Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 15
14
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjórl: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páil Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11, 105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550, Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Fjórflokkurinn lifir
íslendingar vilja búa við fjórflokka lýðræði. Það staðfestir
enn og aftur skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokk-
anna sem birt var í blaðinu í gær. Hver könnunin af annarri
sýnir að sveiflur eru tiltölulega litlar á fylgi flokkanna, jafn-
an vel innan við fimm prósentustig, og harla sjaldgæft er að
sjá flokk sem á annað borð hefur fest sig í sessi falla langt eða
fljúga hátt frá sínu fasta fylgi. Lausafylgið dreifist gjarna
jafnt á flokkana og sveiflast í mesta lagi rólega á milli þeirra.
Kannanir sýna að fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu er
á milli 38 og 48 prósent, hvað sem gengur á í samfélaginu.
Einu virðist gilda hvernig litríkur og umdeildur formaður
flokksins hagar sér; áfram er fylgið á sínum stað - og ekki
virðist heldur neinu skipta hvaða hnjóðsyrði hann lætur út
úr sér við háa sem lága: áfram er fylgið á sinum eina og sama
stað. Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrulögmál í íslenskri póli-
tík. Hann er stór af því þjóðin er að mestu leyti samsafn ein-
staklinga sem hugsa um sitt.
Framsóknarflokkurinn hefur átt bágt í flestum fylgiskönn-
unum síðustu ára. Hann skortir sérstöðu. Hann er hvorki
merkisberi náttúrunnar né atvinnulífsins og siglir ólgusjóinn
þar á milli eins hann telji sig eiga heima þar. Ef ekki kæmi
til sterkur og traustur formaður flokksins, sem er þekktur að
því að vera maður orða sinna, væri fylgi þessa gamla miðju-
flokks langtum minna en það er. Flokkinn skortir ferskleika.
Flokkinn skortir merki sem fólk getur hengt á sig. Syfjunni
þarf að linna.
Vandræði Samfylkingarinnar eru af sama tagi. Fólk grein-
ir ekki flokkslínurnar í allri móðunni. Þvi sýnist hann til
dæmis vera Evrópusinnaður flokkur en veit samt ekki alveg
hvað flokkurinn er reiðubúinn að ganga langt þann veginn.
Fólki sýnist flokkurinn líka vera fremur hallur undir hags-
muni vinnandi stétta en sér ekki betur en hann sé eilíflega að
reyna að sanna sig á meðal atvinnurekenda í efnahagsum-
ræðu sinni. Þá hefur formaðurinn ekki sýnt þann þrótt sem
búist var við af honum.
Vinstri grænir eru skemmtikrafturinn í islenskri pólitík.
Þeirra timi kom þegar sameina átti vinstrimenn á íslandi.
Þeirra flokkur sýnir að það verður alltaf pláss fyrir róttækan
vinstri flokk á íslandi, flokk sem þorir að vera gamaldags og
halda í gildi sem tækifærissinnar í pólitik halda að sé hægt
að blása á burt. Fylgi flokksins byggist ekki síst á því að fólk
skilur formann flokksins. Hann talar greinarbestu pólitíkina
á íslandi í dag. Flokkurinn tekur oft skrýtnar myndir en með
góðan fókus.
Frjálslyndi flokkurinn er bóla i íslenskri pólitík og er í
fimm prósenta plássinu sem alltaf er til staðar fyrir öðruvísi
flokka. Flokkurinn hefur örfá stefnumál sem helst tengjast
fiskveiðum og kvóta. Merkilegt er að flest sem kemur frá
flokknum er fremur neikvætt og likist nöldri í erfiðri kerl-
ingu. Vissulega þarf líka að nöldra í pólitík og getur oft og
einatt borið árangur, en nöldrið verður þá að skiljast og helst
að höfða til þeirra sem eiga að hlusta. Hjá Frjálslyndum ger-
ist það hjá fimm prósentum. Aldrei fleiri. Basta.
