Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Síða 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
23
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk.', Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Og við tekur hatrið
Rétt vika er liðin frá ógnaratburðunum í Bandaríkjun-
um. Og óvinurinn er enn ófundinn. Hann hefur ekki lýst
voðaverkinu á hendur sér sem segir sína sögu um bleyðu-
skapinn. Efalítið heldur hann sig áfram í felum, andlitslaus
og nafnlaus. Forseti Bandaríkjanna hefur hins vegar heitið
því að svæla hann út úr greni sínu en honum er vandi á
höndum. Hann veit í reynd ekki hvar hann á að leita.
Nefnd hafa verið lönd og menn. En ekkert er þar víst og
ekkert augljóst. Og tíminn líður.
Sádi-arabíski milljarðamæringurinn Osama bin Laden
er sá maður sem helst hefur verið nefndur sem líklegur
skipuleggjandi hryðjuverkanna á þriðjudag. Hann hefur
svarað þeim ásökunum úr greni sínu í Afganistan og sagt
það þvætting að hann hafi komið nálægt þeim. Hann kveðst
ekki vera í nokkurri aðstöðu til að undirbúa hernað af
þessu tagi, enda sé hann í reynd í gíslingu talibanastjórn-
arinnar í Kabúl. Erfitt er að trúa þessum orðum bin Ladens
en þau eru samt afdráttarlaus.
Leitin að nýjum óvini Vesturlanda hefur tekið eina viku.
Hún hefur ekki borið meiri árangur en svo að enn eru á
lofti margar tilgátur um það hverjir hafi staðið að baki
hryðjuverkunum. í sjálfu sér koma þar margir skipulagðir
hryðjuverkahópar til greina en auðvelt og þægilegt er að
taka þar einn út úr og benda á hann sem holdgerving illsk-
unnar. Það er hins vegar hættulegt og til vitnis um
fljótræði. Ekkert ætti að standa Vesturlöndum fjær en til-
viljanakenndur hernaður, eða hefnd út í bláinn. En tíminn
líður.
Á meðan hækkar tala látinna í rústum World Trade
Center og Pentagon. Á meðan fjölgar hrikalegum mynd-
skeiðum í fréttatímum sjónvarpsrisanna. Á meðan fjölgar
harmþrungnum sögum og átakanlegum lýsingum af versta
hryðjuverki seinni tíma. Á sama tíma vex þjóðerniskennd-
in í Bandaríkjunum og hefur líklega ekki verið meiri í ann-
an tíma. Og þolinmæðina þverr, smám saman. Og við tek-
ur hatriö, í fyrstu bælt en bráðum ólgandi. Það er skiljan-
legt - og mörgum finnst það líka eðlilegt.
Almenningur vestanhafs, og reyndar á Vesturlöndum
öllum, spyr sig þessa dagana hvert hann eigi að beina hatri
sínu. Hann veit sem er að æðruleysis er þörf en varla fyr-
irgefningar. Slíkur glæpur gegn mannkyni sem atburður-
inn á þriðjudag er verður alltaf litinn sömu augum. Hann
mun aldrei mildast. Ógnin er stærri en svo að fólk mæti að
nýju til vinnu sinnar eins og ekkert hafi ískorist. Ellefta
september árið 2001 gleyma menn aldrei. Þann dag breytt-
ist heimsmynd alls almennings.
í nýjum ógnarheimi getur reiðin tekið á sig margvísleg-
ar myndir. Hún má ekki beinast að þeim sem ekkert hafa
til saka unnið. Hryðjuverkin á þriðjudag voru hvorki unn-
in í nafni þjóða né trúarbragða. Þau voru líkast til unnin af
lokaðri klíku sem drifin var áfram af illskunni einni. Það
eitt er vitað með vissu að þarna voru arabar á ferð. Illsku-
verkin segja hins vegar enga sögu um þann stóra flokk
manna sem arabar eru. Arabaheimurinn er líka í sárum og
fáein myndskeið af fagnandi aröbum sýna ekki rétta mynd.
