Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Fréttir DV Styttist í tímamörk Vinstri-grænna, Framsóknar og Samfylkingar um samstarf: Enn ekkert rætt um uppstillingu - flóknasta úrlausnarefnið, að sögn Steinunnar Valdísar. Viðræðum miðar hægt Algjör óvissa ríkir enn um R-list- ann í Reykjavík þrátt fyrir viðræður hlutaðeigandi í allt sumar. Fram- sóknarmenn og samfylkingarsinnar vilja áfram breiðfylkingu til höfuðs Sjálfstæðisflokknum en Vinstri grænir eru á báðum áttum. Tals- menn aflanna þriggja hafa komið 5-6 sinnum saman til að ræða hvort grunnur sé fyrir sameiginlegu starfi en nú er hlé á viðræðunum. Aðeins tvær vikur eru til stefnu til að kom- ast að niðurstöðu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir stýr- ir viðræðunum fyrir hönd Samfylk- ingarinnar. Hún segir að þeim miði hægt en örugglega. „Ég er hæfilega vongóð um að aðilar muni ná sam- an.“ Hins vegar hafa engar við- ræður farið um uppstillingu eða kosningaform og DV spurði Stein- unni Valdísi hvort það væri flóknasta úr- lausnarefnið og svaraði hún að það gæfi auga- leið. Sigríður Stefánsdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri-grænna, segir að hlé hafi verið gert á viðræð- unum þar sem fólk sé að bíða eftir upplýsingum. Hún vill ekki svara hvers konar upplýsingar um er að Sigtidu, |-ii.1 -T t.| [■■ Stefánsdóttir. lagsmanna. Við verðum bara að sjá hverju fram vindur næstu tvær vikur,“ segir Sigríður, aðspurð um framhaldið. Að sögn Sigríðar bíða mörg úr- lausnarefni enn, bæði einfaldir og flóknir hlutir, og hún segist ekki hafa spádómsgáfu til að sjá úrslitin fyrir. En er hún vongóð um að aðilar nái saman? „Við fengum umboð til könn- unarviðræðna og erum í þeim af fullri einurð. Við erum að skoða hvort mál- efnum Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sé betur borgið í sam- starfi en utan þess. Út á það gengur dæmið." Sem dæmi um ágreining má nefna að deildar meiningar eru milli Vinstri grænna og Samfylkingar um orkumál og rekstrarform Orkuveitu Reykjavík- ur. Steinunn Valdís segist þeirrar skoðunar að ekki verði komist hjá því að breyta núverandi rekstrarformi vegna samninga sem búið sé að gera við Akranesveiturnar en Sigríður ít- rekar að ákveðin grunnþjónusta verði að vera í almannaeigu. -BÞ Göngugatan á Akureyri: Tilboðum hafnað og tekið á víxl Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að fram fari lokað útboð í framkvæmdir við göngugötuna í miðbænum milli þeirra tveggja aðila sem boðið höfðu í verkið áður. Þau tilboð þóttu hins vegar of dýr, eins og fram hefur komið í DV, og var í framhaldi af þeim ákveðið að bjóða verkið út aftur. Sú afgreiðsla olli talsverðri óánægju hjá kaupmönnum í mið- bænum enda sýnt að þá myndi framkvæmdin tefjast verulega. Á fundi framkvæmdaráðs bæj- arins í vikunni var síðan ákveð- ið, í ljósi viöræðna við hags- munaaðila, að ganga til við- ræðna við lægstbjóðanda í verk- ið, G. Hjálmarsson ehf., um fram- kvæmdir við göngugötuna. Þeirri ákvöröun var því snúið við af bæjarráði og báðir aðilar fá tækifæri til að bjóða í verkið á ný. -BG Glaðar í dúkkuleik dv-mynd bg Gleðin var við völd hjá þeim Rut Matthíasdótiur (t.v.) og Mörtu Grétu Magnúsdóttur þar sem þær voru með dúkkurnar sínar í síðsumarsgöngutúr á Akureyri. Rússneskur ryðkláfur Omnya við Slippkantinn. Skipið hef- ur verið í Akureyrarhöfn en þess er vænst að styttist í þrottför. .tiarnarylirvold Akureyri: Omnya ófarin - langeyg eftir