Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Page 2
2
LAUGARÐAGUR 22. SEPTEMBER 2001
Fréttir
Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi RKÍ, til Pakistans:
Viðbúnir því sem
kann að gerast
„Það er óvissuástand og menn verða
einfaldlega að vera viðbúnir þvi sem
kann að gerast," sagði Þórir Guð-
mundsson, upplýsingafulltrúi Rauða
kross íslands, við DV áður en hann
hélt til Pakistans i gær. Þar mun hann
starfa í hálfan mánuð en snúa að því
búnu aftur heim.
Þórir sagði að allir alþjóðlegir
starfsmenn Rauða krossins sem ynnu
að verkefni varöandi Afganistan væru
staddir í Pakistan nú. Sjálfur verður
hann á vegum Alþjóðasambands
Rauða kross-félaga.
Alþjóða Rauði krossinn skiptist í
tvennt, Alþjóðaráð, sem starfar beint á
átakasvæðum, svo og Alþjóðasamband
landsfélaga Rauða krossins og Rauða
hálfmánans sem starfar að hjálpar-
starfsemi sem beinist að t.d. flótta-
mönnum.
Þórir mun gegna staríi upplýsinga-
fulltrúa Alþjóðasambands Rauða
kross-félaga í Pakistan. Það beinist
einkum að því að hafa samskipti við
pakistanska Rauða hálfmánann.
„Þetta felst aðallega í því að fylgjast
með þvi sem fram vindur og taka þátt
í ákvarðanatöku um aögerðir," sagði
Þórir. „Af því að við vitum ekki hve
ástandið getur orðið alvarlegt og hver
fjöldi flóttamanna frá Afganistan er
snýst þetta einfaldlega um að vera á
staðnum og taka þátt í ákvörðunum
um hjálparstarf. Þetta er komið tO
vegna þess spennuástands sem ríkir á
þessu svæði. Þvi þarf að hafa fólk á
staðnum sem getur tekið ákvarðanir
fljótt.“
Til Pakistans
Þórir Guömundsson, upplýsingafull-
trúi Rauða krossins, er á leiö til
Pakistans þar sem hann mun starfa
í hálfan mánuö.
Þórir kvaðst ekki eiga von á að ferð-
in yrði sérlega áhættusöm. Menn
fylgdust mjög náið með ástandinu og
gætu gert það sem þyrfti til að tryggja
öryggi starfsmanna. -JSS
mmmam
hættir
Þorgils Óttar
Mathiesen gefur ekki
kost á sér til fram-
boðs við bæjarstjóm-
arkosningar næsta
vor. Þorgils Óttar
hefur setið i bæjar-
stjóm fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Þá mun
varabæjarfulltrúinn Skarphéðinn Orri
Bjömsson einnig vera á fórum úr póli-
tíkinni. Áður hafa samfylkingarmenn-
imir Ingvar Viktorsson og Tryggvi
Harðarson tilkynnt að þeir verði ekki
í framboði í vor.
Tryggingafélögin græða
VÍS, Sjóvá-Almennar og Trygginga-
miðstöðin. sem era stærstu trygginga-
félög landsins, hafa hagnast um 2 millj-
arða króna á síðustu tólf mánuðum.
Hjá tveimur fyrirtækjanna hefur dreg-
ið úr tjónum og iðgjaldagreiðslur hafa
hækkað meira en bókfært tjón. RÚV
greindi frá.
Þorgils Ottar
Sjúkraliðar:
Allt útlit fyrir
verkfall
„Það miðar
ekkert og eins og
staðan blasir við
nú verður vart
komist hjá verk-
falli,“ sagði Krist-
ín Á. Guðmunds-
dóttir, formaður
Sjúkraliðafélags
íslands, í samtali
við DV í gær-
kvöld. I gær
fundaði samninganefnd sjúkraliða í
húsakynnum ríkissáttasemjara en
fundarhlé var gert síðdegis og næsti
fundur ekki boðaður fyrr en á
þriðjudaginn.
Kristín segir mikið bera í milli og
langt í land með að samningsaðilar
nái saman. Hún átti í gær fund með
félagsmönnum og sagði samstöðuna
mikla þeirra á meðal. „Þaö er gríð-
arleg samstaða og eindrægur vilji
félagsmanna að ná fram kjarabót-
um,“ sagði Kristín. Náist ekki
samningar skellur verkfall sjúkra-
liða á um mánaðamótin og mun
bitna mjög á starfi spítalanna. -aþ
Kristín Á.
Guömundsdóttir.
