Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 9
9
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
j>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur
Mikið framboð af kettlingum um þessar mundir:
Dýrt að eiga
I DV í gær voru 25-30 kettlingar
auglýstir gefins og ljóst að margir
læðueigendur sitja uppi með mun
fleiri gæludýr en þeir hafa hug á að
eiga. Þetta er árviss viðburður um
þetta leyti því mjög algengt er að
læður gjóti á vorin. Áður en tekin
er ákvörðun um að taka kött inn á
heimilið verður fólk að gera sér
grein fyrir hvers slags skuldbind-
ingu það er að taka sér á herðar og
þeim kostnaði sem henni fylgir. Það
er sem margir trúi að það kosti
sama sem ekkert að vera með kött,
hann éti bara afgangana af heimilis-
matnum og sjái svo mest um sig
sjálfur. En því fer fjarri. Eigi vel að
vera þarf kötturinn að fá fæði sem
er sérlagað fyrir hann, svo sem
þurrmat, því rangt mataræði getur
valdið ótæpilegu hárlosi, of mikilli
fitu og fleiri aukaverkunum sem
ekki ætti að leggja á dýrin né þá
sem sjá um þau. Þótt kettir séu ekki
þurftafrekir á mat þá kostar hann
sitt. Kattasand þarf líka að kaupa,
og hann getur verið dýr. Og siðast
en ekki síst þá þarf að bólusetja,
ormahreinsa og gelda kettina, auk
þess sem alltaf má búast við óvænt-
um kostnaði vegna veikinda eða
slysa. Neytendasiðan fékk Guðríði
Þorvarðardóttur hjá Dýralækna-
stofu Dagfinns til að segja lesendum
frá því helsta sem kattareigendur
mega búast við á æviskeiði katt-
anna sinna.
„Um þessar mundir er mikið um
kettlinga sem fólk þarf að losna við,“
segir Guðríður. „En þegar fólk tekur
að sér gæludýr er það að bæta við
heimilismeðlimi og ef það hefur ekki
efni á að hugsa um dýrin á það ekki
að taka þau að sér.“ Hún segir að
það sé ýmis kostnaður sem fylgi því
að eiga dýr, t.d. geti þau orðið veik
og þá þarf að greiða dýralæknakostn-
að. En sýni fólk þá fyrirhyggju að
leggja i nokkurn upphafskostnað
skili það sér í ódýrari „rekstri“
seinna meir. „Ég mæli t.d. með því
að allir láti gelda kettina sína því
ávinningurinn af því er mikill.“
5-10.000 kr. „stofnkostnaður"
Gelding á fressketti kostar 4.900
kr. hjá Dýralæknastofu Dagfmns en
verðið er misjafnt eftir stofum. Þá
er kötturinn jafnframt eyrnamerkt-
ur. Auk þess þarf að bólusetja ketti
og ormahreinsa og það kostar sitt.
Að taka læðu úr sambandi kostar
7.900 kr. sem er ekki há upphæð
þegar tekið er tillit til hversu mikið
það sparar í framtiðinni. Sé læðan
ekki tekin úr sambandi þarf að hafa
Guöríöur Þorvaröardóttir dýralæknir
Hún segir aö mikiö sé um að fólk láti aflífa gæludýrin sín áður en þaö fer í
sumarleyfi.
Algjört krútt
Það eru margir sem falla fyrir litlum sætum
kettlingum en gera sér ekki grein fyrir því aö
mikil áþyrgö og kostnaður fylgir því aö taka inn
nýjan heimilismeölim.
hana á piilunni eða gefa
henni sprautur en það kost-
ar sitt. Pillan hefur einnig
þær aukaverkanir að
krabbamein í júgrum verð-
ur nokkuð algengt og því
má búast við töluverðum
dýralæknakostnaði eftir
nokkur ár. Eins geta alls
kyns fæðingavandamál hjá
læðum leitt af sér mikinn
kostnað.
Sé ekki lagt i þennan
kostnað mega læðueigend-
ur búast við því að fá
nokkra kettlinga á ári.