Mestu illskuverk sögunnar hafa verið unnin af hvítum
mönnum. Og sér þar ekki fyrir enda á ósköpunum, jafnt í
Evrópu sem Ameríku. Fyrrverandi forseti Júgóslavíu reyn-
ir þessa dagana að verjast ásökunum um hrikaleg
Qöldamorð. Fyrir fáum vikum tóku Bandaríkjamenn einn
landa sinn af lífi sem drap 168 íbúa Oklahomaborgar í við-
bjóðslegu hryðjuverki. Illskan leynist alls staðar. Hún er
lævís. Og ógnin eykst. Hana verður að minnka með ráðum
sem hver forseti í lýðræðisríki getur verið stoltur af.
Sigmundur Ernir
r>v
Skoðun
Hrun Elliðaáa
GK skrifar heilmikla
grein í DV um síðastliðna
helgi þar sem m.a. er vikið
að lélegum endurheimtum
í Elliðaánum. Það er rétt
að veiðitíminn þar hefur
verið styttur og stöngum
lítils háttar fækkað. Það
hefur þó sáralítið bætt
ástand hrygningarstofns-
ins. Stærð hans er löngu
komin niður fyrir hættu-
mörk og ef hægt er að tala
um minnkandi veiðiálag
er ástæðan fyrst og fremst
sú að æ færri vilja veiða í ánum, þær
eru svo illa farnar eftir misheppnaða
stjómun.
Elliðaámar hafa verið vaktaðar og
rannsakaðar út í hörgul síðastliðinn
áratug en niðurstöður þeirra rann-
sókna hafa ekki leitt til nauðsyn-
legra aðgerða. - ímynd ánna hefur
stórlega hrakað.
Endurheimtuhlutfall
fer lækkandi
Fiskifræðingur, sem vitnað er til í
greininnni, bendir á að endur-
heimtuhlutfall í Elliðaán-
um fari lækkandi og það er
kjarni málsins. Laxaseiði
sem ekki fá nægjanlega
fæðu og aðbúnað í ánni
þroskast illa og eru því
ekki undir það búin að
standast ferðalag út á reg-
inhaf. Því eru Elliðaárnar,
eins og greinarhöfundur
segir, afspymuslakar.
Margar ástæður eru fyr-
ir því að árnar eru svo illa
famar sem raun ber vitni.
Sérfræðingar Veiðimála-
stofnunar hafa gert lítið úr því sem
mestu máli skiptir, sem sé aðkomu
raforkuversins. Framleiðslueining
raforkuversins við Elliðaár er ekki
aðeins hverflar sem snúast í sak-
leysislegri, hvítri byggingu í göml-
um stíl heldur líka tilheyrandi stífl-
ur, rennslisbreytingar, breyttir far-
vegir og óvirk búsvæði. Þegar rætt
er um afleiðingar raforkufram-
leiðslunnar verður því að líta á
orkuverið í heild. Það hefur afdrifa-
rik áhrif á framboð á fæðu fyrir
laxaseiði á þeim svæðum ánna sem
Orri Vigfusson,
formaOur NASF,
Verndarsjóös villtra
laxastofna
„Elliðaárnar hafa verið vaktaðar og rannsakaðar út í hörgul
síðastliðinn áratug en niðurstöður þeirra rannsókna hafa
ekki leitt til nauðsynlegra aðgerða. - ímynd ánna hefur
stórlega hrakað. “
ella væru frjósömustu hrygningar-
og uppeldisstöðarnar.
Ábyrgð Orkuveitunnar
Þetta skiptir sköpum fyrir við-
gang laxastofnsins og því er við að
bæta að veiðiálagið í ánum er
meira en góðu hófi gegnir. Það má
laga í einu vetfangi án þess að
spilla á nokkurn hátt ánægju
stangaveiðimanna að kasta fyrir
laxinn; með því að veiða og sleppa,
þannig eru ekki höggvin skörð í
hrygningarstofninn og veiðivon
þeirra sem á eftir koma tryggð.
