Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 PV_______________________________________ Útlönd yfirvöldum fyrir árásina. Dóms- málaráðherra ísraels, Meir Sheetrit, tilkynnti um aðgerðirnar gegn Palestínumönnum. „Israel bregst við i samræmi við grundvallarregl- ur um sjálfsvörn. Við erum ekki til- búnir að sitja með hendur i skauti frammi fyrir hryðjuverkaógn," sagði hann. 10 klukkustundum eftir sjálfs- morðsárás Hamas gerði Israelsher loftárás á höfuðstöðvar palestínsku lögreglunnar í Ramallah á Vestur- bakkanum. Árásin, sem var fyrsta herþotuárás ísraelsmanna frá því í maí, lagði lögreglustöðina i rúst. Auk þess tóku ísraelsmenn nokkrar skrifstofur palestínskra yfirvalda herskildi, þar á meðal skrifstofu Frelsissamtaka Palestínu, og reistu þeir fána sinn með Davíðsstjörn- unni á byggingunni. Palestínumenn höfðU búið sig undir það allra versta og bjuggust jafnvel við allsherjarárás ísraels. Makedónía: Herþotur gegn skæruliðum Stöðugt minni líkur virðast vera á þvi að deiluaðilar í Makedóníu undir- riti friðarsamkomulag næstkomandi mánudag eins og ákveðið hafði verið. Átta makedónskir hermenn féllu i sprengjuárás skæruliða nálægt Skopje, höfuðborg landsins. Bardagar standa yfir víðs vegar í landinu. Haft var eftir talsmanni makedónska hersins að bardagarnir væru ein- hverjir þeir hörðustu síðan vopnuð barátta albanskra skæruliða hófst fyrr á þessu ári. Makedónski herinn notaði m.a. úkraínskar Sukhoi her- þotur gegn stöðvum skæruliða í gær og er það í fyrsta skipti sem þær eru notaðar. Ófriður blossaði upp á ný eftir vopnahlé þegar Makedóníuher feOdi fimm Albana á mánudaginn og skæruliðar hefndu með því að fella tíu hermenn. Dalai Lama Segist endurfæðast utan Kína. Kín- verjar ætla að velja arftaka hans. Kína hyggst velja Dalai Lama Kinversk yfirvöld hyggjast ákveða hver taki við stöðu Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, á eftir Tenzing Gyatsu. Hingað til hafa ti- beskir munkar leitað og fundið end- urholdgaðan Dalai Lama í ungum drengjum, oftast í kring um 6 ára aldur. Kínverjar segjast ætla að við- halda sögulegum hefðum og helgis- siðum í vali sínu. Ákvörðun Kín- verja er liður í tilraun þeirra til að bæla niður sundrunaröfl í Tíbet frá því þeir hertóku svæðið árið 1950. Núverandi Dalai Lama hefur lýst því yfir að arftaki sinn muni fæðast fyrir utan Kína. Sjálfur flúði hann Tíbet árið 1959 og hefur lifað í út- legð síðan. Nýlega hefur hann deilt við kínversk yfirvöld um val á hátt- settum munkum Tíbeta og segir þá sem valdir hafa verið af Kínverjum ekki vera sannar endurfæðingar. Barn kveikti í sér: Hermdi eftir sjónvarpsþætti Bandarískt barn er alvarlega slas- að eftir að hafa kveikt í sér. Barnið var að herma eftir sjónvarpsþættin- um Jackass, sem nýtur víöa gríðar- legra vinsælda. Þátturinn gengur út á að ganga fram af áhorfandanum, bæði með fáránleika og áhættu. Norðmenn velta því nú fyrir sér að banna sýningu á þættinum en hann á að fara í loftið í lok ágúst á sjónvarpsstöðinni Metropol. Tals- menn sjónvarpsstöðvarinnar segja þáttinn ekki vera fyrir börn, enda sé hann sýndur klukkan hálftíu á kvöldin. Langur laugardagur 15% afsláttur