Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
17
ÐV
Ofurstjarna
og heljarmenni
Gagnrýnandi nokkur sagöi eitt
sinn að þegar tenórarnir þrír, þeir
Pavarotti, Domingo og Carreras,.
héldu tónleika væru þeir frekar að
keppa um hver þeirra gæti haft
hæst en að miðla háleitri list til
áheyrenda. Eftir tónleikana með
Carreras í Laugardalshöllinni í
gærkvöld efast maður um rétt-
mæti þeirrar fullyrðingar, því þó
Carreras sé vissulega með radd-
sterkari mönnum er hann einnig
stórfenglegur listamaður. Rödd
hans er ekki bara kröftug, hún er
töfrandi líka, gædd unaðslegri fyll-
ingu og óviðjafnanlega fögur,
hvort sem hún er sterk eða veik. Á
efnisskránni voru vinsæl lög og at-
riði úr óperum eftir Verdi, Goun-
od, Puccini og fleiri og þar brá
Carreras sér í alls konar hlutverk.
Hin mikla breidd sem hann býr
yfir sem listamaður kom skýrt í
ljós í fjölbreytileika efnisskrárinn-
ar, túlkunin var þrungin einlægni
hvert svo sem viðfangsefnið var,
dramatískar andstæður voru
magnaðar og smæstu blæbrigði
fullkomlega mótuð.
Tónleikarnir hófust á því að Kór
íslensku óperunnar söng hreint og
liflega Steðjakórinn úr II
Trovatore eftir Verdi. Því næst
söng Carreras Luna Nova og Era
de Maggio eftir Costa, fremur hóf-
lega í fyrstu en svo magnaðist
flutningurinn er á leið. Má segja
það um túlkun hans í heild sinni á
þessum tónleikum, lögin fyrir hlé
voru almennt afslappaðri en það
sem á eftir kom og var það í raun-
inni ekki fyrr en í síðustu atriðun-
um að Carreras skrúfaði allt í
DV-MYND HARI
Tenórsöngvarinn José Carreras.
Hin mikla breidd sem hann býryfir sem listamaður kom skýrt í Ijós í fjöl-
breytileika efnisskrárinnar.
botn. Var þá ekki laust við að
maður hálfvorkenndi fólkinu
sem sat á fremsta bekk.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran
kom fram á tónleikunum og stóð
sig sérlega vel. Valsinn úr Rómeó
og Júlíu eftir Gounod og II bel
sogno úr La Rondine eftir
Puccini voru fallega flutt, hin
hröðustu hlaup skýr og hrein og
röddin ávallt örugg. Sigrún hlýt-
ur að hafa verið taugaóstyrk að
koma fram með svona heljar-
menni og ofurstjörnu en það var
ekki að merkja, ekki einu sinni
þegar þau tvö sungu saman.
Óhætt er að fullyrða að þessir
tónleikar hafi verið glæsilegur
sigur fyrir hana, enda mikil
húrrahróp á eftir hverju lagi sem
hún söng.
Systursonur Carreras, David
Giménez, stjórnaði Sinfóníu-
hljómsveit íslands og Kór ís-
lensku óperunnar, og gerði það
af stakri nákvæmni. Bæði Sin-
fónían og kórinn voru í topp-
formi, hljóðfæraleikararnir fylli-
lega samtaka og styrkleikajafn-
vægi á milli söngvara, kórs og
hljómsveitar eins og best verður
á kosið.
Þeir Þorsteinn Kragh og Krist-
inn Aðalsteinsson voru hvata-
mennirnir að komu Carreras,
sem enginn trúði í fyrstu að gæti
orðið að veruleika, og er þeim
hér með þakkað fyrir fifldirfsk-
una. Þessir tónleikar voru við-
burður í íslensku tónlistarlifi,
yndisleg skemmtun og fullkom-
lega skipulagðir, og er öllum að-
standendum þeirra hér með ósk-
að til hamingju með frábært
framtak. Jónas Sen
Að deila rými
DV-MYND EÖJ
Dansarar á fimm fermetrum
Þeir unnu vel saman í para- og hópatriðunum og sköpuöu fína
heild.