Orkuveita Reykjavíkur ber mikla
ábyrgð hörmulegu ástandi Elliða-
ánna. Ekki er lengur hægt að fela sig
á bak við nýjar rannsóknaráætlanir.
Gripa þarf til viðeigandi björgunar-
aðgerða þegar í stað. Núverandi
borgarmeirihluti er fallinn á tíma og
á næsta vori verða kosningar til
borgarstjórnar. Á næstu vikum
munu þeir sem sækjast eftir kjöri
gera almenningi grein fyrir því
hvora leiðina þeir velja: endalausar
rannsóknir eða raunhæfar aðgerðir.
Orri Vigfússon
Húsnæðisneyð
Það er ekki á hverjum degi sem ég
harma að sjá spádóma mína rætast.
Það var í umræðum um ný húsnæðis-
lög á Alþingi árið 1998 sem ég, ásamt
öðrum stjómarandstæðingum, varaði
mjög við ákveðnum atriðum í hinum
nýju lögum og taldi að þau mundu
hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá
sem höllustum fæti stæðu á húsnæð-
ismarkaðum. Ég spáði því að innan
tveggja ára myndi blasa við þeim
hópi neyðarástand í húsnæðismálum,
einkanlega hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Ríkisstjórnin sór þetta auðvitað
af sér og taldi að áhrifm yrðu þessum
hópi til góðs en því miður, verð ég að
segja, var það ég sem í þessu tilfelli
reyndist sannspá.
Sæta afarkostum
Vandræðin hafa magnast upp,
þrátt fyrir gríðarleg uppkaup á íbúð-
um sem Reykjavíkurborg hefur stað-
ið fyrir og er nú svo komið að
biðlisti eftir húsnæði hjá Félagsíbúð-
um hefur margfaldast og er þar
margra ára biðlisti.
Láglaunafjölskyldumar sæta afar-
kostum á leigumarkaðnum á meðan,
hrekjast á milli leiguíbúða stundum
ofurseldar ósanngjömum leigukröf-
um fyrir húsnæði sem varla telst
íbúðarhæft. Aðrir hafa orðið
að gefast upp og flytja inn á
ættingja og bíða þar eftir úr-
lausn upp á von og óvon. Það
eru nefnilega ekki allir sem
eiga ættingja sem vilja eða
geta skrifað upp á trygging-
arvíxla þá sem krafíst er nú
um stundir fyrir jafnvel hin
verstu leigugreni.
Framboð leiguhúsnæðis
Það er erfitt að upplifa
slíkt ástand nú á nýrri öld
þegar maður hafði haldið að
hin félagslega húsnæðislöggjöf, sem
við íslendingar vorum lengi svo
stoltir af, og ekki að ástæðulausu,
mundi um alla framtíð leysa hús-
næðisvandræði þeirra fjölskyldna
sem ekki höfðu bolmagn til að kaupa
á frjálsum markaði með þeim hætti
að allir gætu staðið uppréttir og
eignast með tímanum sitt eigið hús.
En nú er ekki lengur hægt að skella
við því skollaeyrunum að neyðar-
ástand ríkir í húsnæðismálum þessa
hóps.
Á síðasta ári lagði Jóhanna Sig-
urðardóttir fram með fulltingi þing-
flokks Samfylkingarinnar þings-
ályktunartillögu um framboð á leigu-
húsnæði þar sem hvatt er til þess að
ráðist verði í sérstakt fjögurra ára
átak til að bæta úr húsnæðismálum
láglaunafólks.
Þar er lagt til að stofnaður verði
sérstakur lánaflokkur sem veiti 95%
lán til að koma upp leiguíbúðum en
rétt til þeirra lánveitinga eigi sveit-
arfélög og félagasamtök auk annarra
aðila sem uppfylla skilyrði um að
hafa það að markmiði að koma upp
leiguhúsnæði fyrir lág-
launafólk og hlíta reglum
íbúðalánasjóðs fyrir slík-
um lánveitingum og lúta
reglum um að leiguverð
fari ekki yfir 6% af stofn-
verði íbúðar.
