Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 E>V Fréttir Spenna á Vopnafirði vegna lottóvinnings: Miður sín vegna glataðs lottómiða - einhver virðist vera að missa af 5,4 milljónum Gott er fyrir þá sem eru að snúa öllu við heima hjá sér þessa dagana að vita að miðinn var keyptur fyrir hádegi, þriðjudaginn 31. júlí. Ekki má gefa upp nákvæmari tíma að sögn Guðbjargar. Fátítt er að stórvinningar gangi ekki út og ekki er útséð um þennan þótt horfurnar séu dökkar. „Það er alveg hugsanlegt að einhver bíði bara í holu og sé að hlæja okkur núna,“ segir Guðbjörg. Mörg ár eru síðan stórvinningur í lottóinu kom síðast til Vopnafjarð- ar. -BÞ Taugatitringur hefur verið á Vopnafiröi síðan um mánaðamót en 31. júlí sl. seldist þar miði í Víkinga- lottóinu sem gaf af sér 5,4 milljónir króna. Hins vegar hefur enginn vinn- ingshafi gefið sig fram og eru heimamenn famir að óttast að mið- inn góði hafi glatast. Helga Ösp er starfsstúlka í Essó- sjoppunni á Vopnafirði. Miðinn seldist þar og hún segir að alla jafna sé bara „einn og einn“ á staönum sem kaupi lottómiða en dálítið var um ferðamenn um mánaðamótin. Grunur leikur þó á að kaupandi miðans sé í hópi heimamanna. „Ég kannast við eitt tilvik, þar sem kaupendur glötuðu miða sem keyptur var þennan dag,“ segir Helga Ösp. Guðbjörg Hólm, þjónustufulltrúi hjá Islenskri getspá, segir að mikil spenna hafi verið á Vopnafirði frá því að vinningstölurnar komu upp, 1. ágúst sl. Ýmsar sögur eru á kreiki og síðast í gær hringdi kona í Guð- björgu og var miður sín vegna þess að hugsanlegur vinningsmiði hennar hefði fokið. Eftir að hafa kannað tíma Vopnfiröingar eru á taugum þessa dagana vegna glataös lottómiöa. kaupanna komust Guðbjörg og kon- an að því að ekki væri um vinnings- miðann að ræða og létti konunni, sem búsett er á Vopnafirði, mikið við það. „Hún var alveg miöur sin þegar hún hringdi," segir Guðbjörg. DV-MYNDIR EIRlKUR JÓNSSON. íslenskir þátttakendur Hér má sjá þau Sigurjón Einarsson, Bjarna Jónasson, Hugrúnu Jóhannsdóttur, Svein Ragnarsson og Vigni Jónasson á keppnisstaönum í Austurríki í gær. HM í hestaíþróttum í Austurríki: Er ekki hér til aö ná í önnur verðlaun - segir Hafliði Halldórsson sem sýndi mikið öryggi í töltinu DV-MYNDIR JÚLÍA IMSLAND. Til Reykjavíkur á menningarnótt Landnámsmennirnir Ingólfur Arnar- son til hægri og Hrollaugur Jarlsson ásamt skapara sínum, listamannin- um Ásgeiri Ásgeirssyni, tilbúnir í feröalagiö til Reykjavíkur. Menningarnótt: Ingólfur og Hrollaugur til Reykjavíkur DV, HORNAFIRÐI: Menningarnótt Reykjavíkurborgar er i kvöld og er venja að einhverjum stað á lándsbyggðinni sé boðin þátt- taka í henni. Að þessu sinni eru það Hornflrðingar sem fyrir valinu urðu. Listamaðurinn Ásgeir Ásgeirsson í Víkingaeyjunni hefur gert tvo stóra og stæðilega trékarla úr rekaviðar- drumbum, landnámsmennina Ingólf Arnarson og Hrollaug Jarlsson og í tilefni menningarnæturinnar koma gripirnir til Reykjavíkur. Menningardagskrá Hornaíjarðar hefst meö athöfn við Ráðhús Reykja- víkur þar sem