Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 Helgarblað DV Fréttamenn DV meðal fyrstu erlendu fréttamannanna á vettvang: Rangt land og röng borg - sólarhring tók að komast frá Keflavík til New York DV, MANHATTAN:_________________ Klukkan var fimm á fimmtudag- inn þegar þota Flugleiða hóf sig til flugs áleiðis tii New York- borgar. Meðal farþega um borð voru fréttamenn DV, Reynir Traustason og Þorvaldur örn Kristmundsson. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða var búið að aflétta flugbanni í Bandaríkjunum. Erindi DV var að ná myndum og viðtölum við fólk á Manhattan þar sem sorg ríkir eftir fólskulegar árásir á tvíburatumana sem kost- uðu þúsundir manna lífið. Ferðin hófst meö venjulegum hætti. Þotan hóf sig mjúklega á loft og stefnan var sett vestur um haf. Flugstjórinn talaði til farþeg- anna og sagði veður með ágætum og háloftavinda hagstæða. í sæta- röðinni fyrir framan DV-menn sat maður sem virtist af ítölsku bergi brotinn. Hann hengdi plakat af sér og páfanum upp í loftið fyrir ofan sæti sitt. „Er þetta páfinn?" spurði farþegi sem ieið átti fram hjá en snarstoppaöi. „Nei, þetta er ég,“ sagði sá sem virtist ítalskur og hló hrossahlátri. Þegar hann náði and- anum eftir hláturkastið sagði hann forviða samferðamanni að á myndinni væri líka „vinur sinn páfinn". Þorvaldur ljósmyndari, sem hef- ur séð næstum allt sem snýr að fréttamyndum, hvíslaði vantrúað- ur að samferðamanni sínum að þetta væri alls ekki páfinn heldur maður sem líktist honum mjög. Jafnvel væri hugsanlegt að maður- inn í fremri röðinni væri í faðmlög- um við vaxmynd af páfanum. Þrátt fyrir þessar efasemdir allar var ákveðið að láta ekki á neinu bera en ræða við þann ítalska í fullri vinsemd og jafnvel hæla honum og páfanum fyrir vináttuna. Vinur páfans gerði nú grein fyrir sér. Hann sagðist vera hálfgerður papp- arassi frá Manhattan og hann sér- hæfði sig í því að láta mynda frægt fólk með sér eða taka einfaldlega myndirnar sjálfur. í framhaldi þeirrar yfirlýsingar henti hann myndaalbúmi aftur í tU kollega sinna frá íslandi. Við skoðun kom í ljós að vart var tU sú stjama sem ekki hafði verið mynduð með kappanum. Á meðan DV-menn flettu myndaalbúminu stóreygir gerði papparassinn arm- beygjur á ganginum og másaði út úr sér að hann yrði að vera í formi því annars vUdu stjörnurnar ekki vera á myndum með honum. Þar sem hann lá eins og selur magnþrota eftir þriðju armbeygj- una horfði hann upp til félaganna. „Er ekki einhver Björk á íslandi?" spurði hann og bætti við hvort þeir félagar gætu ekki haft samband við hana tU að láta hana hafa síma- númerið sitt. „Hún vill kannski eiga mynd af okkur saman. Þá get- ur hún bara hringt," sagði hann og stóð á fætur og snerist á hæl. Stað- setning félaganna í vélinni var þannig að þeir sátu fremst í þeim hluta vélarinnar sem stundum er kaUað „monkey class“. Papparassinn lagði af stað inn í Saga klass og gekk stórum skrefum að flugstjórnarklefanum. Frétta- mennirnir störðu á eftir honum. Hvað var í uppsiglingu? Þeim tU léttis snarstoppaði hann nokkru aftan við flugstjórnarklefann og sneri sér að flugfreyju sem um- svifalaust rétti honum vatnsglas. „Attention, please," sagði flug- stjórinn í kerfið og farþegum varð ljóst að ekki átti að lýsa fegurð Grænlandsjökuls eða tala um hita- stig á ákvörðunarstað. Á daginn kom að slæm tíðindi voru á ferð en þó ekki afleit. Lofthelgi Bandaríkj- anna var aftur lokuð og ekki annað tU ráða en að lenda í Montreal í Kanada. Flugstjórinn kvaðst vera bjartsýnn á að aðeins yrði um að ræða stutt stopp í Kanada eða jafn- vel að Bandaríkjamenn yrðu búnir að opna lofthelgina áður en tU lend- ingar kæmi. Jafnframt upplýsti hann að alls væru fjórar Flugleiða- þotur í sama vandanum og þyrftu að lenda í Kanada. Skeifa á vini páfans Flestir farþeganna