Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 8
8 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 Útlönd Grunaöur um sjö morð Adam Moss, 23 ára maður, er í haldi lögreglu í lowa vegna gruns um að hafa framið sjö morð. Meintur morðingi sjö manns í haldi lögreglu í lowa Lögreglan í Sioux City í Iowa í Bandaríkjunum hefur handsamað 23 ára gamlan karlmann sem leitað var að vegna hugsanlegrar aðildar hans að morðum á sjö manns, tveimur fullorðnum og fimm bömum. „Við erum að ræða við hann,“ sagði Joe Frisbie, lögreglustjóri Si- oux City, við fréttamann CNN um miðjan dag í gær. Fyrr um daginn hafði verið gefin út handtökuskipun á manninn, jafn- framt því sem hann var ákærður fyrir þjófnað. Á fimmtudagskvöld fann barna- pía lík konu og fimm barna hennar á aldrinum 5 til 12 ára. Á svipuðum tíma fannst lík karlmanns annars staðar í bænum. Hinn grunaði þekkti alla þá sem vom myrtir. Sektir fyrir að kasta rjómatertu Þrír Finnar, karlmaður og tvær konur, sem köstuðu rjómatertu í höfuðið á James D. Wolfensohn, bankastjóra Alþjóðabankans, í Helsinki í mars hafa verið dæmdir til að greiða sekt fyrir óspektir á al- mannafæri. Fólkinu er gert að greiða fjörutíu dagsektir upp á 40 frnnsk mörk hverja, eða sem svarar rúmum sex hundruð krónum. Sakborningarnir kvörtuðu yfir því að dómurinn væri of þungur. Þeir sögðu að með tertukastinu hefðu þeir viljað mótmæla starfsað- ferðum Alþjóðabankans. Wol- fensohn gerði ekki kröfu um að fólk- ið yrði sótt til saka. Rifrildi viö þingiö Makedónskur lögregluþjónn deilir við mótmælanda við þinghúsið í Skopje. Þingmenn Make- dóníu ræða um framtíð landsins Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, varaði þingmenn lands- ins i gær við því að hætt væri á alls- herjarstriði ef þeir samþykktu ekki áætlun um að binda enda á upp- reisn albanskra skæruliða. Áætlun- in nýtur stuðnings NATO. Forsetinn ílutti þingmönnum boðskap þennan við upphaf um- ræðna um að veita albanska minni- hlutanum í landinu aukin réttindi. Fundurinn tafðist um rúmar sex klukkustundir vegna mótmælaað- gerða við þinghúsið. I>V Flóttamannastofnun SÞ ræðir norska flóttamannaskipið: Afganarnir fái leyfi til að fara frá borði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skoraði i gær á áströlsk stjórnvöld að leyfa afgönsku flótta- mönnunum um borð í norsku flutn- ingaskipi í ástralskri landhelgi að fara frá borði á Jólaeyju. Landgang- an yrði fyrsta skrefið til lausnar deilunni um hvað gera skuli við flóttamennina. Stjórnvöld i Ástralíu og Indónesíu hafa til þessa neitað að taka við flóttamönnunum, þrátt fyr- ir að afstaða þeirra hafi verið for- dæmd á alþjóðavettvangi. Fulltrúum Ástralíu, Indónesíu, Noregs og Nýja-Sjálands var kynnt áætlun Flóttamannastofnunar SÞ i aðalstöðvum samtakanna í Genf í gær. Þar er gert ráð fyrir að af- gönsku flóttamennimir fái að fara í land á Jólaeyju, ástralskri eyju skammt frá Indónesíu, um stundar- sakir. Þar verði siðan farið yfir mál hvers flóttamanns fyrir sig og þeir loks sendir til landa sem vilja taka við þeim. Styöur flóttamennina Lin Gaff, íbúi á Jólaeyju, vill að af- gönsku flóttamennirnir í norska fraktskipinu undan ströndum eyjar- innar fái að koma í land, eins og sjá má á boðskapnum á maga hennar. Karsten Klepsvik, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagði við Aftenposten i gær að hreyfing væri komin á málið og að líkega yrði tillaga Flóttamanna- stofnunarinnar endanleg niður- staða. Talsmaður Flóttamannastofnun- arinnar sagði að á fundinum hefði verið „breiður stuðningur" við til- lögur um að þjóðir heims tækju sameiginlega ábyrgð á flóttamönn- unum 433. Fundinum í Genf verður fram haldið í dag og gera menn sér vonir um að hann leiði til farsællar lausn- ar fyrir flóttamennina. Norska flutningaskipið bjargaði flóttamönnunum úr sjávarháska um síðustu helgi úr indónesiskri ferju sem var að því komin að sökkva. Sumir flóttamannanna lögðu upp frá heimalandinu fyrir átta mánuð- um og þeir eru staðráðnir í að kom- ast til Ástraliu. Díönu prinsessu minnst í París Gestir og gangandi í París vottuðu Díönu prinsessu virðingu sína í gær, þegar fjögur ár voru liðin frá því hún lét lífið í umferðarslysi í frönsku höfuðborginni. Unnusti