Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Tilvera DV Simon og Garfunkel Tónleikar með tónlist eftir Simon og Garfunkel verða í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20 og svo aðrir seinna, kl. 22.30. Tónleikamir eru hugarfóstur Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar en þeir eru kjöl- festan í 12 manna hljómsveit. Klubbar ■ DRAGDROTTNING tSLANPS 2001 Keppnin um dragdrottningu Islands 2001 á Spotlight. Þema keppninnar í ár er „Moulin Rouge". Leikhús ■ HEDWIG Siðástá sýning á Hed- wig veröur í Loftkastalanum í kvöld kl. 20.30. Þetta er síðasta tækifær- iö til aö sjá þennan ágæta söngleik á sviöi. ■ HMM METRAR FRUMSÝNT í kvöld kl. 20.30 veröur nýtt íslenskt dansverk, Fimm fermetrar, frumsýnt í Tjarnarbíói viö Tjarnargötu. Kabareti ■ GRAFARVOGSPÁGURINN i dag er Grafarvogsdagurinn haldinn há- tíölegur víös vegar um Grafarvog. Viö frístundamiðstöðina Gufunesbæ veröur fjölbreytt dagskrá þar sem í boöi verður m.a. leiktæki, þrauta- braut, klettaklifur, spámaöur, stutt- myndasýning, trúöar, handverks- markaöur og reiötúr fyrir börn. Opnanir ■ PRUFUR DOKTORS B í GALL- ERI@HLEIVIMUR.IS I dag kl. 16 opnar Olga Bergmann syningu í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5, > Reykjavík. Sýningin ber heitið Prufur Doktors B. ■ HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON í GERPARSAFNI Hjörleifur Sigurösson listmálari opnar sýningu í Geröarsafni í dag. Hann sýnir þar vatnslitamyndir sem byggjast að mestu leyti á sérkennum japönsku pappírsarkanna. ■ MARKMIÐ V í HEIÐMÖRK í dag, klukkan 15 verður opnuö fimmta sýning Markmlös viö Heiöarveg í Heiömörk. Ekiö verður frá bílastæöinu viö Gallerí Hlemm klukkan 14.30 upp í Heiðmörk og eru bíleigendur hvattir til að mæta. Einnig veröur gangandi boöið bllfar. Hressandi veitingar I Heiömörk. ■ GÍSLI í LESBÓK Í LISTASAFNI KOPAVOGS I dag veröur opnuð I Listasafni Kópavogs sýning á myndverkum eftir Gísla Sigurösson sem lesendur Morgunblaösins kannast viö sem umsjónarmann Lesbókar í meira en 30 ár. Klassík ■ KAMMERTONLIST A morgun * sunnudag, kl. 16.30, veröur Kamm- erhópur Salarins meö tónleika i Salnum. Atli Heimir veröur á svæö- i inu og flutt veröa verk, meöal ann- I ars úr Töfraflautunni. Matur veröur frá Austur-lndíafélaginu. M Sveitin - ■ HANDVERKSMARKAÐURA EYRARBAKKA Blásiö veröur til helj- ar handverksmarkaöar í félagsheim- ilinu Staö. Á svæðinu veröur fólk meö sumaruppskeru sína af blóm- um og grænmeti, sultur veröa seld- ar og auðvitað mætir fólk meö hand- ! verksframleiöslu sína. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Halli P. Haraldur Pétursson ætlar sér að halda heimsbikartitlinum og mun því hvorki hlífa sér né Mussonum í dag. DV-Sport heimsbikarmótið: Hörkuslagur Þaö veröur hart barist um hvert stig í sjöundu umferð DV Sport Heimsbikarkeppninni sem ekin verð- ur við Bolöldur í mynni Jósefsdals í dag en keppnin hefst kl. 13. Torfæru- ökumennirnir 15 sem þátt taka í keppninni eru búnir að hafa nóg að gera alla vikuna við að endurbyggja bílana eftir skemmdimar sem þeir urðu fyrir í síðustu keppni. Nýr Trúður í gær sögðum við frá baráttu þeirra Haraldar Péturssonar og Gísla G. Jónssonar í opna flokknum en barátt- an er ekki minni í götubílaflokki. Þar berjast Ragnar Róbertsson á Pizza 67 WiÚysnum og Gunnar Gunnarsson á Trúðnum um heimsbikartitilinn. Ragnar þurfti að endursmíða fram- hásinguna fyrir keppnina í dag en Gunnar þurfti að endurbyggja nánast allan bUinn. Báðar hásingarnar voru bognar, yfirbyggingin ónýt og grindin skökk. Ýmsar festingar höfðu gefið sig og loftpúði sprungið. „Ég er ekki viss um að við náum að klára Trúðinn fyr- ir helgina. Tíminn er svo stuttur, að- eins ein vika og bíUinn aUur í klessu,“ sagði Gunnar á þriðjudaginn. „Að- stoðarmennirnir mínir eru á fullu við að gera við undirvagninn og kramið og strákarnir í BK blikki eru á fullu við að smíða nýtt boddí sem verður sprautað í Bílasprautun Suöurnesja," bætir Gunnar við en hannn leggur mikinn metnað í að Trúðurinn líti vel út. Það fer líka ekki fram hjá neinum að Trúðurinn er jafnan snyrtilegasti og faUegasti bíUinn í torfærunni. Brotna eins og tannstönglar Rafn Amar Guöjónsson braut þrjá öxla í síðustu keppni og er hann orð- inn dálítið þreyttur á að vera alltaf að rífa Dana 44 hásinguna í sundur. DV-MYNDIR JAK Siguröur Þór Sigurður Þór Jónsson fellur hér fram af klettabeltinu í síðustu brautinni í Grindavík á Toshiba-tröllinu. Sigurður Þór náði að stökkva upp á brúnina en braut framdrifsskaftið í leiðinni. „Ef skaftið hefði haldið hefði éggetað stýrt bílnum og ábyggilega komist alla leið upp, “ sagði Sigurður Þór Jónsson. Hann er reyndar að láta smíða Dana 44/60 hásingar fyrir sig undir Rauða prinsinn en þær munu ekki fara í jeppann fyrr en í vetur. Það verður fróðlegt að sjá hversu margir öxlar liggja í valnum hjá Rafni Arnari eftir sunnudaginn. Heppinn Sigurður Þór Jónsson á Toshiba- tröUinu slapp ótrúlega vel frá sinni veltu í 8. brautinni í Grindavík en hann var einn af þeim sem steyptist niður klettana þar. Hann sleit einung- is einn dempara og braut drifskaft, auk þess sem húddið klesstist aðeins. Sigurður á möguleika á að hreppa heimsbikartitilinn en til þess að svo megi veröa verður hann að vera tölu- vert heppinn. Eitt er víst að Sigurður Þór mun leggja sig aUan fram í keppn- inni og hvergi hlífa Toshiba-tröUinu. -JAK Skógarganga: Spennandi fræðsluganga Skógarganga Kunnáttumenn með lifandi fræðslu. Þriðja haustganga Skógræktarfé- lags íslands, Garðyrkjufélags ís- lands og Ferðafélags íslands verður laugardaginn 16. september kl. 10 og er mæting á bílastæði Árbæjar- safns. Umsjónarmenn göngunnar eru Sigurður Þórðarson og Samson Harðarson frá Garðyrkjufélagi ís- lands. Fjölbreyttur gróður verður skoðaður og upphafi trjáræktar gef- inn gaumur, jaðarplöntur i görðum kannaðar, haustlitir skoðaðir og hæsta grenitré íslands sótt heim. Að sögn aðstandenda er um að ræða spennandi fræðslugöngu sem tekur rúma tvo tíma. Nánari upplýsingar fást hjá Garðyrkjufélagi íslands, s. 891 7436. Mirnmmm. i Panic ★★★ í fótspor feðranna William H. Macy hefur leikið ólík hlutverk í mörgum gæða- myndum og hér bætir