tákn Vatnajökuls, tíu tonna jaki úr Jökulsárlóni, verður settur framan við Ráðhúsið. Kl. 14 hefst formleg dagskrá Homflrðinga í Ráðhúsinu þar sem Albert Eymunds- son, bæjarstjóri Hornafjarðar, og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flytja ávörp, karlakórinn Jökull verð- ur með dagskrá og einnig verður flutt efni eftir Þórberg Þórðarson. -JI Slæm brunasár Vinnuslys varð að bænum Ás- brandsstöðum i Vopnafirði í gær- morgun. Maður sem þar var að brenna bíldekk og annað rusl varð fyrir því að eldurinn náði að læsa sig 1 buxur hans og brenndist hann illa.Hann hlaut 2. stigs brunasár á 20% líkamans. Maðurinn var sam- stundis fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. -gk DV, SADL PAURA: ~ „Eg keypti ekki farseðil til Aust- urríkis til að ná i önnur verðlaun," sagði Hafliði Halldórsson kotrosk- inn á heimsmeistaramótinu í hesta- íþróttum í Austurríki. Til þessa hef- ur hann staðið við stóru orðin því hann reið í efsta sæti í tölti á Valí- ant frá Heggsstöðum í forkeppninni. Hafliði sýndi mikið öryggi í sýning- unni og þarf að gera mörg mistök til að tapa fyrsta sætinu. Úrslitin eru eftir og verða spennandi. Þar er Jolly Schrenk (Þýskalandi) í öðru sæti á Laxness frá Störtal, Karly Zingsheim (Þýskalandi) þriðji á Dökkva frá Mosfelli, Þórarinn H. Arnarson fjórði á Braga frá Allen- bach og Stian Petersen (Noregi) fimmti á Jarli frá Miðkrika. Ekki er ólíklegt að Þórarinn Hlynur komist ofar því sýning hans var nokkuð gölluð. Ef honum tekst að laga gall- ana nær hann í hagstæðara sæti á kostnað Þjóðverjanna. Ekki er enn ljóst við hvaða tíma- töku verður miðað í 250 metra skeiðinu. I gær brást raftímatakan í síðasta spretti er Anna Skúlason fór á Mjölni á 21,6 samkvæmt hand- tímatöku. Gordon frá Stóru-Ás- geirsá lá ekki hjá Sigurbirni Bárð- arsyni í sama spretti. Fyrst var ákveðið að þau færu annan sprett, en svo var ákveðið að sleppa sprett- inum og miða tíma allra keppenda við handtímatöku. Yflrleitt eru tím- ar í handtímatöku betri en raftíma- tökutímar og getur munað allt að sekúndubroti. Svo fréttist í dag að á morgun verði miðað við raftíma- töku. Það er svipað því að notast sé við rangstöðu í knattspymu í einum leik en ekki í öðrum. Ekki eru allir ánægðir með þetta því Svíinn Magn- ús Lindquist er kominn til að setja heimsmet á Þór frá Kalfsvik og hann vill nota handtímatöku og auka líkurnar á heimsmeti. Sam- kvæmt lögum FEIF, eigenda og vina íslenska hestsins, gilda heimsmet hvort sem notast er við handtíma- töku eða raftímatöku og gerast þá hlutimir flóknir. Síðari tveir sprettirnir í 250 metra skeiði fara fram í dag, laugar- dag, en staðan fyrir síðustu sprett- ina er sú að Anna Skúlason (Sví- þjóð) og Mjölnir frá Dalbæ eru með 21,6 sekúndur, Sigurbjörn Bárðar- son og Gordon frá Stóru-Ásgeirsá með 21,7 sekúndur, Sprengi-Hvellur frá Efstadal og Reynir Aðalsteins- son eru með 22,0 sekúndur, Hösk- uldur Aðalsteinsson (Austurríki) og Ketill frá Glæsibæ II eru með 22,3 sekúndur og Kristine Segall (Dan- mörku) og Kjarni