Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 40
48
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001
Formúla 1
DV
Færðu matinn grátandi
Skúli Unnar var einn af
þeim lánsömu íslendingum
sem voru viðstaddir viö-
buröaríka keppni í Belgíu
fyrir hálfum mánuði. Skúli á
að baki 17 ára starf sem
íþróttafréttamaður hjá
Morgunblaðinu auk þess
að hafa verið markaðsstjóri
íslenskrar getspár í tvö ár.
Hann segir okkur hér álit sitt
á Formúlu 1 sem fararstjóri
og áhugamaður um boltaí-
þróttir.
Þú hefur kynnst Formúlu 1 fró öðr-
um sjónarhóli en aðrir, þ.e.a.s. í
gegnum fararsfjórn.
„Ég hef farið þrívegis á Formúlu 1
keppni, var á Spa í Belgíu á dög-
unum og síðustu tvö ár fór ég á
Silverstone í Bretlandi. Keppnin í ár
var mjög skemmtileg og raunar
«• má segja það um Siiverstone hin
árin en þó á annan hátt. Ég var á
Silverstone þegar Michael Schu-
macher slasaðist og þá hélt mað-
ur að eitthvað alvarlegt hefði
gerst því þílarnir voru kallaðir inn
og við sáum Ferrarimann hlaupa
að bílnum hjá Ralf og hann stökk
upp úr bílnum og fór inn í skúr. Þá
hélt maður hreinlega að meistar-
inn vœri látinn, en sem betur fer
var það nú ekki. Það sama gerðist
á Spa um daginn þegar Burti slas-
aðist, þá héldu allir að maðurinn
vœri mun meira meiddur en síðar
kom í Ijós enda var þetta engin
eðlileg ákeyrsla."
Hvað kom þér mesf ó óvarf í ferð-
um þínum ó F1 keþpnir?
„Það er nú erfitt að segja. Fyrst
þegar ég kom á Silverstone fannst
mér frábœrt að vera innan um
svona rosalega marga því þar eru
vel á annað hundrað þúsund
manns. Reyndar er eitt sem kom
mér nokkuð á óvart og það er að
formúlan virðist vera fyrir bœði kyn
og alla aldurshópa ef marka má
áhorfendur á þessum tveimur
stöðum sem ég hef komið á.
Yngsti farþeginn minn á Spa var til
dœmis aðeins fjögurra mánaða!"
Ég hafði fylgst með formúlunni í
nokkur ár, svona með öðru aug-
anu ef þannig má að orði komast.
Siðan œxlaðist það þannig að ég
Skúli Unnar Sveinsson.
var í Rio í Brasilíu þegar Ayrton
Senna lést og þá rann upp fyrir
mér hversu vinsœl formúlan var
því Senna heitinn var vinsœlasti
íþróttamaður Brasilíu, vinsœlli en
allir frœgu knattspyrnumennirnir
sem þar hafa alið manninn. Það
var mikil reynsla að vera í landinu
þessa daga því þjónar á veitinga-
húsum grétu þegar þeir fcerðu
manni matinn og það var greini-
legt að allir syrgðu Senna mikið."
Michael Schumacher heimsmeist-
ari. Gat einhver stoppað hann í
ór?
„Nei, það hafði engin roð við
Schumacher í ár en það verður
gaman að fylgjast með nœsta ár
því allt frá því McLaren vann fjög-
ur ár í röð, 1988-1991, hefur sami
framleiðandi aðeins náð að slgra
tvö ár í röð, Williams '92 og '93,
Benetton '94 og '95, Williams aftur
'96 og '97, þá McLaren '98 og '99
og nú Ferrari 1 tvígang. Það verður
líka spennandi að sjá hvernig
Raikkönnen stendur sig á sínu öðru
ári, en ég er sannfœrður um að
hann á eftir að ná langt. Ég hef
mjög gaman af Ralf, Frentzen og
Coulthard. Montoya á hins vegar
eftir að sanna sig og ég er ekkert
viss um að hann geri það. Hann
kemst hratt, en það er bara ekki
nóg. Ég held að Williams eigi eftir
að verða enn betri og þá mega
Ferrari og McLaren fara að vara
sig."
Spó fyrir keppnina ó morgun?
1. M. Schumacher, 2. R.
Schumacher, 3. D. Coulthard, 4. R.
Barrlchello, 5. M. Hákkinen, 6. E. Ir-
vine.
