Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Page 42
i 50______
Tilvera
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
DV
Kaffitár
í Kringlunni
Þeir sem leggja leið sína í Kringl-
una ættu að gefa sér góðan tíma til
að setjast niður og hvíla lúin bein á
Kaffitári. Tárið er staðsett undir
stiganum fyrir framan Nýkaup og
tekur milli sextíu og sjötíu manns í
sæti. Eins og Kaffitár í Bankastræti
býður staðurinn upp á fyrsta flokks
kaffi og úrvals bakkelsi. Kaffið á
Tárinu er einfaldlega betra en geng-
ur og gerist á öðrum kaffihúsum og
þjónusta til fyrirmyndar. Staðurinn
leggur metnað sinn í að bjóða ein-
göngu upp á úrvals kaffi hvort sem
það er drukkið á staðnum eða keypt
nýmalað til að laga heima. Það er
því ekki að ástæðulausu að kaffi-
þjónarnir á Tárinu hafa nánast set-
ið einir i efstu sætunum á Islands-
meistaramóti kaffiþjóna og náð
mjög langt á heimsmeistaramótinu.
Kaffi Homið
Á götuhorni á Hornaíirði stendur
Kaffi Homið. Hvar annars staðar?
Þetta er hið snotrasta bjálkahús og
salurinn er heimilislegur. Köflóttir
dúkar á borðum og stólar úr tágum
og tré, sem að vísu eru ekki þeir
traustustu í heimi, því einn þeirra
lét undan þunga þeirrar sem þetta
ritar. Óheimilt er að reykja í saln-
um að degi til og kannski var það
þess vegna sem flestir gestirnir sátu
í hnapp í lítilli koníaksstofu sem er
til hliðar við salinn. Reykleysið var
þó þóknanlegt ýmsum, meðal ann-
ars blaöamanni.
Auk súpu og smárétta er boðið
upp á ýmsar tegundir kaffis á Kaffi
Hominu. Undirrituð prófaði kaffi
með mjólkurfroðu og rifnu
súkkulaði. Það bragðaðist mjög vel.
Kökuúrvalið var fátæklegt þennan
daginn og freistaði ekki.
Kaffi Duus
Við Duus-götu í Keflavík, fast við
smábátahöfnina, er snoturt veit-
ingahús sem ber nafnið Kaffi Duus.
Það er ekki í alfaraleið og lætur lít-
ið yfir sér, utan frá séð, en þegar
inn er komið er vistlegt um að lit-
ast. Veitingarýmið hefur greinilega
verið stækkað með því að byggja
yfir útipall og úr þeim hluta salar-
ins blasir smábátahöfnin við, svo og
Keflavíkurbergið. Útsýnið úr Kaffi
Duus er þvi í algerum sérflokki,
bæði að degi til og ekki síður að
kvöldi þar sem Keflvíkingar hafa
verið svo framtaksamir að lýsa upp
bergið með ljóskösturum.
Meðal þess sem boðið er upp á í
Kaffi Duus er grænmetissúpa, borin
fram í brauðhleif. Hún er afbragðs
góð. Kaffið sem prófað var á eftir
var hins vegar í sætasta lagi en þeg-
ar gerð var athugasemd við það var
umsvifalaust bætt úr þvi.
-Kip/Gun
Kartöflur
Kartöflur voru fyrst ræktaðar i Suður-Amer-
íku og frá inkunum í fjalllendi Perú bárust þær
með Spánverjum til Evrópu um miðja sextándu
öld. Italir kunnu strax vel að meta kartöflur. I lok
18. aldar voru þær orðnar algengt fátækrafæði
víðast hvar í Evrópu. Lúðvík sextándi ræktaði
kartöflur. Hann hafði vopnaðan vörð um garðinn
á daginn og það vakti áhuga almennings á teg-
undinni. Hér á landi voru kartöfl-
ur fyrst ræktaðar á Bessastöðum
árið 1758 en séra Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal hóf skipulega ræktun á þeim
tveimur árum síðar. Kartöfluræktun varð þó
ekki almenn á landinu fyrr en á síðari hluta 19.
aldar en aliar götur síðan hafa kartöflur verið al-
gengasta grænmetið á íslandi. Fjölmörg afbrigði
til af kartöfl-
um, meðal
þeirra al-
gengustu
hér á landi
: eru
gullauga,
rauðar ís-
lenskar,
Helga og Premi-
er. Kartöflur eiga að
geymast á svölum, þurrum
og dimmum stað en ekki má geyma
þær í piastpoka. Þær á ætíð að sjóða sem
styst, einkum meðan þær eru nýjar.
Elskar kartöflur
Sæmundur Kristjánsson, matreiöslumaður grænmetisstaöarins Á næstu grösum.
Bestar beint upp
úr moldinni
Kartöfluskonsur
200 g af kartöffum eru soðin
þar til þær eru meyrar og síðan
afhýddar og stappaðar. Ofninn
hitaður í 225 gráður. 250 g
hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 1 msk.
smátt saxað dill, salt og 50 g
smjör hrært saman í skál. Kart-
öflurnar stappaðar saman við
og mjólk bætt út í þar til deigið
er passlega blautt til að hnoða
það. Flatt út fremur þunnt og
stungnar út kringlóttar kökur,
7-8 sm í þvermál. Settar á
pappírsklædda plötu og bakað-
ar þar til þær hafa lyft sér vel
og tekið góðan lit, eða í um 20
mfnútur.
