Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 13
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 13 I>V Helgarblað Súrrandi fullur - Albert Mónakó-prins í miklu Fyrir skömmu var minning Grace Kelly heiðruð með sérstakri athöfn í hinu smáa konungsríki, Mónakó. Þar var auðvitað viðstadd- ur prinsinn og íslandsvinurinn Al- bert. Hann stoppaði þó stutt við því hann þurfti að rjúka í einkasam- kvæmi. Haft er eftir R. Couri Hay, einum af ritstjórum Hamptons-tíma- ritsins, að prinsinn hafi verið afar góðglaður og snemma verið kominn úr mestöllum fotunum og ofan í sundlaug. Þegar Hay gekk inn vildi prins- inn endilega heilsa honum með handabandi. Hay lét til leiðast en þá vildi ekki betur til en svo að prins- inn togaði hann, í öllum fötunum, út í sundlaugina til sín. Þegar ofan í var komið vissi Hay ekkert hvað hann átti af sér að gera þannig að hann spurði prinsinn hvort það væri satt að hann hefði á afmæli sínu verið- afklæddur af tveimur konum. „Hann neitaði því og glotti," sagði Hay. Þegar Hay yfirgaf partíið var Al- bert kominn í mjög nánar samræð- ur við dökkhærða konu. „Ég gæti sagt ykkur meira en ég geri það ekki,“ sagði Hay, „en hafið ekki áhyggjur, ímyndunaraflið sér um af- ganginn." Hafa skal það sem sannara reynist - Catherine Zeta Jones sættir sig illa við fátæktartal Catherine Zeta Jones er búin að fá nóg af umtali um erfiða fá- tæktaræsku. Eiginmaður henn- ar, Michael Douglas, var með silfurskeið í báðum munnvikum en hún ólst upp í Wales. Hún segir að það þýði þó ekki að hún hafi stritað eins og púlshestur í námum landsins eða nærst á kolum í barnæsku. Staðreyndin er víst sú að Catherine er komin af hefðbund- inni millistéttarfjölskyldu sem var Qarri því að vera auralaus. „Ég veit að það er skemmtilegra að skrifa um stúlkuna frá Wales sem komst áfram í lífinu en þetta er ekki eins og hlutirnir voru,“ segir Catherine. „Ég varð mjög reið þegar ég las sögur um það að ég hefði ekki átt neina skó þegar ég var lítil og hefði þurft að ganga um sveitir betlandi kökur því foreldrar mínir voru svo fátækir. Foreldr- ar mínir áttu fallegt hús og í því ólst ég upp. Þau unnu hörðum höndum við að koma því upp og ég fékk þrjár máltíðir á dag.“ Samkvæmt þessu er Catherine lukkunnar pamfill en þó mætti halda því fram að miðað við uppvöxt Tori Spelling hafi hún nánast verið á götunni. En hafa skal það sem sannara reynist þótt annað hljómi betur. Mike Tyson: „Sigur“ í nýjasta nægja ofbeldið í hnefaleikahringn- um. Munurinn er bara sá að utan hringsins lemur hann konur og hef- ur nokkrum sinnum verið kærður fyrir barsmíðar og nauðganir. Nýjasta dæmið er í Kaliforníu þar sem fimmtug kona hefur kært hann fyrir að hafa nauðgað sér á heimili sínu í júlí. Nú virðist málum þannig háttað að saksóknari hafi ekki næg sönn- unargögn í málinu til að sækja Tyson til saka. Málinu hefur því verið vísað frá. „Mér þætti gaman að sækja hann til saka,“ segir sak- sóknarinn. í herbúðum Tysons er litið á frá- visunina sem sigur. Þó er ólíklegt að Tyson sé sloppinn að fullu þvi fórnarlambið getur höfðað einkamál gegn honum og þá eru ekki kröfur um skynsamlegan vafa; þá er nóg fyrir sækjandann að sýna fram á að allt bendi til þess að hann hafi nauðgað konunni. Og það gæti ver- ið erfítt fyrir verjendur hans að hrekja. nauðgunar Mike Tyson hefur ekki látið s Nýr valkostur í sólarferðum yfír vetrartímann 64.390 kr. á mann m.v. hjón með 2 börn 2 til 14 ára í 11 daga 12. nóv. 73.290 í tvíbýli í 17 daga 4. des. kr. á mann Limassol er lífleg og skemmtileg borg þar sem hagstætt verðlag og spennandi verslunarmöguteikar fara saman. Hátískuvarningur, gallerí og verstanir ásamt notalegum kaffihúsum og góðum veitingastöðum mynda skemmtitegt umhverfi í iðandi mannlífinu í þessari hreinlegu og öruggu borg. Á meðan dvalið er á Kýpur býður Sól stuttar en spennandi skoðunarferðir frá Kýpur til Jórdaníu, Egyptalands, Sýrlands og Líbanon. AF HVERJU KÝPUR í VETUR? • Vandaðir gististaðir Sólar • Sumar allt árið • Öryggi og gestrisni heimamanna • Hagstætt verðlag • Spennandi skoðunar- og skemmtiferðir • Upphitaðar og loftkældar íbúðir ð Skemmtidagskrá Silfurklúbbsins ð Upphitaðar sundlaugar ð Rómuð fararstjórn Sólar Skelltu þér til Kýpur í vetur. Við ábyrgjumst að þú verður ekki fyrir vonbrigðum. ^10 OOOKr. aísl. ai >Lstu 100 sætunum Ferðaskrifstofan Sól býður nú í fyrsta skipti á fstandi upp á vetrarsól á Kýpur og það á einstöku verði. Aðalgististaður okkar er Ermitage Beach Hotel í Limassol sem býður upp á vel búnar íbúðir með upphitun og loftkælingu. Hótelið er einstaklega vel staðsett við ströndina og í stuttu göngufæri frá úrvali verslana, veitinga- og skemmtistaða. Kýpur er þriðja stærsta eyja Miðjarðarhafsins og býður upp á alls kyns spennandi afþreyingu. Kynningarverð á fyrstu 100 sætunum: ■ ■ Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sími 545® 900 • www.sol.is -heitar ferðirí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.