Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 25
29
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
DV Tilvera--
Ástfanginn á ný
Ólátabelgurinn og rokkarinn
Tommy Lee ku hafa fallið fyrir
ástarör Amor ekki alls fyrir löngu
og gleymd er sorg og sút yfir
plastdúkkunni og strandverðinum
Pamelú Anderson. Sú sem nú hefur
yfirtekið hug og hjarta kappans
heitir Mayte Garcia. Hún hefur fyllt
heil 27 ár á móti 35 útlifuðum árum
Tommy.
Þau tvö hittust á 20 ára afmæli
sjónvarpsstöðvarinnar MTV nú
fyrir stuttu. Að sögn vitna kolféllu
þessar turtildúfur hvort fyrir öðru
og gátu hreinlega ekki af hinu litið
allt kvöldið. Garcia er dansari og
kannski þekktust fyrir að veita
manninum sem hét Prince
lífsfyllingu til skamms tíma.
Skilnaðarmál
komin af stað
Einhver umtalaðasti skilnaður
síðari tíma er nú loks hafinn.
Dómari í Los Angeles undirritaði
leyfi svo að viðræður mættu fara af
stað milli Toms Cruise og Nicole
Kidman um skilmála endanlegs
skilnaðar.
Beðið er eftir því að alvöru
sögusagnir fari af stað um hversu
háar upphæðir verður um að ræða.
Talið er víst að þetta sé einhver
stærsti fjárhagslegi skilnaður sem
átt hefur sér stað í Hollywood.
Cruise er metinn á um 25 milljarða
króna. Inn í þeirri tölu eru fimm
hús, tvær flugvélar og skartgripir
upp á um 100 miUjónir króna.
Með einn
í sigtinu
Hún Liz sæta Hurley hefur ekki
setið með hendur í skauti síðan hún
og Hugh Grant slitu samvistum hér
um árið. Slúðurblöð erlendis hafa
verið dugleg við að segja frá hennar
mýmörgu samböndum og nú er eitt
nýtt komið upp á yfirborðið.
Það mun vera enginn annar en
eUismeUurinn síungi, Mick Jagger,
sem gengið hefur í gildru,
þokkagyðjunnar ef marka má erlend
dægurblöð. Þau tvö sáust borða
saman langan síðdegissverð og fór vel
á með þeim. Jagger er nýhættur með
fyrirsætunni Sophie Dahl.
Kiss of the Dragon:
Flæktur í banvænt samsæri
Kínverski leikarinn Jet Li leikur aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Kiss of the
Dragon sem verður frumsýnd í kvöld í
Sambíóunum og Nýja Bíói, Akureyri.
Myndin segir frá Liu Jiuan sem er einn
fremsti fulltrúi kínversku leyniþjónust-
unnar. Hann er sendur í leynUegt verkefni
til Parísar þar sem hann á að aðstoða
sadíska lögreglumanninn Richard. Fljót-
lega verður Liu hins vegar fyrir barðinu á
sjúklegri bræði Richards sem endar með
þvi að hann svíkur Liu.
Það leiðir tU þess að Liu er orðinn flækt-
ur í víðáttumikið og banvænt samsæri,
sakaður um morð sem hann framdi ekki
og er á flótta í borg sem hann þekkir ekk-
ert tU. Á flóttanum kynnist hann hinni am-
erísku Jessicu sem einnig hefur lent í
klóm Richards með þeim afleiðingum að
hann rændi dóttur hennar og gerði hana
háða heróníi. Þau ákveða að sameina
krafta sína gegn hinum illræmda Richard
og leggja á ráðin til að það takist.
Jet Li, sem leikur Liu, er talinn einn
fremsti kvikmyndaleikari Kína í dag og
hefur hann hlotið fjölda verðlauna í bar-
dagalistum. Hann hefur einnig starfað sem
kennari í bardagalist en lék í fyrstu kvik-
mynd sinni um tvítugt. Meðal annarra
leikara má nefna Bridget Fonda, Tcheky
Karyo og Laurence Ashley.
-MA
Áflótta
Leyniþjónustumaöurinn Liu er á flótta í borg sem hann þekkir
ekki til.
fimmta umferð
fimmta umferð
Laugardaginn 11. ágúst fer fram 5. umferð DY torfæru á Blönduósi
keppnin hefst klukkan 14.00. Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna
en ókeypis er fyrir börn yngrí en 12 ára.