Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2001, Síða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001
Islendingaþættir I>V
Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson
Fólk í fréttum
Árni G. Sigurðsson
flugstjóri hjá Flugleiðum
Árni G. Sigurðsson flugstjóri.
Árni hefur veriö flugstjóri hjá Flugleiöum frá 1990 og hefur því flogiö fjölda
feröa til og frá Bandaríkjunum. Vélarnar fjórar frá Flugleiöum, sem fóru til
Montreat á fimmtudag, munu hafa veriö meö fyrstu farþegavéium Evróþu
sem flugu vestur um haf eftir hina skelfilegu árás á New York og Pentagon.
85 ára_________________________
Sigríöur Jónasdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Símon Kristjánsson,
Neöri-Brunnastööum, Vogum.
80 ára_________________________
Jón Kristjánsson,
Mávahlíö 27, Reykjavík.
Theódóra Guðnadóttir,
Höllustööum, Króksfiarðarnesi.
75 ára_________________________
Aase Johanne Jónasson,
Vesturbergi 16, Reykjavík.
Helga Jónasdóttir,
Ljósheimum 5, Reykjavík.
Kristín Þ.G. Jónsdóttir,
Njálsgötu 1, Reykjavík.
70 ára_________________________
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir,
Vestursíöu lOc, Akureyri.
Óskar Ingólfur Þóröarson,
Blöndubakka 16, Reykjavík.
Sigríöur Jónsdóttir,
RaftahlTö 21, Sauöárkróki.
60 ára_________________________
Haukur Hannibalsson,
Digranesheiði 34, Kópavogi.
50 ára_________________________
Helga Gísladóttir,
Höföavegi 40, Vestmannaeyjum.
Ósk Guörún Hilmarsdóttir,
Engihjalla 11, Kópavogi.
Sigrún Ólafía Jónsdóttir,
Lækjargötu 11, Siglufiröi.
Þór Bragason,
Uröarstíg 8, Hafnarfiröi.
40 ára_________________________
Gissur Skarphéöinsson,
Suöurholti 6, Hafnarftröi.
Inga Hiidur Gústafsdóttir,
Skólavegi 18, Keflavík.
Karlotta Pálmadóttir,
Salthömrum 18, Reykjavík.
Kristján Már Hilmarsson,
Ásvallagötu 65, Reykjavík.
Óskar Theódórsson,
Hofsvallagötu 61, Reykjavík.
Trausti Magnús Ágústsson,
Tangagötu 22, Isafiröi.
Árni Gunnar Sigurðsson, flug-
stjóri hjá Flugleiðum, var flugstjóri
i einni af fjórum vélum Flugleiða
sem flugu vestur um haf á fimmtu-
daginn var og lentu í Montreal.
Starfsferill
Árni fæddist á Akureyri 16.1.1949
og ólst þar upp. Hann var í barna-
skóla á Akureyri, lauk þar gagn-
fræðaprófi og lauk miðskólaprófi
frá menntaskóla í Bandaríkjunum
1957. Hann var sextán ára er hann
hóf flugnám 1965 hjá Tryggva Helga-
syni, lauk atvinnuflugmannsprófi
1969, prófi í loftsiglingafræði 1971 og
öðlaðist flugstjóraréttindi 1978.
Árni var skógarhöggsmaður í
óbyggðum Kanada 1969 og 1970, var
flugleiðsögumaður hjá Loftleiðum
hf. 1971-73, flugmaður hjá Flugfélagi
íslands 1973-80, flugmaður hjá Flug-
leiðum frá 1980 og hefur verið flug-
stjóri hjá Flugleiðum frá 1990.
Ámi sat í stjórn, í samninganefnd
og í trúnaðarráði Félags íslenskra
atvinnuflugmanna 1978-98 og situr í
stjórn Islensk-Ameríska félagsins
frá 1998.
Fjölskylda
Árni kvæntist 17.7. 1971 Guðríði
Pétursdóttur, f. 17.7. 1947, sérkenn-
ara. Hún er dóttir Péturs Jóhanns-
sonar, f. 12.4.1913, nú látinn, fyrrum
bónda á Glæsibæ í Skagafirði, síðar
skrifstofustjóra i Þorlákshöfn, og
Sigríðar Stefánsdóttur, f. 15.8. 1916,
nú látin, húsfreyju. Árni og Guðríð-
ur slitu samvistum.