Erlendur maður vakti illan grun hjá farþegum í Grænlandsflugi:
Var með hníf og
myndir af bin Laden
- reyndist vera kokkur frá Kanaríeyjum í orlofi
Erlendur farþegi, sem kom með vél
Flugfélags íslands frá Kulusuk á Græn-
landi í fyrrakvöld. vakti illan gran hjá
öðrum farþegum vélarinnar á leiðinni
fyrir dularfulla framkomu sina. Höfðu
þeir séð að hann var m.a. með hnifa í
fórum sínum, svo og myndir af hryðju-
verkaleiðtoganum alræmda Osama bin
Laden. Lögregla og tollverðir tóku
manninn til rannsóknar þegar vélin
lenti á Reykjavíkurflugvelli. Reyndist
allt í lagi með skilríki hans og var hon-
um sleppt að skoðun lokinni. Þarna
reyndist vera á ferðinni sérvitur kokk-
ur ffá Kanaríeyjum, sem var á ferðalagi
í orlofi sínu.
„Hann var með einn lítinn vasahníf á
sér, sem er ekki óalgengt, þótt það sé
kannski farið að taka öðravísi á þvi
núna,“ sagði Friðrik Gunnarsson að-
Frá Kulusuk
stoðaryfirlögregluþjónn þeirrar deildar
lögreglunnar sem fer með málefni út-
lendinga hér á landi. „Hann var með
myndir af bin Laden í fórum sínum og
alls konar furðuiegu fóki. Hann var líka
með mikið af myndum af kettlingum og
nokkrar af öðram dýram. Hann hafði
vakið athygli með dularfullri fram-
komu sinni, enda sagðist hann vera sér-
vitringur. Vegabréfið hans þótti eitt-
hvað skrýtið í upphafi. En þegar það
var tekið í almennilega skoðun í kerf-
unum okkar reyndist allt vera í lagi.
Þetta er ekta Spánverji, einhver kokkur
á Kanaríeyjum sem leggst í ferðalög á
sumrin þegar hann þarf ekki að vera að
elda ofan í íslendinga."
Maðurinn hafði farið með Fl til
Grænlands fyrir nokkram dögum. Far-
þegi með Grænlandsfluginu til baka í
fyrrakvöld sagði við DV, að kvisast
hefði meðal farþega vélarinnar að hníf-
ar hefðu verið teknir af manninum í
Kulusuk. Þá hefðu þeir séð myndir af
bin Laden í fórum hans. Farþegunum
hefði alls ekki staðið á sama, enda
hefðu þeir ekkert vitað um manninn.
Þeir hefðu verið því mótfallnir að hann
færi um borð, en hann hefði síðan ver-
ið hafður aftast í vélinni. Lögreglan
hefði beðið eftir honum á Reykjavíkur-
flugvelli til að rannsaka hann. -JSS
Skipverjar fá bætur
Héraðsdómur i
Reykjavík kvað í
gær upp dóm þar
sem Samskipum
er gert að greiða
tveimur fyrrver-
andi skipverjum á
ms. Amarfelli
bætur vegna ólög-
legí'ar uppsagnar.
Mennirnir smygluðu spíra hingað til
lands en skipafélagið stóð ekki rétt að
uppsögnum þeirra.
Landfylling í Arnarnesvogi
Skipulagsstofnun hefur lagt blessun
sína yfir fyrirhugaða landfýllingu í
Amamesvogi í Garðabæ. Fyrirhugað
er að koma fyrir tæplega 2000 manna
íbúðarbyggð á svæðinu. Úrskurð
Skipulagsstofnunar er hægt að kæra
til umhverfisráðherra og rennur frest-
ur út 26. október næstkomandi.
Óvenjumikil ýsa í Eyjafirði veldur vandræðum:
íhuga nú að flýja í land undan ýsunni
- ógnar atvinnuástandi í Hrísey. Kerfið virkar ekki, segir sveitarstjórinn
Atvinnu ógnað
Atvinnuástandi í Hrisey er ógnaö þessa dagana af mikilli ýsugengd í Eyjafiröi.