Stundum hafa draumóramenn í islenskri pólitík sagt að þá
langi mest af öllu til að sjá tveggja flokka kerfi á íslandi. Það
verða alltaf draumar. Meginþorri íslenskra kjósenda heldur
með flokkum á sama hátt og fólk gerir með fótboltalið. Fólk
er í flokkum, rétt eins og fötunum sinum, og ætlar ekki að
sýna sig nakið. Þetta er fremur einfalt líf og umfram allt
þægilegt. Einn flokkur hefur alltaf rétt fyrir sér, hinir ekki.
Einn foringi, aðrir ekki. Og þó þingmenn misstígi sig skiptir
það engu. Flokkurinn lifir.
Sigmundur Ernir
T
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
19
I>V
Skoðun
Ómálefnaleg viðbögð ráðamanna
Kristín
Halldórsdóttir
fyrrverandi
alþingiskona
Sú niðurstaöa Skipulags-
stofnunar að leggjast gegn
Kárahnjúkavirkjun kom
mörgum á óvart; sumum
þægOega, öðrum óþægi-
lega. Með tilliti til skýrslu
Landsvirkjunar, sem er
einn samfelldur áfellisdóm-
ur um þessi virkjanaáform,
er þó niðurstaðan fullkom-
lega rökrétt. Hún er fagleg
og vel rökstudd og það
eina, sem með réttu ætti að
koma á óvart, eru ósann-
gjörn og ómálefnaleg við-
brögð helstu ráðamanna
þjóðarinnar.
Látum vera þótt forsvarsmenn
Landsvirkjunar séu slegnir blindu,
þeir hafa svo lengi fengið að fara sinu
fram í náttúru landsins að þeir eru
þar sem heimaríkir hundar. Og látum
vera þótt sumir Austfirðingar lýsi
reiði og vonbrigðum, þeir hafa svo
lengi verið fóðraðir á ábyrgðarlausum
loforðum um virkjun og álver, að þeir
sjá ekki aðrar leiðir.
Þekkja ekki ársgömui lög!
Hins vegar verður að ætlast til þess
að alþingismenn og ráðherrar viti um
hvað málið snýst og þekki sæmilega
lögin sem þeir hafa sjálfir sett.
Úrskurðurinn er algjörlega i
samræmi við ársgömul lög um
mat á umhverfísáhrifum. Sam-
kvæmt þeim ber Skipulags-
stofnun að leggjast gegn fram-
kvæmdum sem hafa í för með
sér veruleg óafturkræf áhrif á
umhverfið. Þeir sem tala um
pólitík í því sambandi hafa
greinilega verið heldur meðvit-
undarlitlir á fundum Alþingis.
Vissulega bjóða lögin upp á
að lagt sé bæði huglægt og efn-
islegt mat á ákveðna þætti. Það
er reyndar algengt í lögum og
erfitt að komast hjá slíku. En fróðlegt
væri t.d. að heyra forsætisráðherra, ut-
anríkisráðherra og forseta Alþingis
fara um það nokkrum orðum hvað þeir
mundu flokka undir „veruleg óaftur-
kræf umhverfisáhrif' fyrst þeir hafna
slíku sem gildri ástæðu fyrir því að
leggjast gegn Kárahnjúkavirkjun!
Málið er svo sem ekki flóknara en
það að þessir menn og fleiri setja póli-
tísk viðhorf og eigin hagsmuni ofar
faglegri umfiöllun, og nýsett löggjöf
þvælist ekki fyrir þeim.
Undrun, þrjóska og litilsvirðing
„Úrskurður Skipulagsstofnunar um
Þeir sem tala um pólitik í því sambandi hafa greini-
lega verið heldur meðvitundarlitlir á fundum Alþingis.
Kárahnjúkavirkjun kom mér í opna
skjöldu," segir Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, í Mbl. 4. ágúst. Hann
þykist undrandi og talar eingöngu um
atvinnu og samfélag. Hvar var hann
þegar lögin um mat á umhverfisáhrif-
um voru sett fyrir rúmu ári?
„Það er stefna stjórnvalda að þessi
virkjun verði byggð og þessi úrskurð-
ur Skipulagsstofnunar breytir engu
þar um,“ segir Halldór Ásgrímsson í
DV 3. ágúst sl. Ekkert fær hnikað
„klettinum í hafinu".
