Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2001, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 10. AGUST 2001 Fréttir I>V Lögreglumenn kærðir vegna meintrar valdníðslu gegn eldri manni: Lögregla veittist að Ijósmyndurum - munum rannsaka málið innanhúss, segir yfirlögregluþjónn Ljósmyndarar DV og Morgun- blaðsins voru margsinnis truflaðir við störf sín er þeir reyndu að festa á filmu þann atburð þegar mótmælt var komu skemmtiferðaskipsins Clipper Adventure í Reykjavíkur- höfn í vikunni. Einna helst voru það tveir yngri lögreglumenn sem reyndu að koma í veg fyrir að ljós- myndarar blaðanna gætu unnið vinnu sína. Hilmar Þór Guðmunds- son, ljósmyndari DV, var á staðnum og segir að lögreglumaður hafi tek- ið i handlegg hans aftan frá reynt að draga hann í burtu. „Ég hristi mig til og sagði honum að sleppa mér og þá hætti hann," segir Hilmar Þór. Þegar þetta gerðist var lögreglan að handtaka mótmælendur sem hugðust afhenda farþegum, sem komu í land frá skipinu á gúmbát- um, dreifirit. Hilmar segir að lög- reglan hafi gengið einna lengst þeg- ar einn lögreglumannanna tók fyrir linsu ljósmyndara Morgunblaðsins og meinaði honum að mynda at- burðinn. „Það var eins og lögreglumenn- irnir þekktu ekki rétt fjölmiðla á vettvangi en lögreglan hefur ekki leyfi til að trufla okkur við störf Atökin Lögreglumenn beittu mótmælendur í Reykjavíkurhöfn höröu. Einnig trufluðu þeir starf Ijósmyndara á vettvangi. okkar á vettvangi nema við séum beinlínis að trufla löggæslu eða rannsókn sakamála en það vorum við ekki að gera. Einungis reyndum við að ná myndum af atburði sem gerðist á svæði sem ekki var lokað af," segir Hilmar. Lögreglan i Reykjavík verður kærð vegna handtöku á öldruðum sjómanni og tveimur félögum hans í Reykjavíkurhöfn. Maðurinn var ásamt félögum úr Sjómannafélagi Reykjavikur og verkalýðsleiðtogum að mótmæla með því að dreifa bréfi um að hluti áhafnar skipsins hefði ekki grunnmannréttindi vegna launa og kjara. Lögreglan mætti á svæðið í fjölmörgum bílum og voru á bilinu 15-20 lögregluþjónar á staðnum. Mótmælin fóru friðsam- lega af stað en eftir orðaskipti milli lögreglu og mótmælenda fór lög- regla að tína einn og einn úr hópi mótmælenda í lögreglubíl. Hilmar Þór segist telja að reynsluleysi lögreglumanna hafi or- sakað það uppnám sem átti sér stað. „Án efa hefði mátt komast hjá miklu af þessu ef lögreglan hefði haft í sínum röðum einhverja af þeim eldri og reyndari. Margir þeirra voru frekar ungir og kannski ekki komnir með næga reynslu til að eiga við svona kringumstæður. Það voru aðeins tveir lögregluþjón- ar sem höfðu sig í frammi með þess- um hætti," segir Hilmar Þór. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykja- vík, sagði í samtali við DV að menn mundu fara yfir málið innanhúss. „Ég mun funda með þeim lög- reglumönnum sem þarna voru á vettvangi. Þar verður sérstaklega farið yfir þessa uppákomu með ljós- myndarana," segir hann. -rt Akureyrarbær kaupir ekki Beykilund 10: íbúar höfðu sigur Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að afturkalla til- boð sitt í fasteignina Beykilund 10 en þangað var fyrirhugað að flytja starfsemi Bröttuhllðarskóla. í samþykkt bæjarráðs frá í gær segir: „Með vísan til þeirra athuga- semda sem fram eru komnar við grenndarkynningu á breyttri nýt- ingu fasteignarinnar að