Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 11
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
11
Skoðun
ný peysa breyti neinu.“ Það
mátti greina örlitla kald-
hæðni i röddinni. Ég
lét það ekki á mig fá.
„Ætti ég að fá mér
svona gaddaskó?“
sagði ég og
benti á mann
í reimuðum
skóm, hvít-
um og svört-
um. Hann var í
köflóttum bux-
um og sló með fag-
urri sveiflu, mjaðmahnykk
og hnésveiflu. „Láttu þína duga
i bili,“ sagði kennarinn, „við
skulum fyrst sjá hvernig gengur
hjá okkur.“ Ég sló nokkur vind-
högg til viðbótar.
„Kláraðu nú tímann með því
að slá úr fotunni. Við sjáumst
svo aftur á morgun," sagði kenn-
arinn. Hann forðaði sér snarlega
til þess að verða ekki fyrir voða-
skoti. „Á ég ekki að lesa heima?“
kallaði ég á eftir honum. Ég sá
ekki betur en hann hristi haus-
inn á hlaupunum. Eflaust er
hann ekki vanur svo bókhneigð-
um golfnema.
„Hvernig var?“ spurði konan
þegar ég kom heim af íþróttaæf-
ingunni. „Ja,“ svaraði ég og dró
seiminn, „þetta er ekki svo erfitt
ef maður notar mjaðmirnar rétt
og hnykkir. Muna bara að horfa
alltaf beint á viðfangsefnið með
stífa limi í sveiflunni."
„Jú, sjáðu til, mín elskaða, “
sagði ég. Ég tók þetta með mín-
um hœtti og er fínn í þessu bók-
lega. Ég kann sem sagt sveifl-
una, svona frœðilega séð. Verk-
legi þátturinn er svo annar
handleggur. “
„Einmitt,“ sagði konan,
„það eru handleggirnir
sem eru notaðir í golf-
sveifluna. Þú œttir að
prófa það einhvern
tímann og vita hvern-
ig bóknámið nýtist
þér. “
Ögrandi hugmynd
Ekki er hægt að neita því að
þetta risaframtak í Kópavogsdaln-
um eru verulega djörf hugmynd.
Hún ögrar verulega hugmyndum
manna um hvað sé mögulegt að
gera og hvað ekki í verslunar-
rekstri á íslandi. Ýmsir telja að
með þessu sé farið fram á ystu
brún skynseminnar. Hvað sem
menn kunna annars að segja um
þessa framkvæmd þá hefur hún
skapað umtalsverð umsvif í at-
vinnulífinu og það strax á bygg-
ingarstigi. Hún hefur dregið með
sér stóraukin umsvif Kópavogs-
bæjar, sem og ýmssa fyrirtækja
sem hyggjast njóta nálægðar við
þennan verslunarrisa. Fram-
kvæmdin mun hleypa nýju lífi í
verslunarumhverfið og skapa um
leið ný viðmið um hvað sé hægt
og hvað ekki.
Án efa munu margir smærri
samkeppnisaðilar fara illa út úr
samkeppninni við tilkomu
Smáralindar. Hins vegar hljóta
menn í sömu andrá að spyrja sig
hvort ekki sé rétt að hrinda djörf-
um hugmyndum í framkvæmd
frekar en horfa til kyrrstöðu. Því
er ekki ólíklegt að margir séu til-
búnir að taka hatt sinn ofan fyrir
djörfung Pálma og félaga.
Hvernig svo sem Smáralind
reiðir af þá má segja að án til-
raunarinnar fengjum við aldrei
að vita hvort slíkt dæmi gengur
upp eða ekki. Ef við þyrðum ekki
að taka áhættu værum við trúlega
enn í moldarkofum.
Liggur í augum uppi
Hvernig svo sem Smára-
lind reiðir af þá má segja
að án tilraunarinnar
fengjum við aldrei að
vita hvort slikt dœmi
gengur upp eða ekki. Ef
við þyrðum ekki að taka
áhœttu vœrum við trú-
lega enn í moldarkofum.
