Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
15
ÐV
Útlönd
Harðir bardagar á Vesturbakkanum:
Þrýst á deilendur að
semja um vopnahlé
Laura Bush, forsetafrú í Bandarlkjunum, reynir aö hugga ástvini þeirra sem
fórust meö flugvélinni í Pennsylvaníu í síöustu vlku viö minningarathöfn sem
haldin yar í gær. Flugvélinni var rænt og átti aö nota hana til hryöjuverka.
Harðir bardagar geisuðu á Vest-
urbakkanum og Gaza í gær, þrátt
fyrir tilraunir Bandaríkjamanna og
fleiri til að fá ísraela og Palestínu-
menn til að ræða um vopnahlé.
Að minnsta kosti einn Palestínu-
maður lét lífið í átökunum í gær og
ísraelskur hermaður særðist alvar-
lega.
Bandarísk stjómvöld hafa hvatt
deilendur til að leggja meira á sig til
að binda enda á ofbeldisverkin. Þá
leggur Evrópusambandið þunga
áherslu á að deilendur hittist til að
ræða um vopnahlé.
Sendifulltrúi ESB hitti Yasser
Arafat, forseta Palestínumanna, í
gærkvöld og Joschka Fischer, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, talaði við
hann í síma. Ekki hafa borist nein-
ar fregnir af því að þau samtöl hafi
skilað einhverju.
REUTER-MYND
Yasser Arafat
Forseti Palestínumanna sendi ísrael-
um kveöjur í gær í tilefni nýárs gyö-
inga og ítrekaöi fyrri tilskipanir sínar
um vopnahlé í átökunum viö ísraela.
Sviptingar í grænlenskum stjórnmálum:
Jonathan Motzfeldt velt
úr sessi flokksformanns
Jonathan Motzfeldt, formanni
grænlensku heimastjórnarinnar,
var velt úr formannssessi Siumut-
flokksins í gær. Maðurinn sem það
gerði er Hans Enoksen, formaður
samtaka grænlenskra sveitarfélaga.
Enoksen, sem nýtur mikilla vin-
sælda, vann formannskjörið með
því að tala máli óánægjuaflanna i
flokknum, það er að segja fiski-
manna og þeirra bæjarfélaga þar
sem lokanir á fiskvinnslustöðvum
eru yfirvofandi. Hinn 45 ára gamli
Enoksen fékk 23 atkvæði en Motz-
feldt 22 atkvæði.
Þetta mun vera í þriðja sinn sem
Motzfeldt missir formannssætið frá
því heimastjórnarlögin gengu í
gildi. Motzfeldt hefur verið í forystu
Siumut-flokksins frá því hann var
stofnaður árið 1977.
Búist er við að Motzfeldt gegni
starfi formanns heimastjórnarinnar
út kjörtímabilið. Hins vegar er
reiknað með að formannsskiptin í
flokknum hafi í for með sér hróker-
ingar innan heimastjómarinnar.
Þeir sem stóðu fyrir uppreisninni
gegn heimastjórnarformanninum
gagnrýna hann fyrir að hafa fengið
dönskum embættismönnum og
dönskum stjórnmálamönnum á eft-
irlaunum völdin í stærsta hlutafé-
lagi heimastjórnarinnar, Royal
Greenland. Formaður stjórnar fyrir-
tækisins er Uffe Ellemann-Jensen,
fyrrum utanríkisráðherra Dan-
merkur.
Byssur og skot-
færi seljast eins
og heitar lummur
Byssur, skotfæri, gasgrímur og
vesti sem standast hnífaárásir selj-
ast eins og heitar lummur í Banda-
ríkjunum í kjölfar hryðjuverka-
árásanna fyrir viku.
Starfsmenn verslana sem selja
búnað frá hernum segja að eftir-
spurnin eftir gasgrímum sé slík að
þeir anni henni ekki. Heilu fjöl-
skyldurnar kaupa sér gasgrímur til
að vera við öllu búnar.
„Við verðum bara að vona að
birgjar okkar standi sig,“ sagði
Mike Wismer, lagerstjóri verslunar
í London í Ontario i Kanada.