Auk þess er lagt til að
skattlagningu húsaleigu-
bóta verði hætt. Leigu-
greiðslur, sem fara ekki
yfir 6% af stofnverði íbúð-
ar, eiga að duga til að
standa undir vöxtum og
afborgunum og rekstri
íbúðar og sameignar. Samkvæmt for-
sendum útreikninga, sem gerðir hafa
verið, á leiga á slíkri 2-3 herbergja
íbúð ekki að fara yfir 25-30 þúsund
krónur á mánuði.
Lægst launaða fólklnu úthýst
Tillagan gerir ráð fyrir að lífeyris-
sjóðimir í landinum komi að fjár-
mögnun og uppbyggingu slíks hús-
næðis til hagsbóta fyrir umbjóðend-
ur sína. Gert er ráð fyrir að slíkt 4
ára átak kosti 4-6 milljarða króna
alls og skiptist kostnaður milli ríkis
og sveitarfélaga.
Það hefur því miður gerst sem við
stjómarandstæðingar óttuðumst
mest við afgreiðslu nýju húsnæð-
islaganna að lægst launaða fólkinu
hefur verið úthýst. Að það skuli vera
hundruð fjölskyldna hér á höfuð-
borgarsvæðinu sem búa ýmist á
gistiheimilum eða inni á ættingjum
vegna húsnæðisskorts er auðvitað
ólíðandi neyðarástand sem rikis-
stjórnin hlýtur að þurfa að bregðast
við og því fyrr því betra.
Sigríður Jóhannesdóttir
„Vandrœðin hafa magnast upp þrátt fyrir gríðarleg upp-
kaup á íbúðum sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir og
er nú svo komið að biðlisti eftir húsnœði hjá Félagsíbúð-
um hefur margfáldast og er þar margra ára biðlisti. “
Sigríður
Jóhannesdóttir
alþingismaöur
Samfylkingarinnar
Að móta tísku en
elta ekki
„Leikhús má aldrei
skilgreina sig sem
þjónustuiyrirtæki. Það
verður að trúa því
sjálft að það sé „lista-
apparat" númer eitt,
tvö og þrjú og trúa á
listina með stóm L-i,
án þess að sýna einhvem hroka. Ég
held þvi líka fram að í þessu samfé-
lagi okkar, þar sem framboð á léttu
afþreyingarefni í sjónvarpi eða kvik-
myndum er um 90 prósent, þurfi að
hugsa um þá sem vilja sjá list sem
ýtir við fólki, kemur á óvart, fær það
til að gráta og fær það til að hugsa.
Ég tel það skyldu okkar að reyna að
stækka þann hóp. Leikhús á að móta
tísku en ekki elta tísku.“
Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri
á Akureyri í Ak.
Saklausir synir
í óvissuna
„Ákveði Bush að hefna árásarinn-
ar á Bandaríkin með árás á annað
riki er hann í raun að gera það sama
og árásarmenn hans. Hann mun
senda saklausa syni lands síns út í
óvissuna og jafnvel dauðann. Þeir
munu í hefndarskyni deyða saklausa
borgara í öðra landi og böm og aðrir
sem missa ástvini sína munu fyllast
hatri á landinu stóra. Seint mun
hverfa úr huga okkar sú sjón að sjá
ísraelsk böm fagna árás á Bandaríkin
í von um að nú muni þriðja heims-
styijöldin skella á. Þessi börn era svo
heltekin hatri að þau gleyma að lifa
og leika sér. Viljum við virkilega að
þetta hatur breiðist út meira en orðið
er. Viljum við að bömin okkar alist
upp við að hata náungann?"
- Guöný Jóhannesdóttir og Skafti
Ingimarsson á Maddaman.is
Spurt og svarað_____Koma verulegar skattalœkkanir til greina á þessum tímapunkti?