vandamál á þeim svæðum. Sú
ákvörðun Johns Howards, forsætis-
ráðherra Ástralíu, að hleypa fólkinu
ekki inn í landið er einmitt byggð á
slíkum rökum - það sé ekki hægt að
hlaða undir ólöglega mannflutninga
af því tagi sem hér voru í uppsigl-
ingu. Hann hefur jafnfamt borið við
þeim rökum að samkvæmt alþjóða-
lögum beri Áströlum engin skylda
til að taka við skipbrotsfólki af
þessu tagi. Þessu hafa raunar merk-
ir sérfræðingar í alþjóðarétti í Ástr-
alíu mótmælt og bent á að engar
skýrar reglur séu til um hvernig
beri að vista skipbrotsmenn sem
jafnframt eru flóttamenn frá heima-
landi sínu. Raunar segir t.d. þjóð-
réttarfræðingurinn dr. Jean-Pierre
Fonteyne í The Canberra Times í
fyrradag að samkvæmt Hafréttar-
sáttmálanum séu talsverðar líkur á
að Ástralíu beri lagaleg skylda til að
hýsa þessa fóttamenn ef grannt sé
skoðað. Fonteyne segir engan efa
leika á skilyrðislausri skyldu sjófar-
enda til að bjarga fólki í sjávar-
háska eins og norska skipið gerði
en hins vegar séu reglur um fram-
haldið orðnar óskýrar. Fyrir
nokkrum áratugum þótti sjálfsagt
að það land sem viðkomandi björg-
unarskip var á leið til tæki við fólk-
inu en nú hefur sú túlkun komið
fram að næsta höfn taki við því. Og
enn fleiri útgáfur af reglum eru nú
líka kynntar í þessum efnum.
Neyðarkalli ekki ansað
Að hluta til má rekja óvissuna
um þessar reglur til þess að á síðari
hluta áttunda áratugarins var gríð-
arlega mikið um bátafólk frá Vi-
etnam og ríki í Suðaustur-Asíu, og
raunar víðar, reyndu að sporna við
fótum. Það hversu flókið varð að
koma af sér fólki þegar i land var
komið leiddi síðan til þess að skip
létu mörg hver neyðarköll frá báta-
fólki sem vind um eyru þjóta.
Þannig kemur það fram í skýrslu
Flóttamannaráðs Sameinuðu þjóð-
anna frá 1979 að um 90% skipa, sem
heyrðu neyðarkall sigldu áfram án
þess að sinna því eða veita fólki að-
stoð. Fyrir vikið drukknuðu auðvit-
að þúsundir manna.
í Ástralíu spyrja upplýstir menn
sig nú að því hvort þeir, eða öllu
heldur ríkisstjórn þeirra, séu að ýta
undir að svipuð staða gæti skapast
á ný! Tilhneigingin til að hunsa
neyðarköll vegna hugsanlegs milli-
ríkjaágreinings er þegar fyrir hendi
á heimshöfunum og svona uppá-
komur munu tvímælalaust magna
hana um allan helming. Enda hefur
almenningsálitið í Ástralíu snúist
mjög gegn einstrengingslegri af-
stöðu stjórnvalda þótt vissulega séu
skoðanir skiptar þar um málið eins
og annars staðar.
Mannvinir - hvalavinir
Fyrir okkur íslendinga er það
e.t.v. umhugsunarefni og jafnvel
annað tilefni fyrir presta landsins
að reifa fyrir sóknarbörnum sínum
í stólræðu morgundagsins aö þau
stjórnvöld í Ástralíu sem í heila
viku hafa ekki talið nauðsynlegt að
taka á móti 438 flóttamönnum - þar
af 21 konu og 44 bömum, mörgum
illa á sig komnum og veikum - hafa
nýlega sent íslenskum stjórnvöldum
kveðju sem er af siðferðilegum toga.
Ástralar voru í hópi þeirra þjóða
sem lögðust gegn inngöngu íslend-
inga í Alþjóða-hvalveiðiráðið á dög-
unum vegna þess að þeir telja það
siðferðilega skyldu sína að vernda
hvali! Það er verðugt siðferðilegt
umhugsunarefni hvort viðbrögð
ástralskra stjórnvalda hefðu orðið
önnur ef það hefðu verið nokkrir
hvalir sem voru í erflðleikum við
Jólaeyjuna en ekki flóttamenn.
Ekki einir á báti
En vitaskuld eru Ástralar ekki
einir á báti í þessu máli því sam-
skipa þeim eru fjölmargar aðrar
þjóðir sem tekið hafa svipaða eða
sömu stefnu. Indónesía hefur verið
jafnvel enn harðari en Ástralarnir
og enn aörir, s.s. stjómvöld á Nýja-
Sjálandi, hafa rétt fram hönd mis-
kunnsama Samverjans með skilyrö-
um og kvöðum. Ástralía er hins veg-
ar vel stætt vestrænt menningarríki
sem óhjákvæmilegt er annað en
gera ýtrustu kröfur til. Og svo því
sé líka til skila haldið er rétt að
nefnda að Ástralar tóku í kyrrþey á
móti 5.000 manns í fyrra sem flokk-
ast getur sem bátafólk og árlega
koma þangað um 10.000 viðurkennd-
ir flóttamenn í gegnum stofnanir
Sameinuðu þjóðanna. Slík tölfræði
breytir hins vegar ekki erfiðum
kringumstæðum og neyð fólksins
um borð í Tampa og því tvöfalda
siðgæði sem virðist gegnsýra sam-
skipti þjóöa og manna og opinberast
í þessu máli.
