Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
13
Neytendur
33"V
Réttindi og skyldur kaupenda og seljenda bifreiða:
Oft misbrestur á
upplýsingagjöf
segir Björn Pétursson hjá FÍB
Fyrir nokkrum dögum keypti
Guðlaugur Guðmundsson notaðan
Nissan Primera-bíl hjá Bílahúsinu,
Ingvari Helgasyni, fyrir son sinn.
Þegar kaupin voru frágengin og
Guðlaugur á leið heim í bílnum sá
hann að bíllinn var óskoðaður,
reyndar með grænan endurskoðun-
armiða síðan í júní. Það kom hon-
um á óvart því hann hafði staðið í
þeirri trú að notaðir bílar sem
keyptir væru hjá umboðunum
væru yfirfarnir og ættu að vera í
þokkalegu standi. Hann fór því á
skoðunarstöð og fékk útprent af því
sem í ólagi var. Reyndust það vera
fjögur atriði. Guðlaugur var að von-
um ósáttur við'það og fór á bílasöl-
una með bílinn sem var tekinn á
verkstæðið og gert við þessi fjögur
atriði. Að því loknu fór hann með
bilinn í skoðun. Þá komu í ljós önn-
ur íjögur atriði sem þörfnuðust lag-
færingar en þrátt fyrir það fékk
bíllinn skoðun. Þvi lá leiðin aftur í
bílasöluna og var bíllinn aftur sett-
ur á verkstæði til að kippa þessum
hlutum í lag. Guðlaugur hefur þurft
að snúast mikið í kringum þessi
bílakaup, m.a. þurft að skilja bílinn
tvisvar eftir á verkstæðinu, og er
ósáttur við að bílasalinn skyldi
ekki upplýsa hann um þessa ann-
marka bílsins. Auk þess var bíllinn
skráður sem leigubíll og gjöld af
honum ógreidd. Guðlaugur leitaði
aðstoðar Félags íslenskra bifreiða-
eigenda í þessu máli og segir hann
að mun verr hefði farið hefði þeirra
aðstoðar ekki notið við. Við þessa
sögu vaknar sú spurning hver rétt-
ur bílkaupenda sé við svona að-
stæður og hver sé upplýsingaskylda
seljenda.
Ýmislegt athugavert
Gunnlaugur leitaði til FÍB með sitt
mál og segir Bjöm Pétursson, starfs-
maður felagsins, að reynsla Guðlaugs
sé ekki dæmigerð fyrir bílasöluna hjá
Ingvari Helgasyni, heldur virðist sem
allt hafl farið á fleygiferð við útsöluna
og bílasalinn sem annaðist málið ekki
passað upp á að allt væri i lagi. „Hins
vegar hafi a.m.k. þrjú atriði hafi verið
athugunarverð við framgöngu bílasal-
ans sem seldi Guðlaugi bílinn. „í fyrsta
lagi var bíllinn ekki með fullnaðar-
skoðun og frestur tO að ljúka bótum á
honum útrunninn. í öðru lagi er hér
um dísilbíl að ræða og af honum hafði
verið greiddur þungaskattur fyrir hálft
árið en ekki hafði hann verið gerður
Guðlaugur Guðmundsson við bílinn bilaða
Bílakaupunum hafa fylgt ótal snúningar sem hægt hefði verið að komast hjá hefði bílasalinn upp-
lýst kaupandann um ástand bílsins og skráningu eins og honum ber. Eins hefði Guðlaugur átt að
kynna sér betur ástand bílsins áður en hann var keyptur.
upp fyrir seinni hluta ársins. Þar af
leiðandi var áhvílandi þungaskattur á
bílnum en ekki er hægt að umskrá bíla
fyrr en hann hefúr verið gerður upp. í
þriðja lagi var bíllinn skráður sem
leigubíll og þá er þungaskattsgjaldið
25% hærra. Þessi þrjú atriði voru mis-
tök af hálfu bifreiðasalans." Bjöm seg-
ir að einnig hafl vantað skráða ástands-
yfirlýsingu seljanda sem samkvæmt
lögum á að vera til staðar við sölu.
Mistök
Kjartan Baldursson, starfsmaður hjá
Bílahúsinu, segir að fyrirtækið leitist
við að gefa viðskiptavinum sínum sem
bestar upplýsingar um þá bíla sem til
sölu séu hveiju sinni. „Hins vegar er
ekkert óeðlilegt að þegar keyptir em
gamlir, mikið keyrðir bíla að eitthvað
geti verið að þeim. Við erum með mörg
hundmð bfla og farist hefur fyrir að
koma þessu eintaki í skoðun, því mið-
ur.“ Kjartan segir að einhver mistök
hafl átt sér stað þegar Guðlaugi var
seldur bfllinn án þess að vera fræddur
um ástand hans. Mikið hafi verið að
gera og því kannski meiri likur á að
slík atvik ættu sér stað. „En við erum
að leiðrétta þessi mistök, ég veit ekki
betur en að búið sé að gera við öll þau
atriði sem gerð var athugasemd við í
skoðun bílsins og meira tfl.“
Víöa misbrestur
Ef bflasalinn veit af bilunum í bíln-
um ber honum skylda að tilkynna
kaupandanum það. í lögum og reglu-
gerðum er sérstaklega tiltekið að „hafi
bifreiðasali ástæðu til að ætla að
ástand ökutækis sé ábótavant ber hon-
um að vekja athygli kaupanda á þeim
annmarka." Eins segir „bifreiðasali
skal afla upplýsinga sem staðfestar
skulu skriflega af seljanda um akstur
og ástand skráningaskylds ökutækis,
svo og annarra þeirra upplýsinga sem
kaupanda era nauðsyiflegar vegna
kaupanna. Gögn þessi skulu fylgja af-
sali og skal bifreiðasali jafnframt varð-
veita þau í eitt ár.“ í reglugerð sem
fylgir lögunum um bifeiðakaup segir
jafnframt „Bifreiðasaji skal staðfesta
að seljandi hafi gefið fuflnægjandi
ástandslýsingu á ökutækinu." Þeir sem
lenda í að kaupa bfl af aðila sem ekki
fylgir þeim ættu að tilkynna það lög-
reglu því innan
lögreglunnar er
deild sem hefur
eftirlit með leyf-
ishöfum til bfla-
sölu.
