Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 Skoðun DV Tíðindalaust á há- tíðavígstöðvum Útlhátíð. Mótshaldarar segia fréttafólki alltaf sömu söguna, allt fór vel fram, nema einhver örfá tilfelli af smáyfirsjónum. Myndin er frá Skagaströnd en þar voru hlutirnir í hvaö bestu lagi um þessa verslunarmannahelgi, aö sögn sérfróöra um útimót. Spurning dagsins Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Eva Lind Guömundsdóttir: Grjónagrauturinn sem mamma býr til er bestur. Ragnhildur Valsdóttir: Hamborgari sem mamma og pabbi kaupa í Kjötgalleríi. Berglind Soffíudóttir: Fiskur er þaö besta sem ég fæ því hann er svo hollur og góöur. Freyja Ágústsdóttir: Allur matur sem mamma eldar og þá sérstaklega hamborgari. Jóhann Páll Hreinsson: Slátur er þaö besta sem ég fæ, þaö er líka svo rosalega hollt. Jón Unnar Kristinsson: Kjúklingurinn sem mamma eldar er bestur. Njáll hringdi: Á útihátíðum telst það til góðra siða sem á öðrum stöðum og tímum er litið á sem smekkleysu. Frétta- fólk hafði það aftur og aftur eftir gróðapungum útihátíðar í Hnappa- dal að skemmtunin hefði farið hið besta fram og aðsókn verið vonum framar. Allir skemmtu sér rosalega vel og hámenntaður sjónvarpsmað- ur taldi skrallið merkan menningar- viðburð þar sem gamlir skallapopp- arar stilltu saman græjur sínar eft- ir margra ára þagnarbindindi. Á menningarhátíðinni voru framdar tíu nauðganir og þar af tvær hópnauðganir. Fyrir svona brot er stríðsglæpadómstóll að dæma fanta í margra ára fangelsi. Þeir glæpir voru framdir i stríðs- átökum á Balkanskaga og eru taldir gróf afbrot gegn mannkyni. Hátíðar- haldarinn á Kaldármelum telur aft- ur á móti að nauðganirnar á hans yfirráðsvæði, sem selt var inn á, hafi aðeins sett skugga á annars vel heppnaða hátíð. Fjölmiðlafólkið var innilega sam- mála og hafði ekkert nema gott um skemmtunina að segja. Svo fannst búfjármeöal á mótsgestum, sem not- að er til að rota stúlkur og í meðvit- undarleysinu verða þær nauðgur- um auðveld bráð. En mótshaldarar eru með hreinan skjöld og hælast um hve löggæslan var áhrifarík. Á þjóðhátið var fjölskyldugleð- inni haldið hátt á loft og var svo að heyra á viðmælendum fjölmiðlanna að þarna væri aðallega um barna- skemmtun að ræða. Nokkur þúsund aðkomumenn komu ofan af landinu til að borða lunda og skemmta sér Heimsferöalangur skrifar: Sagan segir að að Kínverjar hafi byrjað að éta hunda og ketti þegar þeim fjölgaði svo að landbúnaður landsins mettaði ekki fjöldann. Þeir höfðu vanrækt að yrkja jörðina vegna stríðs og ofrikis jarla. Það sama gerðist hér hjá okkur. Við súrsuðum þá hálfúldið kjöt og inn- yfli úr kindum enda var flest ætt þegar neyðin var stærst og landið gaf ekki nóg til að ala fólkið. Nú ræða íslendingar um að fara að ala hunda til átu og menn fá ógleðitilfinningu upp í háls við til- hugsunina um Snata á disknum. Það vantar ekkert upp á gott úrval af kjöti á markaði hér en hundakjöt Á menningarhátídinni voru framdar tíu nauðganir og þar af tvœr hópnauðganir. Fyrir svona brot er stríðs- glœpadómstóll að dæma fanta í margra ára fangelsi. Þeir glœpir voru framdir í stríðsátökum á Balkanskaga og eru taldir gróf afbrot gegn mannkyni. með krökkunum í Eyjum. Hápunkt- ur hátíðarinnar var þegar -mann- Ég hef verið í Kína og þar þykir sjálfsagt að ala hunda og ketti til slátrunar og ferðafólk er iðulega að éta þessar afurðir án þess að vita það endilega. er ekkert verra en til dæmis kjúklingur, og sama má eflaust segja um ketti og jafnvel rottur sem Kínverjar hafa alið sem sláturdýr. Ég hef verið í Kína og þar þykir sjálfsagt að ala hunda og ketti til slátrunar og ferðafólk er iðulega aö éta þessar afurðir án