Forsetafrúin minnist fórnarlamba
REUTERMYND
George W. Bush Bandaríkaforseti:
Vill ná Osama bin Laden
„dauðum eða lifandi"
Ladens er hann sá sem Bandaríkja-
menn beina sjónum sínum að og sagði
Bush að talibanar, sem ráða ríkjum í
Afganistan, verði að gera sér ljóst að
hver sá sem heldur hlífiskildi yfir
slíkum manni verði að taka afleiðing-
unum. „Árásirnar voru ekki aðeins
gegn Bandaríkjunum heldur gegn öll-
um hinum siðmenntaða heimi og tali-
banar verða að taka viðvörun okkar
alvarlega. Bin Laden er sá sem við
grunum um að standa á bak við þenn-
an grimmilega verknað og þess vegna
leggjum við alla áherslu á að ná hon-
um. Meðan hann er undir þeirra
verndarvæng er ábyrgðin þeirra og
þeir sem veita honum minnstu aðstoð
teljast meðsekir," sagði Bush.
Colin Powel utanríkismálaráðherra
tók í sama streng og sagði að allir
þræðir lægju til bin Ladens og sam-
taka hans, al Qaeda, sem aðstoðuðu
smærri hryðjuverkahópa til illvirkja
eins og árásina í Bandaríkjunum.
September
jjlboii
baðsett
Stærsti hreinlætistækjaframleiðandi i
Evrópu, Roca Group, trvggir sama
litatón ó öllum tækjum.
Salerni meö stút í
vegg eða gólf
Vönduð, hörð ABS seta
og festinflar fylgja.
Handlau'g á vegg.
Stærð 55^ 43 cm.
Baðkar
170 x 70 cm.
Kr. 29.900/
Vib Feilsmúla
Sítni 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
OPIÐ:
Mánud. - föstud. ki. 9-18
______laugord. kl. 10-14__
George W. Bush Bandaríkjaforseti,
sem í gær boðaði til blaðamannafund-
ar í varnarmálaráðuneytinu í Was-
hington, sagði að hryðjuverkamaður-
inn Osama bin Laden væri eftirlýstur
„dauður eða lifandi" og vitnaði þar í
aðferðafræði „villta vestursins".
Hann bað landa sína einnig að búa sig
undir mannskæða baráttu við að
hefna árásanna á New York og Was-
hongton í síðustu viku. Hann höfðaði
mjög til réttlætiskenndarinnar á fund-
inum og sagði að herinn væri tilbúinn
að verja frelsið með öllum tiltækum
ráðum. „Við munum vinna það stríð
en það mun kosta okkur fórnir,“ sagði
Bush.
Bush greindi frá því á fundinum að
samkvæmt ákvörðun þingsins yrðu 35
þúsund varaliðsmenn þegar kvaddir
til starfa við undirbúning en herinn
undirbýr sig nú fyrir nýja tegund af
hernaði i kjölfar hryðjuverkanna.
Þar sem allir þræðir rannsóknar-
innar á hryðjuverkunum liggja til bin
George W. Bush í Pentagon
Bush Bandaríkjaforseti á blaöamannafundinum í gær þar sem hann tilkynnti aö
Osama bin Laden væri eftirlýstur „dauöur eöa lifandi“. Meö Bush á myndinni
eru þau Donald Rumsfeld varnarmálaráöherra og Condoleeza Rice,
öryggismálaráögjafi ríkisstjórnarinnar.
Þakjjfr
Bandaríski sendiherrann cí íslandi,
Bcirbara J. Griffiths, og stcirfsfólk bcmdaríska
sendirddsins vill þakkci þann mikla studning sem
íslenska þjóðin hefur sýnt Bcmdaríkjamönnum
sídastlidna viku.
Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í
sendiráðið til að rita nöfn sín í minningarbók og
einnigþeim þúsundum sem sendu okkur blóm, bréf,
skeyti og tölvupóst.
Við metum mikils þcí djúpu vináttu og samúð sem
Islendingar liafa sýnt okkur á þessum erfiðu tímum.
Bandaríska sendiráðið