Beykilundi 10 samþykkir bæjarráð að fela for- stöðumanni Fasteigna Akureyrar- bæjar að afturkalla tilboð bæjarins í fasteignina. Jafnframt felur bæjarráð for- stööumanni Fasteigna Akureyrar- bæjar að leita annarra leiða til lausnar á húsnæðisvanda Bröttu- hlíðarskóla." Áður höfðu Fasteignir Akureyr- arbæjar ákveðið að kaupa húsið Beykilund 10 af Gísla Jónssyni fyr- ir 21 milljón króna undir starfsemi Bröttuhlíðarskóla sem er skóli fyrir unglinga með félagsleg vandamál. Þegar það kom í ljós mótmæltu íbú- ar í Beykilundi og nærliggjandi göt- um hástöfum. Þeir töldu að starfsemi sem þessi ætti ekki erindi inn í „rólegt íbúða- hverfi" og m.a. var rætt um að það gæti leitt til lækkunar fasteigna- DV-MYND BG Út úr myndinni Húsiö aö Beykilundi 10 á Akureyri, þar sem átti aö setja upp Bröttuhlíðar- skóla. Tilboðið í húsið hefur nú verið afturkallað. verðs. Ljóst þykir að bæjaryfirvóld hafi ekki verið tilbúin að „taka slaginn" og því hafi bæjarráð tekið sína ákvörðun í gær. -gk Búseti byggir með nýrri tækni Þessa dagana er verið að reisa á vegum Búseta fjögur raðhús á Akur- eyri sem byggð eru með alveg nýjum hætti. Eru þetta fyrstu húsin sem byggð eru á þennan hátt á íslandi en hér er á ferðinni byggingarkerfið CasaBona sem er uppfmning Guðna Jóhannessonar, prófessors við Kon- unglega verkfræðiháskólann í Stokk- hólmi. Að sögn Guðna er komin nokkur reynsla á þetta kerfi í Sví- þjóð og þar telja menn sig geta byggt mun hraðar og mun ódýrar með þessu kerfl én með hefðbundnum hætti. Þannig á t.d. einbýlishús að geta risið á örfáum vikum eftir að Ný byggingartækni Raðhúsin við Holtateig 13-19 sem verið er að byggja samkvæmt nýja kerfinu. Hér má sjá iðnaðarmenn vera að klæða þak hússins. Efniö sniöib tll Þegar á hólminn er komiö þarf stundum að. sníöa blikkprófílana til þannig aö þeir passi. grunnurinn hefur verið steyptur og verð hússins orðið um 20% lægra en annars. Þetta nýja byggingarkerfi samanstendur af prófilum úr blikki og mátskornum einangr- unarplötum sem felldar eru saman, nánast eins og legokubb- ar, i eitt kerfi. Úfkoman er burð- arþolin heild í útveggi og þök sem síðan er gifshúðuð aö utan og innan. Nokkrar endurbætur þurfti að gera á kerfinu til að mæta séríslenskum aðstæðum. M.a. eru eldvarnarkröfur hér strangari en í Svíþjóð og eins hafa festingarnar sem tengja prófilana saman verið styrktar sérstaklega. Aðlögun þessa kerfis að íslenskum aðstæðum hef- ur þó gengið mjög vel og ekki hafa komið upp nein vandamál sem erfitt hefur verið að leysa úr. Athygli vek- ur þó að brunamálayfirvöld á Akur- eyri gera mun strangari kröfur til frágangs og bygginga en brunamála- yfirvöld i Svíþjóð. Þessi aðlögun var styrkt af Byggingalánasjóði. Sam- kvæmt upplýsingum frá byggingar- verktakanum, Hyrnu ehf. á Akur- eyri, hefur iðnaðarmönnum gengið vel að ná tökum á þessu nýja kerfi og er það t.d. haft til marks um þetta að Guðni Jóhannesson átti að vera iðnaðarmönnum til halds og traust á bakvakt en ekki kom til þess að hringja þyrfti í hann. Að sögn Heimis Ingimarssonar hjá Búseta á Akureyri var ákveðiö að ráðast í þessa tilraun gagngert til að ná niður kostnaði við húsbygg- inguna en byggingarsamvinnufélag- ið Búseti er sem kunnugt er í um- fangsmiklum framkvæmdum viða um land. Bendir Heimir á að ekki eingöngu eigi menn von á því að geta sparað við