Bensíndropar
Indy fellur ekki niður
Forráðamenn formúlukeppninn-
ar í Indianapolis segja að áætlanir
þeirra um keppni 30. september
næstkomandi muni koma til meö að
standast þrátt fyrir loftárásimar á
Bandaríkin á þriðjudaginn. „Við
ætlum okkur að halda þessa
keppni,“ sagði Fred Nation, aðstoð-
arforstjóri Indianapolis-brautarinn-
ar. Hann býst við að fyrstu frétta-
mennimir komi til Indianapolis í
lok næstu viku og bílarnir í vikunni
fyrir keppni. Ekkert vandamál virð-
ist ætla að verða með þá en þeir
koma til Bandaríkjanna meö einka-
flugvélum.
Áætla ekki að fresta keppnum
FIA-keppnissambandið ætlar að
halda áfram með þær þrjár formúlu-
jkeppnir sem eftir eru. „Það eru eng-
ar áætlanir uppi um að fresta
þeim,“ sagði Agnes Kaiser, talsmaö-
ur FIA. Hún sagði þetta á blaða-
mannafundi á Monza þar sem
keppnin fer fram um helgina. FIA
og Ferrari hafa samt sem áður beð-
ið áhorfendur um að halda fagnað-
arlátunum í lágmarki en búast
mátti við mikilli veislu á Ítalíu
'vegna heimsmeistaratitla Ferrari og
Schumachers. Búist er við 150.000
áhorfendum á keppnina. Michael
Schumacher hætti einnig við fyrir-
hugaðan góðgerðaleik í fótbolta sem
fram átti að fara á fimmtudags-
kvöld.
Vilja formúluna árið 2008
Samkvæmt upplýsingum for-
stjóra Ferrari, Luca di
Montezemolo, vilja bOaframleiðend-
ur taka við stjóm formúlunnar frá
2008 en munu standa við gerða
samninga þangað til. Luca di
Montezemolo og formenn helstu
bílaframleiðenda hittust á leynileg-
um fundi á bílasýningunni í Frank-
furt á miðvikudag, til að ræða þessi
mál. „Við ætlum ekki að búa til
samhliða keppni fram til ársins
2007,“ sagði Luca di Montezemolo.
„Samningur okkar við Bernie
Ecclestone og FIA rennur út árið
2007 og þá erum við lausir til að
semja um sjónvarpsrétt.“ Áður hafa
verið uppi vangaveltur um það að
framleiðendurnir myndu sjálfir
stofna sína eigin keppni fyrir 2008 ef
það hentaði þeim en nú virðist hafa
verið fallið frá því. Greinilegt er þó
að þeir ætla sér sinn áhrifahlut þeg-
ar samningi þeirra lýkur. -NG
- og það á heimavelli Ferrari
BM W- Williams-liðið
líklegt til sigurs
Nú fer að styttast í
annan endann á
mótaröð Formúlu 1
og fjórtán af sautján
keppnum afstaðnar
en sú fimmtánda í röðinni verður á
heimavelli Ferrari keppnisliðsins á
hinni 5,77 km löngu Monza í ná-
grenni Milano. Þrátt fyrir að þeir
rauðu hafi verið sigursælir á heima-
braut sinni undanfarin ár og hafi
nú þegar tryggt sér heimsmeistara-
titil gætu þeir mætt ofjarli sinum í
keppninni á morgun því langir og
beinir kaflar Monza-brautarinnar
eru eins og hannaðir fyrir hina
geysiöflugu Williams-bíla sem hafa
verið í sérflokki á hinum svoköll-
uðu háhraðabrautum i sumar.
Velgengni frá upphafi
Það var árið 1997 sem það lá ljóst
fyrir að BMW ætlaði sér að koma
inn í Formúlu 1 og völdu þeir fram-
tíðarsamstarfsaðila af mikilli kost-
gæfni. Williams-Racing, sem þá var
knúiö Renault-mótorum sem hafði
unnið tvo síðustu heimsmeist-
aratitla, var að sjálfsögðu besti kost-
urinn, úr því að McLaren var þegar
komið í samstarf við aðalkeppinaut
Bæjaranna, Mercedes frá Stuttgart.
