Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 Fréttir Ráðist Bandaríkjamenn á Kabúl með blessun íslendinga: Þá erum við komin í stríð - að mati formanns Vinstri grænna og telur að hefðin myndi þar með rofna Steingrímur J. Sigfússon, formaöur Vinstri grænna og nefndarmaður í utanríkismála- nefnd Alþingis, telur að Islend- ingum sé ekki skylt sem Nató- þjóð að blessa allar hemaðará- kvarðanir Bandaríkjamanna þrátt fyrir samþykkt Natóríkj- anna á dögunum. Vísbendingar eru um að Bandaríkin hyggist gera loftárásir á höfuðborg Afganistan, Kabúl, ef hryðju- verkamaðurinn bin Laden verður ekki framseldur en óvissa hefur verið um túlkun samþykktar Natóríkjanna um stuðninginn með Bandaríkjunum. „Nei, ég vona svo sannarlega að menn muni ekki túlka samþykktina með þeim hætti að við verðum að standa með öllum ákvöröunum Banda- ríkjamanna hverjar sem þær verða. Chirac Frakklandsforseti hefur t.d. sagt að þegar komi að beinum aðgerð- um muni hvert ríki fyrir sig - saman- ber ákvæði þar um í Nató-sáttmálan- um - þurfa að fara yfir þær þannig að ég lít hiklaust svo á að það verði sjálfstætt ákvörðunarefni þjóð- anna hvort þær styðji aðgerðimar. Það skiptir auðvitað máli í hvaða nafni slíkar aðgerðir yrðu. Yrðu þær í nafni Bandaríkjanna sjálfra eða Natóríkjanna?" seg- ir Steingrímur. - Þannig aö Banda- ríkjamenn verða að fá samþykki Nató- ríkjanna fyrir t.d. loftárás á Kabúl? „Já, eða auðvitað geta Bandaríkja- menn gert slíkt en þá held ég að sam- þykktin gildi ekki í þeim skilningi að Natóþjóðirnar beri sjálfkrafa ábyrgð á því sem Bandaríkjamenn kunni að gera. Það er alls ekki þannig og það eru einmitt Bandaríkjamenn sjálfir sem hafa alltaf tekið skýrt fram að hin sameiginlega varnarskylda skv. 5. greininni sé þannig útfærð að hvert ríki taki sjálfstæða ákvörðun um þátt- töku í aðgerðum." Annað sem tekist hef- ur verið á um er hvort ísland sé á leiðinni í stríð eða ekki. Telur Steingrímur að ísland sé komið í stríð ef þjóðin styður Bandaríkjamenn í loftárásum á Kabúl? „Já, ég held að það verði að segja það og í því ljósi veltir maður fyrir sér þeim fyrirvara sem Bjami Benediktsson setti árið 1959 þar sem segir að við séum herlaus þjóð sem muni aldrei segja öðm ríki stríð á hendur. Hvar er hann nú, þessi fyrir- vari, og ég hefði gaman af að sjá ríkis- stjómina með meðal annarra Björn Bjamason innanborðs lítilsvirða þann fyrirvara." Björn Bjamason tekur á þessu máli I nýjum pistli á heimasíðu ráðherrans. Hann segir það ranga túlkun að fyrir- vari Bjarna, fóður Björns, stangist á við skuldbindingar íslands skv. 5. grein sáttmálans um að árás á eitt að- ildarríki Nató ígildi árás á þau öll.“ Fráleitt er að túlka ræð- una á þennan veg. f henni er sagt afrdráttarlaust að íslend- ingar hafi ekki her og geti ekki haft, þeir geti ekki og muni ekki segja annarri þjóð stríð á hendur og þeir geti alls ekki varið sig gegn neinni erlendri, vopnaðri árás, þeir hafi þess vegna verið í vafa um aðild að varnarbandalaginu en svo gæti staðið á að ísland hafi úrslitaþýðingu um öryggi landanna við Norður-Atl- antshaf. Með aðildinni að NATO sýni íslendingar að bæði sjálfra sín vegna og annarra vilji þeir svipaða skipan á vömum landsins og var í síðari heims- styrjöldinni fyrir frumkvæði Breta og með samningi við stjórn Bandaríkj- anna. Þá vilji fslendingar jafnframt láta það koma ótvírætt fram að þeir tilheyri og vilji tilheyra því frjálsa samfélagi frjálsra þjóða, sem stofnað var með NATO,“ segir menntamála- ráðherra. -BÞ Björn Bjarnason. Steingrímur J. Sigfusson. DV fréttir á skjánum dvmynd e.j. DV steig nýtt skref í fréttaþjónustu sinni í gærkvöld þegar sjónvarpsstööin Skjáreinn hóf aö senda út kvöldfréttir aö nýju en þær eru unnar af blaöamönnum DV og Viöskiptablaösins. Fréttatíminn er stuttur og hraöur og hefst kl. 21.50 alla virka daga. Á