byggingarfram- kvæmdirnar sjálfar heldur líka að geta byggt mun hraðar en ella og slíkt sé afar mikilvægt þegar fjár- magnskostnaður sé jafn hár og raun ber vitni. Slíkt skili sér síðan beint inn í þá leigu sem þurfi að taka fyr- ir íbúðirnar og þar geti verið um talsverðar upphæöir að ræða fyrir fólk. -BG Heiti potturinn UiriSjön: Gyifi Xrístjánsson netfang: gylfik@ff.is Draumur í dós Það var ekki alls staðar sami djöf- ulgangurinn um nýliðna verslunar- mannahelgi. Á Akureyri var haldin hátíöin Ein með öllu, sem gárung- arnir kalla. nú Eina með | engu vegna þess hversu fáir mættu,' og þar var I svo rólegt að' haft var eftir lögreglumönnum að helgin hefði verið eins og „draumur í dós". Svo mikil voru rólegheitin að fikniefnahundur lögreglunnar fékk að vera í sumarfríi þessa helgi og mun hann hafa verið í sjöunda himni með það. Er því óhætt að segja að ekki hafi verið neinn hund- ur í lögreglumönnum á Akureyri þessa helgi og þeir haft það gott þó auðvitað hafi þeir þurft að fylgjast vel með hlutunum eins og venjulega. Snorri í Byggðastof nun? Á Sauðárkróki erú menn mis- hrifnir af þeirri ákvörðun nýs meiri- hluta í sveitarstjórn Skagafjarðar að segja Snorra Birni Sigurðssyni sveitarstjóra upp störfum, enda maðurinn vel lið- inn í starfi. Það mun hins vegar samkvæmt heim- ildum DV hafa ver- ið skilyrði af hálfu Skagafj arðarlistans fyrir samstarfi við FramsóknarQokkinn í nýjum meiri- hluta að Snorri Björn tæki pokann sinn, en sem kunnugt er var Jón Gauti Jónsson ráðinn í hans stað. Á Sauðárkróki er það altalað að Snorri Björn fari ekki langt, hann muni hefja störf hjá Byggðastofnun þar i bæ í fyllingu tímans þar sem menntun hans og mikil reynsla af sveitarstjórnarmálum muni koma að góðu gagni. Sló siöku við Jón Arnar Magnússon tugþraut- arkappi er orðinn einhver mesti hrakfallabálkur íslenskrar íþrótta- sögu og er þó af ýmsu að taka í þeim efnum. Á ár- inu hefur hann aðeins lokið keppni í einni tug- þraut en eitt og annað orðið til að fella hann í öðrum keppnum. Þegar kappinn birtist svo á skjánum i 100 metra hlaupinu, sem var fyrsta keppnisgrein tugþrautarinnar í heimsmeistarakeppninni í Kanada á dögunum, þóttust margir sjá að hann væri ekki í sem bestri æfmgu, hann virkaði „blýþungur". Fór enda svo að gaddarnir undir keppnisskóm hans brotnuðu í næstu grein sem var langstökk. Jón Arnar hætti keppni skömmu síðar og hefur síðan viðurkennt í viðtali að hafa slegið slöku við æfingar. Það er auðvitað nokkuð sem erfitt er að sætta sig við hjá manni sem æfir og keppir á styrkjum íþróttasambands íslands. Fótanuddtæki nútímans Nú til dags þykir varla nokkur maður með mönnum sem leið á um þjóðvegi landsins sem ekki dregur á eftir sér húsvagn, tjaldhýsi, felli- hýsi eða hvað þetta heitir nú allt saman. Grið- arleg aukn- ing á þessum vistarverum er talin skýra aö fullu mikinn sam- drátt í gistináttafjölda á landsbyggð- inni en þar er nýting hótela og gisti- heimila mun minni en í höfuðborg- inni þar sem nýtingin hefur aukist. Þetta þykir sanna að landsbyggðar- liðið sem sækir borgina heim dragi ekki vistarverur sínar á eftir sér þangað. Sumir þykjast sjá að „felli- hýsaæðið" sé bóla sem muni ganga yfir og að fellihýsin séu fótanudd- tæki nútimans sem muni verða lögð til hliðar eftir nokkurn tíma. T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.