Aldrei fyrr hefur tónlistin skipt eins
miklu máli fyrir upplifun mína á dans-
verki og tónlist Halls Ingólfssonar við
dansverk Ólafar Ingólfsdóttur, Fimm
fermetrar, sem frumsýnt var í Tjarnar-
biói á sunnudagskvöldið. Aldrei fyrr
hef ég upplifað tónlist við dansverk eins
áreitna og uppáþrengjandi. Verkið byrj-
aði með því að sargandi tónar ruddust
inn í salinn og inn í vitundina. Þeir
héldu síðdn áfram að krefja mann um
athygli þó að maður væri að reyna að
horfa á danssýningu. Hljóðin voru á
stundum eins og verið væri að skrifa,
mjög fast, með stórum tússpenna á hvít-
an pappír rétt við eyrað. Tónlistin var
flott, skemmtileg laglína, áhrifamiklar
þagnir, fjölbreyttir hljóðeffektar og
grípandi taktur á stundum - en hún var
pirrandi. Kannski var það tilgangurinn.
Sýningin Fimm fermetrar fjallar um
athafnir og upplifanir sem tengjast
samskiptum einstaklinga í litlu rými.
Dansinn sýnir hvemig hægt er að finna
sitt eigið rými innan um hina og vanda
þess að deila rými með öðrum. Líkt og
í verkinu Maðurinn er alltaf einn þar
sem einvera einstaklingsins í fjöldan-
um var skoðuð er Ólöf að fást við hvers-
dagslegan veruleika sem allir þekkja.
Umgjörð verksins er einfóld og undir-
strikar titOinn. Sviðið í Tjamarbiói er
þröngt fyrir fjóra dansara, hvað þá þeg-
ar dregið hefur verið úr lofthæð með hvítum
líndúk og tónlist þrengir að úr öOum áttum.
Lýsinguna hefði mátt nýta betur tO þess að
styrkja rýmishugmyndina. Hún er annars
þægOeg og auðgar verkið, eins og skugga-
myndimir á veggnum í troðningsatriðinu og
lýsingin úti í sal í byrjun eru dæmi um.
Verkið í heild sinni er fjölbreytt. Þar er að
finna kafla þar sem smáar hreyfingar einangr-
aðra líkamsparta eru áberandi; tvídans þar
sem hefðbundnum hlutverkum kynjanna er
snúið á hvolf og konur bera karla rétt eins og
karlar konur. Stundum dansar hópurinn allur
saman í kontakt fjórdansi og stundum fá ein-
staklingamir að njóta sín einir og sér. Sólóin
standa þó aldrei lengi því að á „fimm fermetr-
um“ er erfitt að vera einn í fjögurra manna
hópi.
Ólöf velur að nota „danshreyfing-
ar“ og hversdagshreyfingar í bland.
Þessi blanda kemur mjög skemmti-
lega út eins og þegar annars hefð-
bundið dansatriði leysist upp í handa-
lögmálum um athygli og rými í rým-
inu. Kímnin er aldrei langt undan, tO
dæmis í hreyfingum sem minna
meira á bam að stappa í polli en há-
virðulegan dansara. Hvörf í verkinu
eru oft tengd kímninni. Þannig byrjar
sargið í tússpennanum eða þá ein-
hver dansarinn byrjar að stappa eða
troða sér fram fyrir annan í athyglis-
leit rétt þegar áhorfandinn var að
gleyma sér i angurværum köflum.
Frammistaða dansaranna var með
ágætum. Jóhann Freyr Björgvinson
var góður að vanda og dró tO sín at-
hygli áhorfandans. Valgerður Rúnars-
dóttir veitti honum harða samkeppni
með einlægum og ömggum dansi.
Tinna Grétarsdóttir var öllu hógvær-
ari í framgöngu en skOaði sínu
hnökralaust. Andri Örn Jónsson átti
góða spretti en hann vantaði nokkuð
upp á öryggi og styrk. Dansaramir
unnu vel saman í para- og hópatrið-
unum og sköpuðu fina heOd.
Ólöfu Ingólfsdóttur hefur - í dyggu
samstarfi við Hall Ingólfsson - tekist
að skapa áhugaverða og krefjandi sýn-
ingu. Mann langar að sjá Fimm fer-
metra aftur og svo hugsanlega aftur til að vera
viss um að missa ekki af neinu.
Sesselja G. Magnúsdóttir
Lipurtré danskompaní sýnir I Tjarnarbíói: Dansverkiö
Fimm fermetrar. Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir.
Tónlist: Hallur Ingólfsson. Búnlngar, sviösmynd og
veggspjald: Sonný Lísa Þorbjörnsdóttir. Lýsing: Hall-
dór Örn Óskarsson.
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Píanótónleikar
Píanóleikarinn Roman Rudnytsky heldur
píanótónleika i Salnum í Kópavogi í kvöld, kl.