myndinni standa Sigmundur Ernir Rúnarsson, aöstoöarritstjóri DV, og Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri blaösins, meö þau Hörö Vilberg og Margréti Rún fréttaþuli og Arna Þór Vigfússon sjönvarpsstjóra á milli sín. Ráðuneytin fara misvel að fjárlögum Alþingis: Heilbrigðisráðuneytið langt fram úr heimildum - samgönguráðuneytið skilaði hins vegar mestum afgangi 1 nnn Staöa ráöunevta 971,8 Úr Landmannalaugum Leiðsögumaður: Þeir trimma spik- ið af hrossunum - telur gróður í hættu „Fjallmennimir eru hér við laugam- ar með eitthvað á milli 80 og 90 hross sem þeir láta traðka niður mýrina hér. Umgengnin eftir þá fáeinu klukkutíma sem hrossin hafa verið hérna fer verr með landið en umferð túrista hér í mörg ár gerir,“ sagði Hákon Hákonar- son leiðsögumaður sem staddur var í Landmannalaugum í gærkvöldi. Þá var í náttstað þar kominn hópur fjallmanna úr Holta- og Landsveit og búist var við að enn ætti eftir að fjölga í hrossastóði þeirra eftir því sem lengra liði á kvöld- ið. 120 hross var tala sem þótti sennileg. Hrikaleg umgengni „Þeir vom héma í fyrra og þá var umgengnin söm og nú,“ sagði Hákon. „Allt er traðkað niður og reyndar var mikið flallað um þessa hrikalegu um- gegni fjalimannana þá. Afleiðingarnar em til dæmis þær að hér hefur sáralít- ið vaxið af fifu á svæöi nú í sumar en allur gróður á þessu svæði hér við laug- amar er óskaplega viðkvæmur. Ég er búinn að tala við þetta fólk en hrokinn í þvi er svo hræðilegur að það er engum samræðum við komandi. Það segir að hefðin sé þeirra, enda hafi þeir smalað þennan afrétt í hundrað ár. En fyrr má nú gagn gera og ég reyndar er efins i því að fjallmenn hafi lengur þennan rétt sem þeir tala um að sé þeirra, þvi þetta svæði er friðland og umgengni um það verður að vera í samræmi við það.“ Hákon segir að fjallmennirnir hafi ekki haft nema sáralítið af heyi í hross- in i þessari ferð, þess heldur kjósi þeir að beita þeim á viðkvæman gróðurinn. „Þeir þurfa ekki heldur jafnmörg hross á fjallið og þeir gera, þeir em ekki að gera neitt nema trimma af þeim spikið. Annað sem ég get sagt er að i fyrra ráku þeir hrossin frá laugunum og hér baka til við skála Ferðafélags íslands og þar var allt traðkað niður. Svöðusárin sjást enn þá.“ Inngrip nauðsynlegt Hákon kvaðst í gær hafa reynt að setja sig í samband við Áma Bragason, framkvæmdastjóra Náttúruverndar rík- isins, vegna þessarar umgengni fjall- manna í Landsveit en ekki tekist. Sagði Hákon að í sínum huga væri inngrip náttúmverndaryfirvalda í svona at- burðarás nauðsynlegt og kæmi ekki til þess nú væri slíkt dæmi um máttleysi þeirra sem um náttúmvernd sæju. Ekki náðist í fjallmenn í Holta- og Landsveit í gærkvöldi. -sbs 1 samanburði á niöurstöðutölum á gjaldalið ráðuneyta og fjárheim- ildum frumvarps til lokafjárlaga ársins 2000, kemur fram mjög mis- munandi árangur ráðuneyta að standa við fjárlög Alþingis. Samgönguráðuneytið nær þar bestum árangri, en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið er með al- verstu útkomuna. Þó Alþingi og forsetaembættið skili hallarekstri og fari þar með ekki að samþykktum fjárlögum, þá er samt afgangur af fjárheimildum æðstu stjórnar ríkisins í heild. Nemur sá afgangur 47,1 milljón króna. Forsætisráöuneytiö kemst einnig þokkalega frá sinum málum og skilar í afgang af fjárheimildum tæpum 82,8 milljónum króna. Samgönguráöuneytið best Fleiri ráðuneyti gera betur en reiknað var með á fjárlögum. Þannig skilar dóms- og kirkjumála- ráðuneytið tæpum 128,2 milljónum í afgang. Viðskiptaráðuneytið skilar rúmum 78,4 milljónum, iðnaðar- ráöuneytið skilar tæpum 348,8 millj- ónum króna og menntamálaráðu- neytið skilar 525,1 milljón í afgang. Sjávarútvegsráðuneytið gerir enn betur og skilar tæpum 737 milljón- um í afgang af samþykktum fjár- heimildum í fjárlögum. Fjármála- ráðuneytið virðist