Átakanlega vondur heimur
Þetta dæmi sýnir enn einu sinni
hve sönn hin fleygu vísuorð Megas-
ar voru þegar hann söng um grimm-
an dauða Jóns Arasonar: „Ó, það
liggur svo berlega í augum uppi,
Snati minn,/ hve átakanlega vondur
hann er þessi heimur." En jafnvel í
„átakanlega vondum heimi“ hljót-
um við þó að gera þá kröfu til okk-
ar sjálfra og alþjóöasamfélagsins að
enginn þurfi að velta þvi fyrir sér
þegar hann kemur að manni sem er
að drukkna hvort það borgi sig að
bjarga honum eða ekki!
Það hversu flókið varð að
koma af sér fólki þegar í
land var komið leiddi síð-
an til þess að skip létu
mörg hver neyðarköll frá
bátafólki sem vind um
eyru þjóta. Þannig kemur
það fram í skýrslu Flótta-
mannaráðs Sameinuðu
þjóðanna frá 1979 að um
90% skipa sem heyrðu
neyðarkall sigldu áfram
án þess að sinna því eða
veita fólki aðstoð. Fyrir
vikið drukknuðu auðvit-
að þúsundir manna.
Hún er ekkert sérlega jólaleg, sag-
an sem nú er í gangi við Jólaey und-
an ströndum Ástralíu. Alla síðustu
viku hefur heimsbyggðin fylgst með
örlögum 438 afganskra flóttamanna
sem bjargað var um borð í norska
flutningaskipið Tampa og eru þar
enn þegar þessar línur eru ritaðar.
Fólkið var sem kunnugt er á leið-
inni frá Indónesíu til Ástralíu í dap-
urlegu skipi sem sökk síðan á leið-
inni. Ekki þarf að draga í efa að
flótti fólksins frá Afganistan tali-
bananna var skiljanlegur. Það eru
ekki nema nokkrir dagar síðan
Lundúnablaðið Financial Times út-
nefndi Afganistan sem „versta land
í heimi til að búa í“ og ýmsir dálka-
höfundar víða um heim hafa talað
um að í raun væri lítill eðlismunur
á flóttafólki þaðan og flóttafólki frá
Þýskalandi nasismans.
Hundurinn sagöi ekkl ég
En lengi vel vildi enginn taka við
þessu fólki og fáir viðurkenna sið-
ferðilegar skyldur sínar til að koma
náunga sínum til raunverulegrar
hjálpar þegar hann er í nauðum
staddur. Ekki kæmi manni á óvart
þótt prestar heimsins tækju þetta
mál fyrir í stólræðum sínum við
messu á morgun. Enda er þaö allt
fullt af biblískum tilvísunum - auk
þeirrar augljósu kaldhæðni að meg-
insvið atburðanna á sér staö við
eyju sem kennd er við jólin, fæðing-
arhátíð frelsarans og stórhátíð
mannkærleikans! „Guð, ég þakka
þér fyrir að vera ekki eins og þetta
fólk“ er bergmálið sem hljómar frá
velmegandi þjóðum í nágrenninu og
fátæka ekkjan er þarna líka í líki
Jose Ramos-Horta, friðarverðlauna-
hafa Nóbels og verðandi utanríkis-
ráðherra hins bláfátæka Austur-
Timors sem býðst af miklum van-
efnum til að taka við fólkinu, um
stundarsakir í það minnsta! í gær,
föstudag, virtust þó vera að komast
af stað, fyrir milligöngu Sameinuðu
þjóðanna, íjölþjóðlegar viðræður
um að m.a. frændur okkar Norð-
menn myndu taka við hluta flótta-
mannanna. Þar er hugsanlega lausn
í sjónmáli og guð láti gott á vita að
það muni ganga eftir.
Jólaeyjarguöspjalliö
En þetta nýja Jólaeyjarguðspjall
er kannski lýsandi fyrir það sem
hefur verið að gerast í heiminum
síöustu áratugina með vaxandi
flóttamannastraumi. Múrar eru
reistir og menn og þjóðir reyna að
hafa einhverja stjórn á móttöku
flóttamanna, enda ljóst að óheftur
straumur þeirra til tiltekinna landa
eða svæða getur skapað íjölmörg
Birgir
Guðmundsson
fréttastjóri