Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
9
DV
Norðurland
Gjaldþrot Skinnaiðnaðar:
70 nýir á atvinnu-
leysisskrá
Um 70 manns sem áður störfuðu hjá
Skinnaiðnaði hafa skráð sig atvinnu-
lausa undanfama daga. 260 eru atvinnu-
lausir á Norðurlandi eystra skv. skrán-
ingu hjá vinnumiðlun svæðisins. Sú
tala er þó ekki nema tæpur þriðjungur
þess atvinnuleysis sem var fyrir
nokkrum árum.
„Gjaldþrot Skinnaiðnaðar breytir
töluverðu en ástandið hefur verið gott
og við erum ekki svartsýn. Það er slæmt
að þetta skuli gerast en hugsanlega
verður áframhaldandi rekstur hjá
Skinnaiðnaði ef marka má nýjustu frétt-
ir og eins vantar í störf hjá sumum öðr-
um,“ segir Helena Þuríður Karlsdóttir,
forstöðumaður Svæðisvinnumiölunar
Norðurlands eystra. Hún segir að þegar
svæðisvinnumiðlunin hóf rekstur sinn
á vormánuðum ‘98 hafi 600-700 manns
verið á atvinnuleysisskrá. -BÞ
Menntasmiðja:
Eykur atvinnu-
þátttöku
Könnun sem unnin var fyrir
Menntasmiðju kvenna á Akureyri sýn-
ir að þátttaka í námskeiðum mennta-
smiðjunnar eykur mjög atvinnuþátt-
töku kvenna. 16% kvennanna sem
hófu námskeið voru á atvinnumarkaði
en 54% að námskeiðinu loknu.
Menntasmiðja kvenna hefur verið
starfrækt á Akureyri síðan 1994. Það
ár var atvinnuleysi kvenna í sögulegu
hámarki og kom frumkvæði að stofn-
uninni frá Valgerði Bjarnadóttur, þá-
verandi fræðslu- og jafnréttisfulltrúa.
Námið byggist á hugmyndafræði og
reynslu frá lýðháskólum og kvenna-
dagskólum og skiptist í tvær annir um
vor og haust. Útskrifaðir nemendur
eru alls 276.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir er forstöðu-
freyja. -BÞ
Aukin samvinna er lykill árangurs í ferðaþjónustu í dreifbýli:
Getum margt lært af Nýsjálendingum
- „bragðið“ af þjóðinni mikilvægt. Landbúnaðarsvæðin vannýtt á íslandi?
Colin Michael Hall, heimsþekktur
fyrirlesari um ferðamál, telur að ís-
lendingar og Nýsjálendingar eigi
ótrúlega margt sameiginlegt þegar
kemur að ferðaþjónustu. Hall flutti
erindi á ráðstefnu á vegum Samtaka
ferðaþjónustunnar og Ferðamálaset-
urs íslands í Háskólanum á Akur-
eyri sl. fóstudag. Fram kom i máli
hans að samnýting landbúnaðar og
ferðaþjónustu getur verið lykilatriði.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
HA, setti stefnuna og gat þess að
ferðaþjónusta væri sá iðnaður sem
yxi nú hvað hraðast. Greiðar sam-
göngur væru ein undirstaða mögu-
leikanna en samvinnan skipti ekki
síður máli.
Yfirskrift stefnunnar var einmitt
„Samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu
- fræði og framkvæmd“ og sýndi
Hall fram á samband árangurs og
samstarfs hjá Nýsjálendingum und-
anfarið. Þar hefur sums staðar orðið
bylting í tekjum af ferðamönnum
undanfarið. „Efnahagur okkar situr
á baki sauðkindarinnar," sagði Hall
enda er landbúnaðurinn órofa tengd-
ur ferðaþjónustunni hjá Nýsjálend-
ingum. Hall sagði enn fremur: „Mál-
ið er ekki fjöldi ferðamanna. Málið
er hve lengi þeir dvelja og hvað þeir
gera.“
Telja má víst að landbúnaðar-
svæðið í nágrenni Eyjafjarðar sé
vannýtt tekjulind samkvæmt er-
indi Hall. Hann sér möguleika í
samstarfl milli býla og leggur
áherslu á fjölbreytni í mat og
drykk. „Þegar ég kem til íslands þá
smakka ég á landinu. Ef áhrifin
eru jákvæð er ég líklegur til að
kaupa íslenskar vörur í útlöndum
og mæla með þeim og landinu við
annað fólk,“ sagði Hall.
Hann segir sem dæmi frábær
tækifæri felast í því fyrir íslend-
inga að geta boðið upp á íslenska
fjallalambið og íslenskan lax í nátt-
úrulegu uppvaxtarumhverfi afurð-
anna. Einnig þurfi að skapa rétta
stemningu í kringum tilurð rétt-
anna og þá sé góð þjónusta hreint
lykilatriði. -BÞ
Miðbær Akureyrar:
Hósannavagn um helgar
Hósannahópurinn hefur fengið
vilyrði bæjarráðs Akureyrar fyrir
því að hafa strætisvagn í eigu hóps-
ins I miðbæ Akureyrar um helgar.
Hósannahópurinn er sérislenskt
fyrirbrigði og samanstendur af ein-
staklingum sem byggja líf sitt á
kristilegum grunni og vilja vinna í
þágu þeirra sem hafa villst af leið.
í hréfi Hósannahópsins til bæjar-
yfirvalda segir að hópurinn vilji
staðsetja vagninn spölkorn frá þeim
svæðum þar sem talið er að aðstoð-
ar geti verið þörf. „Við munum
einnig vera íkæddir sérmerktum
Hósanna-úlpum og þannig vekja at-
hygli á okkur með þvi að ganga um
svæðin. Ætlunin er að þeir sem
koma í vagninn til okkar komi af
fúsum og frjálsum vilja, að eigin
frumkvæði. Við höfum ákveðið að
bjóða upp á kaffi, kakó og kleinur í
vagninum og skapa þannig góða og
þægilega stemningu fyrir alla.
Stundum verður boðið upp á heita
súpu og brauð“ segir i erindi
Hósannahópsins.
Andrés Guðbjartsson, talsmaður
hópsins, sagði i samtali við DV að
sams konar vagn væri þegar á höf-
uðborgarsvæðinu, i
miðbæ Reykjavíkur,
Árbæjarhverfi, Breið-
holti og Grafarvogi, og
þá sé farið hálfsmán-
aðarlega til Akraness,
Hafnarfjarðar og
Reykjanesbæjar.
Hann segir að hvar
sem vagnar hópsins
eru staðsettir séu allir
velkomnir sem vilji
ræða málin, og skipti
þá ekki máli hvert
umræðuefnið sé. -gk
Frá miðbæ Akureyrar
Hósannahópurinn ætlar að bjóöa fram aöstoö sína
um hetgar.
imimuu
VIRKIR DAGAR
SKJAR EINN