Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001
11
endrum og sinnum á sundlaugar-
barinn. Konan fann sér bekk,
smurði sig með sólarolíu, greip bók
og lagðist út af. Hún gerði þetta með
greinilegri velþóknun enda dekkri á
hörund en ég. Það má mikið vera ef
suðrænir menn hafa ekki komið við
sögu í hennar ætt, fyrr á öldum.
Ég fann annan bekk sem og sól-
hlíf sem ég spennti upp. Þetta góss
dró ég síðan undir pálmatré þar
sem ég kom mér fyrir og bar á mig
sólarvörnina góðu, þó hún væri
ekki nema númer 15. „Við hefðum
átt á kaupa númer 50,“ sagði ég við
konuna. Það hnussaði í henni bak
við sólgleraugun. „Ég sé ekki bet-
ur,“ sagði hún, „en
þú sért þokkalega
varinn, með
sólarvörn á
kroppnum, í
okkar nokkru eftir að við komum
heim. Konan var dökk og sælleg en
ég fólur og fár. „Jú,“ sagði konan,
„við áttum ágætar stundir við Mið-
jarðarhafið. Maðurinn minn er bara
dálítið sérstakur í sólböðum. Hann
vill ekki brenna. Þess vegna er
hann hvítur, eða eiginlega grænn,“
sagði hún eftir nokkra umhugsun.
„Það má eiginlega segja að hann
verði grænblár með haustinu, þegar
kólnar, sjáðu.“ Konan glotti fyrir
framan mann sinn. Hún og grann-
inn litgreindu mig eins og ég gæti
ekki svarað fyrir mig eða væri jafn-
vel ekki á staðnum. „Þess vegna
ætla ég út með hann aftur í haust,“
bætti konan við. „Það er alltaf gam-
an að komast í svolítinn hita og fá
vítamín í kroppinn. Haustferðirnar
stytta veturinn."
Við erum alveg ný-
lent.“ tautaði ég. „Er
kki full-
snemmt að
i að
plana
næstu ferð?“
„Ekki er ráð nema í tima sé tekið,“
sagði konan. „Rétt,“ sagði granninn.
„Ætlarðu að taka hann með aftur?“
sagði hann og leit á mig. „Ætli þaö
ekki,“ sagði konan, „hann fmnur
sér skjól undir pálmatré."
„Ég vil þá brúsá númer 50,“ sagði
ég. Granninn, útitekinn í andliti,
bringu og á handleggjum, hristi
hausinn um leið og
, hann gekk á brott.
skugga undir sólhlíf-
inni auk þess sem sól-
hlífin er í skugga frá
pálmanum. Þetta er
þrefóld vörn. Það er
fræðilega útilokað að
þú brennir við þessar
aðstæður."
Grænblár meö
haustinu
„Fóruð þið
ekki saman í
frí?“ spurði
nágranni
„Tvíburatumar munu rísa
í New York og hermálaráðu-
neytið mun áreiðanlega
innrétta nýjar skrifstofur í
stað þeirra sem eyðilögðust.
Fjárhagslegt tjón er mikið
fyrir Bandaríkjamenn. En
þjóðin er véllauðug, vél
tœknivædd, dugmikil og
fjölmenn. Bandaríkin
munu jafna sig og landið
mun rísa upp úr öskunni á
Manhattan, öflugra en
nokkm sinni. “
að þjóðirnar eiga að taka höndum
saman um að útrýma hermdar-
verkamönnum og iiium öflum af
öllu tagi og það geta þær með auk-
inni samvinnu.
Þar sem hatrið er drifkrafturinn
Vesturlandabúar, hvort sem þeir
eru innan Atlantshafsbandalagsins
eða ekki, ættu að skoða sjálfa sig og
viðskipti sin við okkar minnstu
bræður. Oft hafa utanríkismál þess-
ara þjóða verið með eindæmum
klunnaleg og nánast ruddaleg og
niðurlægjandi. í stað þess að hjálpa
þurfandi fólki í fjarlægum löndum
hafa vestræn ríki stuðlað að því að
óhæflr stjómendur settust að kjöt-
kötlunum. Stundum voru það hat-
ursfullir glæpamenn sem hafa pínt
alþýðu fólks. í þessum löndum hef-
ur orðið til hópur ungra manna og
kvenna sem hata allt og alla. Hatrið
er slíkur drifkraftur að líf þeirra er
einskis virði. Það sest undir flugvél-
arstýri og breytir friðsamlegum far-
þegaþotum í skaðræðis vígvélar.
