Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Page 10
10
I>V
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugeró: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Nýtt fiskveiðiár
Nýtt fiskveiðiár hefst í dag, fyrsta september, og er ekki
nema að vonum að menn velti fyrir sér framvindu kvóta-
kerfisins sem verið hefur við lýði hér á landi í ríflega hálf-
an annan áratug. Mikil reynsla er komin á þetta kerfi og
sýnist sitt hverjum hvort hún er góð eða slæm. Hér verð-
ur ekki dvalið við þær deilur en þess heldur staldrað við
stærð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Það er nefnilega
svo að þegar íslendingar blanda saman stærðum og at-
vinnurekstri er útkoman einatt skrýtin.
í umræðu um íslenska kvótakverfið, sem er einstakt í
heiminum, hefur gjarna verið horft til þess að kvótinn
hefur jafnt og þétt verið að safnast á færri hendur. Þessi
þróun hefur verið einkar áberandi á allra síðustu árum og
nú er svo komið að fimmtán stærstu fyrirtækin í þessari
veigamestu atvinnugrein þjóðarinnar hafa yfir að ráða
meira en helmingi kvótans. Þar af ber eitt fyrirtæki höf-
uðið yfir önnur, Samherji hf. á Akureyri, en það ræður nú
yfir nærri níu prósentum heildarkvótans.
Umræða um islensk atvinnumál hefur um langt árabil
verið i þá veru að smátt sé fagurt. Einhverra hluta vegna
- og yfirleitt án nokkurs rökstuðnings - hafa stórfyrirtæki
þótt fremur óæskileg og bjóða af sér lítinn þokka á meðan
dáðst er að möguleikum og einhvers konar innri fegurð
smáfyrirtækja. Af sama meiði er rómantíkin sem smá-
bátasjómenn baða sig upp úr og ekki er ósvipað viðhorfið
til einbúans til fjalla, Bjarts og hans líka. íslandssagan er
reyndar saga þess smáa i baráttu við stóra náttúru.
Ekki verður með nokkru móti séð að sú þróun sem hef-
ur verið að gerast i kvótaeign landsmanna sé með nokkru
móti óvænt. Þvert á móti er hún eðlileg afleiðing þess
kerfis sem notað hefur verið frá því á níunda áratug síð-
ustu aldar. Kerfið, með framseljanlegum aflaheimildum,
hefur fest sig í sessi og hvort heldur menn eru sammála
þessu kerfi eða ekki hljóta þeir að sjá að ein af öruggustu
afleiðingum þess er að kvótinn safnast á færri hendur.
Kerfið leitar einfaldlega sinnar mestu hagkvæmni.
Á frjálsum markaði er eðlilegt að fyrirtæki sameinist til
þess að vera betur í stakk búin til að mæta harðari sam-
keppni, ekki síst frá útlöndum. Samherji hf. er gott dæmi
um fyrirtæki sem hefur orðið að stórfyrirtæki vegna
kvótakerfisins og sameinast æ fleiri félögum, heima og er-
lendis, vegna eðlis sama kerfis. Það ræður nú yfir nærri
30 þúsund þorskígildistonnum, eða um 8,93 prósentum af
heildarkvóta landsmanna. Að sumum setur hroll en svona
er kerfið, svona eru frjáls viðskipti.
Það er stórt nafn, Hákot, og Samherji hf. kann að þykja
stórt fyrirtæki á sínu sviði. En í þessum efnum er stórt af-
stætt. Samherji og önnur stór sjávarútvegsfyrirtæki á ís-
landi, svo sem ÚA, Grandi, Þorbjörn, Fiskanes og Harald-
ur Böðvarsson, eru að keppa á stórum markaði sem nær
ekki einasta yfir allt norðanvert Atlantshafið heldur og
yfir önnur úthöf. Keppnin um sölu á hvítfiski og öðru dýr-
mætasta sjávarfangi heimshafanna er alþjóðleg og þar
duga síður smáfyriræki ef arðs er krafist.
í tæplega 300 þúsund manna þjóðfélagi súpa sumir
hveljur yfir því að ekki fleiri en fimmtán fyrirtæki eigi
um helming fiskveiðikvótans. Fimmtán sterk fyrirtæki í
einni atvinnugrein er hins vegar talsverður fjöldi þegar
sjávarútvegur er borinn saman við aðrar atvinnugreinar
á íslandi. Spyrja má hvort aðrar atvinnugreinar, svo sem
á sviði samgangna, matvöruverslunar og oliuviðskipta,
státi af slikum fjölda stórra, áhrifamikilla og ráðandi fyr-
irtækja í sínum geira. Svarið þekkja allir.