Börn Árna og Guðríðar eru
Gunnar Pétur Árnason, f. 10.11.
1969, framkvæmdastjóri Verkvíkur,
kvæntur Freydísi Björnsdóttur og
eru börn þeirra Tinna og Bríet;
Anna Sigríður, f. 20.5. 1980, nemi í
stjarneðlisfræði við University of
Toronto í Kanada.
Seinni kona Árna er Ingibjörg H.
Elíasdóttir, f. 24.6. 1954, M.Sc. í
hjúkrunarfræði og heilbrigðisfull-
trúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur. Hún er dóttir Elíasar Hall-
dórssonar, f. 6.10. 1922, nú látinn,
lengst af húsasmiðs í Hafnarfirði, og
Þuríðar Gísladóttur, f. 3.12. 1919,
húsmóður.
Börn Ingibjargar frá fyrra hjóna-
bandi eru Örvar Rúdolfsson, f. 25.1.
1975, innkaupastjóri hjá íþróttadeild
Austurbakka en kona hans er Katla
Stefánsdóttir og er dóttir þeirra
Sunna Dís; Hildur Rúdolfsdóttir, f.
13.8. 1981, nemi við HR.
Systkini Árna eru Kristinn Sig-
urðsson, f. 1.5. 1951, kokkur hjá
varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli,
búsettur í Reykjavík og á hann fjög-
ur börn; Anton Sigurðsson, f. 17.12.
1955, pípulagningarmeistari í
Reykjavík en kona hans er Gígja
Karlsdóttir og á hann fjögur börn.
Foreldar Árna: Sigurður Sigur-
steinsson, f. 15.9. 1926, d. 31.8. 1988,
bifreiðastjóri á Seltjarnarnesi, og
k.h., Anna G. Árnadóttir, f. 25.7.
1924, húsmóðir.
Ætt
Sigurður var sonur Sigursteins,
sjómanns á Akureyri Gunnlaugs-
sonar, frá Sölvadal, bróður Kristín-
ar, ömmu Ottós Michelsens, fyrrv.
forstjóra. Gunnlaugur var sonur
Gunnlaugs, b. á Draflastöðum í
Sölvadal Sigurðssonar, b. á Þor-
móðsstöðum Jónassonar, b. í Stóra-
dal Jónssonar. Móðir Jónasar var
Helga Tómasdóttir, ættföður
Hvassafellsættar þeirra skáldanna
Jónasar Hallgrímssonar, Steins
Steinarr, Jóhanns Sigurjónssonar
og Kristjáns Karlssonar.
Móðir Sigurðar var Kristín, syst-
ir Jóhönnu, ömmu Helga Laxdal,
formanns Vélstjórafélags íslands.
Önnur systir Kristínar var Auður,
móðir Matthíasar Bjarnasonar,
fyrrv. ráðherra. Bróðir Kristínar
var Sigurður, afi Sigurðar Óskars
Halldórssonar, flugstjóra hjá Cargo-
lux. Kristin var dóttir Jóhannesar,
b. á Nolli í Höfðahverfl Guðmunds-
sonar, b. á Nolli Stefánssonar. Móð-
ir Kristínar var Guðbjörg, systir
Guðrúnar, móður Hákarla-Jörund-
ar, afa Hreins, óperusöngvara og
forstjóra BP, Gests leikara og Gunn-
ars skrifstofustjóra. Guðbjörg var
dóttir Björns, b. í Pálsgerði Lofts-
sonar.
Anna er dóttir Árna, kaupmanns
á Eskifirði Jónssonar, b. á Vöðlum
Eyjólfssonar, b. á Vöðlum Jónssona.
Móðir Árna var Þórey Marteinsdótt-
ir, b. í Sandvíkurseli Magnússonar.
