjá SKÝRR. Óskar
var sonur Bjartmars, b. á Neðri-
Brunná Kristjánssonar, og Ingi-
bjargar Guðmunsdóttur.
Móðir Björns Stefáns var Guðrún
Bjartmarz, dóttir Björns, ritstjóra í
Kaupmannahöfn, stofnanda hins
þekkta danska tímarits Hjemmet,
stofnanda Listasafns íslands og
alþm. og sýslumanns í Dalasýslu
Stefánssonar, sýslumanns á ísafirði
og í Ámessýslu Björnssonar, b. á
Ketilsstöðum í Jökulsárhlið Sig-
urðssonar. Móðir Stefáns var Þor-
björg Stefánsdóttir. Móðir Björns
Alfreð Jónsson
fyrrv. vegaverkstjóri, nú á Sauðárkróki
DV
'OD (ö 550 5000
(5)
vísir.is
”00 FAX
3 fC 550 5727
'Cö
E 1 1 Þverholt 11, 105 Reykjavík
c/>
Alfreð Jónsson, fyrrv. vegaverk-
stjóri, Fomós 9, Sauðárkróki, varð
áttræður á sunnudaginn var.
Starfsferill
Alfreð fæddist á Stóru-Reykjum
og var alinn upp í Fljótum. Hann
hóf störf við vegavinnu 1930, var
kúskur á hverju ári til fermingar-
aldurs og síðan verkamaður í vega-
vinnu til 1941 hjá ýmsum verkstjór-
um. Síðast stundaði hann vegagerð
í Siglufjarðarskarði 1941, hjá Frið-
geiri Ámasyni.
Frá 1941 stundaði Alfreð vörubif-
reiðaakstur, m.a. hjá Magnúsi frá
Björgum í Hörgárdal en hann var
verkstjóri við lagningu vegarins yf-
ir Lágheiði, milli Ólafsfjarðar og
Fljóta. Þá ók Alfreð hjá Hrólfi Ás-
mundssyni sem lengi var verkstjóri
hjá vegagerðinni í Skagafirði. Al-
freð var svo auk þess nokkum tíma
á fiskibátum og togurum.
Alfreð bjó á Reykjahóli í Austur-
Fljótum 1942-73 en flutti þá á Sauð-
árkrók og gerðist verkstjóri hjá
Vegagerðinni þar. Hann var háseti
á fragtskipum Sambandsins vet-
urna 1982-86.
Alfreð átti sæti í hreppsnefnd
Holtshrepps í nokkur kjörtímabil.
Fjölskylda
Alfreð kvæntist 2.1.1944, Viktoríu
Lilju Guðbjörnsdóttur, f. 20.10. 1924.
Foreldrar hennar voru Guðbjöm
Guðni Jónsson, bóndi á Reykjahóli í
Austur-Fljótum, og Jónanna Júlí-
ana Stefánsdóttir húsfreyja.
Alfreð og Viktoría eignuðust sex
börn. Þau eru Heiðrún Guðbjörg, f.
10.9.1946, fyrrv. útibússtjóri Kaupfé-
lagsins á Ketilási en maður hennar
er Símon Ingi Gestsson landpóstur
og eiga þau fjögur börn og ellefu
bamabörn; Bryndís, f. 22.10. 1947,
húsfreyja í Langhúsum en maður
hennar er Sigurbjöm Þorleifsson,
bóndi þar og eiga þau fögur böm og
tíu bamabörn; Guðmundur, f. 17.6.
1950, d. 15.3. 1981 en kona hans var
Sólveig Stefanía Benjamínsdóttir og
eignuðust þau þrjú börn og eitt
Jónína Bjartmarz, formaóur heilbrigöis- og trygginganefndar Alþingis.
Jónína hefur verið mikið í sviðsljósi stjórnmálanna frá því hún settist á þing
enda vel að sér i sinum málaflokkum, sketegg, rökföst og málefnaleg.
ritstjóra var Karen Emilie Bjarnar-
son, f. Jörgensen, óðalsb. á Fjóni og
gósseiganda í Kaupmannahöfn.
Móðir Guðrúnar Bjartmarz var
Guðný, systir Klemensar, landrit-
ara og ráðherra, og Finns prófess-
ors. Guðný var dóttir Jóns Borgfirð-
ings, bókbindara, lögregluþjóns og
fræðimanns Jónssonar, og Önnu
Guðrúnar Eiríksdóttur.
Helga Elsa er systir Jóhannesar
Helga rithöfundar. Helga Elsa er
dóttir Jóns Friðriks, loftskeyta-
manns í Reykjavík, bróður Ingólfs,
stöðvarstjóra Fjarskiptastöðvarinn-
ar í Gufunesi, fóður Matthisar, for-
stöðumanns hafnarþjónustu Reykja-
vikurhafnar. Jón Friðrik var sonur
Matthíasar, útgerðarmanns og
kaupmanns í Haukadal í Dýrafirði
og síðar alþm. í Reykjavík, bróður
Jóhannesar, alþm. og hreppstjóra á
Þingeyri, langafa Einars Kárasonar
rithöfundar. Matthías var sonur
Ólafs, b. í Haukadal Jónssonar og
Ingibjargar Jónsdóttur. Móðir Jóns
Friðriks var Marsibil Ólafsdóttir,
Péturssonar, og Þórdísar Ólafsdótt-
ur.
