Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
DV
Dauði unga
píanóleikarans
Harmi slegnir foreldrar
Þau leituðu dóttur sinnar alla nóttina en allt kom fyrir ekki. Alison hafði
lent í klóm morðingja og nakið lík hennar fannst ekki fyrr en síðdegis
daginn eftir.
Fíkill og morðingi
Jay Short hafði sprautað sig með
blöndu af heróíni og verkjalyfjum
þegar hann var gripinn morðæði.
Hann kom heim til sín alblóðugur aö
leita að skóflu.
með hælaháum skó. Þannig komst
hún undan og með leigubíl á lög-
reglustöðina þar sem hún hringdi í
foreldra hinna vinkvenna sinna til
þess að athuga hvort þær heföu
komist heim heilar á húfi. Faðir
Alison uppgötvaði sér til skelfing-
ar að rúm dóttur hans var autt:
„Ég gleymi aldrei þessari skelfi-
legu nótt,“ sagði hann í viðtali.
„Við fjölskyldan fórum öll út á
götu að leita hennar en vonuðum
jafnframt að hún hefði ákveðið að
gista hjá vini. Við héldum áfram
mmmmi
að leita meðan við stóðum í fæt-
uma.“
En fjölskyldan fann ekki Alison.
Hvorki þessa nótt né morguninn
eftir. Síðdegis fann lögregla með
hunda nakið lík hennar, grafið til
hálfs á frjáisíþróttavelli rúmlega
hálfan kílómetra frá sundlauginni.
Hún hafði verið kyrkt og stungin.
Um sexleytið um morguninn
hafði hinn kolsjúki eiturlyfjaneyt-
andi ráfað heim til sín alblóðugur
Fláöí kanínur og
afhöföaöi hross
Shona Boyd hringdi í lögregluna
daginn eftir og Jay William Short
var meira en fús til þess að mæta
til yfirheyrslu. Hann sagðist hafa
mætt Alison þar sem hún gekk eft-
ir jámbrautarteinum með háhæl-
aða skó í höndunum og ráðist á
hana. Hann hafi síðan dregið hana
með sér að hekk undir tré á frjáls-
íþróttavelli þar sem hann hefði
drepið hana. Hann hefði skorið á
úlnliði hennar með glerbroti og
síðan kyrkt hana. Kinnroðalaust
játaði Jay William síðan að hafa
klætt líkið úr fötunum og
grafið það við langstökks-
brautina.
Þeir sem þekktu morðingj-
ann létu sér ekki bregða viö
þeim ásökunum sem á hann
vora bomar. Gamall skólafé-
lagi sagði t.d. frá því að uppá-
haldsiðja Jay Williams i
æsku hefði verið að veiða
kanínur og flá af þeim
skinniö. „Hann henti
flegnum kanínum á
lóðina hjá fólki sem
honum var illa við.
Einu sinni gekk hann
lengra og hjó höfuðið
af hrossi," sagði
skólafélaginn fullur
viðbjóðs.
Alison fórnað
Eins og búast mátti við
dró Jay William játningar
sínar til baka þegar á leið.
Hann reyndi að segjast hafa
fundið líkið og verið að hylma
yfir með morðingjunum -
hann vildi frekar sitja saklaus
sem morðingi í fangelsi held-
Diskótekið
Þar voru Alison og frænkur hennar að skemmta sér morðnóttina.
ur en sem rotta sem kæmi upp um
félaga sína. Þessu var alfarið hafn-
að af rannsóknaraðilum enda
fannst hár Jays Williams á kjól
Alison og ýmislegt fleira benti ein-
dregið til sektar hans.
Þegar dómarinn las yfir honum
lífstíðardóminn sagði hann: „Glæp-
ur þinn var hryllilegur. Þú myrtir
stúlkuna með köldu blóði af engri
ástæðu annarri en að fullnægja
sjúkri löngun þinni. Það var þér
ekki nóg að hafa ráðist á vinkonur
hennar - þú þurftir meira. Að svo
hæfileikarík og elskuleg ung
stúika eins og Alison skuli hafa
orðið fórnarlamb sjúkra óra þinna
er þyngra en tárum taki.“
Foreldrar Alison trúa því að
dóttir þeirra hafi ekki dáið til
einskis. Lífi hennar hafi verið
fómað til þess að koma Jay Willi-
am Short af götunum og I lifstíðar-
fangelsi. Það breyti því ekki að Ali-
son er þeim að eilífu horfin og tón-
list hennar að eilífu hljóðnuð.
Síóasta lagiö
Nótnabókin er opin þar sem Alison skildi við hana. Á píanóinu má sjá hluta
þeirra fjölmörgu verðlaunagripa sem Alison hafði unnið til - fyrir píanó - og
flautuleik og dans.
