Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufétagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Aðgerðir Nató Vesturlönd standa ekki lengur frammi fyrir ímyndaðri ógn. Leiðtogar þeirra þurfa ekki lengur að velta því fyrir sér á löngum og þreytulegum fundum hvort varnir þeirra séu í lagi. Þær eru það ekki. Og þær verða það seint úr þessu. Ógnin er raunveruleg og hún er ólík því sem menn hafa áður átt að venjast. Nýtt stríð er hafið og það er ekki endilega á milli ríkja eða þjóðabrota eins og menn hafa átt að venjast um áratugi og aldir. Nýja stríðið er á milli hat- urs og frelsis. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir því hvernig hægt verður í framtíðinni að verja þau gildi sem Vesturlönd standa fyrir. Frelsi og lýðræði eru stór og mikil orð. Á Vesturlöndum þykja þau skipta sköpum. Þau eru homsteinar samfélagsins. Þessi stóru orð hafa hins vegar mjög víða um heim átt undir högg að sækja á síðustu árum - í orðsins fyllstu merkingu. Höggin hafa dunið á frelsinu hjá stórþjóðum Austurlanda sem skreyta sig öðr- um gildum. Þar er víða annað viðmið. Það er eðlilegt að leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafi á tímamótafundi sínum í Brussel á miðvikudag ákveðið að fella hina hroðalegu árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin undir ákvæði fimmtu greinar bandalagsins. Tilefnið er ærið og hrikalegt. Vesturlönd standa frammi fyrir nýjum og lævísum óvini sem getur hvarvetna leynst í skjóli op- inna og frjálsra samfélaga. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt áður í meira en fimmtíu ára starfi Nató. Bandalagið stendur því á tímamótum. Fimmta grein Nató-sáttmálans felur í sér að Nató-ríkin nítján geti túlkað árás á eitt bandalagsríkið sem árás á þau öll. Árásin á þriðjudag er ekkert annað en stríðsyfirlýsing á hendur vestrænum gildum. Aðgerðir hryðjuverkamann- anna fela í sér botnlaust hatur á frjálsum samskiptum fólks og þjóða. Þeim er stefnt gegn lýðræði og mennsku. Hafi ein- hvern tíma verið tilefni til að grípa til fimmta ákvæðisins var það nú. Öllum íbúum Vesturlanda finnst sem á þá hafi verið ráðist. Samstaðan er órofin. Samfélagi heilbrigðra þjóða er nóg boðið. Fólk á Vestur- löndum er óttaslegið, sárt og dofið og margt af því er farið að fyllast hefndarhug. Það er mannshuganum eðlilegt á stundum sem þessum þegar saklaust fólk sætir þvílíkri grimmd og illsku að við annað verður ekki jafnað í sögu síðustu alda. Margir krefjast aðgerða og sýna enga þolin- mæði í þeim efnum. Vissan skiptir þar litlu máli heldur duga „trúverðugar upplýsingar“ til þess eins að benda á skotmörk og krefjast aðgerða strax. Það var í þessu andrúmslofti sem leiðtogar Atlantshafs- bandalagsins settust á fund sinn á miðvikudag og gripu til fimmtu greinarinnar. Þeim var fullkunnugt um að þar komu þeir saman til fundar sem fulltrúar samkenndar og eining- ar, fulltrúar agndofa fólks og þjóða sem fundu til vanmáttar og varnarleysis. Ákafi ákvarðana lá því í loftinu. Niðurstað- an var fyrirsjáanleg. Valdið var hnyklað. Fimmta greinin þýðir að ríkin nítján sem mynda Nató standa saman sem eitt gegn nýjum og skæðum óvini sínum. Það er hins vegar brýnt að leiðtogar Atlantshafsbanda- lagsins fari vel með þetta vald sitt. Ekki er að sjá annað en að þeir séu í vígahug með herskáa leiðtoga Bandarikjanna í fylkingarbrjósti. Alþjóðaherinn er í viðbragðsstöðu og tímaspursmál er hvenær látið verður til skarar skríða. Þær árásir mega ekki verða til þess eins að gjalda líku líkt. Þær