Það hefur enga tiifinningu fyrir því
að það sé að skaða blásaklaust fólk
og fjölskyldur.
Áreiðanlega er það ósk allra að
þeir sem með utanríkismál heims-
ins fara, og í þeim hópi er okkar
ágæti og friðarsinnaði utanríkisráð-
herra, stuðli að því að sprengjum
verði ekki varpað yflr saklaust fólk
í fjarlægum löndum. Slík innrás
væri óafsakanleg. Ég yrði ekki stolt-
ur af þjóð minni ef ég heyrði að
sprengjum hefði verið varpað í
nafni íslands eða samtaka sem við
eigum aðild að.
Skoðun
Skrýtin byggðastefna
Þegar heimssögulegir atburðir ger-
ast, eins og árásin á Bandaríkin á
þriðjudag óneitanlega er, virðast aðr-
ir atburðir - sem alla jafna hefðu þótt
merkilegir - smækka og verða lítt
áhugaverðir. Það þýðir þó ekki að
þessir smærri atburðir séu í verunni
ómerkilegir eða verðskuldi ekki at-
hygli okkar, síður en svo. Þeir gerast
einfaldlega á óheppilegum tima. í
þessari viku hafa ýmis tíðindi verið
að gerast sem vegna hildarleiksins í
heimsfréttunum hafa fengið miklu
minni athygli en ella - og þó svo að
hugurinn sé aldrei langt frá eftirleik
hryðjuverkaárásarinnar er ekki úr
vegi að staldra aðeins við aðra hluti
líka. Tvennt hefur gerst í vikunni sem
flokka má sem ákveðið „áfall" fyrir
landsbyggðafólk, eða kannski öllu
heldur sem stór hluti landsbyggðar-
fólks skynjar eflaust sem áfall fyrir
byggðastefnuna í landinu.
Frestun kallar á efa
Fyrra atriðið eru tíðindin af frestun
lokaákvörðunar um virkjunar- og
stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi.
Vissulega er fullyrt að þessi frestun
feli ekki í sér að málið sé að falla og
vel má vera að það sé rétt. Raunar
bendir ýmislegt til að t.d. fjárfestar
séu heldur að styrkjast í trúnni en
hitt og má í því sambandi benda á við-
tal í DV í gær við Þorgeir Eyjólfsson
sem fer fyrir lífeyrissjóðahópnum.
Það má einnig nefha að þeir fram-
leiðslustyrkir sem fyrirsjáanlegt er að
álver hér á landi muni fá í formi
ókeypis mengunarkvóta vegna undan-
þágunnar í íslenska ákvæðinu í
Kyotobókuninni gera stóriðju á ís-
landi mun betri kost en áður. Þetta
breytir þó ekki því að frestunin vekur
efa í brjóstum virkjunarsinna eins og
heyra hefur mátt á talsmönnum stór-
iðjunnar fyrir austan. Enn er þó eng-
in ástæða til að afskrifa stóriðjuna
eystra og umræðan um gildi hennar á
eflaust eftir að verða hávær í allan
vetur. Hinu er ekki að neita að ef
þessi áform ganga ekki eftir hefur
byggðastefna stjórnvalda beðið mjög
alvarlegt skipbrot og tiltrú manna á
möguleika atvinnuuppbyggingar í
Austfirðingafjórðungi i það minnsta
hljóta að bíða alvarlegt skipbrot. Það
er nagandi óttinn við þetta skipbrot
sem greina má í tón talsmanna stór-
iðjunnar fyrir austan þegar þeir
bregðast við tíðindum af frestun.