Og forsætisráðherra reyndi ekki að
leyna gremju sinni og lítilsvirðingu,
þegar hann afgreiddi starfsfólk Skipu-
Þorskur, loðna og ástand sjávar
Fyrir um það bil 10 dögum áttum
við Geir Andersen, blaðamaður DV,
samtal um útlit og horfur á yfirstand-
andi loðnuvertíð sem lauk með vanga-
veltum um þá staðreynd að undanfar-
in tvö ár hefur þorskurinn verið rýr-
ari í roöinu en oftast er þegar mikið
er af loðnu. Ég hef orðið þess var að
það sem eftir mér var haft hefur mis-
skilist eins og upphaf greinar Einars
Júlíussonar í DV þann 1. ágúst er
dæmi um. Hér er á engan hátt við
blaðamann að sakast. Misskilningn-
um veldur vafalaust ógreinileg frá-
sögn af minni hendi og vil ég freista
þess að bæta úr því.
Eins og þeir vita sem fylgst hafa
með haf- og fiskirannsóknum hefur
hlýnað mikið í sjónum við ísland und-
Cí «3
Enda þótt hlýindi sjávarins séu að öllu
jöfnu af hinu góða hér við land, t.d. að því
er varðar átumagn og nýliðun nytjastofna,
geta þcer haft ýmsar aðrar afleiðingar.
anfarin 2-3 ár. Þessu veldur aukið
streymi Atlantssjávar úr suðri sem
gætir allt norður og austur fyrir land
og hefur Svend Aage Malmberg haf-
fræðingur haft við orð að jafnhlýr og
selturíkur sjór hafi ekki mælst við ís-
land síðan fyrir 1965. Enda þótt hlý-
indi til sjávarins séu að öllu jöfnu af
hinu góða hér við land, t.d. að því er
varðar átumagn og nýliðun nytja-
stofna, geta þau haft ýmsar aðrar af-
leiðingar. Um þær snerist sá hluti
samtals okkar Geirs blaðamanns sem
hefur misskilist.
Hitaskilin
Seinasta úttekt Hafrannsókna-
stofnunarinnar á íslenska þorskin-
um, sem gerð var sl. vor, olli miklu
fiaðrafoki vegna
þess að sam-
kvæmt rann-
sóknum sein-
asta árs virtist
minna af þorski
og hann rýrari í
roðinu en gert
hafði verið ráð
fyrir. Þá benti
endurskoðun
eldri gagna til
þess að stofninn
hefði einnig ver-
ið ofmetinn sl.
tvö ár. Af þessu
leiddi að Haf-
rannsóknastofn-
unin lagði til að
aflaheimildir
yrðu skertar
verulega. Ég er
sammála þeirri
niðurstöðu enda
á að fara með gát
við fiskveiðar,
sama hvaða tegund er veidd,
og óvissu ætti alltaf að túlka
veiðitegundinni í hag eins og
hér var gert. Það er hins veg-
ar athyglisvert að merki um
afturkipp í uppbyggingu
þorskstofnsins, bæði að því er
varðar fiölda og þyngd ár-
ganga, verða samhliða hlýn-
uninni.
Það er eitt einkenni ís-
landsmiða að úti af Vestfiörð-
um, Norður- og Austurlandi
mætast hlýr sjór úr suðri og
kaldur úr norðri. Á þessum
kuldaskilum er jafnan meira um æti
af ýmsu tagi. Nefna má loðnu og
ljósátu sem dæmi, en báðar eru mik-
ilvægur hluti af fæðu þorsksins. Þeg-
ar kuldaskilin eru skörp og liggja
inn á landgrunnið veröur oft gott til
fanga fyrir þorskinn á tiltölulega af-
mörkuðum svæðum. Þar þéttist
þorskurinn og auðvelt er að veiða
hann í troll. Þegar hlýindi eru fyrir
norðan og austan eins og sl. 2-3 ár,
verða kuldaskilin ógreinilegri og
færast fiær landi. Fyrrnefndar ætis-
tegundir safnast ekki saman á tak-
mörkuðum svæðum i sama mæli og
áður og meira þarf að hafa fyrir
þorskveiðum þar sem þorskurinn er
þá dreifðari. Svona fyrirbæri sjást
vel í leiööngrum þegar verið er að
mæla stærö loðnustofnsins og þyrfti
að rannsaka enn betur en hægt hef-
ur verið til þessa.
