Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
DV
Tilvera
2.
mrnrnmm
Antonio Banderas
á afmæli
Spænski leikarinn
Antonio Banderas er 41
árs í dag. Banderas heit-
ir fullu nafni José Ant-
onio Domínguez Bander-
as og var eiginkona
hans, Melanie GrifFith einmitt afmæl-
isbarn gærdagsins. Hann læröi leik-
list í Malaga á Spáni og fluttist til
Bandaríkjanna árið 1991 til að reyna
fyrir sér í kvikmyndaheiminum.
Fyrsta hlutverkið var í myndinni The
Mambo Kings. Hann hefur einnig
leikið í myndum á borð við Zorro, The
House of the Spirits, Interview with
the Vampire, Desperado og Assassins.
Gildir fyrir iaugardaginn 11. ágúst
Vatnsberinn (20. ian.-.1fi. fehr.l:
Eitthvað sem hefur
faríð úrskeiðis hjá vini
þinum hefur truflandi
áhríf á þig og áform
þarft þvi að skipuleggja
hlutina upp á nýtt.
Fiskarnir (19 fehr.-?0. marsl:
Fólk treystir á þig og
lleitar ráða hjá þér um
hugmyndir og útfærslu
þeirra. Þú þarft að
sýna skilning og þolinmæði.
Happatölur þínar eru 3, 16 og 34.
Hrúturinn (21. mars-19. apríll:
Þú ert orðinn þreyttur
" á venjubundnum verk-
efnum og ert fremur
eirðarlaus. Þú ættir að
breyta til og fara að gera eitthvað
alveg nýtt.
Nautið (20. april-20. mail:
Þú ert að skipuleggja
ferðalag og hlakkar
afar mikið til. Það er í
mörg hom aö lita og
töluverður timi fer í að ræða við
fólk.
ivipurarnir íz
£
Tvíburarnir (21. mai-21. iúnil:
Þú kynnist einhverjmn
’ mjög spennandi á
næstimni og á sá eöa
sú eftir að hafa mikil
áhrif á líf þitt. Það verður mikið
um að vera í kvöld.
Krabblnn (22. iúní-22. íúiíu
Óvæntir atburðir eiga
I sér stað í dag. Þú færð
einhverja ósk þína
uppfyllta, verið getur
að gamall draumur sé loks að ræt-
ast.
Ljónið (23. iúlí- 22. áeústl:
Vinur þinn sýnir þér
skilningsleysi sem fær
þig til að reiðast.
Hafðu stjóm á tilfinn-
ingum þínum og ræddu máhð við
vin þinn.
Mevlan (23. águst-22. sept.l:
vVyy Þú ert eitthvað eirðar-
laus þessa dagana og
^^^li.átt í erfiðleikum með
f aö finna þér skemmti-
leg verkefni. Fjölskyldan er afar
samhent í dag.
Vogln (23. seot.-23. okU:
Þér gengur vel í vinn-
imni og færð mikla
hvatningu. Kvöldið
verður rólegt í hópi
vina. Þú ert sáttur við allt
og alla.
Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.):
Fjármálin valda þér
nokkrum áhyggjum en
hkur em á að
þau mimi fara batnandi
á næstunni. Ekki er óliklegt að
brátt dragi til tíðinda í ástarlífinu.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.):
gerir einhverjum
greiða sem viðkom-
andi verður afar
ánægður með. Þetta
veldur skemmtilegri uppákomu
sem þú átt efdr að minnast lengi.
Steingeitin (22. des,-19. ian.l:
Þú færð óvæntar frétt-
* ir sem hafa áhrif á
fjölskyldu þina. Ferða-
lag verður til umræðu
og von er á frekari fréttum sem
snerta það.
Vofiin (23. st
vina
Norræn ráðstefna um fjölmiðla- og boðskiptarannsóknir:
Eins og ættarmót
Á morgun hefst í Reykjavík nor-
ræn ráðstefna um fjölmiðla- og boð-
skiptarannsóknir og er þetta í
fimmtánda sinn sem hún fer fram.
Ráðstefnan er haldin á tveggja ára
fresti og var hún síðast hér á landi
fyrir tíu árum. Þemað í ár er Nýir
fjölmiðlar, ný tækifæri, ný samfé-
lög.
Að sögn Guðbjargar Hildar Kol-
beins og Hilmars Thors Bjarnason-
ar, sem unnið hafa að skipulagn-
ingu ráðstefnunnar, munu um 330
erlendir gestir sækja hana og koma
flestir þeirra frá Norðurlöndunum.
„Megintilgangur ráðstefnunnar er
aö kynna fyrir löndum og lýð allt
það nýjast sem er að gerast í nor-
rænum fjölmiðla- og boðskiptarann-
sóknum," segir Hilmar. Mikil
gróska er í þessum fræðum að
þeirra mati og segir Guðbjörg að
þetta sé mjög góður vettvangur til
kynnast því sem er að gerast á hin-
um Norðurlöndunum og hitta fólk
sem er að vinna í sama fagi. „Það
sem er svo sérstakt við þessa ráð-
stefnu er að hún er eins og ættar-
mót því þetta er fólk sem hefur ver-
ið að hittast í 10 til 15 ár,“ segir
Hilmar.