Alison Lewis var draumur allra
foreldra. Frá því að pabbi hennar
keypti handa henni píanó þegar
hún var sex ára gömul hafði hún
verið hugfangin af hljóðfærinu og
æft sig af kappi. Árið 1996, aðeins
nítján ára, var hún upprennandi
einleikari og hafði einnig unnið til
fjölda verðlauna fyrir flautuleik og
dans. Hún var stolt foreldra sinna
og var aftur komin heim til Lith-
gow, litla kolanámubæjarins í New
South Wales, eftir að hafa stundað
nám í tónlistarháskóla í Penrith í
Sydney. Foreldrar hennar sögðu að
hún hefði haft gaman af þvi að fara
út að dansa en þorði ekki að gera
það í Sydney vegna þess að þar
fannst henni hún ekki vera örugg.
Hún naut sín hins vegar vel þegar
hún var komin aftur í litla heima-
bæinn og heimsótti iðulega frænk-
ur sínar á laugardagskvöldum, en
þær drakku kokkteila og fóru sam-
an á Nitespot, eina diskótekið í
plássinu.
Þetta örlagaríka laugardags-
kvöld langaði Alison til þess að
fagna því að hún hafði fengið inn-
göngu í annan skóla og þurfti ekki
að fara aftur til stórborgarinnar
Sydney. Það sem hún gat engan
veginn vitað var að í sama mund
og hún gekk prúð og frjálsleg í fasi
með frænkum sínum á diskótekið
var ógæfumaður nokkur að stela
sér sprautunálum á bæjarsjúkra-
húsinu. Og þegar Alison skemmti
sér í dansinum sat hann skammt
frá og sprautaði sig með blöndu af
heróíni og höfuðverkjatöflum.
Skelfileg nótt
Frænkurnar ungu höfðu ekki
fengið nóg af því að skemmta sér
þegar Nitespot var lokað - þær
gengu um götumar og ákváðu að
bregða sér í sund. Ein frænkan
gekk á undan með kærastanum
sínum, en frænkurnar Alison,
Kerry og Melanie gengu á eftir.
Alison hugðist fara til þeirra sem
höfðu gengið á undan og hraðaði
sér af stað en vinkonur hennar sáu
hana aldrei framar. Þær voru
komnar að sundlauginni þegar á
þær var ráðist. Kerry komst undan
en ódæðismaðurinn náði að berja
Melanie í hnakkann og var að
draga hana með sér á hárinu þegar
hún gat sparkaö í hnéskel hans
og spurt unnustu sína hvar hann
gæti keypt skóflu. Þegar hún
spurði á móti hvað hann ætlaðist
fyrir var fátt um svör.
Til þess að grafa þig
Bæjarbúar voru slegnir harmi.
Morð hafði ekki verið framið í
bænum í 30 ár og í ofanálag þekktu
allir Alison sem þótti með efnilegri
íbúum bæjarins af yngri kynslóð-
inni. Pianókennari hennar sagði í
viðtali að hún hefði haldið að Ali-
son léki einn daginn í óperuhúsinu
í Sydney. „Ég var vön að segja við
hana: Geymdu handa mér sæti í
fremstu röð!“ segir píanókennar-
inn sem sagði einnig að hún hefði
ekki aðeins verið hæfileikarík
heldur líka mjög indæl stúlka.
Alison var að fagna því að hún
hafði fengið inngöngu í tónlistar-
háskóla daginn áður. Jay William
Short, ódæðismaðurinn, hafði enga
ástæðu til þess að fagna þetta
kvöld fremur en önnur kvöld.
Hann haföi átt ömurlega ævi, faðir
hans var drykkjusjúklingur, heim-
ilið hafði verið leyst upp og Jay
William var eins og orðabókar-
skýring á vandræðaunglingi. Þeg-
ar hann kom heim þennan morgun
tók unnusta hans, Shona Boyd, á
móti honum. „Það var blóð i fotun-
um hans og hann hegðaði sér mjög
undarlega," sagði Shona síðar.
„Mér datt í hug að það væri önnur
kona í spilinu og spurði hvar hann
hefði verið en hann sagði mér að
halda kjafti. Ég tók líka eftir risp-
um á líkama hans - eins og hann
hefði verið klóraður. Þá spurði
hann mig um afgreiðslutima versl-
ana í kring vegna þess að hann
þyrfti að kaupa skóflu. Ég spurði:
„Til hvers?“ og hann svaraði: „Til
þess að grafa þig!“ Þá vissi ég að
ekkert þýddi að eiga við hann.“
—
Falleg og hæfileikarík
Alison Lewis hafði leikið á píanó frá því að hún var sex ára. Glæst fram-
tíð beið hennar og íbúar litla kolanámubæjarins voru stoltir af henni.
Endi var bundinn á ævi Alison þegar snarruglaður eiturlyfjaneytandi myrti
hana þar sem hún var að koma af diskóteki.