Hat fiskistofna
Hlýinda seinustu ára hefur einnig
gætt norður í Islandshafi, þ.e. á haf-
svæðinu norðan íslands, milli Græn-
lands og Jan Mayen, þótt í minna
mæli sé. Þetta virðist hafa haft mik-
il áhrif á loðnugöngur og dreifingu
Hjálmar
Vilhjálmsson
fiskifræöingur.
loðnunnar að sumar- og
haustlagi. Áhrifin koma
meðal annars fram í því
að fullorðna loðnan hefur
í lok ætistímans verið
mjög vestarlega, komið
seint upp undir land-
grunnið á haustin sl. 3 ár
og raunar var sáralítið af
loðnu á venjulegum slóð-
um úti af Norðurlandi og
Vestfiörðum þar til í jan-
úar í vetur. Þetta hefur
valdið þvi að þorskurinn
hefur ekki haft nema tak-
markaðan aðgang að fullorðinni og
feitri loðnu þessi ár miðað við langt
tímabil þar á undan. Er það vafalítið
skýringin á því að næstliðin þrjú ár
hefur meðalþyngd 5-8 ára þorsks
ekki fylgt breytingum á stærð veiði-
stofns loðnunnar eins nákvæmlega
og á tímabilinu 1979-1998. Smáloðn-
an, sem er og hefur verið á þorskslóð
árið um kring, er hins vegar mögur
og gagnast því þorskinum alls ekki á
sama hátt og feit fullvaxta loðna.
Mér þykir liklegt að það sem hér
hefur verið rakið skýri það einnig að
einhverju leyti hvað lítið virðist af
þorski um þessar mundir. Stærð
fiskstofna, annarra en síldar, loðnu
og kolmunna, er metin með hliðsjón
af afla á sóknareiningu. Ef veiðan-
leiki, t.d. þorsks, minnkar miðað viö
fyrri ár vegna loðnuleysis og ann-
arra ytri skilyrða kemur það fram í
lægra stofnmati en efni standa til.
Það er hins vegar dagljóst að vit-
neskja okkar um áhrif breytts um-
hverfis á veiðanleika er ónóg. Á með-
an svo er verðum við að láta
þorskinn njóta óvissunnar og gera
ekki út á hana.
Hjálmar Vilhjálmsson
lagsstofnunar í samtali við fréttastofu
Útvarpsins sama dag og úrskurðurinn
var birtur: „...og það er þá gríðarmikil
ákvörðun sem ókjörnir fulltrúar þjóð-
arinnar eru að taka á sínum kontór og
mikill má máttur þeirra vera“.
Þung áratog eftir
Ástæða er til aö minna á að Skipu-
lagsstofnun stendur ekki ein í þessu
máli. Úrskurður hennar er í fullu
samræmi við álit fiölda fagmanna í
stofnunum á sviði umhverfis- og nátt-
úruverndar. Skýrslan fékk mikla
kynningu, hún var til umfiöllunar á
fundum víða um land og yfirfarin af
fagfólki og áhugafólki á sviði náttúru-
verndar, m.a. á vegum Landverndar
sem gerði málinu myndarleg skil. Á
fiórða hundrað athugasemda bárust
Skipulagsstofnun frá stofnunum, fé-
lögum, samtökum og einstaklingum,
sem að miklum meirihluta lögðust
gegn fyrirhuguðum framkvæmdum.
Náttúruverndarfólk fagnar úr-
skurði Skipulagsstofnunar, en gerir
sér fyllilega grein fyrir því að málið er
ekki í höfn. Ef marka má viðbrögð
ráðamanna eru nokkur þung áratog
eftir og mikilvægt að enginn láti sitt
eftir liggja.