Sigmundur Ernir
Góður í bóklegu
„Af hverju notarðu ekki þessar
buxur, væni minn,“ sagði konan
og benti á buxur sem höfðu
hangið ónotaðar í skápnum um
hríð. „Af þeirri einföldu ástæðu,
mín kæra,“ sagði ég, „að þær eru
vondar í sniðinu. Þær passa alls
ekki á mig.“ „Það er skrýtið,"
sagði konan. „Ég man ekki betur
en þær væru í þinni stærð þegar
ég keypti þær. Er sniðið á þér
kannski vont frekar en á buxun-
um?“ Hún horfði út undan sér á
kviðinn á mér og mældi hann
með augunum. „Þetta gengur
ekki. Það fer þér alls ekki að
safna bumbu. Þú verður að
hreyfa þig, maður.“
Sixpakk
„Bumbu, hvaða vitleysa er
þetta í þér kona?“ sagði ég og dró
inn kviðinn. „Maginn á mér er
eins og sixpakk." Þetta orð lærði
ég af sonum mínum sem stunda
líkamsræktina betur en faðirinn.
Þeir segja mér að stæltir maga-
vöðvar þeirra séu þannig, sex
þétt saman í kippu. Ég er þó ef-
ins um að konan hafi skilið sam-
líkinguna.
„Þú lofar mér reglulega að fara
út að ganga en svíkur það jafn-
harðan," sagði konan. Hún hafði
ekki lokið ræðunni því hún hélt
áfram: „Þú nennir ekki í sund og
leikfimi finnst þér bara fyrir
konur. Fótbolti er aðeins í
bernskuminningum þínum. Þú
ert vonlaust keis.“ Hún taldi sig
geta slett fyrst ég leyfði mér það.
„Það er alls ekki rétt hjá þér,
elskan mín,“ sagði ég og lokaði
skápnum svo illa sniðnu buxurn-
ar sæjust ekki. „Þú manst að ég
hjólaði fjórum sinnum í vinnuna
í fyrra og fór með ykkur mæðg-
um í sund á Varmalandi í sum-
ar.“ „Sér er hver hreyflngin,"
sagði konan, „þú sast í heita
pottinum meðan við syntum 500
rnetra."
Rykfallið golfsett
„Hvernig var með þetta
golfsett þitt?“ spurði konan eftir
nokkra þögn. „Það gekk ekki svo
lítið á þegar þú eignaðist það. Ég
man ekki betur en þú hafir keypt
þér bókina „Hvernig á að leika
golf?“ um leið. Síðan hefur þetta
sama sett rykfallið úti í bílskúr,
nema þá rétt þegar strákarnir
skjótast með það út á völl.“
„Jú, sjáðu til, mín elskaða,"
sagði ég. „Ég tók þetta með
mínum hætti og er flnn í
þessu bóklega. Ég kann sem
sagt sveifluna, svona fræðilega
séð. Verklegi þátturinn er svo
annar handleggur." „Einmitt,"
sagði konan, „það eru hand-
leggirnir sem eru notaðir í golf-
sveifluna. Þú ættir að prófa það
einhvern tímann og vita hvernig
bóknámið nýtist þér.“
Sú góða kona lét ekki sitja við
orðin tóm. Næsta dag tilkynnti
hún mér að ég ætti að mæta til
golfkennara á tilteknum tíma og
hafa með mér rykfallna golfsett-
ið. „Hann ætlar að sjá hvernig
bóklega sveiflan er,“ sagði konan
og glotti. „Reyndu nú að fá í þig
bakteríuna svo þú farir að
hreyfa þig. Þá kannski passarðu
í buxurnar!"
ma,
um og vinnu,“ sagði meistarinn
og skipaði mér í skotstellingu.
„Rassinn út,“ sagði kennarinn
eftir að hafa kennt mér að halda
um kylfuskaftið. „Vinstra hné
beygist að hægri fæti um
leið og þú tekur bak-
sveifluna og gætir
þess að nota
úlnliðina
rétt.
Mjaðmahnykkur
Ég mætti aðeins of seint í
fyrsta golftímann. Svipurinn á
kennaranum sýndi að slíkt gera
golfleikarar ekki. „Leyfðu mér
að sjá sveifluna," sagði kennar-
inn þegar hann teymdi mig út á
æfingaflöt golfvallarins með fötu
sér við hlið, fulla af golfboltum.
Ég sveiflaði kylfunni fyrir fram-
an hann og verð að viðurkenna
að sveiflan var ekki tilþrifamik-
il. „Ég er byrjandi," tautaði ég.
„Það leynir sér ekki,“ sagði golf-
kennarinn. „Ég las samt bók-
sagði ég. „Hvaða bók?“
Fylgdu sveiflunni síðan vel eftir
með sveigju i mjöðmum og snún-
ingi á hægri fæti og horfðu
stöðugt á boltann. Sveifla hand-
leggjanna er stór en það eru
mjaðmirnar sem gefa hnykk-
inn,“ ítrekaði kennarinn. „Jú, ég
kannast við það,“ sagði ég en
kaus að ræða það ekki nánar
þegar ég sá undirfurðulegan
svipinn á golfmeistaranum.