þess að vita það endilega. Þar i landi eru við- hafðar furðulegar aðferðir við slátr- vitsbrekkusöngurinn var kyrjaður. Aðsópsmikill og kófsveittur for- söngvari beljaði þjóðsönginn og ætt- jarðarástin kreistist út úr hverjum svitadropa. Var tilkomumikið að sjá og heyra hvílíkar undirtektir for- söngurinn hlaut hjá hátíðargestum. Að stela, ljúga og svíka trúnað á greinilega upp á pallborðið hjá þeim söfnuöi sem leggur á sig ferðalög og fjárútlát til að njóta samvistanna í Herjólfsdal. Verslunarmannahelgin er há- punktur skemmtanalífs þjóðarinnar og sé hún líka mælikvarði á siðgæði hennar er tími til kominn að hún fari að biðja guð að hjálpa sér. unina til að gæði kjötsins verði sem mest. í Guangchou til dæmis er sagað framan af fram- fótum svo dýrið komist í búrið, hundurinn er lagður á bakið í stokk með kjaftinn reyrð- an saman með vír þannig aö hann bíti ekki. Dýrið er aflífað með því aö skera á báðar hálsæöar og því látið blæða út. Ketti er haldið í fyrsta flokki með því að snöggsjóða hann lifandi. Nú er engin hungurvofa sýnileg á íslandi. Eigum við ekki að hætta tali um að gera besta vin mannsins, hundinn, að sláturafurð? Hundar til manneldis Garri Miklar fréttir voru sagðar af því í gær aö þingmenn Vestfjarða hefðu hist til að ræða yfir- vofandi vanda kjördæmisins, bæði vegna erfið- leika í landbúnaði og þó ekki síst vegna fyrir- hugaðrar kvótasetningar á smábáta. Garra stend- ur það lifandi fyrir hugskotssjónum þegar sr. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar- innar, stóð upp fyrir nokkru og barði sér á brjóst út af smábátamálinu og krafðist þess að Alþingi kæmi saman til að samþykkja frestun á gildistöku ákvæðis um kvóta á þessa tilteknu smábáta. Karl var hetja í einn dag, maðurinn sem gerði eitthvað í málinu og honum tókst að knýja fram þingmannafundinn, enda vandséð hvemig Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávar- útvegsnefndar og fyrsti þingmaður kjördæmis- ins, hefði átt að synja Karli um fundinn - jafnvel þótt hann teldi hann ekki vera til neins. Það hefði vægast sagt litið illa út fyrir Einar K. að hafna slíkum fundi, enda boðaði hann fundinn möglunarlaust eins og fyrsta þingmanni kjör- dæmis ber að gera. Mikill vandi Niðurstaöa fundarins kemur enda fáum á óvart, þó svo að mikiö hafi veriö gert úr mikil- vægi hans. Þetta var klassískt dæmi um það þeg- ar fjallið tekur jóðsótt og þaö fæðist lítil mús. Hin mikla niðurstaða þingmannanna var að það steðjaði vandi að Vestfjörðum en það var jú vegna þessa mikla vanda sem fundurinn var yfir höfuð boðaður! Engin samstaða er hins vegar um hvað eigi að gera, ekki frekar en á þingi í vor þegar tekist var svo heiftar- lega á um málið að miklar sprengingar urðu í báðum stjómarflokkum þannig að formenn flokkanna máttu hafa sig alla við til að halda liði sínu saman. Stjórnarandstæðingar eru auðvitað hrifnir af hugmyndinni um frestun og vilja keyra á hana - eins og í vor. En að þverflokkspólitískur þingmannafundur myndi skila meiri árangri nú en náðist í vor var auðvitað eitthvað sem enginn lét sér detta i hug og því biðu margir eftir nýju og óvæntu útspili frá sr. Karli sem hlaut að skýra beiðni hans um fundinn. En ekkert kom Því er það að Karl V. Matthíasson, sem upp- haflega virtist ætla að slá nokkrar keilur með framgöngu sinni, situr nú uppi sem hálfgerður ómerkingur því hann hafði ekkert nýtt fram að færa með því að krefjast þessa fundar. Hann hafði ekkert tromp á hendi, staðan var óbreytt og krafan um þingmannafund var bara leik- sýning - meira að segja endur- tekin leiksýning frá því í vor! Munurinn fólst bara í því að sviðið var 1 minna, leikarar færri, handritið flatara