Kristín HaHdórsdóttir
Óvönduö lagasetning
„Afleiðingar úrskurðar
Skipulagsstofnunar að -
hafna Kárahnjúkavirkj-
un eru margvislegar.
Ríkisstjórnin setur undir
sig hausinn og ætlar að
hafa úrskurðinn að engu.
Yfirlýsingar forsætis- og utanríkisráð-
herra eru bitrar og lýsa fyrirlitningu á
starfsfólki stofnunarinnar þótt ráð-
herrarnir beri ábyrgð á þeim lögum
sem það starfar eftir. Þetta er ekki
stórmannleg afstaða og hún grefur
undan faglegum vinnubrögðum. Það
þarf að breyta lögum um umhverfis-
mat vegna þess að þau eru óljós. Óvíst
er hvort úrskurðir Skipulagsstofnunar
og umhverfisráðherra í kærumáli séu
bindandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem óvönduð lagasetning frá Alþingi
leiðir til réttaróvissu. Það verður að
bæta vinnubrögðin."
Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni
Hópnauðgun
Ég er vonandi ekki einn um það að
skammast mín niður í tær fyrir þá
staðreynd að um hverja einustu versl-
unarmannahelgi skuli íslendingar
þyrpast tugþúsundum saman á ein-
hverjar andstyggilegustu drykkjuhátíð-
ir sem enn tiðkast í siðmenntuðum
heimi, sér í lagi þegar tekið er tillit til
þess að fórnarkostnaðurinn er yfir-
gengilegur þjófnaður og skemmdir á
eigum fólks, gríðarlegur fiöldi líkams-
árása og tugir nauðgana. Hver er
ábyrgðartilfinning umsjónarfólks með
þessum hátíðum, hvort heldur hjá
hinu opinbera eða meðal mótshaldara?
Slær vonin um skjótfenginn
skyndigróða þetta fólk siðferðisblindu
eða er því einfaldlega skítsama, finnst
ef til viU að ábyrgðin sé annarra -
kannski saklausu stúlknanna og pilt-
anna sem var misþyrmt um helgina?
Spurt og svarað
Hafa líkur á því að virkjað verði við Káráhnjúka aukist?
\ ■
Hrannar B. Amarsson
borgarfulltrúi
Kunna að fara
fram með offorsi
„Nei, alls ekki, og þegar
svona litlu munar á fylgjendum
og andstæðingum virkjana-
framkvæmda hcifa líkumar síður en svo aukist.
Umhverfisráðherra kann að vera í miklum
vanda og undir miklum þrýstingi víðs vegar
frá. En ég hef trú á því að einhver hluti þeirra
sem eru fylgjandi Kárahnjúkavirkjun kunni aö
fara fram með offorsi og ég held að þeim hafi
fremur aukist ásmegin en að úr þeim hafi dreg-
ið mátt við þetta. Þetta em gríðarmiklar fram-
kvæmdir sem þama vom fyrirhugaðar og auð-
vitað slæmt að þjóðin skuli vera klofin í þessu
máli.“
Sr. Hjálmar Jónsson,
fráfarandi þingmadur
Virkjanir áður
mœtt andstöðu
„Ég hef fylgst með þessu m.áli
úr fiarlægð og finnst gott að sjá
að það eru þó þetta margir fylgj-
andi virkjun fyrir austan. Búrfellsvirkjun og ál-
verið í Straumsvík mætti miklu andstreymi á
sinum tíma og ef ekkert hefði orðið úr þessu vær-
um við nú í efnahagslegri kreppu. Það er hins
vegar gott að fólk skuli taka svo eindregna af-
stöðu í þessu máli sem auðvitað á að tryggja enn
frekar efnahagslegar forsendur búsetu á Austur-
landi. Það kann nú að vera spuming hvort heppi-
legra sé að virkja fallvötn i Skagafirði. Ég vona
að farið verði af aliri skynsemi í þessu máli, hver
svo sem niðurstaðan verður.“
Einar Már Sigurðarson,
þingmadur Samfylkingarinnar
Forystan er
úr takt
„Þessi skoðanakönnun hefur
ekki áhrif á endanlega niðurstöðu,
það em aðrir þættir sem ráða þar
meiru. Þetta er ánægjuleg staðfest-
ing á því að talsverður meirihluti forystumanna
Samfylkingarinnar hefur verið úr takt við málið og
vilja félagsmanna en ég hef ásamt fleiri verið tals-
maður þeirra sem eru fylgjandi Kárahnjúkavirkjun.
