Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2001 DV Fréttir Margir fá nú stórhækkun á fasteignamati: Gríðarleg útgjalda- aukning fjölda heimila - ástæðan m.a. allt að 400% hækkun lóðarleiguverðs -Skdfflem Fýrlr Eftir Elgnaskattsstofn 12.000.000 20.000.000 Fasteignaskattur -45.000 -75.000 Elgnaskattur -96.810 -192.810 Sórstakur eignaskattur -16.807 -36.807 Mismunur á gjöldum ‘SOfeíOT Mísmunur á peningum mílli handanna 146.000 kr. Fasteignamat 20.300.000 24.200.000 Eignaskattsstofn 5.500.000 9.400.000 Fastelgnaskattur -61.500 -76.125 Eignaskattur 0 -18.784 Vaxtabmtur 250.932 9 Mlsmunur á gjöldum 2$&fS89£ Mlsmunur á peningum milli handanna 264.341 kr. Skattaálögur á landsmenn hafa verið að stóraukast að mati Péturs H. Blöndals alþingis- manns. Eignir og tekjur hafi hækkað langt umfram verð- lag og bæði eignar- skattur og tekju- skattur hafi síðan hækkað enn meira. Hann segist margsinnis vera búinn bera málið upp á þingi, m.a. hvað eignaskatt varðar, en mest fyrir daufum eyrum. í dag sé ekki nema 1/3 af eignum landsmanna eignar- skattskyldur. í raun borgi því engir eignarskatt nema íbúðareigendur. Opinber fyrirtæki, stofnanir, lífeyr- issjóðir og fleiri borgi enga eignar- skatta. Fyrirtæki sjaldnast heldur, þar sem eignir eru gjaman toppveð- settar. Nú fer hver að verða síðastur að gera athugasemdir við endurmat brunabóta- og/eða fasteignamats. Fasteignamatið hefur m.a. hækkað mikið undanfarin ár. Til að mynda var 18% hækkun á því 1. des. ‘99 og 12% hækkun ári siðar. Og með end- urmatinu nú hækkaði það enn frek- ar hjá mörgum húseigendum þó sumir hafi líka lækkað. Mikil hækk- un getur haft umtalsverð áhrif á út- gjöld fjölskyldu vegna breyttrar eignastöðu. Fer illa meö marga Gunnlaugur Kristinsson, endur- skoðandi hjá PriceWaterhouse Coopers, segir að hækkun fasteigna- matsins geti haft veruleg áhrif á vaxtabætur og eignaskatt auk hinna hefðbundnu fasteignaskatta. „Sérstaklega fer hækkunin illa með margt eldra fólk sem á sína fasteign skuldlausa. Einnig ungt fólk sem er að koma þaki yfir höf- uðið.“ Hann bendir á að stór hluti hækkunar fast- eignamatsins sé til kominn vegna stór- hækkaðs mats leigulóða, en i sum- um tilfellum er um að ræða meira en 400% hækkun. Hvetja til aukinnar skuldsetningar Dæmi eru um að eignarskattstofn einstaklings með 100 þúsund króna mánaðartekjur hafi hækkað um 7 til 8 milljónir króna frá áramótum. Það þýðir að viökomandi einstaklingur þarf að borga nær hundrað þúsund krónur í aukna skatta á ári. Auk þess missir hann vaxtabætur, nema hann steypi sér í samsvarandi skuldir, t.d. með jeppakaupum eða því um líku. „Ég hef bent á að lækkun á eignar- skatti sé liklega eina skattalækkunin sem hægt er að grípa til án þess að setja verðbólguna á skrið. Þetta er skattur sem vinnur gegn spamaði. Þegar menn eru búnir að borga upp skuldir missa þeir vaxtabætur og fara að borga eignarskatt til ríkisins," segir Pétur H. Blöndal. Þetta sé spurning um réttlæti þess að leggja eignarskatta á fólk. Þar er mönnum refsað fyrir spamað og ráð- deild. Pétur segir eignarskatta víðast á undanhaldi og fæst lönd ef nokkur hafi viðlíka eignarskatta og íslendingar. EES lönd séu t.d. mörg hver án eignar- skatta. Afleiðingar breytinga á bruna- bótamati og fasteignamati vom teknar