Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
Fréttir
DV
Útvarpsráð klofnar vegna auglýsingahlés sem gera á í þáttinn Milli himins og jarðar:
RUV rýfur dagskrá
fýrir auglýsingar
- ekki stefnubreyting, segir formaðurinn; komið út yfir eðlileg mörk segir Mörður Árnason
Ákveðið hefur verið að
rjúfa þáttinn „Milli himins og
jarðar", sem verður á dag-
skrá sjónvarps á laugardags-
kvöldum í vetur, til þess að
koma að auglýsingum inni í
miðjum þætti. Útvarpsráð
klofnaði í afstöðu sinni til
þessa máls á fundi sínum í
siðustu viku og var það sam-
þykkt með 4 atkvæðum gegn
þremur. Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, formaður útvarps-
ráðs, sagði í samtali við DV að hann
liti ekki svo á að hér væri verið að
taka prinsippákvörðun um að eftir-
leiðis yrði heimilt að rjúfa dagskrár-
liði til að koma að auglýsingum.
Valið hafi einfaldlega
staðið um það að sleppa
þættinum alfarið eða að
ijármagna hann með
þessum hætti. Gunn-
laugur segir að áætlað-
ar auglýsingatekjur af
þessu eina hléi sem
verði á þættinum muni
duga ríflega fyrir út-
gjöldum vegna þáttar-
ins. „Ég reikna með að
með þessari breytingu muni þáttur-
inn þá verða byggður þannig upp að
það verði nokkurn veginn eðlilegt
að rjúfa hann. Það er líka rétt að
minna á að þetta er ekki í fyrsta
sinn sem dagskrárliður er rofinn
vegua auglýsinga því
þetta var gert í útsend-
ingu frá Edduverð-
laununum í fyrra,“
segir Gunnlaugur.
Þessi ákvörðun er
tekin við þær kring-
umstæður að Ríkisút-
varpið er að fram-
kvæma neyðarsparn-
að upp á 90 milljónir á
þessu ári og voru horf-
ur á því að þátturinn myndi hverfa
af dagskrá í þeim niðurskurði sem
því tengist. Minnihluti útvarpsráðs
lét bóka athugasemdir við þessa
stefnubreytingu hjá RÚV að rjúfa
dagskrá vegna auglýsinga. í bókun
frá Merði Arnasyni, þar sem
hann vill endurbóka bókun
frá sér og Önnu Kristínu
Ámadóttur frá því í septem-
ber í fyrra, segir m.a.: „Það er
raunar skoðun okkar að
tekjuöflun RÚV með kostun
og auglýsingum sé komin út
yfir eðlileg mörk. Annars veg-
ar er Ríkisútvarpið með þessu
að etja kappi við venjuleg at-
vinnufyrirtæki á fjölmiðla-
sviði og ríkisvaldið þar með í sam-
keppnisrekstri með augljóst for-
skot.“ Kristín Halldórsdóttir, full-
trúi VG í ráðinu, harmaði einnig
þessa niðurstöðu og óttast hún það
fordæmi sem þama er gefið. -BG
Gunnlaugur S.
Gunnlaugsson.
Kristín Hall-
dórsdóttir.
Möröur
Árnason.
Carreras neitar upptöku:
Erfiðir þessir
stóru karlar
- segir framkvæmdastjórinn
Stórtenórinn José Carreras kom,
sá og sigraði á tónleikum í Laugar-
dalshöll í gærkvöld fyrir framan
3.800 manns en
landslýður mun
ekki fá aö njóta
þeirrar tónlistar
síðar meir. Fyrir-
hugað hafði verið
samkvæmt samn-
ingi milli Ríkis-
útvarpsins og
Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands að
hljóðrita tónleik-
ana en þegar Car-
reras sá hljóð-
nemana, sem ætl-
aðir voru til
hljóðritunar á æf-
ingu i fyrrakvöld,
kom babb í bát-
inn.