Björgvin G. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Samfylkingar:
Auðlindagjöld og
aðhald lcekka skatta
„Með auðlindagjöldum og fullu
aðhaldi í ríkisfjármálum er unnt
að lækka skatta almennings. Þá
þarf að lækka skatta á litlum og
meðalstóram fyrirtækjum og stöðugt verður að
tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins í síbreyti-
legu alþjóðaumhverfi. Við eigum að nota svigrúm-
ið sem auðlindagjöld myndu gefa til að bæta vel-
ferðarkerfið, til dæmis kosta félagslegar fjárfest-
ingar í menntun. En til lengri tíma litið eigum við
ekki að hika við að stefna að því að nota auðlinda-
gjöld til að draga úr tekjusköttum einstaklinga.
Það kemur meðal annars barnafólki og millitekju-
hópum til góða, einmitt þeim hópum sem alltaf
verða út undan þegar skattkerfmu er breytt.“
Aðalsteinn Á. Baldursson,
form. Verkalýðsfélags Húsavíkur:
Skattar eru
jöfhunartceki
„Skattalækkanir einar og sér
væru af hinu góða en menn
skyldu hafa í huga að tilgangur
skattkerfisins er ekki bara að
afla tekna heldur einnig að vera ákveðið jöfnun-
artæki. Tekjuskiptingin í samfélaginu verður sí-
fellt meira áberandi og niðursveiflan í efnahags-
liflnu kemur verst út fyrir þá sem minnst hafa
til skiptanna. Verð á vörum og þjónustu hefur
hækkað mikið að undanfornu og ljóst er einnig
aö til dæmis hækkanir Eimskips á flutnings-
gjöldum fara strax út í verðlagið. Stjómvöld
verða því að mæta þessum viðsjám sem að
launafólki steðja og þar er skattkerfið og hinn
tvíþætti tilgangur þess áhrifaríkt verkfæri."
Pétur Blöndal
alþingismaður:
í samrcemi við minn
málflutning
„Tillögur SUS eru í samræmi við
tillögur sem ég hef sjálfur flutt á Al-
þingi - og ég get því ekki annað en
glaðst yfir þessum málflutningi
SUS. Mínar tillögur gengu reyndar lengra. Markmið
þeirra var að stækka þjóðarkökuna og nota skattkerf-
ið til að afla tekna fyrir velferðarkerflð en nota ekki
skattkerfið í tilraun til að jafna lífskjörin, tilraun sem
er dæmd til þess að mistakast og gera alla jafna og fá-
tæka. Tillaga SUS er til þess fallin aö auka umræðu
um hlutverk skattkerfls og þá áþján og hömlur sem of
mikil skattlagning veldur þjóðféiaginu. Og vera kann
að umræðan holi steininn og varpi fram þeirri spum-
ingu hvort réttlætanlegt sé að hirða þetta stóran hluta
af tekjum manna og eignum í ríkishítina."
Ari Edwald,
framkvœmdastjóri SA:
Rétti tíminn til
skattbreytinga
„Mér þykja þetta mjög athyglis-
verðar tillögur og hvað varðar skatta
á fyrirtæki þá er þetta mjög í sam-
ræmi við það sem við hjá Samtökum
atvinnulífsins höfum lagt áherslu á; það er að tekjuskatt-
ar verði lækkaðir og stimpilgjöld og eignaskattará fyr-
irtæki aflagðir. Ég tel að nú sé rétti tíminn til að leggja
drög að breytingum í þessa veru. Nú er frekar að hægja
■á í efnahagslífinu sem kallar á að starfsskilyrði atvinnu-
lifsins séu bætt. Menn verða að átta á sig á því að það er
líka besta leiðin til að tryggja tekjugrundvöll ríkisins til
lengri tíma litið að fyrirtækin haldi áfram að starfa í ís-
lensku starfsumhverfi. Það mun draga úr skatttekjum ef
menn ætla að halda áfram uppi þeim mun á skattaregl-
um sem er íslandi í óhag. “
0 Ályktun í þessa veru samþykktu ungir sjálfstæðismenn um helgina. Þeir vilja að skattar fyrirtækja fari í 10% og einstaklinga í 30% - og að ýmsar bætur verði afnumdar.
Heilagt stríð gegn
heilögu stríði
Bítur sök sekan?