upp í efnahags- og viðskiptanefnd sl. miðvikudag. Það er nú í skoðun og ekki er útséð hvert framhaldið verður. Ekki náðist í Geir H. Haarde fjármála- ráðherra vegna málsins í gær. -HKr./ÓSB Pétur H. Blöndal. Hækkun fasteignamats Fjöldi fólks horfir nú fram á erfiða greiðslustöðu vegna stórhækkunar á fasteignasköttum og gjöldi ■m. Stöðugar sprengjuhótanir „Hér hafa verið stöðugar sprengju- hótanir. Að minnsta kosti 90 slíkar hót- anir komu fram i gær og menn höfðu varia við að rýma byggingar," sagði Ólafúr Árnason, flugstjóri hjá Flugleið- um, sem nú bíður átekta ásamt öðram úr áhöfh vélarinnar á hótel Millenium á Manhattan, eftir að geta flogið vélinni heim. Ólafur sagði að fólk hefði verið beðið um að rýma byggingar eins og Mazez- stórverslunina, sem tæki yfir heila blokk og væri á nokkrum hæðum. Fleiri stórhýsi hefðu verið rýmd vegna hót- ana, íslenska áhöfhin hefði verið stödd í móttöku hótelsins þegar hryðjuverkin vora í algleymingi. Þar var fjöldi hótel- gesta að fylgjast með þeim í beinni út- sendingu í sjónvarpi. „Fólk í kringum okkur grét og var al- gjörlega í sjokki,“ sagöi Ólafur. Hann kvaðst ekki hafa farið nærri hryðju- verkasvæðinu af öryggisástæðum. Áhöfnin íslenska hefði haldið hópinn og verið mikið til inni á hótelinu. -JSS Sóló hjá vinstri grænum á Akureyri: Steingrímur gerir lítið úr þætti systur sinnar - segir talsmaöur Samfylkingarinnar á Akureyri „Það era mér fyrst og fremst vonbrigði að vinstri grænir skyldu aldrei hafa athugað það í fullri alvöra hvort máiefna- grandvöllur væri fyrir sameig- inlegu framboði. Það virðist sem þeir hafi nánast tekið hug- læga afstöðu fyrirfram," segir Jón Ingi Cecarsson, formaður Akureyrarfélags Samfylkingar- innar. Eins og DV hefur greint frá hyggjast vinstri grænir bjóða fram ein- ir á Akureyri fyrir næstu bæjarstjóm- arkosningar. Það var staðfest á félags- fundi í gærkvöld og i ályktun félags- manna segir að nefnd á vegum flokks- ins hafi komist að þeirri niðurstöðu að „mjög takmarkaður hljómgrunnur" sé fyrir sameiginlegu framboði. Einnig segir að talsverðrar óánægju gæti með samstarf Sjálfstæðisflokks og Akureyr- arlista i bæjarstjóm og aðstæður séu í grandvallaratriðum aðrar á Akureyri en víða þar sem félagshyggju- fólk hefur sameinast um fram- boð. Þetta er ekki rökstutt frek- ar en í ályktuninni segir að vinstri grænir vonist „eftir góðu samstarfi við önnur fram- boð sem kenna sig við félags- hyggju eða samvinnnu og era reiðubúin til að vinna að bæjar- málum á þeim grundvelli." Jón Ingi Cesarsson segir að vinstri grænir treysti sér greinilega ekki i samstarf. Samfylking- in hafi haft framkvæði að því að ræða við þá um sameiginlegt framboð en VG hafi aldrei skoðað það í alvöra. Form- lega séð hafi erindi þeirra aldrei verið svarað nema með yfirlýsingunni nú. Samfylkingin telur ankannalegt að Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, hafi sagt i DV fyrir skömmu að lítil ánægja sé með sam- starf sjálfstæðismanna og Akureyrar- listans i bæjarstjóm. Þetta viðhorf sé áréttað 1 ályktun félagsins nú en sæti furðu þar sem formaður vinstri grænna á Akureyri sé mikill áhrifa- maður í Akureyrarlistanum. „Kristin Sigfúsdóttir situr í skólanefnd fýrir Ak- ureyrarlistann og er varamaður í nátt- úravemdamefnd. Mér finnst