hann enn einni persónunni við. Leikur hann erfitt hlutverk at- vinnumorðingja með útlit venjulegs manns. Og er leikur hans gallalaus. í upphafi sjá- um við hinn venjulega stressaða millistéttarmann fara til sálfræð- ings. Þegar sálfræðingurinn spyr hann hvað hann geri segir Alex honum að hann sé atvinnumorð- ingi. Um leið veit áhorfandinn að hann er ekki að fara að sjá neina venjulega kvikmynd. Raunin er líka sú að Panic er um leið og hún fylg- ir eftir Film/noir stilnum einnig svört kómedía um fjölskyldu sem á yflrborðinu er ósköp venjuleg en lumar á leyndarmálum. Staðreynd- in er að Alex var í æsku kennt af foður sínum að vera atvinnumorð- ingi. Gallinn við við Alex er að þó hann hafi fetað í fótspor fóður síns þá er hann mjúkur maður og þarf á sálfræðiaðstoð að halda, sem hann fær ekki eingöngu hjá sálfræðingn- um heldur einnig hjá ungri stúlku sem hann hittir á biðstofunni. Panic er að mörgu leyti sterk og athyglisverð kvikmynd, en stundum dálítið tilgerðarleg. Það eyðileggur þó ekki skemmtunina enda leikarar hver öðrum betri. Macy bregst ekki eins og áður segir, Donald Suther- land er frábær í hlutverki fóðurins og Neve Campbell, sem við þekkjum úr Scream-myndunum, sýnir hér að það er mikið í hana spunnið. -HK Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Henry Brommel. Leikarar: William H. Macy, Donald Sutherland, Neve Campbell og Tracey Ullman. Bandaríkin, 2000. Lengd: 94 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Derlivering Milo ★★★ Himnaríki og jörð Þaö er komið upp stórt i og mikið vandamál í himnaríki. Milo neitar að fæðast. Þetta getur gert það að verk- um að enginn fæðist í framtíðinni og mannkynið mun þurkast út. Til að koma vitinu fyrir Milo er fenginn gammaO graUari, Elmore, tO að fara með Milo í stutt ferðalag til jarðarinn- ar. Á hann að koma vitinu fyrir hann. Elmore sér þama guUið tækifæri til að koma sér aftur inn í iðandi mann- líflð sem hann saknar og er í fyrstu ekkert að hugsa um skuld- bindingar. MUo er því lítt hrifmn af jarðlifi. Það er helst að rjómaísinn heiUi hann. Þegar þeir félagar hitta svo hina verðandi móður Milos verð- ur breyting á. Delivering MUo er hálfvandræðaleg gamanmynd. Það eru til í mörgum misgóðum útgáfum samskipti engla og manna. Það er vandasamt að fara með þetta efni svo vel fari og aðalgaU- inn við Delivering Milo er slakt hand- rit. Það hefur enga vigt, er ófyndið og gerir það að verkum að ágætir leikar- ar ná ekki sambandi við persónurnar sem þeir túlka. Albert Finney kemst best frá sínu hlutverki enda kannski með þá persónu sem mest varið er í. Finney tekst einum leikara að fmna persónunni réttan farveg. Það er meira en hægt er að segja um Bridget Fonda og CampbeU Scott í hlutverk- um tilvonandi foreldra. Anton Yelchin er greindarlegur strákur og passar í hlutverkið en þarf eins og aðrir að flytja slæman texta. -HK Útgefandl: Háskólabíó. Leikstjóri: Nick Castle. Leikarar: Albert Finney, Bridget Fonda og Cambell Scott. Bretland, 2000. Lengd: 90 mín. Leyfö öllum aldurshóp- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.