líka skapa gott fordæmi og skilar nær 773,2 milljón- um króna í afgang. Umhverfisráðu- neytið bætir um betur en þar verða rúmar 780 milljónir króna í afgang. Það er þó samgönguráðuneytið sem hefur vinninginn hvað þetta varðar og skilar rúmlega 971,8 milljónum króna í afgang af heimildum fjár- laga. Heilbrigðis- og trygginga- málaráöuneytið verst Á hinum endanum eru þeir sem fóru fram úr heimildum fjárlaga. Þar er Hagstofa íslands með rúm- ar 8,4 milljónir i gjöld umfram heimildir. Félagsmálaráðuneytið er með rúmlega 23,7 milljónir króna í mínus og landbúnaðar- ráðuneytið er með rúmlega 395,8 milljóna króna framúrkeyrslu á fjárlögum. Verst var staðan í rík- isreikningi hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en þar var farið fram úr heimildum fjárlaga sem nemur rúmum 584,4 milljónum króna í tíð Ingibjargar Pálmadóttur. -HKr. Ekið á mótorhjól Harður árekstur bíls og mótorhjóls varð á mótum Flatahrauns og Fjarðarhrauns í Hafn- arfirði í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var bíl ekið í veg fyrir mót- orhjólið, en tvennt var á mótorhjólinu. Þau voru bæöi flutt á Landspítala - há- skólasjúkrahús í Fossvogi til aðhlynn- ingar en ekki var vitað nánar um meiðsli þeirra i morgun. Brotist inn í bíla Tveir menn gerðu tilraun til inn- brots í bíla á bílasölu í austurhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Til mann- anna sást er þeir óku burtu á bíl og hafði lögregla hendur í hári þeirra skömmu síðar. Þá var brotist inn í bíl i vesturbæn- um i nótt, rúða brotin og stolið ýmsum lausamunum úr bílnum. Fundu hassplöntu Lögreglan á Blönduósi hafði af því spurnir að í heimahúsi á Hvamms- tanga væri veriö að rækta hassplöntur og var ákveðið að skoða málið í gær. Lögreglan fékk inngöngu í húsið með samþykki húsráðanda og fann hassplöntu í íbúðinni sem gerð var upptæk. Sá sem stóð að ræktuninni er ekki „kunningi" lögreglunnar. Góðir möguleikar Daviö Oddsson p^5|Ílgjj0H flutti ávarp á ráð- [■ppwicn > stefnu Landsbanka H íslands um vöxt og Kf' ** Mfl aukinn fjöibreyti- ■i '2ýf_ Jk leika íslenska hag- ■fc. ~ kerfisins sem haldin H Jfl var ' Listasafni ís- lands í gær. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að ís- land hefði upp á margt að bjóða fyrir erlenda fjárfesta „En betur má ef duga skal,“ sagði forsætisráðherra. - Frétta- blaðið greindi frá. Greiða skuldir flóttamanna Hafnarfjarðarbær mun þurfa að greiða ríflega hálfa milljón króna yegna skatta- skulda hóps flótta- manna frá Kosovo sem kom til bæjarins vorið 1999 og hafði verið lofað skattlaus- um framfærslustyrk fyrsta áriö hér- lendis. - Fréttablaðið greindi frá. 340 milljóna gjaldþrot Skiptafundur var haldinn í þrotabúi Genealogia Islandorum hf. í gær. Geneologia var stofnað haustið 1999. Gjaldþrot reyndist vera upp á 340 millj- ónir króna, en lífeyrissjóðir og fyrrver- andi starfsmenn eiga þær kröfur sem skiptastjóri hefur samþykkt sem for- gangskröfur. - RÚV greindi frá. Bilun í reyklosunarbúnaði Reyklosunarbúnaður í Jámblendi- verksmiðjunni, sem hreinsar ryk úr pokasíum, bilaði í gær. Þvi varð að losa reyk úr ofni í verksmiðjunni óhreinsaðan út í andrúmsloftið. Á stundum stóðu eldtungur upp um reykháfa ásamt kolsvörtum reykjar- mekki þegar skarað var í ofnum verk- smiðjunnar. Viögerð átti að ljúka í gærkvöldi. Haldið til haga í viðtali við Hjálmar Finnsson, fyrr- verandi forstjóra Áburðarverksmiðju ríkisins, í DV mánudaginn 17. septem- ber voru rangfærslur sem beðist er velvirðingar á. Hjálmar var fram- kvæmdastjóri Loftleiða en ekki Flug- leiða og ekki bara í New York heldur líka á fslandi. Hann var beðinn að taka að sér stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins árið 1953 (ekki 1958) þegar bygging hennar hófst og var fyrsti starfsmaður hennar. -Hkr/-gk/-Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.