Ekki er alltaf hægt að gefa
þá frá sér, stundum er
framboðið einfaldlega of
mikið. Þá þarf að láta aflífa
þá. Kostnaður við það er á
bilinu 3-5.000 kr. og fer
verðið eftir því hversu
margir kettlingar eru í gotinu. Ljóst
er því að kostnaður við að taka
læðu úr sambandi er fljótur að skila
sér til baka ef ekki tekst að gefa af-
kvæmin. Rétt er að taka fram að
þetta er verð fyrir litla kettlinga en
þurfl að lóga fullorðnum köttum er
kostnaðurinn mun meiri, eða 4.200
kr. fyrir dýrið. Læður geta orðið
kettlingafullar á öllum tímum árs
en mjög algengt er að þær gjóti á
vorin og svo kemur líka oft töluvert
af kettlingum á haustin. Þær ganga
með í 63 daga og geta orðið kett-
lingafullar nær strax aftur. Því er
það er töluverður fjöldi af afkvæm-
um sem hægt er að fá á einu ári.
Dýraverndunarmál
„Við höfum ekki þurft að aflífa
unga kettlinga hér í næstum ár,“
segir Guðríður. „Við höfum alltaf
náð að gefa þá. Við erum oft með
fólk á lista sem vantar ketti og við
hringjum í það ef við fáum þá inn.“
Aðspurð segir Guðríður að flestir
hafi heyrt sögur af fólki sem ekki
vilji leggja í þennan kostnað og
reyni því að aflífa dýrin sjálft með
mismunandi aðferðum. Einnig hef-
ur heyrst af fólki sem skilji dýrin
eftir, annaðhvort úti á víðavangi
eða í hverfum fjarri heimilum
þeirra. „Þetta eru ómannúðlegar að-
ferðir og í raun dýraverndunar-
mál.“ segir hún. „ Og við vOjum
frekar að það sé komið með kett-
linga til okkar en að þessum aðferð-
um sé beitt. Best væri auðvitað ef
fólk setti sig ekki i aðstæður sem
það ræður ekki við og tæki ekki að
sér gæludýr nema gera sér fulla
grein fyrir ábyrgðinni og kostnaðin-
um sem því fylgir og vera tilbúið til
að takast hana á hendur."
Ónæði af ógeltum köttum
Þó eigendur fresskatta þurfi ekki
að hafa áhyggjur af afkvæmum
þeirra getur skapast kostnaður ef
þeir láta hjá líða að gelda þá. Ógelt-
ir fresskettir lenda t.d. oft í slags-
málum og er nokkuð algengt að eft-
ir slíkt þurfi þeir á aðstoð dýra-
læknis að halda. Guðríöur segir að
sjaldan sé minnst á mesta ávinning-
inn af því að láta gelda ketti, þ.e.
minnkandi ónæði. „Flestir kannast
við að hafa vaknað um miðja nótt
vegna hávaða frá breima köttum
sem aldrei virðast ætla að hætta
vælinu. Eins hafa kettir þann leiða
sið að merkja sér svæði með því að
míga hér og þar og eins og allir vita
er kattahlandsfýla afskaplega erfið
viðureignar. Séu kettirnir geltir er
ekki þessi rosalega sterka lykt af
þeim. Eigendur katta sem láta hjá
líða að gelda þá geta jafnvel lent í
kostnaði vegna skemmda sem gælu-
dýrið þeirra veldur, t.d. ef það laum-
ar sér inn hjá nágrannanum og míg-
ur í fína sófasettið." segir hún.
Aflífað ffyrir sumarleyfi
Töluvert er um að fólk taki að sér
dýr sem það missir svo áhugann á að
eiga eða það hentar þeim ekki að
hafa þau. Ein af birtingarmyndum
þessa er að mikið er aflífað af full-
vöxnum gæludýrum í júlí. Þá er fólk
að fara í sumarleyfi og treystir sér
ekki til að koma dýrunum í gæslu
eða tímir ekki að greiða fyrir þau á
Kattholti. „Auðvitað gefur það okkur
upp aðrar ástæður en við sjáum ber-
lega að sumarleyfm spila þar stóra
rullu. Því vil ég ítreka að fólk taki
ekki dýr inn á heimilið nema það sé
tilbúið til að axla ábyrgðina og greiða
þann kostnað sem af því hlýst,“ segir
Guðríður að lokum. -ÓSB
Dropinn dýri
Þaö getur kostaö fé og fyrirhöfn aö
fá sér þensín.