Sérkennileg staða er nú komin upp
í Hrísey en fyrirtækið sem gerir út
línubátinn Sigga Gísla, er þessa dag-
ana alvarlega að íhuga að leggja bátn-
um vegna óvenjumikiflar ýsugengdar
fyrir Norðurlandi og í Eyjafirði. Segja
má að sjómenn íhugi að flýja í land
undan þessari miklu ýsugengd. Þó
þetta hljómi öfugsnúið og jafnvel
hálfspaugilega er þetta grafalvarlegt
mál fyrir Hríseyinga því Siggi Gísla og
vinnsla á þeim afla sem hann kemur
með aö landi er mikilvægt atvinnufyr-
irtæki í eynni sem skapar um 15
manns vinnu. Það munar um minna í
plássi sem hefur átt undir högg að
sækja í atvinnumálum. Að sögn Péturs
Bolla Jóhannessonar era það nýjar
reglur um kvótasetningu á ýsunni sem
valda þessum vandræðum. Siggi Gísla
hefur engan ýsukvóta og erfitt er að fá
leigukvóta í ýsu. Þess utan er verð á
ýsu lágt um þessar mundir, þannig að
það svarar engan veginn kostnaði að
landa ýsunni og fá fyrir hana um 130
krónur og þurfa að borga um 120 krón-
ur fyrir kílóið í leigukvóta Vandinn er
hins vegar sá að ekki er hægt að leggja
línu til að veiða þorsk og koma um leið
í veg fyrir að ýsan bíti á, þannig að
menn era að fá ailt upp í 1/3 hluta afl-
ans í ýsu. Slíkt getur verið ansi dýr-
keypt. „Menn standa náttúrlega
frammi fyrir erfiðum valkostum eftir
að ýsan fór inn í kvótann," segir Pétur
Bolli. „Annaðhvort verða menn að
henda þessum aukaafla eða koma með
hann að landi og kaupa leigukvóta dýr-
um dómum. Það er nú bara einfaldlega
þannig að menn hér fá sig ekki til þess
að henda kannski 1-2 kílóa ýsu í hafið
aftur og kasta þar með á glæ miklum
verðmætum. Því hafa þeir verið að
koma með þetta að landi. Auðvitað
væri miklu einfaldara fyrir útgerðar-
aðilann að leggja bara bátnum og
leigja kvótann burt, og lifa góðu lífi á
því,“ segir Pétur og bætir við að slíkir
kostir séu nú til alvarlegrar skoðunar.
Pétur Bolli segir að það kerfi sem nú
sé búið að koma upp sé mjög fjandsam-
legt þessum litlu sjávarbyggðum og
steininn taki úr með breytingunum
sem gengu í gildi nú 1. september þeg-
ar aukategundir, s.s. ýsan sem var
utan kvóta, hafi verið kvótasettar.
Hann segir Hríseyinga ekki vera eina
á báti hvað þetta varðar því svipuð
staða sé víðar uppi og ástandið sé ekki
síður slæmt víða fyrir vestan.
„Kerfið hreinlega virkar ekki og það
verða einfaldlega að koma til einhveij-
ar lausnir sem verða til þess að byggð-
imar haldi velli," segir Pétur Bolli Jó-
hannesson, sveitarstjóri í Hrísey. -BG
Blaðið í dag
ms
Spumingum
Ara er auðvelt
að svara
Auöveld svór vlð
erfiðum spumlngum
Talibanar til
alls líklegir í
heilögu stríði
Erlent fréttaljós
Pressa á
Skaganum
Innlent fréttaljós
Myrkraprinsinn
Nepölsku
kóngsmorðln
„Það verður
að sýna þeim
hnefann"
Heilagt stríð bln
Ladens
Ráðskast ekki
með goðsagnir
Vigdís
Jakobsdóttir
Humar
Sannkölluð
kóngafæða
Götumarkaður fyrir stóra stráka
Um helgina bryddar Bílabúð Benna
upp á þeirri nýbreytni að efna til götu-
markaðar fyrir stóra stráka og stelpur.
Auk þess verða Fornbílaklúbburinn,
Kvartmíluklúbburinn og Ferðaklúbb-
urinn 4x4 með aðstöðu þar sem fólk
getur komið með gamla varahluti og
boðið til sölu.
Þarf að rffa viðbyggingu
Húseiganda viö Heiðargerði í
Reykjavík hefur verið gert að rifa við-
byggingu við hús sitt. Það var Hæsti-
réttur sem kvað svo á í gær en áður
hafði borgarráð veitt manninum bygg-
ingarleyfi.
Dómarar víkja ekki sæti
Dómarar við
Hæstarétt hafa hafn-
að kröfú ASf um að
skipaðir dómarar við
réttinn víki sæti þeg-
ar tekið verður íýrir
mál sambandsins
gegn íslenska ríkinu,
en það fjallar um
lagasetningu Alþingis í þeim tilgangi
að stöðva verkfall sjómanna síðastliöið
vor. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir að þar með sé þessum þætti máls-
ins lokið. Frá þessu var greint á mbl.is.
Handfrjáls veröur skylda
Þann 1. nóvember verður ökumönn-
um skylt að nota handfijálsan búnað
þurfi þeir að eiga simtöl við akstur.
Ekki verður sektað við brotum fyrr en
að ári liðnu.
Fangelsi fýrir þjófnað og árás
Héraðsdómur Vestíjarða dæmdi í
gær tæplega fimmtugan karlmann til
tveggja mánaða fangavistar fyrir lík-
amsrárás og þjófnað bæði á ísafirði og
í Rúmfatalagemum í Kópavogi. -aþ