„Þeir eru
óskaplega erfiðir,
þessir stóru karf
ar. Yfirleitt leyfa þeir aldrei svona
hljóðritanir nema þeir hafi legið
margsinnis yfir efninu,“ sagði
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands,
í samtali við DV.
Sinfóníuhljómsveitin gerði kröfu
um hljóðritun í fyrstu drögum samn-
ingsins við aðstandendur tónleikanna
vegna sérstaks samnings RÚV við
hljómsveitina þar að lútandi en óvíst
var hvort Carreras myndi sam-
þykkja. Endanleg niðurstaða fékkst
ekki fyrr en á æfmgunni í fyrrakvöld.
„Ég þjarkaði í þessu máli fram á síð-
ustu stundu þangað til Carreras sagði
einfaldlega: Annaðhvort fjarlægiði
þessa hljóðnema eða ég er farinn,"
sagði Þröstur.
Hann viðurkenndi að málið væri
óheppilegt en sagði að á hinn bóginn
hefði mönnum varla verið stætt á að
neitá þátttöku í tónleikunum. „Ég
hefði ekki viljað bera ábyrgð á því að
tónleikarnir yrðu látnir niður falla.“
Þorsteinn Kragh, talsmaður tón-
leikahaldara, sagði að Carreras
væri einstaklega ljúfur og þægileg-
ur persónuleiki. Stórtenórnum hafi
litist vel á land og þjóð og hyggist
koma í frí hingað síðar enda hafi fá
tækifæri gefist til að njóta
lystisemda íslands í þessari heim-
sókn. Carreras varöi gervöllum gær-
deginum í næði uppi á hótelherbergi
og sagði varla orð til að hvíla rödd-
ina. „Hann tekur engan séns fyrir
tónleika," sagði Þorsteinn. -BÞ
- Sjá gagnrýni um tónleikana
bls. 17 og hringiðu bls. 37,
José Carreras.
,Þröstur
Ólafsson.
90 milljón króna niðurskurður RÚV:
Sparað hér og þar
- ekki hljómgrunnur fyrir aö hlífa Rás 1 sérstaklega
„Við fórum lang-
leiðina í að spara
þessar 90 milljónir
með þeim aðgerðum
sem þegar er búið að
samþykkja," segir
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, for-
maður útvarpsráðs,
en ráðið hefur sam-
þykkt spamaðará-
ætlanir fýrir bæði
Sjónvarp og Hjóðvarp. I spamaðará-
ætlunum þessum er víða komið við og
klipið utan af útgjaldaliðum hér og þar
og bætt við tekjum á öðrum stöðum
þannig að í heildina segir Gunnlaugur
að spamaðurinn ætti að nást án þess
að verulega muni sjá á dagskránni.
Hann segir að það breyti ekki því að
RÚV verði rekið með verulegum halla,
enda nái þessi spamaður einungis að
mæta um þriðjungi af fyrirsjáanlegum
rekstrarhalla. Gunnlaugur segir að
verið sé að vinna að því að fara yfir
reksturinn áfram enda sé verkefnið
bundið langtímaverkefni. Sem kunn-
ugt er liggur fyrir hjá menntamálaráð-
herra ósk um rúmlega 11% hækkun af-
Inotagjalda frá og með 1. október næst-
komandi en Gunnlaugur segist ekkert
geta sagt um hvort reikna megi með
þeirri hækkun. Máliö er í þeim farvegi
að ráðherra setti af stað nefnd um það
og mun ekki ákveða sig fyrr en að af-
loknum störfum þeirrar nefndar. Á
fundi SUS um helgina lýsti Bjöm
Bjamason hins vegar þeim sjónarmið-
um sínum að hann teldi að RÚV ætti
að sækja fram á auglýsingamarkaði og
segir Gunnlaugur Sævar það nánast
segja sig sjálft að ef stofnunin fái synj-
un um hækkun verði að endurskoða
starfsemi hennar verulega.
Gunnlaugur var spurður að því
hvort útvarpsráð væri að skoða hugs-
anlegan spamað með sameiningu
fféttastofanna og sagði hann slíkar að-
gerðir ekki á dagskrá. Vissulega væri
hægt að ná fram einhveijum peninga-
legum spamaði með því að leggja aðra
fféttastofhuna niður en fyrir því væri
ekki vilji í ráðinu.
Ása Richardsdóttir, fulltrúi í út-
varpsráði, lagði á síðasta fundi ráðsins
fram tillögu um að menningar- og tón-
listardeild RÚV yrði hlíft sérstaklega í
niðurskurðinum um sem nemur 2-3
með eftirfarandi rökum:
„Rás 1 er ekki aðeins flaggskip Rik-
isútvarpsins heldur sú rás sem styður
og réttlætir fyrst og fremst tilveru-
grundvöll Ríkisútvarpsins. Þar hefur
átt sér stað nýsköpun í fjölmiðlun á
undanfómum árum sem skiptir gríð-
arlegu máli fyrir menningarlífið í
landinu. Rás 1, sérstaklega starfsemi
menningar- og tónlistardeildar, er afar
viðkvæm fyrir niðurskurði og vara ég
mjög við spamaðartillögum sem rýra
sérstöðu hennar og getu til þess að
sinna sínu mikilvæga hlutverki."
Þessi tillaga fékk ekki hljómgrunn í
ráðinu. -BG
Ása
Richardsdóttir.
Flugfélagið Jórvík:
Húsavíkurflug í skoðun
- flug til Eyja og Hafnar að hefjast
„Það er allt á áætlun hjá
okkur að hefja flugið um
mánaðamótin næstu,“ segir
Jón Grétar Sigurðsson,
Iframkvæmdastjóri Flugfé-
lagsins Jórvíkur, en félagið
hefur áætlunarflug frá
Reykjavík til Vestmannaeyja
og Hafnar í Hornafirði um
næstu mánaðamót. Um það
hvort á döfinni sé að hefja
áætlunarflug til fleiri staða
segir Jón Grétar að verið sé
að skoða möguleika á flugi
til Húsavíkur, en þar séu
menn mjög áhugasamir um
áætlunarflug. „Ég met jafnar
4 líkur á- því viö -förum að
Rjúga til Vestmannaeyja um næstu mánaðamót
Fyrirhugað er að auglýsa eftir 5-6 flugmönnum hjá
_____________félaginu A næstunní...............
fljúga þangað," segir Jón Grét-
ar.
Jórvík hefur áætlunarflugið
til Eyja og Hafnar á 10 sæta
vélum, en verið er að ganga
frá leigu erlendis á 19 sæta
vélum sem notaðar verða á
þessum flugleiðum. „Þau mál
eru komin mjög langt, við
erum að vinna að frágangi
þeirra mála með erlendum
fjármagnsaðilum," segir Jón
Grétar. Hann segir að verið sé
að auglýsa eftir 5-6 nýjum
flugmönnum sem ráðnir
verða á næstu dögum og fleira
fólk hafi þegar verið ráðið til
félagsins. . -gk
Fjölskylduframboð?
Talsvert hefur verið um það rætt í
heita pottinum hverjum Vinstri grænir
á Akureyri muni tefla
fram til að leiða lista
sinn í bænum í kosn-
ingunum í vor. Fullyrt
er aö flokkurinn hafi
enga augljósa
kandídata í bænum
enda hefur VG ekki
verið mjög áberandi i samstarfinu inn-
an Akureyrarlistans. Nafn Kristínar
Sigfúsdóttur, formanns flokksfélagsins
á Akureyri, er þó iðulega nefnt til sög-
unnar enda þykir hún mjög frambæri-
legur frambjóðandi og hefur starfað að
bæjarmálum innan Akureyrarlistans. í
pottinum heyrist þó að félagar í VG séu
ekki alveg á eitt sáttir um hvort það sé
styrkur eða veikleiki fyrir flokkinn að
hún er systir Steingríms J.
Sigfússonar. Hann sé að sönnu vinsæll
í bænum en hins vegar beri það
nokkurn keim af fjölskylduframboði ef
þau systkinin séu í forsvari fyrir flokk-
inn í kjördæminu - hann í því öllu og
hún í stærsta þéttbýliskjarnanum.
Sprengingar hættar
Og það berast fleiri tiðindi frá Ak-
ureyri því í vikunni mun ýmsum bæj-
arbúum hafa brugðið heldur í brún
þegar þeir sáu til-
kynningu frá Hólm-
keli Hreinssyni amts-
bókaverði og öðru
starfsfólki Amtsbóka-
safnsins í Dagskránni,
auglýsingapésa sem
dreift er um bæinn á
miðvikudögum. Þar stóð stórum stöf-
um og með myndrænni skreytingu:
„Sprengingum er lokið“. Ýmsum þótti
þetta heldur grá hótfyndni, enda voru
menn uppteknir af sprengingunum
sem urðu í tvíburatumunum i New
York og í Pentagon í Washington dag-
inn áður. Sprengingamar sem starfs-
fólk Amtsbókasafnsins var aö lýsa yf-
irstaðnar voru þó ekki þessar spreng-
ingar heldur sprengingar sem verið
höfðu í grunni nýbyggingar bókasafns-
ins og verið mörgum til ama. Þegar
auglýsing bókasafnsins var lesin betur
kom þetta raunar vel í ljós.
Útspil Davíðs
Framboðsmálin í Reykjavík fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar em vita-
skuld i deiglunni í
heita poftinum. Yfir-
lýsing Davíðs Odds-
sonar um að borgar-
fulltrúar R-lista séu sí-
fellt að stinga pólitísk-
um rýtingi í bak fram-
sóknarráðherra er til
dæmis talin vera mjög úthugsaður
leikur. Frést hefur af nokkurri óá-
nægju meðal framsóknarmanna í höf-
uðborginni með hversu treglega hefur
gengið að ná saman í samningavið-
ræðum - einkum við Vinstri græna.
Margir Frammarar munu þess fýsandi
að láta samstarfið einfaldlega sigla
sinn sjó og nefna menn þá gjaman til
sögunnar „þvergirðingshátt" VG, eins
og það heitir í þessum kreðsum, og
líka útspil Helga Hjörvars, forseta
borgarstjórnar, í Kárahnjúkamálinu.
Sagt er að Davíð hafl frétt af þessari
undiröldu hjá Framsókn og útspfli
hans sé ætlað að magna hana upp.
Harða hliðin upp
í pottinum fyrir helgi var greint frá
því aö Ámi Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra hefði ekki mætt á fund
trOlukarla í Sandgerði
j og að það hafi verið tO-
efni óánægju. Ámi átti
hins vegar enga mögu-
leika á því að mæta á
fundinn þar sem hann
var erlendis í erindum
sem höfðu verið ákveðin fyrir lOandi
löngu, en ráðherrann mun hins vegar
hafa lagt ríka áherslu á að fulltrúi
hans yrði á fundinum. Þannig mun
hann hafa skikkað aðstoðarmann sinn
til að mæta á fundinn, þrátt fyrir að
aðstoðarmaðurinn hafi verið búinn að
bóka sig i önnur verkefni. Ráðherrann
mun hafa fyrirskipað að aðstoðarmað-
urinn léti aOt annað sigla sinn sjó, en
færi á fundinn. í pottinum kölluðu
menn þetta hörðu hliðina á Áma -
hann hafi sýnt mjúku hliðina þegar
hann fór í fæðingarorlof í sumar—L J