Gleypti peninginn:
Bensínið fékkst
ekki fyrr en
næsta dag
Ung kona hafði þessa sögu að
segja: „Ég bý í vesturbænum í
Reykjavík og var á leið heim til mín
úr Breiðholtinu. Bensínið var alveg
að klárast á bílnum svo ég renndi
upp að sjálfsala Olís i Mjódd og setti
þúsundkall í sjálfsalann. Klukkan
var hálftólf að kvöldi og á samri
stundu var stöðinni lokað. Ég fékk
þvi ekkert bensín þótt sjálfsalinn
gleypti peninginn. Afgreiðslufólkið,
ungt að árum, gat ekkert að gert og
mátti ekki endurgreiða mér en
baðst afsökunar fyrir hönd stöðvar-
innar. Ég komst heim á síðustu
dropunum og daginn eftir ætlaði ég
að fá þúsundkallinn færðan á Olís-
stöðina í grennd við heimili mitt.
Nei, það var ekki hægt heldur varð
ég að keyra upp í Mjódd til að tanka
þar. Afgreiðslumennimir sem þá
voru á vakt virtust telja þetta alger-
lega eðlilega viðskiptahætti en
þama var kúfurinn af þúsundkall-
inum farinn í óþarfa keyrslu. -Gun.
Sól og
öryggisfílma.
Sandblástursfllmui
• Stórminnkar sólarhita
Öryggissímanum lokað þótt inneign væri fyrir hendi:
Peningurinn frosinn inni
■ Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri
• Útilokar nánast útfjólubláa geisla og upplltun
• Eykur öiyggi í fárviðmm og jarðskjálftum
• Eykur öryggi gegn innbrotum
• Bmnavarnarstuðull er F 15
• Einangrargegn kulda, hita og hávaða
„Ég keypti mér GSM-síma með
frelsiskorti til að hafa hann sem ör-
yggistæki í bílnum. Þar var hann í
ár en lítið notaður. Þegar til hans
átti að grípa var búið að loka hon-
um, enda þótt 1700 krónur væm
ónotaðar inni á kortinu. Við eftir-
grennslan kom í ljós að fyrirtækið
lokar símanum eftir hálft ár sé ekki
greitt inn á hann. Þegar ég vildi fá
að opna hann aftur og nota þessar
krónur sem ég ætti inni þá var það
ekki hægt nema borga opnunar-
gjald. Ég hugðist þá nýta þennan
1700 kall til lækkunar á heimilis-
símareikningnum. Nei, það gekk
ekki heldur. Mér var tjáð að pen-
ingurinn væri frosinn inni og
fymtist ef ég léti ekki opna GSM-
símann aftur.“ Þetta er saga manns
nokkurs sem var heldur óhress með
þessi viðskiptin við Simann.
„Eins og stendur í leiðbeiningum
með frelsissímum dugir hver inn-
eign bara í hálft ár. Eftir það frýs
hún en fólk á símann áfram og kort-
ið. Því þarf þessi maður að leggja
inn 500 krónur og þá verður 1700
Frelsissími
Hver inneign endist þara í hálft ár.
kallinn virkur aftur,“ segir Guð-
mundur Ámason, fulltrúi hjá
Landssímanum.
Ástæðuna fyrir þessum við-
skiptaháttum segir hann meðal
annars þá að margir erlendir ferða-
menn kaupi sér „frelsi" af því þeir
séu ekki með íslenskan ríkisborg-
ararétt. Þess vegna verði síminn að
„renna út“ svo hægt sé að taka
númerið einhvern tíma í notkun
aftur. Það sé hins vegar ekki gert
fyrr en eftir hálft annað ár. „Svona
er þetta hjá öllum fyrirframgreidd-
um símakortafyrirtækjum í heim-
inum,“ segir Guðmundur og heldur
áfram: „Fastagjald á heimilissiman-
um er 500 krónur á mánuði en
þarna gildir 500 kallinn í hálft ár.
Svo vil ég benda á að alltaf er hægt
að hringja í 112 þótt símar séu lok-
aðir eða kortlausir. Það er hægt úr
öllum símum ef rafmagn er á
þeim.“ -Gun.
• Glerið verður 300% sterkara
• Minnkar hættu á glerflísum í andlit
• Gerir bílinn/húsið glæsilegra
GLÓI HF
Dalbrekku 22 • Kópavogi
sími 544 5770
bilar
Án efa einn
glæsilegasti
Grand landsins
Grand Cherokee CTD, 4,7
I, ekinn 13 þús. mllur,
original læstur frá Chrysler,
breyttur af Formverki og
Fjallasporti fyrir 35“.
Sjón er sögu ríkari.
Verð 4.650.000
Upplýsingar gefa
Bílar og list,
sími 544-4880/695-2860.