Móðir Önnu var Guðrún, systir
Vilborgar, ömmu Harðar Einarsson-
ar forstjóra og Kjartans Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæð-
isflokksins. Guðrún er dóttir Ein-
ars, b. á Kóngsparti Þorlákssonar og
Oddnýjar Guðmundsdóttur.
Sjötugur
Smáauglýsingar
^
bílar og farartæki
húsnæði
markaðstorgið
atvinna
einkamál
550 5000
Magnús Geirsson
fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands íslands
Magnús Kjartan Geirsson, fyrrv.
formaður Rafiðnaðarsambands Is-
lands, Lækjarsmára 6, Kópavogi, er
sjötugur í dag.
Starfsferíll
Magnús fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann hóf nám í rafvirkjun
1947 hjá Segli hf. og lauk sveinsprófi
1952.
Magnús starfaði hjá Segli hf.
1947-54 og Landssmiðjunni 1955-58 og
var starfsmaður Félags íslenskra raf-
virkja og síðan Rafiðnaðarsambands
íslands 1959-94.
Magnús sat í stjórn Félags raf-
virkjanema 1949-52, í stjóm Iðnnema-
sambands íslands 1950-52, Félags ís-
lenskra rafvirkja 1955-86 og formaður
þess 1969-86, í stjórn Rafiðnaðarsam-
bands íslands frá stofnun 1970-93 og
formaður þess 1971-93, sat í miðstjóm
ASÍ um árabil og fjölda nefnda á veg-
um þess, sat í stjóm Sambands nor-
rænna byggingarmanna, sat í banka-
ráði Alþýðubankans og Islandsbanka,
í Verðlagsráði, samkeppnisráði og
skólanefnd Tækniskóla íslands.
Magnús var sæmdur gullmerki FÍR
1987 og er heiðursfélagi þess frá 1995.
Fjölskylda
Kona Magnúsar er Unnur Bryndís
Magnúsdóttir, f. 16.2. 1936, húsmóðir,
dóttir Magnúsar Sigurjónssonar, úr-
smiðs í Reykjavík, sem nú er látinn,
og Unnar Eggertsdóttur.
Magnús og Bryndís eiga þrjú börn.
Þau eru Sigrún, f. 29.1. 1954, fulltrúi í
Reykjavík, gift Guðlaugi Hilmarssyni
rafvirkja; Geir, f. 5.8. 1960, íþrótta-
fréttamaðiu-, kvæntur Áslaugu Svav-
arsdóttur hjúkranarfræðingi; Unnur,
f. 30.11. 1968, námsmaður, gift Daniel
Helgasyni prentara.
Systkini Magnúsar: Steinunn Guð-
rún, f. 31.1. 1930, húsmóðir í Reykja-
vík; Ágúst, f. 18.3. 1933, fyrrv. bæjar-
símstöðvarstjóri í Reykjavík; Valgeir,
f. 29.11.1936, d. 15.10.1962, stýrimaður
í Reykjavík; Geir, f. 4.5.1939, löggiltur
endurskoðandi; Þorsteinn, f. 15.2.
1941, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu; Sigurður, f. 10.4. 1943,
framkvæmdastjóri Rafiðnaðarskól-
ans.
Foreldrar Magnúsar voru Geir
Magnússon, f. 30.10. 1897, d. 2.8. 1955,
sjómaður i Reykjavík, og kona hans,
Rebekka Þorsteinsdóttir, f. 15.9. 1899,
d. 3.4.1945, húsmóðir í Reykjavík.
Ætt
Geir var sonur Magnúsar, b. á Ytri-
Þurá í Ölfusi Jónssonar, b. í Saurbæ
Guðnasonar. Móðir Magnúsar var
Þorlaug, dóttir Snjólfs Þórðarsonar, b.
í Nobba í Flóa.
Móðir Geirs var Katrín, systir Val-
I..I.1.I1I1UI.I.I.II.U—Ig-----------------
Bjamveig Bjarnadóttir, safnvörður Ás-
grímssafns við Bergstaðastræti, fædd-
ist 18. september 1905. Hún var dóttir
Bjarna Bjarnasonar, af skaftfellskum
ættum, og k.h., Guðlaugar Hannesdótt-
ur. Þau hjónin íluttu til Reykjavíkur
skömmu eftir aldamótin, bjuggu fyrst
við Hverfisgötu en síðan að Stýri-
mannastíg 5, sem var heimili Bjam-
veigar í sextíu ár.