Hátt í tvö hundruð erindi verða
flutt í samtcds 20 vinnuhópum, ým-
ist á ensku, sænsku, norsku eða
dönsku. Hilmar segir að markmiðið
sé að spanna vel flest undirsviðin í
fjölmiðlafræðinni. Stærsti hópurinn
mun fjalla um Internetið en einnig
verða fyrirlestrar um sögu fjöl-
miðla, fjölmiðlafræðslu, hagfræði og
formgerð fjölmiðla og útvarpsrann-
sóknir svo dæmi séu tekin.
Ótrúlegustu hlutir
Guðbjörg og Hilmar eru sjálf
DV-MYND HARI
Guðbjörg Hildur og Hilmar Thor
Þau Guðbjörg Hildur og Hilmar Thor hafa unniö að því að skipuleggla ráðstefnuna og munu á henni kynna nýja rann-
sókn á islenskum sjónvarpsnotendum sem þáu er að vinna að.
meðal flutningsmanna á ráðstefn-
unni og fjallar erindi þeirra um
rannsókn sem þau hafa verið að
vinna að hér á landi. Hún var gerð
á íslenskum sjónvarpsnotendum og
fólst meðal annars í því að fram-
kvæmd var vettvangsrannsókn á 39
íslenskum heimilium þar sem fylgst
var með sjónvarpsnotkun íbúanna.
„Við könnuðum viðhorf fólks til
sjónvarps og hversu mikið, hvort og
af hverju fólk skiptir um rásir, „seg-
ir Guðbjörg.
Þau segjast bæði vera spennt fyr-
ir að heyra erindi sem tengjast
þeirra áhugasviðum og nefnir Guð-
björg að hún hlakki til að heyra fyr-
irlestur sem fjallar um notkun ung-
linga á gemsum. „Það er verið að
fjalla um ótrúlegustu hluti á ráð-
stefnunni og út frá mjög ólíkum að-
ferðum,“ segir Guðbjörg og bætir
við að það sé einmitt það sem geri
ráðstefnuna svo spennandi.
Ráðstefnan hefst á morgun klukk-
an hálftíu i sal 2 í Háskólabíói og er
það forseti íslands, hr. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, sem mun setja hana.
Henni lýkur síðan með hátíðar-
kvöldverði og dansleik í Súlnasal
Hótel Sögu á mánudagskvöld. Enn
er hægt að skrá sig á ráðstefnuna
bæði í Odda í dag frá klukkan 17 til
21 í kvöld og frá klukkan 8 til 9.30 í
Háskólabíói á morgun.
-MA
Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna:
Heitt kakó í staðinn fyrir brennivín
DV. BUÐARDAL:
Hundruð manna sóttu Mjólkurgleði
SÁÁ og Dalamanna sem var haldin á
Staðarfelli i Dölum um verslunar-
mannahelgina. Mótsgestir nutu þess
að drekka heitt kakó og kalfi í stað
áfengis eins og alsiða er á útimótum
landsmanna.
Að sögn Hjalta Bjömssonar voru
um 600 manns á Staðarfelli um helg-
ina. „Flest var þetta fjölskyldufólk en
Fékk gullið
Hún Freydís var ánægð meö
medalíuna sína sem hún fékk sem
staðfestingu á aö hafa komið í
Staöarfeii.
einnig ungt fólk sem hefur verið hér í
meðferð og þekkir staðinn og veit af
eigin reynslu hvað er notalegt að
dveljast hér. Þessi hátíö er og verður
árviss atburður í starfsemi SÁÁ þó að
fólk hafi haldið að þetta yrði ekki í ár
vegna lokunar meðferðarheimilisins
nú um tíma. Hátíðin fór í alla staði
mjög vel fram, umgengni og hegðun
mótsgesta var til fyrirmyndar og eng-
in vandræði. Að vísu varð hér eitt
óhapp þegar 11 ára stúlka hrapaði í
klettum í íjallinu hér fyrir ofan og
hlaut opið kjálkabrot og skrámur.
Hún var flutt strax með sjúkrabíl til
Reykjavíkur og er á góðum batavegi,"
sagði Hjalti.
Landskunnir skemmtikraftar, eins
og Ómar Ragnarsson og Björgvin
Frans Gíslason, skemmtu gestum,
Hljómsveitin Karma lék fyrir dansi
tvö kvöld en einnig var diskótek fyrir
unglingana. Á sunnudagskvöldið var
brekkusöngur við varðeld þar sem fé-
lagar úr harmoníkuhljómsveitinni
Nikkólínu léku undir. Einnig var þá
mjög glæsileg ílugeldasýning. Alla
dagana var boðið upp á bátsferðir,
hestaferðir og íþróttamót var í gangi.
Mótshaldarar höfðu afnot af félags-
heimilinu á Staðarfelli og seldu þar
gos, kaffi, heitt kakó, pylsur og sam-
lokur -Melb.
DV-MYNDIR MELKORKA BENEDIKTSDÓTTIR
Heitt kakó er máliö
Tómas og María stóðu í ströngu við að hita kakóiö og bera það fram.
Höfuð, herðar....
Hljómsveitin KARMA lék ekki bara við fullorðna fólkið. Þarna eru börnin
að syngja Höfuö, heröar, hné og tær.
Rýmingasala
Nú ertækifærið aó kaupa
antikhluti fyrir heimilið eóa
sumarbústaðinn á frábæru verði.
Langholtsvegi 130-Reykjavík
antik2000@simnet.is Ð 5 3333 90