Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 21
1>V LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 21 Helgarblað löndur hennar í]órar, en hún hef- ur dvalist hér á landi allt siðan 1996. Kom þá hingað sem bamapía til frænku sinnar á Akureyri og var í um tvö ár. Daginn sem hún varð tvítug, það er í maí 1998, þótti henni við hæfi að gera sér daga- mun og bauð til sin i afmælisboð vinkonu sinni á Vestara-Landi. Sveinbjöm maður hennar hafði hins vegar ekki tök á að skutla henni til Akureyrar og þá hljóp í skarðið piparsveinn úr sveitinni, Þórarinn Sveinsson í Krossdal. Sú ferð var upphafið að ævintýri. Fljótlega eftir þetta fóru þau Thip- hawan, sem yflrleitt er nefnd E, að hafa samband, það er bæði í síma og á Netinu. Hlutirnir voru síðan fljótir að vinda upp á sig og fjórum mánuðum eftir fyrstu fundi gengu þau Þórarinn og E upp að altarinu. „Maðurinn minn er bóndi og vinnur einnig hjá Landgræðsl- unni. Ég hef einnig verið að vinna þar með því að finna til nesti fyrir vinnuflokkana sem eru að störfum hér uppi á heiðum. Þá hef ég einnig stundum verið að vinna í Grásíðu sem er reykhús og fisk- verkun hér í sveitinni og svo hér í Ásbyrgi," segir E. Hún fór siðast til heimalands sins, Taílands, fyrir tveimur árum en fjölskyldurnar í Krossdal og á Tóvegg munu verða samferða í austurferð siðar í haust. E hefur nú þegar gert sig gild- andi á ýmsum sviðum i sveitinni og er þegar gengin í raðir kvenfé- lagsins. Allar taílensku konurnar í sveitinni mættu á fundi í félaginu í fyrravetur og kynntu fyrir hús- freyjunum í sveitinni matargerð- arlist heimalands sins við góðar undirtektir. Þannig hafa hin tai- lensku áhrif nú smitast inn i sveitasamfélagið og íslenskir siðir aftur orðið hluti af tilveru taí- lensku kvennanna sem búa við ysta haf í Öxarfirði. -sbs horn í versluninni í Ásbyrgi. Þar er seld ýmiss konar matvara frá Taílandi, svo sem núðlur, sósur og krydd - auk þess sem seld eru hrísgrjón í 25 kg pokum. sagt að hins vegar hafi íslenskir karlmenn verið að þessu leyti eins og hinir taílensku hér áður fyrr,“ segir Sunan enn fremur. Liftið mjög vei saman Á Tóvegg búa þau Sigurður Yngvason og Wong. Þau hafa verið saman í tæp þrjú ár. Fyrir átti hún dótturina Sófi, sem er orðin fimm ára gömul íslensk heimasæta. Hún talar íslensku við Sigurð, sem hún kallar pabba, en á taílensku við mömmu sína. Þá er nú einnig kominn í heiminn sólargeislinn Dagur Yngvi sem er rúmlega árs- gamall. Kynni Sigurðar og Wang hófust í gegnum Pam, konu Sveinbjörns á Vestara-Landi. Hún sagði Sigurði frá þessari náfrænku sinni eystra og að hana langaði að koma til ís- lands. „Ég hafði fljótlega bréfasam- band og við skiptumst á bréfum og myndum hvort af öðru. Svona þró- aöist málið og fljótlega sammælt- umst við um að ég myndi senda þeim mæðgum peninga fyrir flug- farinu hingað. Þær komu þann 16. október 1998 og eru ekki farnar enn. Okkur hefur liðið mjög vel saman,“ segir Sigurður, sem er 44 ára en kona hans er níu árum yngri. Allir elga sama rétt Sigurður segir að koma taí- lensku kvennanna í hina fámennu sveit hafi tvímælalaust auðgað mannlífið þar. „Að minnsta kosti hefur fólk nóg um að tala, þótt ég hafi væntanlega ekki heyrt nema helminginn af þeim sögum sem hafa gengiö. Sögumar eru ef til vill hluti af fordómum og þeir fara virkilega í taugarnar á mér. Hvorki ég né