Móðir Helgu Elsu var Jónína Jó-
hannesdóttir, trésmiðs í Reykjavík
Jónssonar, og Helgu Vigfúsdóttur.
bamabam; sveinbarn, f. 1.12. 1953,
d. sama dag; Jón, f. 14.2. 1959, vél-
virkjameistari í Hafnarfirði en kona
hans er Guðlaug Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö
kjörböm; Hallgrímur Magnús, f.
21.2.1966, vélvirki á Sauðárkróki en
kona hans er Guðrún Ósk Hrafns-
dóttir og eiga þau tvö börn auk þess
sem Hallgrímur Magnús á eitt barn
frá því áður.
Alfreð átti tólf systkini. Systkini
hans: Guðmundur Halldór, f. 1.8.
1923, d. 22.11. 1999, fram-
kvæmdastjóri Byko; Aðalbjörg
Anna, f. 8.8. 1926, húsfreyja í
Varmahlíð í Skagafirði; Ás-
mundur, f. 20.1. 1928, d. 7.9.
1958, var fyrsti lögregluþjón-
inn á Sauðárkróki; Sigríður, f.
9.3. 1930, fyrrv. kennari 1
Steinsstaðaskóla í Skagafirði;
Svavar, f. 11.9. 1931, fyrrv.
rekstrarstjóri hjá Vegagerð-
inni á Húsavík; Kristinn, f.
12.12. 1932, strætisvagnbíl-
stjóri í Reykjavík; Baldvin, f.
21.4.1934, fyrrv. verkamaður á
Sauðárkróki; Halldóra Rann-
veig Hrefna, f. 30.7.1935, fyrrv.
kjötiðnaðarkona á Selfossi;
Pálmi, f. 1.5. 1937, lagerstjóri
við kertaverksmiðju í Danmörku;
Hermann, f. 13.11.1938, fyrrv. hrepp-
stjóri í Fljótum; Lúðvik Rikarð, f.
29.10. 1940, starfsmaður á fjölbýli
fatlaðra á Akureyri; Svala, f. 22.2.
1945, framkvæmdastjóri á Sauðár-
króki.
Foreldrar Alfreðs voru Jón Guð-
mundsson, f. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988,
hreppstjóri, og Helga Guðrún Jós-
efsdóttir, f. 12.7. 1901, d. 22.5. 1971,
húsfreyja. Þau bjuggu lengst af á
Molastöðum.
Andlát
Ari Magnús Krístjánsson, Hrafnistu,
Hafnarfiröi, lést á Landspítala í
Fossvogi þriðjud. 7.8.
Ása Ólafsdóttir Hnsen, dvalarheimilinu
Höföa, Akranesi, lést þriöjud. 7.8.
Þorgerður Þorkelsdóttir frá Geröum,
Grænumörk 3, Selfossi, lést á
Sjúkrahúsi Suöurlands þriöjud. 7.8.
Ásta Wendel Benjamínsdóttir Murray
lyfjafræöingur lést á heimili sínu
Barneveld I New York-ríki. Jaröarförin
hefur fariö fram.
Sigríöur Stefánsdóttir, Borgarbraut 65a,
Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness
þriöjud. 24.7. Útförin hefurfariö fram í
kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Sigurjón Guðmundsson
Sigurjón var starfsmaður Kaupfélags Ey-
firðinga 1928-1930, var fyrsti erindreki
Framsóknarflokksins 1930-1934, var skrif-
stofustjóri Sælgætis- og efnagerðarinnar
Freyju hf. í Reykjavík 1934-1962, var
framkvæmdastjóri Rörsteypunnar hf.
frá 1962 og framkvæmdastjóri Tímans
1951-1958.
Sigurjón stofnaði fyrsta framsóknar-
félag ungra manna hér á landi en það
var á Akureyri 1929 og var hann for-
maður þess ims hann flutti til Reykja-
víkur 1930. Hann sat í stjórn Framsókn-
arfélags Reykjavíkur í tólf ár og var for-
maður þess í fimm ár. Þá sat hann í
blaðstjórn Tímans og miðstjórn Framsókn-
arflokksins. Hann lést 16. september 1975.
Sigurjón Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Timans, fæddist að Hróarsstöðum
í öxarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu 10.
ágúst 1903. Hann var sonur Guðmundar
Jónassonar, bónda að Hróarsstöðum, og
Sigmundu Katrínar Jónsdóttur hús-
freyju. Bróðir Sigurjóns var Þorleifur
Guðmundsson kaupsýslumaður, faðir
Þórhildar, fyrrv. alþingiskonu og leik-
hússtjóra, og Eggerts, leikara og tón-
listarmanns. Föðurmóðir Sigurjóns
var Sigríður, systir Kristínar, ömmu
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.
Sigurjón ólst upp á Þverá í Öxarfirð
Hann stundaði nám við Alþýðuskólann a
Eiðum 1925-1927 og lauk utanskólaprófi frá
Samvinnuskólanum í Reykjavík 1928.
Ólafur Ólafsson, Gauksstööum á Skaga,
fyrrum bóndi Kambakoti, Skagaströnd,
sem lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks aö-
faranótt laugard. 4.8., veröur jarösung-
inn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd,
laugard. 11.8. kl. 14.
Sigríöur Halldórsdóttir frá Orrahóli, síö-
ast til heimilis á elliheimilinu Grund,
sem lést fimmtud. 2,8. veröur jarösung-
in frá Staðarfelli laugard. 11.8. kl. 13.
Sætaferðir veröa frá Umferöarmiöstöö-
inni kl. 9.30.
Kristín Pétursdóttir, Innri-Skeljabrekku,
Borgarfirði, veröur jarösungin frá Hvann-
eyrarkirkju laugard. 11.8. kl. 14.