höfðu beðið í tvo sólarhringa á íslandi vegna hryðjuverkanna og á andlitum þeirra mátti merkja vonbrigði. Papparassinn í röðinni fyrir fram- an haUaði sér yfir sætisbakið og horfði þunglyndislega á íslensku félagana. Svo tók hann eldsnöggt til máls. „Kanntu íslensku," sagði hann við þann sem þetta skrifar. „Jú, íslenskan var í sæmilegu lagi,“ var svarið. Þá sagðist mað- urinn eiga í miklum vandræðum vegna þess að hann skildi ekki flugmennina. Aðspurður hvort flugstjórinn heföi ekki talað bæði á íslensku og ensku bað maðurinn félagana að hafa ekki hátt. Svo dró hann upp úr brjóstvasa sínum tæki sem hann rétti aftur í. „Þið skUjið það sem þarna fer fram,“ sagði hann og bað um að þýtt væri jafnóðum þau orðaskipti sem fram færu um tækið. Við skoðun kom í ljós að þetta var skanni á sam- skipti flugmannanna. Papparass- inn sagðist alltaf hafa tækið í fór- um sínum til að geta fylgst með því sem gerðist frammi í flug- stjórnarklefanum. Að sjálfsögðu var því hafnað að vakta tækið þar sem óleyfilegt er aö hafa slík tæki í gangi meðan á flugferð stendur, Það var skeifa á vini páfans þegar hann tók aftur við tækinu. Vonir um breytta afstöðu Bandaríkja- manna brugðust og lent var í Montreal um sama leyti og gert hafði verið ráð fyrir að koma til New York. Mestallur floti Flug- leiða var nú saman kominn á sama stað í Kanada og 500 farþeg- ar stigu á kanadíska grund. Þar á meðal voru fjölmiðlamennirnir þrír. Papparassinn lét nú sem hann sæi ekki íslensku kollegana. Rauði krossinn hjálpar Á flugvellinum í Montreal vissi enginn neitt. Framan af var talið að Flugleiðir ætluðu að bjóða 500 manns gistingu en þegar nálgaðist miðnætti að kanadískum tíma spurðist út að leggja ætti í lang- ferð. Búið var að panta fimm rút- ur undir farþegana og leggja átti af stað sjö tíma leið til New York. Óhætt er að segja að jafnvel mestu harðjöxlum hafi brugðið í brún þegar í ljós kom hvaða feröalag væri fram undan. Nokkrir hopuðu og skráðu sig á eigin kostnað á hótel og ákváðu að fara daginn eft- ir í stað þess að hossast alla nótt- ina í rútu en langflestir ákváðu að halda áfram ferðinni til Bandaríkj- anna. Nú hófst mikil skipulagsvinna hjá þeim sem tóku við því verki að skipuleggja málin í umboði Flug- leiða. Á meðan Flugleiðaþoturnar hófu sig til lofts ein af annarri og stefndu til íslands var farþegun- um, sem nú voru 400, skipað í rað- ir. Kona með miöa sem á stóð Boston æpti og gekk í stóran hring. Smátt og smátt varð mikil halarófa sem raðaði sér á byrjun- arreitinn til Boston. Þá kom önnur kona í einkennisbúningi og æpti hástöfum: „New York“ og veifaði samnefndu spjaldi. Síðan gerði hún í stuttu máli grein fyrir því að tvær rútur færu til New York og þrjár til Boston. Papparassinn var í Boston-rööinni þrátt fyrir yfirlýs- ingar um að ætla til Manhattan. Þrátt fyrir ábendingar neitaði hann að færa sig. Það voru liðnir fjórir tímar frá lendingunni þegar eitthvað nýtt gerðist. Skyndilega renndu fimm rútur í hlað og í sömu svifum þusti fram her sjálfboðaliða Rauða Krossins með matarpakka sem skipt var niður á hina vegalausu. Víst er að gjöfin kom í góðar þarf- ir þar sem ekkert matcU’kyns var á flugvellinum að hafa en þó fannst mörgum einkennilegt að vera kominn i hóp þeirra sem hjálpar- stofnanir hafa afskipti af. Brauð, eplasafi og ostbitar glöddu og mett- uðu. Framan af var talið að rútan sem innihélt lungann úr New York-röðinni væri á leiðinni til NY. En annaö kom á daginn þvi bílstjórinn Bob lýsti því staðfast- lega yfir að hann væri á leið til Boston. Hann hélt uppi góðum aga í rútunni og andmæli voru ekki leyfð. Vegabréfaskoöun í Kanada Óvænt ánægja fyrir ferðamenn sem töldu sig vera komna heim til New York en voru sér til skelfingar einir ogyfirgefnir í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.