Hann hefur kannski ekki verið
að hugsa það sama og ég.
„Á ég að muna allar þessar
hreyfingar í einu?“ spurði ég í
örvæntingu eftir að hafa slegið
hressilegt vindhögg, horft til
himins í stað þess að góna á bolt-
ann og hvorki hnykkt né hreyft
mjaðmir hið minnsta. í raun
taldi ég mig heppinn að hafa
ekki slasað kennarann með
högginu. „Þetta kemur,“ sagði
kennarinn þolinmóöur. „Við
skulum æfa sveifluna án þess að
nota bolta.“
Stífur í sveiflunni
spurði kennarinn. Ég nefndi golf-
bókina góðu en þær upplýsingar
virtust ekki styrkja stöðu mína í
augum læriföðurins. „Golf bygg-
ist á æfingum, þrotlausum æfing-
„Er heppilegra að vera i golf-
treyju til þess að ná árangri?“
spurði ég. Mér er það í barns-
minni er amma mín gaf mér og
öðrum barnabörnum svokallaðar
golftreyjur. Þetta voru í mínum
huga venjulegar peysur en þarna
á golfveÚinum rann upp fyrir
mér ljós. Auðvitað voru golftreyj-
ur ætlaðar golfleikurum til þess
að bæta sveifluna.
„Vertu bara í flíspeysunni,"
sagði kennarinn. „Ég sé ekki að J
Djörf hugmynd
Pálmi Kristinsson og félagar
hafa á undirbúningsferli að bygg-
ingu Smáralindar farið i gegnum
alla þessa umræðu. Hann segir höf-
uðatriðið að Smáralind skili eig-
endum sínum ásættanlegum af-
rakstri, aö öðrum kosti hefðu menn
aldrei farið í þetta verkefni. Hann
bendir á að sömu rök og nú eru
höfð uppi gegn Smáralind hafi líka
verið notuð þegar Kringlan var
byggð. Kringlan er nú einn helsti
samkomustaður landsmanna.
Ný verslunar- og þjónustumið-
stöð, Smáralind í Kópavogi, verður
væntanlega opnuð þann tíunda, tí-
unda klukkan tíu mínútur yfir tíu.
Þarna er um mikið mannvirki að
ræða enda kostar það skildinginn,
litlar tíu þúsund milljónir króna.
Ýmsar spurningar hafa vaknað
vegna þessarar framkvæmdar. Þar
er m.a. um að ræöa líkleg neikvæð
áhrif á aðra verslun á höfuðborgar-
svæðinu. Mikil áhrif á umferð og
spurninguna um þörfina á slíkri
framkvæmd.
Án efa má finna sterk rök gegn
því að nokkru sinni hafi verið léð
máls á því að hleypa þessu verkefni
af stað. Nóg hafi þegar verið að gert
í byggingu á verslunarhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu og stöðugt sé
verið að bæta verslunareiningum í
ný íbúðahverfi. Þvi sé hreinlega
engin þörf á öðru eins risadæmi og
menn eru nú að leggja síðustu
hönd á í Smáralind.
Raunhæft eða ekki
Forsvarsmenn Smáralindar gera
sér vonir um að fá fimm milljónir
viðskiptavina í þessa verslunar- og
þjónustumiðstöð. Þegar horft er til
þess að íbúar íslands eru ekki
nema ríflega 280 þúsund virðast
þessar væntingar stjamfræðilegar.
Ef litið er hins vegar til reynslunn-
ar af Kringlunni er ekki eins víst
að hugmyndir Pálma og félaga séu
eins fjarlægar og virðist í fyrstu.
Kringlan tekur til sín yfir flórar
milljónir viðskiptavina á ári. í
Smáralind er ýmsu bætt við sem
ekki er til staðar í Kringlunni. Þar
verður ráðstefnu- og sýningarað-
staða sem lengi hefur verið talin
mikil þörf fyrir á íslandi. Með sín-
um fimm kvikmyndasölum að auki
ætti að vera hægt að draga þar að
mikinn fjölda fólks. Þá hafa íslend-
ingar löngum verið taldir nýunga-
gjarnir.
Við tökum venjulega öllu sem að
okkur er rétt með trompi. Þannig
erum t.d. við heimsmeistarar í far-
síma- og netnotkun, svo eitthvað sé
nefnt. Miðað við það þyrfti enginn
að verða hissa þótt áædanir þeirra
Smáralindarmanna um aðsókn
gangi upp. Þrátt fyrir fullyrðingar
fólks sem í vandlætingartón segist
aldrei ætla að fara þar inn fyrir
dyr.