Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Side 14
14
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
DV
Ferðaþjónustan hefur áhyggjur af niðurskurði hjá Flugleiðum:
Hundruð fyrirtækja eiga
allt undir Flugleiðum
- félagið hefur tapað 2,5 milljörðum á síðustu þremur misserum
jjIuíúlLllí^ki
Björn Þorláksson
blaðamaður
Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðamálaráði byggja 800-900 fyrir-
tæki á landinu afkomu sína á ferða-
þjónustu. Bróðurpartur þeirra á allt
undir einu hlutafélagi, Flugleiðum
hf., og má því segja að félagið sé líf-
æð ferðaþjónustu í landinu. 1600
milljóna króna tap varð á afkomu
Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins
og minnkaði eigið fé um milljarð á
einu ári. Halli hefur verið á rekstr-
inum síðustu
misseri þrátt
fyrir eignasölu
en Flugleiðir sjá
fram á skárri af-
komu seinni
hluta ársins.
Fyrirtækið hef-
ur brugðist við
tapinu með því
að draga úr
sætaframboði i
haust- og vetraráætlun millilanda-
farþegaflugs. 1 fyrravetur skar félag-
ið niður um 10% í áætlunarflugi og
þegar er staðfest að flug til Halifax
heyrir senn sögunni til. Ástæður
taprekstrarins eru sagðar samdrátt-
ur í efnahagslífi, eldsneytisverð,
gengisþróun og launahækkanir.
Ekki náttúrulögmál
Tvöfbldun ferðamanna til ÍSlands
á 5-6 árum er ánægjuleg staðreynd
en stundum er talað um þennan
vöxt líkt og náttúrulögmál. Reyndin
er önnur. Á árabilinu 1993-1996
urðu straumhvörf i rekstri Flug-
leiða þegar umsvif félagsins voru
aukin verulega. Ákveðið var að
fjölga vélum og stækka leiðakerfið
og sú ákvörðun á langstærstan þátt
í vexti ferðaþjónustunnar. Bein
áhrif eru milli nýrra áætlanaleiða
og flölda ferðamanna til íslands frá
sama svæði en þegar Flugleiðir
ákveða á hinn bóginn að fækka
áætlanaleiðum munu færri ferða-
menn koma til landsins.
Fleiri hendur á plóginn?
Flugleiðir flytja inn um 80% af
heildarfjölda ferðamanna til lands-
ins en Atlantic Airways, Go, Atl-
anta, Smyril Line og fleiri sjá aðeins
um fimmtung ferðamannanna.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
segir að öllum sé ljóst að leiðakerfl
Flugleiða sé grunnur þess árangurs
sem náðst hefur og ekki síst sú
starfsemi sem félagið hafi sinnt er-
lendis. „Ef Flugleiðir eiga í vand-
ræðum vakna spurningar um hvort
fyrirtækin í ferðaþjónustunni verði
ekki að bregðast við með einhverj-
um hætti. Þau hafa notið þessa
starfs og kannski verða þau að
koma sterkar að málum,“ segir
Magnús.
Með því á ferðamálastjóri við að
innlend fyrirtæki taki ríkari þátt í
kynningar- og markaðsmálum en
nú er. Flugleiðir séu langstærsti
kostunaraðili í öllu kynningar- og
markaðsstarfi erlendis og þegar
þeir minnki umsvifin séu áhrifin
keðjuverkandi. „Það er ekki hægt
að ætlast til að að einkafyrirtæki
eins og Flugleiðir haldi þessari
vinnu endalaust áfram með sama
hætti og það hefur gert,“ segir
Magnús.
Fylgjast spennt meö
Samtök ferðaþjónustunnar fylgj-
ast spennt'með ákvörðunum Flug-
leiða og bendir Ema Hauksdóttir á
að Flugleiðir séu eina fyrirtækið
sem fljúgi til landsins yfir vetrar-
tímann. „Sá nið-
urskurður sem
verið er að tala
um kemur fyrir
utan Halifax
ekki í ljós fyrr
en í nóvember
og það er ekki
sama hvaða leið-
ir eru skornar
niður. Hins veg-
ar segir það sig
sjálft að þegar Flugleiðum gengur
illa hefur ferðaþjónustan af því
áhyggjur," segir Erna.
Um þær pælingar ferðamálastjóra
hvort fyrirtækin í ferðaþjónustunni
ættu að létta undir með Flugleiðum
og styrkja hugsanlega markaðsstarf
í auknum mæli telur Ema að grein-
in sé varla aflögufær í því efni. „Það
vill svo til að afkoma ferðaþjónustu-
fyrirtækja er almennt frekar slök,
því miður. Arðsemin er lág 11 þess-
Gæsileg loftför hafa ekki dugað til að efla hag Flugleiða
Mikið var um dýrðir þegar Flugleiðir keyptu nokkrar nýjar vélar á síðasta áratug og voru á tímabili með einn nýjasta og
glæsilegasta flugvélakostinn. Nú eru hins vegar erfiðir tímar og hefur taprekstri verið mætt að hluta með sölu eigna.
miðlamenn til íslands á síðasta ári,“
segir Guðjón.