þú, þótt af hinum norræna kynstofni séum, erum betri en annað fólk. Allir eiga sama rétt,“ segir Siguröur, sem býr með um 400 fjár, auk þess sem hann sækir vinnu í hálfu starfi í fiskeldisstöð Silfurstjörnunnar. Wong starfar síðan í versluninni í Ásbyrgi og með þessari vinnu tekst þeim að hafa í sig og á. Kjör Wong og aðstæður eru stórum betri en þegar hún var eystra og starfaði í gerviblómaverksmiðju. Heimahérað Wong er í NV-hluta Taílands og þangað ætlar fjöl- skyldan á Tóvegg í heimsókn í uppidans Foringinn- Dans ársins Barnadansar Salsa Freestyle Nýjustu tískudansarnir Mambó Brúðarvals Tjútt Samkvæmisdansar Hý« Suður-amerískir dansar fyrir einstaklinga Kennslustaðir • Bolholt 8, Reykjavík • Fjölnishúsið Dalhúsum 2, Grafarvogi Innritun og upplýsingar alla daga kl. 12-19 í síma 553 6645 eða með tölvupósti: dans@dansskoli.is. AthugiS. ýmis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskeiSa. DANSSKÓLI Jóns Péturs ogKöru dans@dansskoli. is Er orðin íslendingur ísak og Senee voru gefin saman í heilagt hjónaband í síðustu viku, af sr. Jóni Ármanni Gíslasyni, sóknarpresti á Skinnastað, við at- höfn í litlu sveitakirkjunni í Garði. Að henni lokinni var hald- in brúðkaupsveisla í skólanum í Lundi. „Ég hef kunnað mjög vel við mig hérna og eftir að við ísak giftumst lít ég orðið á mig sem ís- lending," segir Senee og brosir. Hún segist kunna vel við að búa í afskekktinni í Kelduhverfi, mun betur en í heimalandi sínu þar sem hún starfaði í dauðhreinsuð- um klefum við aö raða saman ör- gjöfum í tölvur. Kjörin á íslandi séu einnig miklum mun betri, í Taílandi hafi hún eftir sex daga vinnuviku haft um 3.000 kr. ís- lenskar í laun og var þó unnið tíu tima á dag. „Taílenskir karlmenn vinna mikið en leggja ekkert af mörkum til heimilisstarfa, Þessu er þveröf- ugt farið hér á landi. En mér er Við búðarborðiö Andrúmsloftiö í versluninni í Ásbyrgi er allt að því fjölpjóðlegt, en þar starfa þrjár taílenskar konur og einn íslendingur. Á myndinni eru Wong, húsfreyja á Tóvegg, ísak Sigurgeirsson og Senee, eiginkona hans, og lengst til hægri er E í Krossdal. Helmasætan Sófí í Tóvegg er fimm ára dama og unir hag sínum vel. í Tóvegg á hún heima enda fer það ekki milli mála af þessari mynd að dæma. næsta mánuði og af lýsingum Wong að dæma eru lífsskilyrði þar frumstæð miðað við hvað gerist í hinum vestræna heimi. Sem dæmi um það má nefna að heimili áttu þær mæðgur í bjálkakofa og annar aðbúnaður var í samræmi við það. „Þegar ég sé myndir úr þessu litla þorpi hennar Wong þá virðist allt þar vera eins og gerðist hér á landi fyrir áratugum. Þó erum við ekki neitt mjög nútímaleg hér í Keldu- hverfinu eða búum i neinum marmarahöllum." „Mér finnst gaman að vera hér í sveitinni,“ segir Wong. Hún er kjarnorkukona og gengur jöfnum höndum í öll þau störf á búinu sem þarf. Vílar ekki fyrir sér að fara og gefa fénu þegar maður hennar er af bæ. „Síðan hef ég ver- ið hér í íslenskunámi, var fyrst úti á Kópaskeri og síðan í Lundar- skóla hér í Öxarfirði. Hins vegar gaf ég náminu fri í fyrravetur enda var strákurinn þá lítill. En hver veit nema ég taki þráðinn upp síðar,“ segir Wong og brosir. Komin í kvenfélagiö Þriðja konan í Kelduhverfi sem hér segir frá er Thiphawan Sarp- hat í Krossdal. Hún kom reyndar í sveitina eftir öðrum leiðum en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.