„Það er ansi
víða misbrestur
á að farið sé eft-
ir þessum regl-
um,“ segir
Björn. „Þó em
margir bílasal-
ar með alla
hluti í stakasta
lagi en aðrir
sinna þeim ekki
á neinn hátt. Á
þetta bæði við
um umboðin
sem og aðrar
bflasölur. Og
þar skilur á
mflli kaup-
manna og
prangara."
Skyldur
kaupenda
Kaupendur
hafa einnig
skyldum að
gegna við bif-
reiðakaup. Þeim
ber skylda að skoða bflinn vel áður en
gengið er til afsals. Geri þeir athuga-
semdir við ástand bílsins skal undan-
tekningalaust skrá þær á afsalið. Hið
sama gildir um upplýsingar sem bfla-
sali gefur kaupanda, þær á að skrá á af-
salið. Með því móti má koma í veg fyr-
ir misskilning af ýmsu tagi. Bjöm vill
ítreka fyrir fólki að fara með bfla sem
það hyggst kaupa í ástandsskoðun til
að koma í veg fyrir að því yfirsjáist bil-
anir og gallar. Ekki nægi að bíllinn
hafi verið yfirfarinn af t.d. umboðinu.
„Að minum dómi er um þrenns kon-
ar skoðun að ræða,“ segir Bjöm. „Þær
em hin lögbundna skoðun sem er skoð-
un á öryggistækjum, ástandsskoðun
sem kaupendur notaðra bíla geta nýtt
sér og er ástandsmat á bilnum, og
svokölluð söluskoðun hjá umboðunum
sem er ekkert annað en mat á verðgildi
bflsins. Ekki er verið að meta bflinn til
að hægt sé að gera við hann. Einstaka
umboð yfirfara þó bfla og er þá sérstak-
lega auglýst að bflamir séu yfirfamir.
En hafa ber í huga að umboðin fara
yflr bíla til að sjá hvað er aö þeim en
ekki er þar með sagt að gert sé við þá“.
-ÓSB
Kringlan:
Gestir fá happ-
drættismiða
Allir gestir
Kringlunnar munu
sjálfkrafa taka þátt
í happdrætti í sept-
embermánuði. Þeir
sem eiga viðskipti
við einhverja af
verslunum eða
þjónustuaðilum
Kringlunnar í mánuðinum fá happ-
drættismiða í pokann sinn. Gildir þá
einu hvort keypt er fyrir 200 krónur
eða fyrir 20.000 krónur.
Kringlugestir fá vitanlega happ-
drættismiða í hvert sinn sem þeir
versia. Vinningslíkur má því auka
með því að koma oft í Kringluna.
Happdrættismiðinn er í raun póst-
kort en á hverju póstkorti er happ-
drættisnúmer. Vinningsnúmer verða
dregin út þann 1. október og birt á
vef Kringlunnar www.kringlan.is og
við þjónustuborð Kringlunnar.
Meðal vinninga í póstkortahapp-
drætti Kringlunnar eru vikuferð fyr-
ir tvo til Portúgals með Úrvali-Útsýn,
Canon Ixus II myndavél frá Hans Pet-
ersen, 3330 farsími frá Tali, Kringl-
unni, og gjafabréf frá Kringlunni.
Auk þess verða dregnir út vinningar
frá Leonard, Nanoq, Byggt og búið,
Auganu, Japis, Aveda og kvenfata-
versluninni Iðunni.
Sepfember
tilbeð
blöndunartæki frá
TSica
SANITED TECHNIK
FM Mattsson
í Mora, Sviþjóð
Eínnarhandar
blöndunartækí
fyrir eldhús. frá kr. 4.690,-st0r.
handlaug m. lyftitappa.
frá kr. 4.890,- sigr.
Hitastýrð
verð frá kr. 8.900,- sigr.
Vib Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin.ls
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18
_____taugord. kl. 10-14___
e e
ÞRIÐJUDAGAR
I KVOLD
19.30 Everybody Loves Raymond
20.00 Providence
21.00 Innlit/Útlit
21.50 Fréttir og Málið
22.00 Law & Order
22.50 Jay Leno
SKJARE/NN
■imiUimmmuitiiiiUimmmiiimitumiiUiiiiiiiiiiuiiiiiiinuiiiuiii