brottför Rússneski ryðkláfurinn Omnya er enn í Akureyrarhöfn en áður höföu hafnaryfirvöld og eigendur skipsins í Murmansk náð sam- komuiagi um að það yrði á brott fyr- ir 24. ágúst. „Nú eru eigendurnir búnir að syndga upp á riáðina í heila viku en ég trúi að þeir hafi þó fullan vilja til að leysa málið,“ sagði Hörður Blöndal hafnarstjóri í sam- tali við DV í gær. Hafnaryfirvöld hafa ekki ljáð máls á öðru en því að skipið verði fiarlægt. Samkvæmt þvi vinna eig- endurnir „... sem vilja gera sér eins mikil verðmæti úr skipinu og hægt er, hvort sem það yrði fiarlægt eða því fargað," segir Hörður. Hann seg- ir eigendurna nú leita samstarfs við aðra aðila vegna Omnyu en á með- an bíða hafnaryfirvöld langeyg eftir því að skipið, sem hefur verið í Ak- ureyrarhöfn í rétt fiögur ár, fari á brott. -sb KEA á Akureyri: Miklir vextir og vond afkoma Kaupfélag Eyfirðinga tapaði 439 milljónum kr. á fyrri helmingi lið- andi árs. Vergur hagnaður sam- stæðu KEA er um 194 milljónir króna. Skýringar á verri heildaraf- komu félagsins liggja m.a. í gengis- falli krónunnar og háum vöxtum. Kaupfélagsstjórinn kveðst hafa áhyggjur af háu vaxtastigi. -sbs. Breytingar Frá og með 1. september verður áskriftargjald DV kr. 2.200,- á mánuði. Verð í lausasölu verður 200 krónur á virkum dögum en Helgarblaö DV kostar 300 krónur. Veðrið \ kvöld © - s* v ur- ILQi'-' .'S*', V« A° , jíb p?. c-jopí 1!»~- Rigning einkum austantil Austan og norðaustanátt, 10 til 15 m/s allra nyrst en annars heldur hægari, rigning, einkum austantil og hiti 7 til 13 stig. Sólargangur og sjávarfóii REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 20.44 20.31 Sólarupprás á morgun 06.13 05.52 Síðdegisflóð 18.05 22.38 Ardegisfloð á morgun 06.19 10.52 Skýringat á veðwrfáknum KviNDÁTT 10V-HITI lsj -10° Nvindstyrkur í metrum á sekúndu ^FROST HEIÐSKÍRT ö LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO SKÝJAÐ © RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOIYIA W h? ir = ÉUAGANGUR RRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi Fremur hæg norölæg átt. Smáskúrir norðaustantil léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suöurlandi. Manuda Þriftjjuda m Mióvíkud Vindur: F 8-13 IKA'*' Hiti 7“ til 13” Norðvestan 8 til 13 m/s og smáskúrlr meö norðausturströndlnni en annars hæg vestan og norðvestanátt og viða láttskýjað. Vindur: 3-8 m/s Hiti 9° til 14” Hæg sunnanátt og skýjað vestantll á landlnu en léttskýjað austantil. Hlti 9 tll 14 stlg. mm Vindur: . / 3-8 m/á—1' Híti 9° til 14° Sunnan og suövestanátt, vætusamt og fremur mllt veöur. AKUREYRI léttskýjaö 10 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjaö 10 EGILSSTAÐIR hálfskýjaö 10 KIRKJUBÆJARKL. skörir 10 KEFLAVÍK skýjaö 12 RAUFARHÖFN léttskýjaö 10 REYKJAVÍK skýjaö 12 STÓRHÖFÐI skýjaö 11 BERGEN skýjaö 14 HELSINKI skýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN skýjað 20 ÓSLÓ alskýjaö 17 STOKKHÓLMUR 18 ÞÓRSHÖFN skúrir 11 ÞRÁNDHEIMUR rigning 12 ALGARVE léttskýjaö 20 AMSTERDAM úrkoma 20 BARCELONA skýjaö 25 BERLÍN alskýjað 19 CHICAGO hálfskýjaö 19 DUBLIN skúrir 16 HALIFAX léttskýjað 18 FRANKFURT skýjaö 19 HAMBORG skýjaö 18 JAN MAYEN alskýjað 5 LONDON skýjaö 18 LÚXEMBORG skúrir 14 MALLORCA hálfskýjað 25 MONTREAL alskýjaö 20 NARSSARSSUAQ skýjaö 8 NEW YORK mistur 24 ORLANDO alskýjað 24 PARÍS skúrir 15 VÍN rigning 15 WASHINGTON þokumóöa 19 WINNIPEG heiöskírt 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.