og salur- inn minni. í rauninni var þetta pólitísk leiksýning sem kolféll. Og sá sem mestan skellinn fær er auðvitað leik- stjórinn sjálfur sem haföi náð aö kynna sýninguna með bravör í fjölmiðlum en stendur nú nakinn frammi fyrir kjósendum sem froðusnakkur. Hinir þingmenn- irnir sleppa með skrekkinn - og sá eini sem kemur vel út er auðvitað Kristinn H. Gunnars- son sem skrópaöi á fundinum og sagði eins og karlinn forðum: „Ég er hættur, farinn. Ég tek ekki þátt í þessu asnalega leikriti!" GcllTI Leiksýning sem féll Skotið frá Prinz Eugen Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Mikið hefur verið ritað og rætt um sjóorr- ustuna miklu vestan við ís- land, milli her- skipanna Hood og Bismarck fyrir rúmlega 60 árum. Sumir vilja halda því fram að það hafi verið skot frá Prinz Eugen sem hafi hæft Hood fyrst, en Bismarck hafi síðan klárað dæmið. Með þessu skrifi er mynd af hinum raunverulega austuríska prinsi, Eugen. Hann var ein helsta þjóðhetja Austurríkis. Sorglegt er að enn í dag eru frændþjóðir í Evrópu að berjast upp á líf og dauða. Með tilkomu nýrr- ar Evrópu heyra slík átök vonandi sögunni til. Prinz Eugen / eigin persónu. Vergangsmenn í góðæri Elinborg skrifar: Allur þessi fjöldi útigangsfólks er auðvitað afleiðing af góðæri Davíðs. Þeir sem höfðu það ágætt hafa það stórfínt í dag, þeir sem höfðu það slæmt hafa það enn verra í dag - og þeir sem verst voru settir eru núna komnir á vergang. Svona er ísland í dag, segir Stöð 2 en þeim hefur láðst að kíkja í bakgarð Davíðs síðustu tíu árin. Það hefur verið skorið og skor- ið í heilbrigðiskerfmu. Aöeins þeir sem kjósa rétt komast í meðferð. Sjúklingar, ekki rónar Hafliði Helgason skrifar: JÚlíUS Viflll, borg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, úthrópar veikt fólk sem er heimilislaust og ráfar um götur borgarinn- ar, fólk sem margt á hvergi höfði að að halla. Hann kallar þetta fólk róna. Ef borgarfulltrúinn veit það ekki þá er sjálf- sagt að upplýsa hann um að alkóhól- ismni er viðurkenndur sjúkdómur. Júlíus er svo heppinn að hafa ekki upplifað þann sjúkdóm. Það er skylda borgaryfirvalda að hjálpa þessu veika fólki, styðja það til nýs og betra lífs, lækna það og líkna því. Við skulum sleppa nafngiftinni rón- ar, þarna eru sjúklingar að hrópa á hjálp. Það á ekki að siga lögregu á þetta ógæfusama fólk heldur senda því lækna og það strax. Július Vífill - þetta eru sjúklingar. Nýbúar og sérréttindi EirTkur Jóhannesson skrifar: Ég er hreint gáttaður á hvað einn hópur í þjóðfélaginu nýtur mikilla sérréttinda. Þar á ég viö útlendinga á íslandi. Umhverfis þá hefur verið reistur vamarmúr. Þessi hópur virð- ist hátt yfir alla gagnrýni hafmn og hvergi má orðinu halla á þetta fólk, aðeins tala vel um það. Er það ekki umhugsunarvert að í lýðræðisríki eins og á íslandi skuli einn hópur um- fram annan njóta annarrar eins sér- stöðu og forréttinda? Getur ekki ver- ið að þegar þeir sem hafa sitthvað við þróun nýbúamála í landinu að athuga eru útskúfaöir frá umræðunni aö þá myndist neðanjarðarhópar sem reyna að koma skilaboðum sínum á fram- færi á annan hátt? Er ekki tími til kominn að ræða þessi mál frá öllum hliðum, leyfa öllum að tjá sínar skoð- anir og treysta þeim sem lesa og heyra að mynda sínar eigin skoðanir i þessum málum? Ég segi því: Niður með sérréttindin og upp með skoðana- og málfrelsið. PS. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þetta lendabréf fengist ekki birt. Sem undirstrikaði þá það sem ég hef sagt hér að framan. Lesendur geta hringt allan sólarhring- Inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReykJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.