Díönu, Dodi Al Fayed, sonur eiganda stórverslunarinnar Harrods í London, lét einnig lífið í slysinu. Engin opinber minningarathöfn var um Díönu í Englandi á dánardægri hennar. Forseti Suður-Afríku ómyrkur í máli á ráðstefnu um rasisma: Heimurinn skiptist milli ríkra hvítra og fátækra svertingja Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, dró upp heldur dökka mynd af heiminum við upphaf ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþátta- hatur í Durban í gær. Mbeki sagði heiminn skiptast milli ríkra hvítra manna og fátækra svertingja. Mbeki, sem tók við forsetaembætt- inu af Nelson Mandela árið 1999, tal- aði enga tæpitungu frammi fyrir sex þúsund fulltrúum frá 150 löndum. „Það reyndist nauðsynlegt að viö kæmum saman af þvi að við viður- kenndum þá staðreynd aö margir mega þolu vanvirðu og auðmýkingu af því að þeir eru ekki hvítir,“ sagði Mbeki í ræðu sinni. Allt að tíu þúsund manns hróp- uðu slagorð gegn ísrael og Banda- ríkjunum á götum Durban og til átaka kom þegar mótmælendur reyndu að dreifa bænaskjölum til ráðstefnugesta. Thabo Mbeki Forseti Suöur-Afríku talaði enga tæpitungu á ráðstefnu SÞ um kyn- þáttahatur í Durban í gær. Fidel Castro Kúbuforseti, Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, og á annan tug Afríkuforseta sitja ráð- stefnuna. Hins vegar eru engir þungavigt- armenn frá Evrópu, Norður-Amer- íku eða Asíu. Flest Evrópulönd sendu aðstoðar- ráðherra eöa embættismenn vegna ótta við að vera sett á sakamanna- bekkinn fyrir viðskipti með afríska þræla allt fram á miðja 19. öld. Bandaríkin, Kanada og Israel sendu öll lágt setta embættismenn vegna fjandskapar í garð Israels í uppkasti að lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar. Arabaríkin vilja að ísr- ael verði stimplað rasista- og her- námsveldi. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði að ísraelar gætu ekki not- að helfórina sem afsökun fyrir því að líta aldrei í eigin barm. Skuldugri námsmenn Skuldir breskra háskólanema hafa nánast þrefaldast á undanförnum þremur árum og nú er svo komið að eft- ir þriggja ára nám eru meðalskuldir þeirra hátt í tvær milljónir króna. Ástæðan fyrir skuldaaukningunni er meðal ann- ars sú að stjórn Tonys Blairs hefur afnumið styrki til stúdenta en tekið upp lánakerfi í staðinn, að sögn franska blaðsins Libération. Aukatekjur í dagsljósiö Meirihluti danskra þingmanna krefst þess að þingmenn verði að gera grein fyrir allri vinnu sinni og efnahagslegum hagsmunum utan þingsins, svo sem setu i stjórnum fyrirtækja og stofnana. Kannski kosið aftur Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra Noregs, segir ekki útilokað að endurtaka þurfi póst- atkvæðagreiðslu fyrir þingkosning- arnar 10. september næstkomandi þar sem alvarlegar villur hafa kom- ið fram í hluta gagnanna sem send voru út. Fundur hugsanlegur Hugsanlegt er að Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hittist á óformlegum fundi á Ítalíu í næstu viku til að ræða friðarhorfur. í forsetann Hillary Clinton, öldungadeildar- þingmaður og fyrr- verandi forsetafrú, segist ekki ætla að bjóða sig fram til forsetaembættisins árið 2004. „Það er ekki inni í mynd- inni,“ segir Hillary sem var kjörin til öldungadeildar Bandaríkjaþings á síðasta ári. Óhress með plötu Bjarkar Nýjasta plata Bjarkar Guðmunds- dóttur, Vespertine, fær heldur slaka dóma í breska blaðinu The Sunday Times. Gagnrýnandinn Dan Cairns segir að platan falli kylliflöt og sé beinlínis þreytandi. Þá segir gagn- rýnandi The Washington Post að Björk sé alveg húmorslaus og kvart- ar undan hreim hennar á enskunni. Mette-Marit vinsæl Mette-Marit, ný- bökuð krónprinsessa Noregs, nýtur gífur- legra vinsælda með- al norsku þjóðarinn- ar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja 85 prósent Norð- manna hana verða fina drottningu. Nikítín fær styrk Bandarísk stjórnvöld hafa veitt rússneska umhverfíssinnanum Al- exander Nikítín fimm mánaða styrk til að stunda rannsóknir vestra. Vill fá að deyja Dauðvona bresk kona vann í gær áfanga í baráttu sinni fyrir því að maður hennar geti aðstoðað hana við að svipta sig lífi, án þess að verða lögsóttur fyrir. Hillary ekki g I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.