Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001
53
Tilvera
Undrabarn
í „bridge-
heiminumcc
Nokkrar af bestu bridgeþjóðum
heimsms eru nú önnum kafnar við
undirbúning bridgelandsliða sinna
sem keppa munu um heimsmeist-
aratitilinn á eyjunni, Bali, seinni
hluta októbermánaðar.
Meistaramót S-Ameriku var
haldið fyrir stuttu og sigraði sveit
Argentínu sveit Brasilíu með 48
impum í 64 spila úrslitaleik. Sveit
Argentínu mun því spila um
Bermúdaskálina sem eru í sjálfu
sér ekki miklar fréttir því að
Argentínumenn hafa um árabil átt
góða bridgemenn. Það sem er hins
vegar fréttnæmt er að í sveit
Argentinu er ungur piltur, að
nafni Augustin Madala, aðeins 14
ára gamall, en sakir mikilla hæfi-
leika má tala um hann sem undra-
barn í íþróttinni.
Madla er á öðru ári í gagnfræða-
skóla og þykir afburða námsmað-
ur. Reikningskunnátta hans er
samt rómuð umfram annað náms-
efni og hún kemur sér áreiðanlega
vel við græna borðið.
Oft er talað um, að aldur sé af-
stætt hugtak I bridgeheiminum
enda eru dæmi um það að öldung-
ar á níræðisaldri hafi unnið heims-
meistaratitil. Madala náði einnig
öðru sæti í tvímenningskeppni S-
Ameríku, en makker hans var Car-
los Cabanne, sem hefir verið í
fremstu röð bridgemeistara í S-
Ameríku I meira en hálfa öld.
Cabanne er 82 ára.
Madala spilar mikið á vefnum,
eða á OK-bridge, og telur það góða
æfingu. Hann þarf þó að laumast
til þess og bíða eftir því að mamma
hans sé sofnuð.
Miklar vonir eru bundnar við
þennan unga bridgemeistara og ég
býst við að viö eigum eftir að
heyra meira frá honum í náinni
framtíð.
Að lokum skulum við skoða eitt
dæmi frá S-Ameríku-meistaramót-
inu með Madala í aðalhlutverkinu.
A .
*KDG8
♦ D986
♦ 98653
4 ÁDG
♦ 1093
♦ ÁG532
4 ÁD
* K8732
V 63
* K107
* K104
4 109654
4» Á752
♦ 4
4 G72
Með Madala í suður gengu sagnir
á þessa leið:
Norður Austur Suður Vestur
1 4- pass 1 4 pass
2 grönd pass 3 * pass
34 pass 44 pass
pass pass
Madala gaf hjartakóngsútspilið og
drap síðan hjartadrottninguna. Síð-
an svínaöi hann laufdrottningu og
austur drap á kónginn. Hann spilaði
trompi og blindur átti slaginn. Nú
tók Madala tígulás, trompaði tígul,
lauf á ásinn og trompaði annan
tígul. Síðan tók hann laufgosa,
kastaði hjarta úr blindum og tromp-
aði síðan hjarta með trompásnum í
blindum. Austur varð að undir-
trompa og enn var tígli spilað.
Austur átti engra kosta völ, en
trompaði með sjöunni. Madala yfir-
trompaði með niunni, spilaði síð-
asta hjartanu og trompaði með
drottningunni í blindum. Austur yf-
irtrompaði með kóngnum, en
Madala átti tíunda siaginn á tromp-
tíuna.
Laglega spilað hjá unglingnum!
Un^Smáauglýsingar
byssur, ferðalög, ferðaþjónusta,
fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn,
gisting, golfvörur, heilsa, hesta-
mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt,
safnarinn, sport, vetrarvörur,
útiiegubúnaður... tómstundir
Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍV.ÍS 550 5000
Myndasögur
Það stendur hérna í þessum almanna-
tryg0íngabasklingi að ég hefði það mjög
gott ef ég fasri á eftiríaun núna!
tn
BUili
(Siggi, Slggi.l N
hjónabandi verður/
maður að sýna j
málamiðlunL .—'
/Húnvill það) 1 ekki, prestur. H Þaö er HÚN sem segist ALLTAF'’ hafarétt J ? fyrir sér! J G"ÍÍ*U’ ( Éghitli ) ,,.:lur :U: '!
" (gx
í Þegar yfirkennanrinn sagði þér að þetta
væri síðast aðvörunin sem hann gæfi þér.