frá Tyrevoldsdal eru með 22,3 sek. Það má því búast við kærum á morgun vegna skeiðs- ins á báða bóga. Einnig verður yfir- litssýning kynbótahrossa í dag og B- úrslit í nokkrum greinum. Á morg- un verða úrslit og verðlaunaafhend- ingar. -EJ Apar og menn DV í bíó Færeyjar eru flottar Aóalsteinn Ingólfsson MONTON2001 Háskakvendið og saklausa stúlkan Kynþokki og íþróttir Teygir sig til Kanada Gjaldþrot Thermo Plus Vilja rannsóknarnefnd Þingmenn Sam- fylkingarinnar vilja að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem hafi það hlut- verk að rannsaka alla þætti máls Árna Johnsens, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Eins og mál standa nú er það ætlun Samfylking- arinnar að beita sér fyrir því á Al- þingi að rannsóknarnefndin verði skipuð. Hassmenn lausir Fjórmenningarnir, sem handtekn- ir voru á Austurlandi í fyrradag vegna tilraunar til smygls á umtals- verðu magni á hassi til landsins, voru látnir lausir í gær og málið er upplýst. Hassinu var varpað frá borði ferjunnar Norrænu í Seyðis- firði og einn fjórmenninganna tók það upp úr sjónum og geystist með það á sjóþotu til Mjóafjarðar. Á Mjóa- fjarðarheiði var svo setið fyrir smygl- urunum og þeir handteknir, sem og sá sem var um borð í ferjunni. Starfs- menn Landhelgisgæslunnar komu að málinu með því að elta sjósleða- manninn úr Seyðisfirði og láta vita að hann tæki land í Mjóafirði. Lokafrestur Omnyu Hafnaryfirvöld á Akureyri hafa gefið eigendum rússneska ryðdalls- ins Omnyu frest til loka næstu viku að fara með skipið frá Akureyri en þar hefur togarinn legið í óþökk bæjarbúa í tæp fjögur ár. Fari skip- ið ekki innan þessara tímamarka verður gripið til harðra ráðstafana til að koma því af svæðinu en skip- ið liggur á athafnasvæði Slippstöðv- arinnar og tekur þar verðmætt bryggjupláss Samþykktu samning Hjúkrunarfræðingar sem vinna hjá ríkinu hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning sinn. í atkvæða- greiðslu, þar sem um 60% þeirra greiddu atkvæði, sögðu 78% já við nýja samningnum en 21% var á móti því að samþykkja hann. Bryggjusigling í Eyjum Nótaskipið Antares VE sigldi á nótaskipið Sigurð VE í Vestmanna- eyjahöfn í gærkvöldi.og hafnaði síð- an á Nausthamarsbryggju. Skemmdir urðu litlar á skipunum tveimur en meiri á bryggjunni en undanfarna mánuði hefur verið unnið að lagfæringum á henni. Allir víki Lögmaður Alþýðusambands Is- lands hefur farið fram á það að allir skipaðir dómarar Hæstaréttar víki úr dómnum þegar mál ASÍ gegn rík- inu vegna lagasetningar gegn sjó- mönnum í vor verður tekið fyrir i Hæstarétti. Líka menning fyrir norðan Það er ekki bara í höfuðborginni sem menningarnótt verður haldin næstu nótt. Á Akureyri gangast Mið- bæjarsamtökin fyrir menningamótt í þriðja skipti og verður mikið um að vera í miðbænum, verslanir t.d. opn- ar til miðnættis og mikið um uppá- komur. Leikurinn mun einnig berast á Glerártorg en þar verður mikfl djassveisla í kvöld og svokallaður djangojass í fyrirrúmi. -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.