Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 23 x>v Helgarblað Hinn nakti sannleikur íslenska kvennalandsliðið vakti mikla athygli fyrir umdeilda auglýsingu sína. Það er ekki í fyrsta skipti sem íþróttakonur fækka fötum til að fá athygli. Sfc**lu pér i vflftnn * morsun og ajftðu tpOTmuxll ■Mputtog (wgar Wntg wfcytjunw uka t mob aebku (túttunum i undankappni HM Ivonr*. Hlttlð •t.lpurnar I Útllltl I dag mllll 16-17 L(ug»rð*i(vöfi Jf kl. 11:00 t mofgun, 6. uptombcr Ókeypis Inn. Allir a völlinn. Áíram Island! ® t>rr léf „----- CiC* Islensku valkyrjumar Hin umdeilda auglýsing íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Islenska kvennalandsliðið í knatt- spymu vakti mikla athygli fyrir auglýsingu sína i Morgunblaðinu fyrir rúmri viku. Þar sýndu þær óvenju mikið af líkama sínum, í þeim tilgangi að fá fleiri áhorfendur á landsleik sem var haldinn daginn eftir. Þar mættu þær ítölum og unnu glæsilega. Áhorfendur voru fleiri en nokkru sinni fyrr á leik ís- lenska kvennalandsliðsins. I kjölfar auglýsingarinnar hafa margir orðið til að tjá sig um framgöngu lands- liðskvennanna. Meðal þeirra sem stigið hafa fram til að gagnrýna aug- lýsinguna er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og undir orð hennar tók leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins á þriðjudaginn sem sagði meðal annars: „Kvennaknattspyrna snýst hvorki um kynlíf né ofbeldi". Allt fyrir íþróttagreinina Landsliðskonurnar hefðu kannski mátt búast við hörðum við- brögðum. Umræðan um íþróttakon- ur og kynlíf hefur verið ofarlega á baugi síðustu árin. Fyrir Ólympíu- leikana í Sydney árið 2000 tók kvennalandslið Ástralíu (sem geng- ur undir nafninu The Mathildas) í knattspymu sig til og gaf út dagatal sem sýndi landsliðskonurnar á Evu- klæðum. Ástæðan fyrir útgáfunni var tvíþætt, annars vegar að vekja athygli á greininni og hins vegar að afla fjár fyrir liðið. Fleiri fylgdu í kjölfarið, til dæmis kvennalandslið Kanada í skíðagöngu. Dagatal þeirra nefndist „Nordic Nudes“ og var gefið út af sömu ástæðum og dagatal áströlsku kvennanna. Kanadíska skíðakonan Sara Renner sagði í viðtali við The Calgary Her- ald að hún hefði keppt í tiu ár og ímynd íþróttarinnar hefði á þeim ekkert batnað. Hún sagði enn frem- ur að það væri þess virði að klæða sig úr ef það þýddi að íþróttin yrði vinsælli. Ef Janet Reno væri „beibu Almennt er litið á að „nektar- bylgjan" í heimi íþróttakvenna hafi hafist þegar knattspyrnukonan Brandi Chastain fór úr treyjunni sinni eftir sigurmark sitt í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu árið 1999. Undir treyjunni var svart- ur íþróttabrjóstahaldari sem í sjón- varpsumfjöllun fékk mun meiri at- hygli en markið sjálft og sigur bandarísku kvennanna. í kjölfarið var mynd af Chastain á forsíðu Gear-tímaritsins þar sem hún sat fyrir nakin með fótknetti. Fleiri hafa fylgt í kjölfar- ið, meðal annarra skautadrottningin Katarina Witt og hástökkvarinn Amy Acuff. Óánægja margra hefur ekki síst ver- ið vegna þess hversu mismun- andi umfjöllun fjölmiðla er um íþróttamenn og íþróttakonur. Reyndar er mis- munurinn ekki bara bundinn við íþróttafólk, rit- stjóri Maxim karlablaðsins sagði að ef Janet Reno væri „beib“ þá kæmist hún umsvifalaust á for- síðu tímaritsins. „Allt sem ég bið um er sama með- ferð og karlar," segir Mary Jo Kane í samtali við Newhouse en hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á konum og íþróttum. „Þegar Tiger Woods verður nakinn á forsíðu Sports Illustrated og held- ur golfkúlu fyrir kynfærunum, þá skal ég þagna." -sm Hinar áströlsku Matthildur Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu vakti heimsathygli með útgáfu nektardagatals fyrir Ólympíuleikana í Sydney. S amgönguráðuney tið OMNIR Opinn kynningar- og umræðufundur í tilefni af sölu hlutabréfa ríkisins í Símanum. Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1, sunnudaginn 16. september kl. 16. • Hefur breytt eignarhald Símans áhrif á fjarskiptaþjónustu við landsmenn? • Hverju mun tækniþróun í fjarskiptum breyta? • Hver er framtíðarsýn Símans? • Hvemig verður fyrirkomulag sölunnar? SIMINN Framkvœmdanefnd um einkavœðingu Fulltrúar frá Símanum, samgönguráðuneyti og framkvæmdanefnd um einkavæðingu ræða málin og sitja fyrir svörum. Staður og tími: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1, sunnudaginn 16. september kl. 16. Framsöguerindi, fyrirspurnir og umræður. Kaffiveitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.