20. Efnisskráin er engin smásmíði því á henni
eru verk eftir Bach-Busoni, Beethoven,
Copland, Gershwin, Ravel, Chopin, Rudnyt-
sky, Wagner, Liszt og Moszkowski. Roman
Rudnytsky er af úkraínskum uppruna en
fæddist í New York. Hann hefur haldið tón-
leika í ríflega 75 löndum og hefur hlotið við-
urkenningu gagnrýnenda víða um heim.
Roman Rudnytsky útskrifaðist úr hinum
þekkta Juilliard-skóla í New York og hlaut
framhaldsmenntun í Peabody-tónlistarskólan-
um í Baltimore. Hann hefur m.a. fengið verð-
laun í alþjóðlegu Leventritt-keppninni í New
York og J.S. Bach-keppninni í Washington.
Auk þess vann hann til verðlauna í F. Busoni-
keppninni og A. Casagrande, alþjóðlegu pí-
anókeppninni á Ítalíu. Hann hefur leikið inn
á margar hljómplötur og komið fram sem ein-
leikari með fiölmörgum hljómsveitum víða
um heim.
Vernerslögmál
Annað kvöld, kl. 20.30, verður rannsóknar-
kvöld Félags íslenskra fræða haldið í Sögufé-
lagshúsinu í Fischersundi. Þá flytur Haraldur
Bernharðsson málfræðingur erindið „Vern-
erslögmál i gotnesku". Allir eru velkomnir.
Lögmálið, sem danski málfræðingurinn
Karl Verner skilgreindi 1875 er eitt best
þekkta lögmál sögulegra málvísinda. Lengi
hafa menn undrast hve óreglulega það birtist
í gotnesku, hinum forna fulltrúa austurkvísl-
ar germönsku málaættarinnar, og hafa ýmsar
tilgátur verið settar fram um það sem Harald-
ur hyggst ræða í erindi sínu.
Haraldur Bernharðsson lauk nýlega dokt-
orsprófi frá Comell-háskóla í Bandaríkjunum.
Hann starfar nú á Hugvísindastofnun Háskóla
íslands.
Jólasögur Guöbergs á
þýsku
Steidl Verlag í Þýskalandi
gefur nú i haust út bók Guð-
bergs Bergssonar, Jólasögur
úr samtímanum, í þýðingu
Karl-Ludwigs Wetzig. Þetta
er þriðja bókin sem Steidl
gefur út eftir Guðberg. Áður
komu Svanurinn og Sú
kvalda ást sem hugarfylgsnin
geyma sem báðar hlutu fram-
úrskarandi viðtökur gagnrýnenda og lesenda
í Þýskalandi.
„Þessi bók er tileinkuð þýska heimspek-
ingnum Friedrich Nietzsche sem fæddist í
innfjálgri lúterstrú árið 1844 en hélt því fram
í fúlustu alvöru við andlátið árið 1900 að guð
kristinna manna væri löngu dáinn úr leiðind-
um,“ segir Guðbergur í bókinni. „En hví
skyldum við ekki gleðjast við sögur um Jesú
og guð fyrst hann skapaði heiminn sér til
ánægju og hefur skömm og gaman af honum,
okkur og sjálfum sér?“
Steidl Verlag er virt útgáfufyrirtæki og gef-
ur meðal annars út bækur Nóbelsverðlauna-
hafans Gúnters Grass.
Eyrbyggja
Nýlega kom Eyrbyggja h--------------
saga út í ritröðinni íslands I
þúsund ár. Áður hafa komið I
út Svartfugl eftir Gunnar I
Gunnarsson, Eddukvæði í út- H
gáfu Gísla Sigm'ðssonar, Pilt- I
ur og stúlka eftir Jón I
Thoroddsen og Sögur handa I
öllum, safn smásagna eftir H
Svövu Jakobsdóttur. For-
mála að Eyrbyggju skrifar Elín Bára Magnús-
dóttir cand. mag.
Eyrbyggja saga hefur löngum þótt meðal
merkustu íslendingasagna. Sem héraðssaga
nær hún yfir um 150 ár en einkum fjallar hún
þó um Snorra goða á Helgafelli og ýmsa at-
burði sem urðu á Snæfellsnesi og tengjast
sögu hans. Fræknir kappar, vígaferli og ráða-
brugg koma við sögu og einnig má nefna ein-
hverja sögufrægustu reimleika íslandssög-
unnar, Fróðárundur.
Bragi Halldórsson bjó texta sögunnar til út-
gáfu og samdi vísnaskýringar. Einnig er í
bókinni kort af söguslóðum. Útgefandi er ís-
lensku bókaklúbbamir, Edda - miðlun, út-
gáfa. Bækur í ritröðinni íslands þúsund ár
eru einungis í boði fyrir áskrifendur.