Gjaldþrot Skinnaiðnaöar
Hitt atriðið eða hin tíðindin, sem til
þess eru fallin að vekja landsbyggðar-
fólk til umhugsunar um byggðastefn-
una, eru fréttir af gjaldþroti Skinna-
iðnaðar á Akureyri. Þar eru um 120
manns að missa vinnu sína og rótgró-
in verkþekking og kunnátta í skinna-
iðnaði gæti jafnvel verið að hverfa
fyrir fullt og allt. Þetta eru auðvitað
mikil og alvarleg tíðindi fyrir bæjarfé-
lagið Akureyri sem raunar var einn
stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Ef
gripið er til hlutfallsreiknina sem oft
eru vinsælir í svona tilfellum þá læt-
ur nærri að þetta jafngildi því að um
1.200 manns hafi misst vinnuna á einu
bretti á höfuðborgarsvæöinu. Margt
af þessu fólki er auk þess mjög sér-
hæfður starfskraftur sem kominn er á
miðjan aldur og gæti átt í erfiðleikum
með að flnna önnur störf við hæfi.
Maður getur því rétt ímyndað sér
hvemig vikan hefur verið hjá starfs-
mönnunum sem, eins og aðrir íslend-
ingar, em slegnir vegna hörmunga
heimsfréttanna en fá svo til viðbótar
upplýsingar um að búið sé að kippa
fótunum undan efnahagslegri tilvem
þeirra.
Byggðastefna
Auðvitað á allt þetta fólk eignir á
Akureyri og það á þar heimili. Hins
vegar kæmi ekki á óvart þó stór hluti
þessa fólks ætti eftir að flytjast búferl-
um til höfuðborgarsvæðisins. Það er
einfaldlega gangurinn i svona tilfell-
um. Þannig er byggðavandinn í hnot-
skurn: rekstur fyrirtækis á lands-
byggðinni fer í þrot og fólkið leitar
þangað sem vinnu er að hafa.
Og í raun væri kannski ekkert við
þessu að segja ef ekki væri almenn
pólitísk samstaða um það í þjóðfélag-
inu að sporna við þróun af þessu tagi.
Byggðaójafnvægið veldur ýmsum
þjóðhagslegum vanda sem dýrt er að
takast á við og um slíkt hafa verið
skrifaðar ótal lærðar ritgerðir og
stjórnvöld hafa komið sér upp sér-
stakri byggðastefnu og Byggðastofnun
til að vinna gegn þessu. Vissulega má
um það deila hvort það kunni yfirleitt
góðri lukku að stýra að reka opinbera
byggðastefnu og hvort það sé ekki ein-
faldlega hreinlegast að láta markaðs-
öflin ráða því að þannig leiti hlutim-
ir í það jafnvægi sem eðlilegast er.
Það breytir þó ekki því að sú stefna
hefur ekki orðið ofan á - ekki enn þá
- og á meðan byggðastefna er rekin þá
hljóta menn að spyrja hversu árang-
ursrík hún sé og hvort hún sé rekin af
einhverju viti.
Tímabundinn vandi
Ef marka má yfirlýsingar forráða-
manna Skinnaiðnaðar og ummæli
skiptaráðanda þá stefnir ekki í stórt
gjaldþrot hjá fyrirtækinu. Endalokin
má m.a. rekja til þess að annars vegar
fékk fyrirtækið ekki gærur frá slátur-
leyfishöfum, sem kusu að selja þær úr
landi, og svo hins vegar til þess að
verkefnastaða og markaðsmál eru í
einhverri lægð þessa dagana. Með
öðrum orðum: Ekkert bendir til að
þessi rekstur hafi verið einhver botn-
laus hít sem átti sér engrar viðreisnar
von heldur þvert á móti að hér hafi
verið um tímabundna erfiðleika að
ræða. Því erfiðara er að kyngja þessu
áfalli.