Þeir eru ekki bara úr Austfiarðakjördæmi. Það er
ótrúlega lítil andstaða i öllum flokkum, jafnvel í
flokki VG sem kennir sig við umhverfismál. Þar eru
margir í vafa og andstaöa Framsóknar er meiri en ég
hafði átt von á. Forystumenn þess flokks hafa verið
mjög beinskeyttir með virkjunarframkvæmdum."
Guðni Geir Jóhanneson,
bœjarstjóm ísafjarðarbcejar
Bjóst við 70%
fylgni
„Ég bjóst við miklu meiri fylgni
þjóðarinnar við því að virkja við
Kárahnjúka, eða 60 til 70%. And-
stæðingar Kárahnjúkavirkjunar
hafa haldið uppi mjög sterkum áróðri gegn virkjun-
inni síðustu mánuði og þeir hafa fengið mun meira
rými í fiölmiðlum en fylgjendur virkjunarinnar. En
þessi niðurstaða, sem er nánast pattstaða, gerir það
að verkum að ég er fullur efasemda um að rétt sé að
virkja. Likurnar á þvi að ekki verði virkjað þarna
hafa óneitanlega styrkst. Umhverfisráðherra, Siv
Friðleifsdótttir, er nú í miklum vanda. Það hefði
verið betra fyrir hana að hafa bak við sig afgerandi
afstöðu þjóðarinnar."
S cr' óhattf futiyr&í d&
^ ge&tsá t\d\pQYQ voyu
‘öJðtTLxn S&r'OG tbOi&Hytdum
&inum tÁí lyr'trmy”
CSR FrRé-TnWTILKVKiNUNða
ÓSKRPLEöf?
HEP/Jf? >ETTR
EINR PRÓSEHT/ V/v.
TOTPll/
Horfnir ráðgjafar
Háaloftið
Meirihluti kjósenda, eða 53,5%, er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun samkvæmt skoöanakönnun DV
Hvað skyldi vera orðið af
öllum snyrtipinnunum sem
kynntir voru sem fiármála-
ráðgjafar og gefa þeim sem
minna kunna fyrir sér í
fræðunum góð ráð um
hvernig farsælast er að
ávaxta sitt fé. Fyrir aðeins
nokkrum vikum eða mán-
uðum var þetta áferðarfal-
lega fólk tíðir gestir í sjón-
vörpunum og kom til að
mynda fram í kippum í
barnahorni ríkisreknu upp-
lýsingarinnar. Út úr því
stóð bunan um rosalega spennandi
fiárfestingarkosti á hlutabréfamark-
aði heima og erlendis og allir
græddu á tá og fingri.
Aldrei ráðlagði nokkur af
spakvitru ráðgjöfunum neinum
manni að leggja fé sitt fyrir á góðum
vöxtum í tryggum banka. Enn síður
að tímabært væri að selja eitthvað af
hlutabréfaeigninni. Það átti aðeins
að kaupa og kaupa mikið i öllum
arðbæru fyrirtækjunum sem gáfu
fullkomin fyrirheit um útbólgna arð-
semi um ókomna tíð. Væntingar
voru vaktar og rétttrúarsöfnuðurinn
sem tilbiður nýju hagfræðina veit
sem er að ekkert jafnast á við auð-
sældina sem væntingamar skapa.
Enda voru væntingarnar auðseljan-
legri en gull og olía.
Á útmánuðum hurfu svo allir
tungulipru fiármálaráðgjafarnir af
skjáunum og enginn vísar ráövillt-
um smáfiárfestum
veginn í frumskógum
hlutabréfamarkaðar-
ins. Enda eru famar
að berast fréttir af
neyðarópum þeirra
sem villidýrin
hremma og rífa í sig.