Kartöflugratín
Hálft kíló af kartöflum er af-
hýtt og skorið í sneiðar. Sneið-
arnar eru settar í kalt vatn og
látnar liggja í því í 15 minútur.
Vatnið er látið renna af og
sneiðarnar þerraðar vel. Síðan
er þeim raðað í lög í smurt eld-
fast form og 200 g af rifnum
osti, múskat og nýmalaður pip-
ar sett á milli laga. Tveimur og
hálfum desilítra af rjóma hellt
yfir. Ostur settur efst og 50 g af
smjöri dreift í litlum klípum
yfir.
Fylltar bakaðar
kartöflur
- segir Sæmundur Kristjánsson, matreiðslumaður á Á næstu grösum
„Ég er einn af þeim sem elska
kartöflur," segir Sæmundur Krist-
jánsson, matreiðslumaður á græn-
metisstaðnum Á næstu grösum. „Ég
nota þær í alls konar formi í mína
matargerð, bæði í ofnrétti, pottrétti
og svo einar og sér, ýmist heilar eða
í skífum. Auðvitað ber ég eitthvað
með þeim sem inniheldur prótín,“
bætir Sæmundur við. Auðvitað eru
kartöflurnar bestar nýkomnar upp
úr moldinni, léttsoðnar og borðaðar
með hýðinu. En við búum ekki við
þann lúxus nema lítinn hluta árs-
ins.“
Ekki sáttur við sykraða mús
Sæmundi finnst við íslendingar
ekki alltaf fara rétt með kartöflurn-
ar. Hann er til dæmis alveg á móti
því að sykra kartöflumúsina. „Ég
veit ekki hvaðan sá misskilningur
kemur,“ segir hann. Hann hefur
líka sínar skoðanir á grilluðum og
bökuðum kartöflum. „Margir gera
þá skyssu að vefja þær inn i álpapp-
ír en þá er eins hægt
að setja þær í
Kartöfluréttur með
kókos og sinnepsfræjum
olía
1 msk. sinnepsfræ
200 g laukur, skorinn í sneiðar
300 g litlar, rauðar kartöflur,
skornar í báta
50 g blaðlaukur, græni hlutinn,
skorinn í strimla
2 rauðar paprikur,
skornar i strimla
3 tómatar, skorn-
ir í báta
1 1/2 tsk. möl-
uð kóríander-
fræ
l tsk. tur-
merikduft
1/2 grænn
chili, fræhreins-
aður og skorinn i
strimla
200 ml kókosmjólk
1 dl vatn
safi úr 1/2 lime
1 lárviðarlauf
salt og pipar
ur. Þá er kókosmjólkin sett út í.
Hún er látin krauma aðeins þar til
hún er orðin vei þykk. Hrært i öðru
hvoru. Þegar kartöflumar eru til-
búnar setjum við blaðlauksstriml-
ana og tómatana
út i
Þvoið stórar kartöflur vel og
skerið í tvennt eftir endilöngu.
Penslið skurðflötinn með
bræddu smjöri. Bakið í 30-40
mínútur við 200 gráður. Fyll-
ingin er þannig að tveir saxaðir
laukar, tvær rifnar gulrætur og
tvær matskeiðar saxað sellerí
er kraumað í tveimur
matskeiðum af
smjöri. 400 g
af nauta-
hakki
er
bætt
út í
Og
lát-
ið
brúnast.
Heitt kartöflu-
kjötið er tekið
kemst
ekki út um
pappírinn og þær
bara soðna. Til að fá
góðar grillaðar eða bakaðar kartöfl-
ur á bara að henda þeim beint í ofn-
inn, á gróft salt, eða á ristina," eru
hans heilræði. Sæmundur kveðst
aldrei vinna beint eftir uppskriftum
en hér gefur hann okkur samt eina
að góðum pottrétti með kartöflum.
Aðferðín
Sinnepsfræin eru ristuö
í olíunni. Laukurinn, paprikan,
chilíið, kóríander og turmerik sett
út í og kraumað á hæfilegum hita
(ekki of miklum). Kartöflubátarnir
settir í og vatninu bætt út í. Hrært
aðeins í. Lok sett á pottinn og allt
látið sjóða undir því í ca átta mínút-
Kartöfluréttur með kókos og sinn- epsfræjum og bragðbætum með salti og pipar. Limesafinn er settur yfir allt saman til að æsa aðeins upp bragðlaukana. Með þessu er upplagt að borða bvítan fisk, annaðhvort soðinn eða steiktan, og gott salat. Baunaréttur passar líka vel við. -Gun. varlega úr hýðinu með skeið. Því er blandað saman við maukið á pönnunni ásamt fjórum matskeiðar af tómatkrafti. Einni matskeið af hveiti er sáldrað yfir og hrært í. Einum dl af vatni bætt út í og kássan krydduð með pipar, salti, og oregano. Látið krauma í flmm mínútur. Fyllingin sett í hýðið og skreytt með steinselju og rifnum parmesanosti.
Næringargildi Kartöflur eru einkar hollar, einkum nýuppteknar. Þær eru auöugar af kol- vetni, steinefnum og B-vítamínum. Nýjar kartöflur innihalda líka C-vítamín en það rýrnar viö geymslu.
Innihald í soðnum kartöflum, miðað við 100 g:
Hitaeiningar 69 Prótein 2,0 g Járn 0,30 mg
Kolvetni 14,8 g