Markmiðið var sett hátt hjá BMW og
strax var hafist handa við að hanna
og smiða prufumótora. Williams var
því öruggt um vélar í framtíðinni en
þar sem Renault hætti opinberlega í
Formúlu 1 eftir ‘97 urðu þeir Frank
Williams og félagar að láta sér duga
aflvana innkaupsvélar þar til BMW
kæmi á fullu inn árið 2000. Það kost-
aði tvö erfið ár þar sem velgengnin
var ekki mikil en alltaf horfðu Willi-
ams-menn fram á við því BMW var á
leiðinni. En sagan hefur kennt
mönnum að vera ekki of bjartsýnir
því árangurinn getur verið dýrkeypt-
ur í Formúlu 1 og settu menn sér það
markmið að innan þriggja ára væri
verið að keppa um sigur í einni og
einni keppni og kannski á fjórða eða
fimmta ári væri hægt að vonast eftir
titlum. Þegar annað árið er að renna
sitt skeið hafa þessir samstarfsaðilar
fulla ástæðu til að vera bjartsýnir
því i fyrstu Formúlu 1 keppni BMW
í yfir 18 ár var Ralf Schumacher í
þriðja sæti sem gaf tóninn sigursælu
samstarfi Bæjaranna frá Þýskalandi
og Williams-liðsins enska sem gæti
jafnvel skilað titli á næsta ári sé lit-
ið á árangur þessa árs.
Aflmiklar vélar
Þrátt fyrir að þaö virðist vera
móðins í dag hjá bílaframleiðendum
að kaupa keppnislið og keppa undir
eigin nafni, s.m.b Jagúar, Renault
og Toyota, þá harðneitar Sir Frank
Williams, eigandi WilliamsFl, aö
BMW hafi hug á kaupum á keppn-
isliði hans. Samstarf þeirra byggist
á gagnkvæmri virðingu þar sem
annar aðilinn einbeitir sér að því að
koma með bestu hugsanlegu vélina
á meðan hinn getur einbeitt sér að
því sem upp á vantar. Nú er það
augljóst öllum sem fylgst hafa með
Formúlu 1 í sumar að BMW hefur
útvegað WilliamsFl liðinu geysilega
aflmiklar vélar sem virðast vera í
sérflokki. Gjörsamlega ný keppnis-
vél var um borð í FW23 bílunum í
ár og virðist sem naglinn hafi verið
hittur á höfuðið. í hvert sinn sem
Formúla 1 keppir á hröðum og ein-
fóldum keppnisbrautum eru þeir
Ralf Schumacher og Juan Pablo
Montoya í fremstu röð. Ralf hefur
nú þegar unnið þrjár keppnir sem
allar voru á brautum sem krefjast
mikils vélarafls. San Marino,
Montreal í Kanada og Hockenheim í
Þýskalandi, þar sem BMW jarðaði
Mercedes á heimavelli. Þessi árang-
ur bílaframleiðandans, aö smíða svo
öflugar vélar á aðeins sinu öðru ári
i Formúlu 1, er svo ótrúlegur að fyr-
irtæki sem hafa verið í bransanum
í fjöldamörg ár stara út í loftiö og
gapa. BMW-vélin er talin geta skilað
allt að 840 hestöflum á meðan Ferr-
ari hefur 825 og Mercedes aðeins
815. Það virðist sem allt sé að smella
saman hjá þeim Williams og BMW.
Nú á bara eftir að veita Ferrari
sömu ráðningu á heimavelli þeirra.
Vonast eftir smáheppni
Ralf Schumacher hefur ekið fyrir
Williams síðan 1999 en hann ók við
hlið skærustu stjörnu CART-
kappakstursins frá Bandarikjunum,
Alex Zanardi. Sá knái kappi átti
aldrei samleið með Formúlu 1 en
Ralf blómstraði og hefur ávallt átt
góð úrslit á Monza. Hann er ekki
með stórar yfirlýsingar fyrir keppn-
ina á morgun en gerir sér þó grein
fyrir því að hann á góðan mögu-
leika á aö vinna sína fjórðu keppni
í ár, sérstaklega ef þeir verða
heppnari en í síðustu keppni á Spa
er báðir Williams-ökumennirnir
þurftu að víkja sæti á rásröðinni og
byrja aftastir. „Monza er nú ekki
mjög krefjandi fyrir ökumenn en
býður venjulega upp á áhugaverðar
keppnir. Það eru talsverðir mögu-
leikar á framúrakstri," segir Ralf.
„Með aðeins meiri heppni en á Spa