Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2001, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2001 59 DV Tilvera Reiðhöllin Svaðastaðir -0CHJÍII Ch RWWERKTA inn eftir. Mættust þar útverðimir i skagfirskri hestamennsku, það er að segja þeir sem fóru fyrir reiðinni af ystu svæðunum, s.s. af Skaga og úr Fljótum. Reiöhöllin Svaðastaðir er hin glæsi- legasta, en með nafngiftinni er öðrum þræði verið að heiðra frumherjana í skagfirskri hrossarækt. -ÞÁ. DV, SKAGAFIRÐI; Talið er að um 800 manns hafi verið við vígslu reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki sl. fóstudagskvöld, en fullt var út úr dyrum og ríkti mikil og góð stemning. Mörg glæsileg sýningar- atriði fóru fram við vígsluna, en að margi-a mati var hápunktur kvöldsins þegar Karlakórinn Heimir söng „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“. Kom þá Bjöm Sveinsson á Varmalæk ríð- andi á Hrímni sínum og þótt klárinn sé orðinn 27 vetra var hreint eins og þeir Bjöm svifu um á Svaðastöðum og í kjölfarið fylgdi dúndrandi lófaklapp. Það var Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur sem vígði húsið og í kjölfarið fylgdu ávörp. Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra flutti hátíð- arræðu og var hún á léttu nótunum að vanda, svolítið góðlátlegt skens á Skag- firðinga. Ráðherrann lýsti yfir hrifn- ingu sinni vegna þessa framtaks og taldi sýnt að Svaðastaðir myndu efla hestamennsku í Skagafirði enn frekar auk þess sem reiðhöllin myndi gagnast vel öðra íþróttafólki. Sem fyrr segir vora margar glæsi- legar sýningar og m.a. var tilkomu- mikil reið ungmenna þar sem sýnt er að Skagfirðingar eiga marga mjög efni- lega knapa. í sama flokki var munstur- reið átta knapa á glæsifákum. Páll Bjarki á Flugumýri sýndi merina Sif, hæst dæmda kynbótahross landsins á þessu vori fyrir hæfileika, og allar þessar sýningar bera vott um þá grósku sem er í hrossarækt og tamn- ingu reiðhesta í héraðinu. Einnig var kyndilreið og þar sýndur forsmekkur að brennureiðinni sem fram fór dag- DV-MYNDIR ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Heiöursvörður íslenski heiöursvöröurinn, skipaöur skagfirskum hestamönnum, viö vígslu Svaðastaða. Drecið MÁNAÐARLECA FRAM TIL JÓLA! SkeKunnl 17 og Furuvðllum 5, Akureyri BR ÆDURNIR ^QEMSSON Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 Lágmúla Sjónvarpsmiðstöðin Viöurkenning Magnús Jóhannesson, formaöur Skógræktarfélags íslands, Þor- valdur S. Þorvaldsson, Ólafur Sig- urðsson og Jóhann Pálsson. Heiðursmenn í skógrækt Á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands sem haldinn var dagana 24.-26. ágúst afhenti Magnús Jóhannesson, formaður félagsins, þremur einstak- lingum viðurkenningar fyrir störf í þágu skógræktar og stuðning við starf- semi skógræktarfélaganna. Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri í Reykjavík, hlaut viðurkenningu fyrir áratuga störf að félagsmálum skóg- ræktarhreyfmgarinnar. Þorvaldur hef- ur setið í stjóm Skógræktarfélags Is- lands sl. 15 ár og gegndi formennsku í Skógræktarfélagi Reykjavíkur um 10 ára skeið. Ólafi Sigurðssyni arkitekt var veitt viðurkenning fyrir störf í skógræktar- hreyfingunni en hann hefúr verið í stjóm Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 1988, þar af formaður í þrjú ár. Ólafúr beitti sér mjög til að afla nýs landrýmis fyrir félagið til skógræktar og í formannstíð hans var gengið frá samingi um land í Hvammsvík en auk þess átti Ólafur frumkvæði að því að Skógræktarfélag Reýkjavíkur fengi svæði í landi Mógilsár f Esjuhlíðum til skógræktar og útivistar. Jóhann Pálsson, fyrrverandi garð- yrkjustjóri í Reykjavík, fékk viður- kenningu fyrir liðveislu sina við skóg- rækt í landinu. Jóhann hefur verið mikill talsmaður tegundafjölbreytni í skóg- og garðrækt og haft mikil áhrif í að auðga tegundafjölda í trjárækt inn- an borgarlandsins. Jóhann hefur einnig unnið að fræðistörfum á þess- um vettvangi, m.a. verið virkur félagi í Gróðurbótafélaginu og lagt áherslu á vandvirkni og fagmennsku í skógrækt. SiiYtíUii r jg[ SialmpMtmiiuni .',SW Misstu ekki af verðlaunapottinum! Veglegir vinningar, þar á meðal ferðatölvur, geislaspilarar og margt, margt fleira. Hringdu núna í síma 55& 5000 'ÁÐALVIN NINC l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.