Guðlaug var af Jötuætt sem er
óvenju fjölmenn ætt nafnkenndra lista-
manna. Guðlaug var systir Ingvars,
langafa Jóns Óskars myndlistarmanns.
Móðir Guðlaugar var Sigurbjörg, systir
Guðlaugar, móður Ásgríms Jónssonar list-
málara. Móðir Sigurbjargar var Guðlaug
Bjarnveig Bjarnadóttir
Snorradóttir, systir Guðrúnar, langömmu
Einars Jónssonar en hún var einnig amma
Helga, langafa Alfreðs Flóka.
Bjamveig lauk prófum frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Hún starfaði um
skeið hjá Bæjarsímanum og lengi hjá
forlagi Ragnars i Smára. Þekktust er
hún þó fyrir sitt mikilvæga og óeigin-
gjarna starf við að bjarga mörgum
myndum Ásgríms, vinar síns og
frænda, frá niðumíðslu og skemmdum
og koma Ásgrímssafni á laggirnar. Það
gerði hún ein og óstudd, einkum með
því að selja kort með eftirprentunum af
ýmsum málverkum Ásgríms. Hún var
síðan lengi forstöðumaður safnsins.
Bjarnveig lést 26. apríl 1993.
gerðar, móður Vals Gíslasonar leik-
ara, fóður Vals bankastjóra. Katrín
var dóttir Freysteins, b. á Hjalla í Ölf-
usi Einarssonar, b. á Þurá, bróður
Jóns, langafa Halldórs Laxness. Einar
var sonur Þórðar, b. á Vötnum Jóns-
sonar og Ingveldar, systur Gísla,
langafa Vilborgar, ömmu Vigdísar
Finnbogadóttur. Ingveldur var dóttir
Guðna, ættföður Reykjakotsættar
Jónssonar. Móðir Katrínar var Val-
gerður Þorbjörnsdóttir, b. á Yxnalæk
Jónssonar.
Rebekka var dóttir Þorsteins, skip-
stjóra í Elliðaey á Breiðaflrði Láras-
sonar, b. á Saurum, bróður Gísla, afa
Svavars Gests hljómlistarmanns. Lár-
us var sonur Sigurðar, b. á Saurum
Gíslasonar og Elínar, systur Guð-
mundar, langafa Gunnars Guðbjarts-
sonar, formanns Framleiðsluráðs
landbúnaðarins. Elín var dóttir Þórð-
ar Jónssonar, b. á Hjarðarfelli og ætt-
fóður Hjarðarfellsættarinnar.
Móðir Þorsteins var Guðrún Andr-
ésdóttir, b. á Sellátri við Stykkishólm,
Hannessonar, b. á Knarrarhöfn í
Hvammssveit, Andréssonar. Móðir
Rebekku var Steinunn Pétursdóttir
frá Hellissandi.
Magnús er að heiman í dag.
Lárus Jón Engilbertsson, Skarðsbraut
1, Akranesi, veröur jarösunginn frá
Akraneskirkju þriðjud. 18.9. kl. 14.
Gísli Svavarsson bifreiöarstjóri,
Klukkurima 89, veröur jarösunginn frá
Háteigskirkju þriöjud. 18.9. kl. 15.
Vilberg Úlfarsson, Flétturima 34,
Reykjavík, sem lést af slysförum
laugard. 8.9., veröur jarösunginn frá
Grafarvogskirkju þriöjud. 18.9. kl.
13.30.
Ásbjörn Sigfússon læknir, Bergþórugötu
9, Reykjavík, verðurjarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriöjud. 18.9. kl. 15.
Sigriöur Bogadóttir, Rauöarárstíg 24,
Reykjavík, veröurjarösungin frá
Háteigskirkju þriðjud. 18.9. kl. 13.30.
Freyja Ágústsdóttir Welding veröur
jarösungin frá Fossvogskapellu þriöjud.
18.9. kl. 13.30.