Trúlofunar- hringir Gott verð, mikid úrval ]ón S'punlbon Skartgripaverslun, Laugavegi 5,sími 551 3383. Spönginni.Grafarvogi, sími 577 1660. Ohóflegur hiti flúinn Þessar bandarísku stelpur stökkva hér fram af bryggju til að kæla sig sjónum við borgina Boston. Mikil hitabylgja gengur nú yfir mestöll Bandaríkin og hefur hitinn víða farið upp í 40 gráöur. Palestínskur hryðjuverkamaður gerði sjálfsmorðsárás með nagla- sprengjum í verslunarhverfi í mið- borg Jerúsalem um hádegisbiliö í gær. Minnst 15 eru látnir eftir árás- ina og 90 slasaðir. Árásinni var aug- ljóslega ætlað að fella sem flesta en hún var gerð á annasamasta tima dagsins á fjölmnnasta svæði gyð- ingahluta Jerúsalem. Hamas-sam- tökin hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fordæmdi verknaðinn og kallaði á sameiginlegt vopnahlé. Engu að síður sagði ráðgjafi Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels, að Arafat bæri ábyrgð á verknaðinum. Honum hefði mistekist að binda enda á uppreisn Palestínumanna og því bæri hann og palestínsk yfirvöld beina ábyrgð á árásinni. Sharon kallaði saman öryggisráð sitt sem samþykkti með 9 atkvæð- um gegn 3 að hegna palestínskum Sorgarstund í Israel 15 eru látnir eftir síðustu árás hryðjuverkamanna í ísraet. Ástandið í Mið- Austurlöndum er komið út í vítahring. israelsk yfirvöld neita að semja á með- an Palestínumenn beita vopnum. Sjálf beita þau launmorðum og hefndar- árásum á Palestínumenn. Lyfjafyrirtæki sökuð um að stjórna rannsóknum Ritstjórar margra virtustu lækna- tímarita hafa gert með sér samráð um að birta ekki rannsóknir styrkt- ar af lyfjafyrirtækjum nema tryggt sé að vísindamönnunum sem fram- kvæmdu rannsóknina hafi verið tryggt algjört sjálfstæði. Dagblaðið The International Herald Tribune segir að ástæða þessarar ákvörðun- ar séu auknar áhyggjur ritstjóranna og margra vísindamanna vegna aukinna áhrifa fyrirtækjanna á nið- urstöður rannsókna sem þau styrkja, þeim í hag. Lyfjafyrirtæki hafa smám saman orðið stærsti styrktaraðili lækna- rannsókna, sérstaklega þegar kem- ur að öryggi og virkni lyfja. Þetta gefur þeim aukið vald sem oftar en ekki er sagt hafa verið misnotað. Þau eru sökuð um að hafa áhrif á niðurstöður og að ákveða hvemig Lyfjafyrirtækin gagnrýnd víöa Fólk að mótmæla tregöu fyrirtækjanna við að lækka verð alnæmislyfja til Afríkuríkja. og hvort rannsóknir eru birtar. Allt eftir því hvað hentar hagsmunum þeirra. Þau eru ásökuð um að hindra jafnvel aðgang vísinda- manna sem stjórna rannsóknum um að nálgast allar upplýsingar úr henni og sjá síðan sjálf um að skrifa skýrslu um rannsóknina og senda til læknarita. Fjölmörg dæmi eru um að fyrir- tæki hafi annað hvort hindrað út- komu rannsókna sem sýnt hafa fram á annmarka einhverra fram- leiðsluvara þeirra. Auk þess eru dæmi þess að styrkjum hafi verið hætt við útkomu neikvæðra rann- sókna í garð framleiðslu þeirra eða að háskólar og visindamenn hafa verið lögsóttir og lyfjafyrirtæki far- ið fram á skaðabætur vegna fjár- hagslegs tjóns eftir að rannsóknir sýndu niðurstöður þeim í óhag. Sjálfsmorðsárás Hamas drepur 15: Palestínskum yfir- völdum refsað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.