mega ekki óvart bitna á saklausum borgurum eins og hern- aðartilþrif Nató hafa stundum gert. Þær eiga ekki að elta uppi blóraböggla heldur hitta í mark. Sigmundur Ernir X>V____________________ Sérstakur í sólböðum „Er ekki fullreynt með það, elsk- an mín? Þú veist að ég verð ekki brúnn. Ég er af hvita kynstofninum og þá meina ég hvíta,“ sagði ég þeg- ar konan lagði það til eitt síðdegið að við skryppum í haustferð til sól- arlands. „Það er nú ekki lengra síð- an en í vor að þú fórst með mig til Kýpur. Þar skín sólin allan ársins hring frá morgni til kvölds. Það breytti engu fyrir mig. Ég var jafn næpulegur í flugvélinni heim og út enda er ég ekki eins og ferðafélagar okkar sem lágu útflattir frá fyrsta degi,“ sagði ég og stundi lítillega. „Þú veist,“ sagði ég, „að við höfum langa og fjölbreytta reynslu af sól- arlandaferðum. Þær eru ágætar sem slíkar, bara ef það væri ekki svona mikil sól.“ Ferðafélagar okkar í ferðinni í vor voru í engu frábrugðnir þeim sem við höfum kynnst áður. Þeir urðu fyrst rauðir en þolinmæðin vinnur víst þrautir allar. Smám saman færðist yfir þá hinn eftir- sótti brúni litur. Þeir höfðu líka fyrir því að velta sér eins og kjúklingar á teini allan liðlangan daginn. „Ég nenni ekki að liggja í sólbaði," sagði ég og lauk ræðu minni með því að segja konunni að ég vUdi miklu heldur fara austur í Tungur. Þar væri loftslag allt miklu betra, mannlíf fegurra og sól- in ekki eins aðgangshörð. „Maðurinn minn er dá- lítið sérstakur. Hann vill ekki brenna. Þess vegna er hann hvítur, eða eigin- lega grœnn, “ sagði hún eftir nokkra umhugsun. Það má eiginlega segja að hann verði grœnblár með haustinu, þegar kólnar, sjáðu. “ um,“ sagði konan. „Þú getur alveg eins klætt þig í gæruúlpu á strönd- inni. Ást mín á þeim bleika jókst aðeins við þessi orð en fullnaðar- sigur náðist ekki. Við fórum út með vörn númer 15. Konan ætlaði enn að reyna að lita mig lítillega. Við lentum síðdegis á flugvellin- um á Kýpur. Það var heitt en ég var í mínum íslensku ferðaklæð- um, vel varinn fyrir sólinni. Aðrir landar okkar í flugvélinni voru í stuttermabolum og hnébuxum. „Hræðilegt er að sjá þetta fólk,“ hvíslaði ég að konunni, „með náfól- ar lappirnar niður úr stuttbuxun- um, karlarnir margir eins og tann- stönglar en konurnar heldur þétt- ari. Þá er nú betra að vera í síðbux- um. „Þetta fólk er komið hingað til að sóla sig,“ sagði konan. „Það verður fróðlegt að bera saman við þig þegar við fór- um heim. Þú ert eigin- lega ekki hvítur heldur neongrænn. Þú þyldir nú alveg að brenna þann voðalega lit af þér, minn kæri.“ Þreföld vörn Ég viðurkenni að ég var seinn á lappir næsta morgun. íbúðin var loftkæld og mér leið vel inni. Ég vissi að sólin gaf ekki grið ut- andyra. í farteski mínu var góð glæpasaga svo ég sá enga ástæðu til þess að rífa mig frá henni. Konan náði mér samt út. Þá voru landar okkar löngu komnir á sinn stað og flatmöguðu á bekkjum með skankana teygða frá sér svo sólar- geislamir næðu að hverri fell- ingu. Þeir hreyfðu sig ekki nema til þess að kæla sig í sundlauginni eða sjónum utan „Það er sama sagan og venjulega með þig,“ sagði konan. „Þú sérð ekkert nema islenskar þúfur og get- ur fátt hugsað þér dásamlegra en þramma um þær í gúmmítúttum og ullarsokkum. Ég skal bara láta þig vita það að ég get ekki hugsað mér að hanga ekki yfir neinu í haustrigningum hér á skerinu. Þú berð það ekki saman við ljósar sandstrendur og blátt Miðjarðar- hafið.“ Ást á þeim bleika Ég þráaðist við um stund og sagði konunni réttilega að ég þyldi ekki sólbruna. Fátt væri ömurlegra en klæja í allan skrokkinn svo jafn- vel þyrfti að grípa til svo frum- stæðra ráða sem bera á sig mjólk- urafurðir eins og jógúrt - þó ekki með ávöxtum. „Ég man nú ekki betur en þú sæir við sólbrunanum síðast þegar við skruppum," sagði konan og lét sig hvergi. Hún mundi það að ég gekk beint að sólvarnar- kremunum í fríhafnarversluninni. Konan kom með mér og greip brúsa með sólvarnarstuðlinum 10. Hún hafði sem sagt hugsað sér að bera á sinn karl en þó þannig að sólin kæmist um síðir að húðinni og litaði hana lítillega. Hún gerði sér enn vonir um að eiginmaður hennar hegðaði sér eins og al- mennilegur sólarlandafari. „Ég vil fá brúsa númer 50,“ sagði ég og fann einn slíkan, bleikan að lit. „Ertu frá þér, mað- ur, þetta er að korna- börn- Hefndaraðgerðum verður að afstýra Mér brá í brún þegar ég heyrði að N-Atlantshafsráð NATO hefði ákveðið að líta á árásina á Amer- íku sem árás á öll ríki Atlantshafs- bandalagsins. I gær mátti svo lesa í framhaldinu að Bandaríkin undir- búi innrás í Afganistan. Erum við þar með á leið í stríð, vopnlaus þjóðin? Vonandi bera vestrænar þjóðir gæfu til þess að leggjast ekki í hefndarstríð gegn arabaþjóðum. Hefndin er ekki sæt, hún er verst allra vopna og stríð i Afganistan yrði sagan endalausa. Það vita Rússar af biturri reynslu. I löndum þar sem múslímatrú er iðkuð er misjafn sauður í mörgu fé eins og hjá okkur. Gleymum því ekki að níðingsverk eru framin á almennum borgurum af kristnum Evrópubúum. Stríðsástand hefur varað á Balkanskaga árum saman og írar deila í nafni trúarinnar og drepa saklaust fólk bæði heima hjá sér og í öðrum löndum. Arabísku flugmennirnir sem flugu þotunum á tvíburaturnana og pentagonið eru fráleitt þverskurð- ur af hinu múslímska samfélagi. Fullyrðingum og síendurteknum sjónvarpsmyndum um að ógeðs- legu athæfi arabanna hafi verið fagnað í hinum arabíska heimi hef- ur verið hafnað. Þvert á móti fann fólk i þeim heimshluta sárt til með bandarísku þjóðinni. í því efni trúi ég betur Ólafí Gíslasyni verkfræð- ingi sem starfar í löndum við botn Miðjarðarhafsins. Árásin á saklaust fólk var full- komlega tilhæfulaust grimmdar- verk sem ótrúlega stór hópur ungra manna hafði undirbúið um nokkurra ára skeið. Voðaverkinu vill enginn lýsa á hendur sér og kemur það ekki á óvart. Engri þjóð dytti í hug að efna til slíks verknað- ar, hún yrði einangruð, forsmáð og hötuð af nánast hverju mannsbarni á heimskringlunni um langan ald- ur. Bandaríkin munu rísa öflug upp Menn bollaleggja um áhrif sprenginganna og horfa til langs tíma. Margar fjölskyldur sjá á bak ástvinum; missir þessa fólks er mestur. Fjárhagslega held ég að áhrifin muni ekki verða mikil yfir lengri tíma. Flugmálastarfsemi og flutningar munu fara af stað aftur eftir sjokkið og fólk mun hægt og sígandi leggjast í ferðalög. Tvíbura- turnar munu rísa í New York og hermálaráðuneytið mun áreiðan- lega innrétta nýjar skrifstofur í stað þeirra sem eyðilögðust. Fjár- hagslegt tjón er mikið fyrir Banda- ríkjamenn. En þjóðin er vellauðug, vel tæknivædd, dugmikil og fjöl- menn. Bandaríkin munu jafna sig og landið mun rísa upp úr öskunni á Manhattan, öflugra en nokkru sinni. Bandaríkjamenn eru án efa margir í hefnarhug og það skiljan- lega. En hvar á að bera niður? Hvar á að hefna? Siðmenntaðar þjóðir eins og aðildarlönd NATO eiga ekki að fara fram með offorsi og leita hefnda. Blóðhefndin hefur aldrei boðað gott. Hitt er annað mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.