Umræðan opnar augu
Guðjón segir ljóst að afkoman sé
óviðunandi en umræðan um vanda
fyrirtækisins hefur e.t.v. orðið til
þess að koma róti á hug lands-
manna. Spurður hvort umræðan nú
hafi áhrif á ímynd Flugleiða, segir
Guðjón: „Þessi staða og fjölmiðla-
umræðan opnar kannski augu ým-
issa fyrir því að Flugleiðir eru þjón-
ustufyrirtæki á frjálsum markaði -
að Flugleiðum ber ekki skylda til að
fljúga eitt eða neitt og að öllum er
frjálst að keppa við okkur á öllum
leiðum."
Ríkisstyrkir hafa ekki hvarflað
að Flugleiðum, enda bendir Guðjón
á að á undanfórnum árum áratug-
um hafi ríkisafskipti af flugi í Evr-
ópu og Bandaríkjunum verið af-
numin stig af stigi. Flugleiðir telja
enga ástæðu til að örvænta þótt gef-
ið hafi á bátinn. „Flugleiðir eru
sterkt fyrirtæki. Við lendum í mis-
jöfnu árferði eins og við er að búast
í hörðum heimi alþjóðlegrar sam-
keppni en við höfum alla burði til
að koma enn sterkari en áður út úr
þeim mótvindi sem blásið hefur."
Horn í sí&u félagsins
Þrátt fyrir jákvætt viðhorf til
Flugleiða samkvæmt skoðanakönn-
unum eru neikvæðu raddimar oft
háværar og miðaverð stundum
gagnrýnt. íslendingar hafa átt erfitt
með að skilja af hverju Evrópubúi á
meginlandinu getur flogið til Banda-
ríkjanna á svipuðu verði og íslend-
ingur þarf að greiða milli Egilsstaða
og Reykjavíkur en sporgönguvinna
Flugleiða erlendis hefur e.t.v. ekki
verið metin að verðleikum. Um
þetta segir Magnús Oddsson ferða-
málastjóri: „Ég held aö jafnvel þeir
sem eru að reka fyrirtækin í ferða-
þjónustunni geri sér ekki grein fyr-
ir því gifurlega fjármagni og vinnu
sem þetta eina einkafyrirtæki legg-
ur i sem verður til þess að aðrir geti
starfað. Kannski er það okkur að
kenna að hafa ekki fjallað um þessi
mál betur en staðreyndin er sú að
þeir eru langstærsti aðilinn í fjár-
mögnun á landinu og hugsanlega er
þetta vanmetin vinna. Kannski hafa
hinir sömu horn í síðu félagsins og
hafa notið verulegra hagsmuna af
vinnu þeirra.
Háöir erlendum mörkuðum
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, segir að rekstrarumhverfi al-
þjóðlegrar flugstarfsemi hafi breyst
mjög til hins verra vegna kostnaðar-
hækkana og samdráttar i efnahags-
lifi á Vesturlöndum. „Staða Flug-
leiða er erfiðari en ella vegna þess
hve félagið er háð erlendum mörk-
uðum og þar með sveiflum í inn-
byrðis þróun gjaldmiðla. Flugleiðir
eru nú að endurmeta heildarstarf-
semina með ítarlegri greiningu og
stefnumótun. Við erum að greina
hvar bestu möguleikar okkar til
arðbærs rekstrar í millilandaflugi
liggja og erum jafnframt að endur-
meta hlutverk og stöðu einstakra
dótturfyrirtækja i ýmsum greinum
flugrekstrar og ferðaþjónustu í sam-
stæðunni. Stefnt er að því að ljúka
þessari vinnu með tillögugerð í nóv-
ember. Þá verða lagðar fram mótað-
ar tillögur um þróun Flugleiðasam-
stæðunnar sem taka mið af þessum
erfiðu rekstrarskilyrðum," segir
Sigurður.
Ganrýni heyrist oft um há fargjöld félagsins
Þrátt fyrir jákvætt viðhorf til Flugleiða samkvæmt skoðanakönnunum eru
neikvæöu raddirnar oft háværar.
Guðjón Sigurður
Arngrímsson. Helgason.
ari grein og heilsársrekstur hótela
úti á landi er t.d. mjög erfiður en
menn eru auðvitað að setja mismik-
ið fé í markaðssetningu og það kann
að vera að hægt sé að auka þau
framlög."
1,3 milljarðar í
markaðssetningu
Guðjón Arngrímsson, talsmaður
Flugleiða, segir að frá 1994 hafi fé-
lagið fjölgað ferðum til og frá land-
inu um 60% til 85% eftir árstíma,
eða að meðaltali um 70%. Á sama
tíma hefur ferðamönnum fjölgaö í
Erna Magnús
Hauksdóttir. Oddsson.
sama mæli. Þeir voru 179.241 árið
1994, en 302.913 á árinu 2000. Guðjón
segir að fjölgun ferðamanna á ís-
landi sé bein afleiðing þeirrar
stefnumótandi ákvörðunar stjórn-
enda Flugleiða að stækka fyrirtæk-
ið því stækkuninni hafi fylgt mikil
markaðssókn fyrir ísland. Nú starfl
yfir 200 starfsmenn Flugleiða er-
lendis, og ætla megi að Flugleiðir
verji um 1,3 mifljörðum króna til
markaðssetningar á íslandi árlega.
„Mikil og jákvæð fjölmiðlaumræða
erlendis um ísland er okkur ekki
heldur alveg óviðkomandi. Á vegum
Flugleiða komu rúmlega 800 fjöl-
TIL&LB0Ð
Létt & laggott er viðbit með litlu
fituinnihaldi og tilvalið á brauðið
í skólann. Nú á
20% afslætti
í næstu verslun.