Ekki fyrirgreiðsla
Það hefur komið i ljós í fréttum DV
af þessu máli fyrr í vikunni að fyrir-
tækið fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem
það sóttist eftir hjá stjórnvöldum. Sú
fyrirgreiðsla fólst fyrst og fremst i ósk
um að það fengi að vera með í pakk-
Fyrsti áfangi álvers þar
myndi þó ekki skapa nema
450 ný störf í verksmiðj-
unni, auk hugsanlega ein-
hverra 300-400 afleiddra
starfa. Talið í störfum þá
var verið að loka 1/4 af
nýju álveri á Akureyri í
vikunni og hugsanlega
fylgja í kjölfaríð einhverjir
tugir afleiddra starfa.
anum þegar Byggðastofnun var fengin
til að veita sláturleyfishöfum baká-
byrgð á afurðalánum. Slík aðgerð gæti
hafa riðið baggamuninn, skilst manni.
Hún fékkst þó ekki í gegn, væntanlega
á grundvelli samkeppnissjónarmiða
að óheimilt væri vegna EES-reglna að
styrkja skinnaiðnað sem ætti í sam-
keppni við skinnaverksmiðjur í Evr-
ópu. Erfitt er þó að kaupa þá röksemd
að ekki hafi verið hægt að koma við
einhverri fyrirgreiðslu, þó ekki væri
nema í ljósi þess að það er alls ekki
frjáls verslun með gærur i Evrópu,
hvort sem er vegna ótta við gin- og
klaufaveiki! Freistandi er því að
álykta að það hafi einfaldlea ekki ver-
ið pólitískur vilji fyrir hendi eða
skilningur á því að það væri mikil-
væg byggðaaðgerð - ekkert síður en
með aðstoðinni við sláturleyfishafa -
að reyna í það minnsta að koma til
móts við Skinnaiðnað.
Endurreísn?
Nú kann svo að fara að þrátt fyrir
gjaldþrotið verði farið í einhvers kon-
ar endurreisn á þessum iðnaði og þá
væntanlega á nýjum forsendum og
trúlega með nýjum eigendum. Takist
það er margt unnið, ekki síst það að
þekking sem verið hefur að byggjast
upp í skinnaiðnaði á Akureyri frá því
1923 glatast ekki. Væntanlega þýddi
það líka að einhverjir í það minnsta af
því fólki sem þarna hefur starfað gæti
fengið vinnu við það sem það kann
best.
Fjórðungur álvers
Á sama tíma og Skinnaiðnaður fer
í þrot og 120 manns missa vinnuna er
ofuráhersla lögð á mikilvægi stóriðju
fyrir austan. Enda yrði hún vissulega
arðbær fyrir þjóðarbúið. Fyrsti áfangi
álvers þar myndi þó ekki skapa nema
450 ný störf í verksmiðjunni, auk
hugsanlega 300-400 afleiddra starfa.
Talið í störfum var verið að loka 1/4
af nýju álveri á Akureyri í vikunni og
hugsanlega fylgja í kjölfarið einhverj-
ir tugir afleiddra starfa. Það handafl
af hálfu ríkisvalds - i nafni byggða-
stefnu - sem liggur að baki þessum
hlutum er afar ójafnt. Sjálfur byggða-
armur ríkisvaidsins telur sér ekki
stætt á því að rétta fram hjálparhönd
í tímabundnum erfiðleikum gamal-
gróins iðnaðar á sama tima og gríðar-
legum íjármunum og kröftum er eytt í
að skapa önnur ný atvinnutækifæri.
Með þessu er alls ekki verið að draga
úr mikilvægi þess að búa til ný störf,
t.d. með stóriðju. Það er hins vegar
brýnt að stjórnvöld og jafnvel pen-
ingastofnanir verði ekki svo uppnum-
in af nýjum verkefnum og því að
skapa ný störf í nafni byggðastefnu að
þau hreinlega vanræki að hlúa að og
bæta við þá starfsemi sem þegar er
fyrir hendi. Einhvern veginn segir
manni svo hugur að með því að
byggja í kringum og styrkja það sem
fyrir er mætti ekki síður ná árangri í
byggðamálum en með því að vera
stöðugt að finna upp hjólið.