Stein- grímur hafa gert lítið úr þætti systur sinnar innan starfsemi Akureyrarlist- ans. Þeim mun illa takast að afneita að- ild sinni að Akureyrarlistanum þótt greinilegar tilraunir séu gerðar til þess og m.a. i þessari ályktun," segir Jón Ingi Cesarsson. Að fenginni þessari niðurstöðu VG- manna era allar líkur á að fjórflokka- kerfið sé aftur komið í fastar skorður á Akureyri. Framsókn, sjáifstæðismenn, Samfylking og vinstri grænir munu bjóða fram en óvissa er með sérfram- boð Odds Helga Halldórssonar sem klauf sig út úr Framsókn. Ekki náðist í Kristínu Sigfúsdóttur. -BÞ Jón Ingi Cecarsson. Ný tegund hryðjuverka [Erlent fréttaljós Að baki víglínunnar DVí Bandaríkjunum Bíaðrð r dag Flóttinn mikli Erfiðleikar Stöövar 2 Er ekki ástin drifkrafturinn? Hilmar Jónsson Draugar, framhjáhald og morð Elliðaárdalur Bílasýningin í Frankfurt DV-bílar Ingvi einn Ingvi Hrafn Ósk- arsson, aðstoðar- maður dómsmála- ráðherra, er einn í framboði til for- manns Sambands ungra sjálfstæðis- manna, en 36. þing sambands var sett á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Þá heiðraði forsætisráöherra þing- gesti með ræðu, en á sunnudag kjósa ungliðar til kosninga. Gjörhygli i staö haturs Samtök herstöðvarandstæðinga sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir taka undir orð forseta ís- lands í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum „að yfirvegun og gjörhygli mættu ráða for á næstu dögum og mánuðum og að reiðin og hatrið fengi ekki yfirhöndina.“ Dregið í dilka Fé verður dregið í dilka í nokkrum af frægustu fjárréttum á Suðurlandi í dag, laugardag. Má nefna Reykjaréttir á Skeiðum og Tungnaréttir í Biskupstungum. Réttimar hafa ævinlega aðdráttar- afl fyrir unga jafnt sem aldna, og í seinni tíð er fólkið gjaman fleira en féð. Ásland í sátt Grunnskólinn í Áslandi í Hafnar- firði verður al- menningi til sýnis á morgun, sunnu- dag 16. september milli kl. 15 og 17. Áslaug Brynjólfs- dóttir hefur verið ráðinn skólastjóri. Framkvæmda- stjóri fjölskyldusviðs Hafnarfjarðar vonast til að sátt skapist nú um skólastarf í Áslandi. Passar mikilvægir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem brýnt var fyrir fólki að hafa með sér vegabréf í ferðum erlendis, þar sem hert hafi á persónueftirliti. Segir í tilkynningu að borist hafa fréttir af íslendingum erlendis sem lent hafi í vandræðum vegna ófull- nægjandi skilríkja. Sameining í Borgarflröl Bæjarstjórn Borgarbyggðar hef- ur ákveðið að óska eftir viðræðum við hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps um sameiningu sveitarfélaganna frá og með upphafi næsta kjörtíma- bils. Frá þessu er greint á Vísi.is Samið við óperuna Björn Bjamason menntamála- ráðherra, Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og stjórn íslensku óper- unnar undirrituðu samning á milli ríkisins og íslensku óperunnar í gær um starfsemi óperunnar. Gervi-rafvirki Haft hefur verið samband við Rafiðnaðarsambandið vegna manns sem kveðst vera rafvirki, en er ómenntaður í faginu. Guðmund- ur Gunnarsson, formaður RSÍ, seg- ir manninn svo fá lögmann til að innheimta fyrir sig af hörku vegna illra unninna verka. Segir Guð- mundur að fátt sé hægt að gera við þennan gervi-rafvirkja. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.