Þunnt hljóð
Þegar spilaborgir
væntinganna hrynja
er fyrst ástæða tÚ að
veita fáráðum verð-
bréfakaupendum leið-
sögn og ráðgjöf. En þá
eru allir greiningar-
snillingar og ráðgjaf-
ar hvergi. Enginn er
kallaður á skjáinn til
að útskýra hvað kom
fyrir hlutabréfamark-
aðinn og enn síður
hve væntingarnar
eru mikils virði. Lát-
ið er duga að skýra
þurrlega frá undan-
haldi vísitalna kaup-
hallanna.
Fullvíst má telja að
Oddur Olafsson
skrifar:
margir þeir sem keyptu
verðbréf á uppsprengdu
verði mundu þiggja leið-
beiningar sérfróðra um
hvaða bréf er ráðlegast að
selja til að skaðinn verði
hvað minnstur. En ráðgjöf-
in hefur til þessa einskorð-
ast við aö fá fiárfesta til að
kaupa hlutabréf en ekki
hvenær tímabært er að losa
sig við þau. Því þegja fiár-
málaráðgjafarnir þunnu
_____ hljóði núna, enda rúnir
trausti og tiltrú þeirra sem
fiárfestu i væntingum þegar skriðið
var hvað mest á gúrúum nýja hag-
kerfisins.
Hins vegar vita þeir sem lengra
eru komnir í helgisiðum nýja hag-
kerfisins hvenær hentugast er að
losa sig við hlutbréf. Þaö sannast
þegar til dæmis stjórnarmenn í fyrir-
tækjum selja sín bréf skömmu áður
en afkomuaðvaranir eru birtar. Þeir
þurfa enga ráögjöf um spennandi
kosti á markaðnum. Þeir vita miklu
betur en gestir í barnahorni ríkis-
sjónvarpsins og í öðrum miðlum
hvenær ráðlegt er að selja áður en
verðgildið hrynur. En drottinn verði
þeim náðugur sem asnast til að
kaupa af þeim.
Fyrirheitin
í útlöndum er talað og skrifað op-
inskátt um samdrátt í efnahagslífinu
og í nokkrum löndum er skollin á
kreppa, sem kemur fram í óstöðv-
andi verðbólgu eða veröhjöðnun,
sem ekki er skárri viðureignar þótt
undarlegt kunni að þykja. En í ríki
Davíðs geisar góðæri og að minnast
á annað er eins og að nefna snöru í
hengds manns húsi. Framkvæmda-
gleðin er í hámarki og rifandi gang-
ur er í skuldasöfnuninni. Kaupið
hækkar, forstjóralaunin mest og
vonglaðir pólitíkusar ráðskast með
náttúrugæðin til lands og sjávar og
hlusta ekki á vol og víl þeirra sem
halda að væntingarnar verði ekki í
askana látnar.
Vel má vera að verðgildi hluta-
bréfa skipti ekki miklu máli í efna-
hagslífinu. En svo mikið hefur verið
lagt aö sparifiáreigendum að gerast
hlutabréfabraskarar að einhverjir
hljóta aö gefa viðhlítandi skýringar
á hvenig sá gróðavegur snýst upp I
andhverfu sína.
Ekki vantaði ráðgjöfina frá ráð-
herrum, ríkisbönkum og verðbréfa-
fyrirtækjum þegar verið var að fá
litlu sparifiáreigendurna til að
kaupa hlutabréf og var eigendunum
óspart lofað gulli og grænum skóg-
um því í þeim lágu fiárfestingakostir
framtíðarinnar.
En nú fæst engin ráðgjöf um þenn-
an flókna markað og fólk horfir á
rýrnun eigna sinna og spyr í for-
undran hvað orðið sé af öllum
snyrtipinnunum sem kjöftuðu úr því
allt vit þegar þeir gáfu góð ráð um
bréfakaupin.
Á útmánuðum hurfu svo allir tungulipru fjármálaráðgjafamir af
skjáunum og enginn vísar ráðvilltum smáfjárfestum veginn í
frumskógum hlutabréfamarkaðarins.