Fyrirhugaður refsi-
leiðangur, sem flestir
eru sammála um að
sé óhjákvæmilegur,
mun hins vegar hafa
ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar og raunar
með öllu óvíst að sök
bíti sekan í þessum
aðgerðum.
Eða hvernig er
hægt að ná fram
hefndum á hinum
dauðu? Hvemig er
hægt að refsa þeim 18
eða 19 mönnum sem í
ómennsku ofstæki
fóru um borð i flug-
vélarnar fjórar, fram-
kvæmdu voðaverkin
og grönduðu sjálfum
sér um leið? Með
blóðhefndum sem
beinast gegn þeirra
nánustu, trúbræðrum
þeirra eða samlönd-
um?
Og hvernig verður
hægt að refsa þeim
sem eftir lifa og tóku
þátt í þessu tilræði
gegn mannkyni þegar
þeir hinir sömu eru
vísast ekki síður
Þurfa hryðjuverkin að vera af einhverri tiltekinni stœrðargráðu og
fjöldi fórnarlamba, tala látinna, yfir einhverjum fyrirfram
ákveðnum mörkum til að barist verði gegn þeim af fullum þunga
með samtakamœtti þjóða?
Flestar fréttir og önnur umfjöllun
prentmiðla um árásina á Bandaríkin
og eftirmál hennar hafa eðli málsins
samkvæmt þurft að byrja á orðun-
um: „Þegar þetta er skrifað." Því
þegar það sem skrifað var í blöðin í
gær er lesið í dag er eins víst að nýj-
ar upplýsingar hafi birst, nýjar frétt-
ir borist og atburðarásin tekið
óvænta stefnu þannig að allar for-
sendur þess sem skrifað var í gær
hafi breyst.
Þegar þetta er skrifað er allt útlit
fyrir að Bandaríkin muni með ein-
um eða öðrum hætti gera árás á
Afganistan innan fárra daga. Og
jafnvel er rætt um að fleiri skotmörk
í fleiri ríkjum séu í sigtinu. Skamm-
tímamarkmiðið er fyrst og fremst að
hefna fyrir hin hræðilegu hryðju-
verk síðustu viku og refsa þeim sem
ábyrgðina (kunna að) bera. En um
leið marka þessar aðgerðir upphafið
á boðuðu langvinnu stríði margra
þjóða gegn hryðju- -------------
verkamönnum um
víða veröld.
reiðubúnir en félagar
þeirra um borð í flugvélun-
um til að láta lífið fyrir
„málstaðinn", trúna eða
hvað svo sem það er sem
hvetur slíka menn til
„dáða?“ Aftaka er ekki
refsing fyrir menn sem
taka dauðanum fagnandi
og telja það sérstök forrétt-
indi að fá að falla í heilögu
stríði.
Hryðjuverkaskali
Spumingarnar hrannast
upp. Hvernig verður hinu
heilaga stríði siðmennt-
aðra ríkja gegn heilögu stríöi hryðju-
verkamanna um heim allan háttað á
næstu árum? Þurfa hryðjuverkin að
vera af einhverri tiltekinni stærð-
argráðu og fjöldi fórnarlamba, tala
látinna, yfir einhverjum fyrir fram
ákveðnum mörkum til að barist
verði gegn þeim af fullum
þunga með samtakamætti
þjóða? Hvað um „minni
háttar“ hryðjuverk mótmæl-
enda og kaþólikka á Norður-
írlandi? Og viðvarandi
hryðjuverk ETA á Spáni?
Svo tvö dæmi séu tekin af
ofgnótt hermdarverka í
heiminum.
Bush forseti og ráðgjafar
hans eru ekki öfundsverðir.
Það hvílir gífurleg ábyrgð á
þeim sem munu á næstu
dögum og mánuðum móta
stefnuna og taka ákvarðanir
um aðgerðir í fyrirhugðu
heimsstríði gegn hryðjuverkum.
Hvert örstutt misstigið spor í því
ferli getur tendrað þaö bál sem kann
að loga lengur og teygja tungur sína
víðar en jafnvel þeir miklu eldar
sem brunnu í Washington í síðustu
viku.
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar: